Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 22.03.2000, Qupperneq 33
32 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VATN OG LÍFSGÆÐI ÍSLENDINGAR búa við þær fágætu aðstæður að hafa að- gang að nægu hreinu og tæru vatni og má fullyrða, að vatn- ið er mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. En vatnið er ekki aðeins lífgjafi heldur einnig sú auðlind, sem veitir lands- mönnum ljós og yl og aðgang að nær óþrjótandi orku í vatnsföllum og jarðvarma. Allt eru þetta gæði, sem víða er mikill skortur á í heiminum. Þetta eru staðreyndir, sem Is- lendingar hafa gott af að hafa í huga nú á alþjóðadegi vatnsins. í Hollandi er um þessar mundir haldin alþjóðleg vatns- ráðstefna. Þaðan berast ógnvekjandi tíðindi um hörmulegt ástand í vatnsbúskap heimsins og framtíðarhorfur eru ískyggilegar ráði mannkynið ekki við að gera úrbætur í umgengni við þennan lífgjafa. Nú þegar hefur um einn milljarður manna ekki aðgang að hreinu vatni og nær þrír milljarðar til viðbótar búa við vatnsmengun og ófullnægjandi hreinlæti. Um sjö milljónir manna deyja á ári hverju af völdum sjúkdóma, sem rekja má til þessa. Vatnskreppa er yfirvofandi í heiminum og mun ástandið fara ört versnandi næstu áratugina. Skortur er þegar á vatni í 29 löndum. Mannfjölgun er mikil og landbúnaður þarfnast sífellt meira vatns. Víða um heim er gengið á grunnvatnsbirgðir, vatnsból eru menguð. Um helmingur stórfljóta og stöðuvatna í heiminum er mengaður, upp- þornaður eða ofnýttur. Samkeppni er þegar hafin um vatn og sums staðar, eins og t.d. í Miðausturlöndum, eru styrj- aldarátök yfirvofandi út af vatni. Alþjóða vatnsráðið reynir einmitt á fundinum í Hollandi að vekja fólk til umhugsunar um þetta risavaxna vandamál, sem blasir við mannkyni, og hvetja ráðamenn til tafar- lausra aðgerða til úrbóta. Formaður Alþjóða vatnsnefndar 21. aldar, Ismail Serageldin, segir m.a.: „Vatn er dýrmæt auðlind, því án þess er ekkert líf. Allir eiga rétt á aðgangi að hreinu vatni, en óstjórn hefur leitt til yfirvofandi kreppu. Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað.“ Nefndin leggur til, að vatn verði selt á kostnaðarverði og að vatns- þjónusta verði einkavædd. Með sölu á vatni er vonast til bættrar umgengni og að fjármagn fáist til vatnsfram- kvæmda. Serageldin bendir á, að aðeins 2,5% af öllu vatni í heiminum eru ósölt, þar af eru tveir þriðju hlutar bundnir í jöklum. Islendingum er tamt að líta á vatn sem óþrjótandi lífsgæði, sem aldrei þverra. íslendingar eiga frekar að líta á það sem lífgjafa og sjálfa sig sem forðagæzlumenn fyrir mannkyn allt. LÖGGJÖF ÁN FRAM- KVÆMDAR ÁKVÆÐI um heilsuvernd starfsmanna, sem kveðið er á um í lögum frá 1980, eru enn ekki orðin virk. Hvernig má það vera, að lög um heilbrigðismál fólks á vinnustöðum hafa ekki komið til framkvæmda 20 árum eftir setningu þeirra? Frá þessu ófremdarástandi er skýrt í síðasta sunnudagsblaði Morgun- blaðsins, þar sem m.a. er rætt við fyrrverandi lögmann Vinnu- eftirlitsins. Lýsing hans á ástandinu er með ólíkindum. Hann segir t.d. að það hafi verið betra árið 1939 en það er í dag. I danskri reglugerð um þessi mál sé minnst á