Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 3 7^. LISTIR Verk eftir Peter Lang. Skipulagt frelsi vandam Anastim hárvökvinn frá Ducray örvar hárvöxt og dregur úr hárlosi. 20% 'wmtmBmm Kynning í Lyfju Lágmúla frákl. 14-18 á morgun í Lyfju Hamraborg og á föstudag í Lyfju Setbergi LYFJA Lyf á lágmarksveröi Norræn samtímalist er viðfangsefni sýningar- innar „Organising freedom“ sem nú stend- ur yfír í Moderna mus- eet í Stokkhólmi. Inga Birna Einarsdóttir segir frá sýningunni. HEITI sýningarinnar er komið úr texta eftir Björk Guðmundsdóttur. í laginu „The hunter" segir: „thought I could organize freedom/how scandinavian of me“. Dægurlagatextar eru safnstjóran- um David Elliott innblástur frekari hugleiðinga um frelsi. Janis Joplin söng „freedom is just another word for nothing left to lose“ og Bob Mar- ley um frelsi landa sinna í laginu „Redemption song“. Elliott ræðir í sýningarskránni um áráttu Norðurlandabúa að skipuleggja tíma sinn út í æsar og þá sérstaklega frítímann. Það er hins vegar spurning hvort þetta eigi ekki frekar við hina sósíaldemókratísku hefð Svía en Islendinga. Sýningin hefur það að markmiði að sýna hugmyndir ungra norrænna listamanna um frelsið, bæði andlegt og samfélagslegt. Til þess valdi Elli- ot 28 listamenn frá Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Islandi. Þeir skiptast nokkuð jafnt milli landa en það vekur athygli að Is- lendingar eiga bara einn fulltrúa á sýningunni. Það má velta því fyrir hvaða ástæður liggja þar að baki, hvort honum þyki íslensk samtíma- list vera óspennandi. Það er ekki neitt fyrirfram ákveðið sem stjórnar vali hans. Þetta eru einfaldlega þeir listamenn sem honum finnst vera mest spennandi í augnablikinu. Islendingurinn í hópnum, Olafur Elíasson, er orðinn talsvert þekktur á alþjóðavísu. Um þessar mundir á hann umhverfisverk í Utrecht í Hollandi og er meðal þátttakenda á samsýningu þýskra myndlistar- manna í Wolfburg í Þýskalandi. Hann er fæddur og uppalinn í Kaup- mannahöfn og er nú búsettur í Ber- lín. Ólafur sýnir Ijósmyndir úr ís- lensku landslagi, bæði í svarthvítu og lit. Hann segist taka myndavélina með sér í gönguferðir þegar hann dvelur á íslandi á sumrin. Þetta er vel þekkt myndefni, stórbrotin og eyðileg íslensk náttúra. Esko Mánnikkö hlaut mikla frægð fyrir ljósmyndir sínar af finnskum piparsveinum og afskekktum hýbýl- Verk eftir Bjarne Melgaard. um þeirra. í nýrri myndaröð er við- fangsefnið útidyr á fínnskum sumar- húsum. Sameiginlegt með þessum sumarhúsum er lélegt ásigkomulag, brotnar rúður, skakkar hurðir og eintóm hrákasmíð. Myndirnar eru rammaðar inní tréramma sem eru úr gömlu og veðruðu tré. Gætu næstum því verið úr tilsniðnum rekaviði. Það er sama tregablandna andrúmsloftið í þessum myndum og í fyrrnefndri myndaröð af finnsku piparsveinunum. Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé einn hluti af hinum finnska harmi. Bjarne Melgaard er „enfant terriblé“ í norska lista- heiminum. Hann vinnur í ýmsa miðla, tekur ljós- myndir af sjálfum sér í ýmsum stell- ingum og með ýmis svipbrigði í myndaröðinni „Monument to Ray Johnson". A gólfinu við innganginn inn í sýningarsalinn er innsetning med risavöxnum tjábolum. Hún leggur hindranir í veg sýningar- gesta því þeir verða að klofa yfir þá til að komast leiðar sinnar. Við fyrstu sýn gæti maður haldið að þetta væru tótem-súlur en við nán- ari skoðun minna sumir trjábolirnir, sem eru tilsniðnir, á risastóra getn- aðarlimi. Spaugarinn í hópnum er Daninn Peter Lang. Framlag hans er myndbandsverk í 2 hlutum. Hann hafði setið fastur í sköpun- arkrísu um tíma. í verstu krísunni fletti hann símaskránni og hringdi og pantaði 2 stúlkur til að koma heim til sín og strippa. Hann fékk leyfi til að festa þær á filmu og árangurinn má sjá á skjánum. Stúlk- urnar eru viðvaningslegar með af- brigðum og það má jafnvel sjá lista- manninum bregða fyrir og reyna að stjórna þeim án sýnilegs árangurs. Þetta taldi hann geta notað á ein- hvern hátt og í hinu myndban- dsverkinu strippar hann sjálfur. Hann hefur dansinn íklæddur göml- um og ljótum gráum nærbuxum sem hann rífur sig seinna úr. Hann dans- ar af miklum krafti í þær 25 mínútur sem verkið tekur. Annica Karlsson Rixon tók ljós- myndir af bandarískum flutningabíl- stjórum. Hún beinir linsunni að höndunum á þeim þar sem þeir veifa í kveðjuskyni. Bandarísku þjóðveg- irnir hafa ávallt þótt tákngera frels- ið. Eru þeir hið raunverulega frelsi eða er það bara goðsögn? Upp á síðkastið hefur norræn list verið í tísku, ef svo má að orði kom- ast. Ekki bara myndlistin heldur líka tónlist og kvikmyndir. Sýningin í Moderna tekur púlsinn á því sem er að gerast i listaheiminum á Norð- urlöndum. Sýningin stendur til 9. apríl nk. og má sjá umfjöllun um hana á heima- síðu safnsins: www.moderna- museet.se. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18, 4. hæð, frá og með 20. mars, fram að hádegifundardags. Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. mars 2000 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.