tugi sjúkdóma, sem skilgreindir séu sem atvinnusjúkdómar, en hið eina sem fyrirfinnst hérlendis sé reglugerð númer 221 frá árinu 1939, þar sem þrír kvillar séu skilgreindir: blýeitrun, lungnasjúk- dómar vegna innöndunar á steinryki og miltisbrandssýking, sem skoðast sem atvinnusjúkdómur við skepnuhirðingu og vinpu í sláturhúsum. Astæður þess að svo er komið í þessum málum eru að mati Kristins Tómassonar, yfirlæknis atvinnusjúkdómadeildar Vinnueftirlits ríkisins, tvíþættar. I fyrsta lagi hefur ekki skap- azt sú venja, né verið lögleidd, að atvinnusjúkdómar séu bóta- skyldir sjúkdómar, en þeir eru það í flestum nágrannalöndum okkar. í öðru lagi eru atvinnusjúkdómar ekki bótaskyldir með tryggingabótum. Þá hefur ekki myndast neinn þrýstingur frá sjúklingum sem haldnir eru atvinnusjúkdómum. Nú er unnið að'því að leggja grunn að atvinnusjúkdóma- vörnum og ennfremur hefur verið ákveðið að gera átak til að bæta lögboðna skráningu atvinnusjúkdóma. Landlæknir hefur og stofnað fagráð um atvinnusjúkdómavarnir. Augljóslega er hér pottur brotinn og full ástæða til að ráða bót á hið snarasta. Fella nýja löggjöf að nútímaþörfum starfs- fólks á vinnustöðum og afnema úrelt lagaákvæði, þótt þau hafi aldrei komið til framkvæmda. Finnland fyrst N orðurlandanna til að taka upp evruna N or ður- landaþjóðir láti meira að sér kveða Finnsku sendiherrahjónin eru á förum frá Islandi eftir að hafa dvalið hér í næstum sjö ár. Hildur Einarsdóttir heimsótti þau í bú- stað þeirra á Hagamelnum en þau segjast kveðja Island með söknuði. Sendiherrahjónin Kaija og Tom Södermann. Morgunblaðið/Jim Smart Ferðaskrifstofur blása til sóknar á Netinu Sameiginlegar vefsíð- ur og aukin samvinna Morgunblaðið/Golli Aætlað er að um 70% sólarlandaferða hjá Úrvali-títsýn verði bókaöar á Netinu innan nokkurra ára en sú tala er 5% það seni af er þessu ári. TOM Södermann, sendiherra Finna, og eiginkona hans, Kaija Södermann, eru á för- um eftir að hafa starfað hér í næstum sjö ár. „Þetta er langur tími í utanríkisþjónustunni," segir Söder- mann, „en í Finnlandi eru ekki neinar ákveðnar reglur um það hve lengi sendiherrar starfa á hverjum stað. Þegar ég vann sem yfirmaður upplýs- ingadeildar finnska sendiráðsins í London dvaldi ég þar í sjö ár. Eg hef ekki haft áhuga á að vera stöðugt að flytjp mig um set.“ „Eg er á förum úr utanríkisþjónust- unni og verð bráðlega það sem ég kalla „frjáls maður“. Eg hef stai-fað í finnsku utanríkisþjónustunni síðan 1963. Fram að þeim tíma vann ég sem blaðamaður við finnsku fréttastofuna í fimm ár og við ríkisútvarpið í þrjú ár. Þá fékk ég óvænt hringingu frá sendi- herra Finna í Svíþjóð sem spurði hvort ég hefði áhuga á að starfa sem upplýsingafulltrúi við finnska sendi- ráðið í Stokkhólmi. I starfi mínu sem blaðamaður lærði ég hvað það er mikilvægt að hyggja vel að samfélagsmálum og hef ég hald- ið því áfram i núverandi starfi." Menningin aðaláhugamálið Södennann segir að það hafi verið ánægjulegt að fylgjast með þeim miklu framförum sem hafa orðið hér á landi. „Þegar ég kom til Islands voruð þið að koma upp úr efnahagslægð sem hafði staðið yfir um nokkurt skeið en síðan hafa orðið hraðar framfarir á flestum sviðum. Það hefur verið gott að búa í Reykjavík og fylgjast héðan með gangi mála í heiminum," segir hann. „Ég hef getað fylgst vel með samskiptum austurs og vesturs sem eru mikilvæg fyrir finnsk stjórnmál. í Reykjavík er einnig fjölbreytt menn- ingarlíf sem ég hef haft yndi af, en menningin er mitt aðaláhugamál. Södermann er spurður að því hvernig menningarlegu samstarfi Finna og íslendinga sé háttað: „Kjarnann í samvinnunni er að finna í Norræna húsinu en þar fer fram heilmikið starf allra Noi’ður- landaþjóðanna. Hingað hafa komið finnskir listamenn á ýmsum sviðum og unnið hér um skeið. I rúmlega tíu ár hefur Sinfóníuhljómsveit Islands haft finnska hljómsveitarstjóra, þá Osmo Vánská og Petri Sakari. Þeir hafa báð- ir kynnt finnska tónlist hér. I fyi-ra setti finnski leikstjórinn Kaisa Horhonen upp leikritið „Fávit- ann“ eftir Dostojevskíj í Borgarleik- húsinu. I vor kemur einn okkar fremsti píanóleikari, Olli Mustonen, til íslands og leikur á Listahátíð." Mikill áhugi á íslenskum nútímabókmenntum Södermann segir að áhugi hans hafi beinst að því að skapa íslenskum lista- mönnum tækifæri í Finnlandi. „I mörg ár hafa íslenskir listamenn dvalið um þriggja mánaða skeið í vinnustofu listamanna í Suomenlinna- virkinu. í Finnlandi er mikill áhugi á íslensk- um nútímabókmenntum og hefur verið um langt skeið. Stjórnmálalegt samstarf þjóðanna hefur líka alltaf verið mjög gott,“ segir Södermann. „Sveinn Björnsson forseti kom fyrst á formlegu stjórnmálasam- bandi milli þjóðanna árið 1947. Þjóð- irnar höfðu gert með sér samkomulag um skipasiglingar árið 1923 sem var undirritað af dönskum embættis- mönnum. Forsetar ykkar hafa komið reglu- lega í opinberar heimsóknir. Fyrstur til þess var Ásgeir Ásgeirsson. Vigdís Finnbogadóttir naut mikilla vinsælda í Finnlandi meðan hún var forseti og kynnti vel íslenska menningu. í heimsókn sinni í háskóla Lapp- lands í Rovaniemi fyrir tveim árum gerði núverandi forseti, Olafur Ragnar Grímsson, tillögu um vísindaráð norð- urslóða sem nú er orðið að samstarfs- verkefni nokkun-a háskóla, þar á með- al háskólans í Lapplandi og háskólans á Akureyri." Þjóðirnar ósammála í hvalveiðimálinu „Það eru ekki aðeins embættis- mennirnir sem hafa unnið að góðum samskiptum þjóðanna. Ég minnist þess til dæmis að hafa lesið um ís- lenska konu sem skömmu eftir seinni heimstyijöldina bjó til fjöldann allan af ullarteppum og afhenti barnaspítala sem verið var að byggja í Finnlandi. Þjóðirnar hafa verið ósammála í einu máli og það er í hvalveiðimálinu. Finnar hafa aldrei haft áhuga á að stunda hvalveiðar og hafa fremur átt samleið með þeim þjóðum sem eru á sömu skoðun í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Islensk stjórnvöld hafa gagm-ýnt Finna fyrir þessa afstöðu. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að skynsamleg nýt- ing hvalastofnanna sé í lagi og ég hef ekki farið í launkofa með þá skoðun mína í Finnlandi." Stærstu kaupendur íslenskrar sfldar Talið berst að viðskiptatengslum þjóðanna. Södermann segir að útflutn- ingur Finna endurspegli það sem Finnar flytja út til annarra landa. Helmingurinn af útflutningi Finna sé pappír og hinn helmingurinn iðnaðar- varningur eins og fjarskiptabúnaður frá finnska fyrirtækinu Nokia sem er í hópi þrjúhundruð stærstu fyrirtækja í heiminum. Finnar selja Islendingum einnig heitavatnsrör í hæsta gæða- flokki sem búa yfir þeim eiginleika að hitastigið í vatninu lækkar aðeins um 1-2 gráður þótt það fari um langan veg. Um 70% af því sem Finnar kaupa af Islendingum er fiskur og fiskifóður sem notað er til fiskeldis. „Finnar voru með lítinn fiskiskipa- flota við strendur Islands á fimmta og sjötta áratugnum. Þegar þið stækkuð- uð fiskveiðilögsöguna hættu finnskir sjómenn að veiða síld við strendur Is- lands. I staðinn fói’um við að kaupa af ykkur síldina," segir Södermann. „ís- lenska síldin er talin sú besta í Finn- landi en Finnar kaupa hlutfallslega mest af Islendingum af saltaðri síld. Ástæðuna fyrii*. vinsældum íslensku síldarinnar má rekja til þess að gæði hennar hafa geymst í minnum manna frá þeim tíma þegai’ Finnar veiddu hana hér við Iand.“ Viðskiptajöfnuður landanna afar ójafn I fyrra fluttu Finnar inn vörur til Is- lands að verðmæti rúmlega tveggja pg hálfs milljarðs íslenski'a króna en Is- lendingar fluttu inn vörur til Finn- lands fyrir andvirði rúmlega sex millj- óna króna. Frá árinu á undan dróst útflutningur íslands til Finnlands saman um rúm 30%. Viðskiptajöfnuð- ur landanna er því afar ójafn. Söder- mann er spurður hvort hann geti gefið skýringu á þessum mun: „Nei, ekki að öllu leyti en auðvitað er þetta spurning um markaðssetn- ingu íslenskra vara í Finnlandi. Ég hef reynt að kynna Finnland sem góðan markað fyrir íslenskar vörur. En ég hef orðið var við að það er ekki mikill áhugi hjá íslendingum að selja til Finnlands. Ein skýringin sem ég hef heyrt er að Islendingum finnist finnski markaðurinn of lítill til að leggja í þann kostnað sem markaðs- setningunni fylgir. Það sama má segja að Finnum finnist um íslenska mark- aðinn. Ég hef bent Finnum á að ís- lendingar séu mikil neysluþjóð og það sé þess virði að leggja rækt við þann markað.“ Ekki hefð fyrir neyslu lambakjöts í Finnlandi „Mér finnst synd að ekki skuli vera fiutt inn meira af íslensku lambakjöti til Finnlands því það er það besta sem ég hef smakkað. Það er lítil hefð fyrir neyslu lambakjöts í Finnlandi og þeii’ eru ekki vanir gæðalambakjöti, en verðið hefur verið hagstætt. Ég efast þó ekki um að útflutningur frá Islandi eigi eftir að aukast síðar í nýjum greinum sem nú er töluverður vaxtarbroddur í hér á landi, til dæmis í líftækni- og tölvuiðnaði." Samruni fyrirtækja milli landa hef- ur farið vaxandi á undanförnum árum. Eru einhver íslensk fyrirtæki að hluta til í eigu Finna? „Það er aðeins eitt fyrirtæki sem Finnar eiga svolítinn hlut í hér á landi og það er Steinullai'verksmiðjan á Sauðárkróki. Ég sé þó fyrir mér að þetta geti breyst. Finnar hafa svo keypt pappírsfyrirtæki í Bandaríkjun- um og Finnar, Svíar og Danir gerðu tilraun til að kaupa saman norskan banka, en ekki náðist samkomulag um kaupin.“ Við hugsum á svipuðum nótum „Ég hef trú á að Norðurlandaþjóð- irnar eigi eftir að vinna miklu meira saman í framtíðinni á hinum ýmsu sviðum. Það hefui’ verið góð reynsla af norrænu samstarfi. Síðan á fimmta áratugnum hafa Norðurlandaþjóðirn- ar lagt áherslu á að samræma löggjöf sína. Þar fyrir utan eigum við margt sameiginlegt og við hugsum á svipuð- um nótum. Næsta kynslóð mun spyrja af hverju þessi samvinna hafí ekki ver- ið meiri og á eftir að vinna að því að Norðurlandaþjóðirnar komi fram sem ein heild út á við. Norðurlandaþjóðirnar hafa ekki verið mjög áhrifamiklar í evrópsku samstarfi. Þær þyi’ftu að sameinast svo að rödd þeirra yrði sterkari á þess- um vettvangi. Hugmyndir þessa efnis voni viðraðar í ræðu sem var haldin þegar fimm Norðurlandaþjóðir opn- uðu sendiráð í Berlín í sömu byggingu. Islendingar hafa komið fram með ýmsar athyglisverðar tillögur á vett- vangi norræns samstarfs. Þegar Halldór Ásgrímsson var í for- sæti norrænu ráðherranefndarinnar í fyrra komu íslendingar fram með til- lögu sem kallast „Fólk og haf í norðri“ og fjallar um sjálfbæra nýtingu nátt- úruauðlinda, náttúruvernd og lífskjör á Vestur-Norðurlöndum og öðrum norðlægum slóðum. Tillögur Davíðs Oddssonar um non'ænt samstarf í byggðarmálum skiptu einnig miklu máli. - Svo er ver- ið að segja að það sé ekkert að gerast í norrænu samstarfi.“ Finnar fyrstir Norðurlandaþjóð- anna til að taka upp evruna Aðspurður segist Södermann vera mjög sáttur við veru Finna í Evrópu- sambandinu. „Við höfum haft það að markmiði frá upphafi að fylgjast mjög vel með gangi mála á þessum vett- vangi og leitast við að hafa þar áhrif. Finnland hefur verið í forsæti fyrir Evrópusambandinu og við erum eina Norðurlandaþjóðin sem hefur ákveðið að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Danir ætla að kjósa um það í haust og Svíar árið 2002. íslendingar fylgjast mjög vel með framvindu mála á þessu sviði. Mörg íslensk fyrirtæki nota evr- una í viðskiptum við erlend fyrirtæki. Ég var um tíma formaður Evrópu- sambands-sendiráðanna hér á landi en það eru sex Evrópusambandslönd sem hafa sendiráð hér. Við höldum reglulega fundi og ræðum um það sem er að gerast hverju sinni. Við upplýs- um íslenska utanríkisráðuneytið um gang mála.“ Islendingar komast ekki inn í arkitektaskóla í Finnlandi Södermann segir að það sé nokkuð um íslenska námsmenn í Finnlandi. Þeir stundi þar einkum listnám. „Áður fyrr var vinsælt að nema arkitektúr í Finnlandi enda eru Finnar þekktir fyrir góða skóla á þessu sviði. í augna- blikinu eru engir íslenskir nemendur við nám í arkitektúr í Finnlandi. Eftir að við gengum í Evrópusambandið hefur aðsókn nemenda frá Evrópu- sambandslöndunum aukist í þessa skóla sem hefur leitt til þess að Islend- ingar hafa ekki sömu möguleika til námsins og áður. Ég hef verið að reyna að hafa áhrif á það að íslenskir stúdentar komist aftur inn í skólana en það á eftir að koma í ljós hvað verður.“ Södermann segir að það séu að minnsta kosti tíu starfandi íslenskir arkitektar sem hafa lært i finnskum háskólum og hann hafi áhuga á að það verði framhald á því. „Finnar hafa einnig komið til Is- lands til að stunda nám, þá einkum til að læra íslensku, hugvísindi og eld- fjallafræði. Hér hafa dvalið að meðal- tali tíu finnskir nemendur á hverju ári undanfarin ár.“ Finnskum ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi Það kemur fram í máli Södermanns að hann hefur mikinn áhuga á að aftur komist á beint flug milli Helsinki og Keflavíkur. „Þegar Flugleiðir hófu beint flug þangað fyrir tveim árum í nokkra mánuði vonuðum við að það myndi halda áfram. Þá var gert átak til að kynna Island í Finnlandi. Þetta skilaði sér því finnskum ferðamönnum til Islands fjölgaði úr fimm þúsund í átta þúsund á síðastliðnu ári. íslensk og finnsk fyi’irtæki stóðu að kynning- unni.“ Þar eð Södermann hefur starfað hér lengst sendiheiTanna er hann starfs- aldursforseti sendiherrahópsins sem hér dvelur. „Sá starfi felst meðal ann- ars í því að þegar nýr sendiherra kem- ur til landsins og þai-f að fá einhverjar frekari upplýsingar leitar hann til þess sendiherra sem lengst hefur starfað í landinu. Það er litið á þetta sem heiðursstarf. I þeim tilvikum þeg- ar íslendingar geta ekki boðið öllum sendiheiTum til móttöku er starfsald- ursforsetanum boðið sem samnefnara fyrir hópinn. Ef eitthvert sendiráð- anna á við einhvern alvarlegan vanda að etja kemur einnig til kasta starfs- aldursforsetans. Ekkert slíkt hefur hent hér á landi. Sendiráðin eru til- tölulega fá hér eða tíu talsins og því þekkjumst við sendiherrarnir vel inn- byrðis og við höfum átt ánægjulegar stundir saman.“ Fyrst í frí og síðan í blaðamennskuna Það er komið að lokum samtalsins og Södermann er spurður hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af störfum: „Þegar ég fer héðan ætlum við hjón- in að taka okkur frí yfir sumarmánuð- ina. Þá munum við meðal annars dvelja á eyjunni Rosala eða „eyju rós- anna“ eins og hún heitir á íslensku sem er í finnska skerjagarðinum. Þar eigum við hús. Faðir minn er ættaður þaðan. Ég hef dvalist á Rosala síðan ég var drengur. Næsta haust vonast ég til að geta tekið upp þráðinn að nýju í blaðamennsku. Það eru ýmis verkefni sem ég hef áhuga á að taka fyrir. Ég er í ritstjórn tímaritsins Nya Argus sem er gefið út mánaðarlega og fjallar um menningarmál og mig lang- ar til að vinna að uppbyggingu þess. Ég hef líka áhuga á að ferðast til Lett- lands, en þaðan er móðir mín ættuð, og finna rætur mínar þar. Södermann segir að hann og eigin- kona hans Kaija hafi tekið ástfóstri við Island. „Við höfum notið dvalarinnar hér til hins ýtrasta og eigum eftir að sakna lands og þjóðar." Fólk kaupir í auknum mæli flugferðir og aðra ferðaþjónustu á Netinu. Talið er lík- legt að á næstu árum muni því ferðaskrif- stofum fækka. Islenskar ferðaskrif- stofur blása til sókn- ar og hvetja m.a. til samstarfs á Netinu. FRAMTÍÐARSÝN ferða- skrifstofanna og breytt hlutverk við aukna notkun Netsins var efni fundar sem ferðaskrifstofunefnd Samtaka ferðaþjónustunnar efndi til í gær. Helgi Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sagði að eins og staðan á markaðnum væri í dag þyi'ftu ferðaskrifstofur að berjast fyrir tilvist sinni, ekki síst vegna ákvörðunar Flugleiða um að lækka sölulaun til þeirra og vegna aukinnar notkunar Netsins við bók- anir ferða. Hann sagði að Flugleiðir hefðu til- kynnt lækkun á umboðslaunum til ferðaskrifstofa fyrir nokkrum mán- uðum og boðað enn frekari lækkun síðar. Þá hefðu þær m.a. vísað til þess að þetta væri þróunin hjá flugfélög- um erlendis, t.d. hjá British Ainvays. Helgi benti hins vegar á að þeir færu með rangt mál því hjá British Airways hefði verið unnið markvisst með ferðaskrifstofum í að gera þær sýnilegri því þær væru öflugasti sam- starfsaðili flugfélagsins. British Air- ways hyggst breyta fyrirkomulaginu og auka þjónustugjöld þegai’ um- boðslaun verða afnumin og verðlauna þær ferðaskrifstofur sem selja dýr- ustu fargjöldin, sagði hann. í máli Helga kom fram að ferða- skrifstofur hérlendis ættu ekki ann- ars úrkosti en fara í verðstríð við Flugleiðir eins og Samvinnuferðir- Landsýn gerðu með leiguflugi til ým- issa borga í sumar undir nafninu Flugfrelsi. „Ferðaskrifstofur verða að tryggja sér aðgang að sætum til og frá landi með öðrum hætti en gegnum Flug- leiðir og ná hagstæðum samningum. Við ætlum að vera með og látum ekki skáka okkur út.“ Bókunarmiðstöð íslands Helgi sagðist álíta að til að íslensk- ar ferðaskrifstofur næðu að markaðs- setja sig af krafti erlendis og hér- lendis þyi'ftu þær að vinna saman í meira mæli en þær hafa gert. Hann sagði Samvinnuferðir-Landsýn hafa verið leiðandi af ferðaskrifstofum á Netinu og að innan skamms yrði komið í notkun nýtt bókunarkerfi hjá þeim. Helgi lagði áherslu á að nú yrði blásið til sóknar á erlendum mörkuð- um með tilkomu Bókunarmiðstöðvar íslands en þróunarvinna hefur staðið yfír í nokkur ár. Þar gefst bæði útlendingum og ís- lendingum, sem ætla að ferðast um landið, möguleiki á að panta og bóka beint ferðaþjónustu eins og gistingu, bílaleigubíl og afjireyingu. Undanfar- in ár hefur staðið yfir þróun á Bókun- armiðstöð íslands en nú sagði Helgi að þjónustan væri að komast á fullt skrið. Bókunarmiðstöð íslands á að vera í eigu íslenskrar ferðaþjónustu og Helgi sagði að allir sem áhuga hefðu ættu kost á að kaupa hlut í henni. Hann sagði að með tilkomu Bókunar- miðstöðvarinnar gæfist aðilum í ferðaþjónustu tækifæri til að byggja upp einn heildarvef og markaðssetja ísland bæði hér heima og erlendis. Bókunarmiðstöðin verður með úti- bú á Keflavíkurflugvelli, hún verður á upplýsingamiðstöðvum hringinn í kringum landið og jafnvel á bensín- stöðvum. Aukið samstarf nauðsynlegt Ulfar Antonsson, framkvæmda- stjóri innanlandsdeildar hjá Ferða- skrifstofu íslands, benti í erindi sínu einnig á nauðsyn aukins samstarfs að- ila í ferðaþjónustu hér á landi. Hann sagði að nýlega hefðu danskar ferða- skrifstofur kynnt sameiginlega vef- síðu og það væri hugmynd sem íslenskar ferðaskrifstofur ættu að skoða nánar. Hann benti jafnframt á að i Dan- mörku væri fyrirtækið M&P Oracle að þróa bókunarkerfi á Netinu sem getur þjónað öllum hótelum og ráðstefnusöl- um þai' í landi. Þá segir hann að breska fyrirtækið Airtours, sem rekur um helming allra ferðaskrifstofa í Skandinavíu, sé að þróa netlausnir fyrir sínai' ferðaskrifstofur. Úlfar sagði að erlendis væri gífur- legum fjái'munum varið í þróunar- vinnu á þessum vettvangi, t.d. væri fyrirtæki eins og breska ferðaskrif- stofan Thomson að eyða um hundrað milljón sterlingspunda í þróunar- vinnu. Ferðaskrifstofum mun fækka Úlfar telur að óhjákvæmilega muni ferðaskrifstofum fækka mikið á næstu árum, ekki síst vegna þess að það sé dýrt að gera þær breytingar sem þurfi til að taka tæknina í sínar hendur. Þá nefndi hann að eflaust yrði þró- unin sú að Netið tæki yfir stóran hluta t.d. í sölu einstaklingsferða og gi'eindi frá sem dæmi að á sl. ári hefðu 500.000 bílaleigubílar í Evrópu verið leigðir í gegnum Netið og að árið 2003 áætluðu menn að um 20 milljónir pakkaferða yi'ðu seldar í gegnum Netið í Evrópu af 400 milljón ferðum. Hjá utanlandsdeild Ferðaskrifstofu íslands, Úrvals-Útsýnar er áætlað að um 70% sólarlandaferða verði bókaðar á Netinu innan fárra ára en sú tala er 5%Jiað sem af er þessu ári. Ulfar býst ekki við að þróunin verði svipuð í sölu viðskipta- eða ráðstefnu- þjónustu sem þarfnist skipulagningar sem Netið geti aldrei tekið yfir. Það kom fram í máli Úlfars að rekstur ferðaskrifstofa kynni að breytast á öðrum sviðum en hvað tækninni einnL viðkemur og hann sagði að þó að fyrir- tækið Ferðaskrifstofa íslands skil- greindi sig sem ferðaskrifstofu núna gæti það alveg eins breyst í ferðaþjón- ustufyrirtæki. Það kann að vera hag- kvæmt, sagði hann, að sameina fyrir- tæki í ferðaþjónustu því birgjarnir, þ.e. hótel, veitingahús, bílaleigur og svo framvegis, verða alltaf starfandi hversu öflugt sem Netið verður í sölu farseðla og ferðaþjónustu. Hann sagði að landamærin hefðu verið skýi' í ferðaþjónustu en þau væru óðum að gliðna í sundur og þá yi'ðu allir að skilgreina sig upp á nýtt. Netið veitir einstakt tækifæri Sigmundur Halldórsson, vefstjóri Flugleiða, sagði að Flugleiðir hefðu'” um miðjan síðasta áratug tekið þá stefnu að líta á Netið sem einstakt tækifæri fyrir lítið flugfélag til að koma sér á framfæri á alþjóðlegum markaði. Hann sagði að Flugleiðir hefðu stöðugt verið að uppfæra Netið og í dag stæðu yfir útlitsbreytingar á vef Flugleiða og breytingar á leiðakerf- inu. Flugleiðir eru á ellefu mörkuðum með vefsíðui' sem allar eru svipaðar að útliti og hann sagði að bestur árangurinn væri í Bandarílcjunum í tekjum talið, en aftur á móti hér á landi ef miðað væri við höfðatölu en um 2% þjóðarinnar hafa keypt miða í Netklúbbi Flugleiða. Sigmundur sagði að framtíðin í sölu* á Netinu væri fólgin í þráðlausu Neti og samruna farsímatækni og tölvu- tækni. Fyi-sta skrefið sagði hann að væri wap-þjónustan sem Flugleiðir hefðu þegar tekið í þjónustu sína en viðskiptavinir Flugleiða gætu þá pantað farseðla og aðra þjónustu í gegnum farsímann sinn. Framfarirnar eru mjög örar og Sig- mundur sagði að þegar væri hægt að tengjast Netinu í gegnum Ieikjatölv- ur. Hann sagðist ekki í vafa um að börn framtíðarinnar ættu eftir að líta á Netið sem jafn sjálfsagðan hlut og síma. Sigmundur benti á að ekki væri langt í að ferðaþjónustuaðilar gætu boðið þjónustu í gegnum síma um leið og símeigandinn þyi'ftu á henni að halda. Síminn verður þá eins konar staðsetningartæki og sé símeigandinn t.d. staddur á Egilsstöðum lætur sím- inn hann þegar vita um þá afþreyingu sem er í boði á staðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.