Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 >.-------------------------- UMRÆÐAN ,Svör frá umferðardeild Ríkislögreglustj órans í MORGUNBLAÐINU laugar- daginn 18. mars sl. ritar Gylfi Guð- jónsson ökukennari og fyrrverandi lögreglumaður grein undir heitinu „Einvígið á akbraut- inni“. Full ástæða er til víðtækrar umræðu um þau skelfilegu umferð- arslys sem eiga sér stað á vegum landsins en hins vegar verður að gera kröfu til þess að rétt sé farið með stað- reyndir. I grein sinni gerir Gylfi embætti ríkislögreglustjórans að umræðuefni og gæt- ir þar þekkingarleysis sem ástæða er til að leiðrétta hér. Embætti ríkislög- reglustjóra tók til starfa 1. júlí 1997 á grundvelli nýrra lög- reglulaga. Samkvæmt lögunum er það hlutverk ríkislögreglustjórans að marka stefnu og samræma störf ^lögreglunnar í landinu. En embættið hefur einnig mörg sérgreind verk- efni svo sem alþjóðasamskipti, rann- sóknir efnahagsbrota, rannsóknar- aðstoð við lögregluliðin, starfrækslu rannsóknarstofu, umsjón með öku- tækjum og búnaði o.fl. Gylfi gerir að umtalsefni nýtt fyr- irkomulag bifreiðamála lögreglu. Hið nýja fyrirkomulag er til komið vegna þess ástands sem verið hefur á bifreiðamálum lögreglunnar mörg undanfarin ár. Meðalaldur lögreglu- bifreiða var á bilinu 5 til 10 ár og rekstrarkostnaður óheyrilegur sem meðal annars leiddi til þess að lög- reglubílar voru úr notkun vegna tíðra við- gerða langtímum sam- an. Sérstakur vinnu- hópur skipaður breið- um hópi fulltrúa frá lögregluembættum og félögum lögreglu- manna komst að þeirri niðurstöðu að hið nýja fyrirkomulag væri heppilegast fyrir lög- regluna með það að markmiði að lögreglan hefði nýlegar og traustar lögreglubif- reiðar sem séu endur- nýjaðar reglulega þannig að meðalaldur bifreiða verði 3 til 4 ár. Innbyggt er í kerfið að því meira sem bifreiðunum er ekið því hag- kvæmari verður leigan þannig að kerfið stuðlar að því að eftirlit sé aukið en ekki minnkað. Gylfi víkur einnig að hraðamynda- vélum sem eru í ómerktum bífreið- um og starfsmenn umferðardeildar ríkislögreglustjórans starfrækja um allt land. Er það í fullu samræmi við hlutverk ríkislögreglustjórans að vera stuðningsaðili og bakhjarl lög- regluliðanna um landið. Hraða- myndavélar eru mjög dýr búnaður og starfræksla þeirra kallar á sér- Umferðin Reynslan erlendis er sú að mikilvirkasta aðferð- in er eftirlit lögreglu, segir Jón Fr. Bjart- marz, og beiting sekta og annarra viðurlaga og að samhliða aðgerðum lögreglu sé haldið uppi öflugum áróðri. hæfingu. Þvi var farin sú leið að starfræksla þeirra er á hendi ríkis- lögreglustjórans og starfsmenn hans fara með þær milli lögreglulið- anna. Rétt er að hafa í huga að lög- regluliðin á íslandi eru 26 og flest fá- menn þannig að óraunhæft er að hvert þeirra um sig starfræki hraða- myndavélar. Þá er einnig vert að hafa í huga að hraðamyndavélarnar eru viðbót við aðra umferðarlög- gæslu og hvergi hefur umferðarlög- gæsla verið skert til þess að koma við starfrækslu myndavélanna. í því samhengi má benda á að þjóðvega- eftirlit lögreglustjórans í Reykjavík sem Gylfi nefnir var lagt niður mörg- um árum fyrir tilkomu ríkislögregl- ustjórans. Gylfi ætti því að fagna stofnun umferðardeildar ríkislögr- eglustjórans sem er sérstaklega starfrækt til að styðja við öll lög- regluliðin. Hjá deildinni starfa sér- hæfðir lögreglumenn í umferðarlög- gæslu sem fara út til lögregluliðanna og styrkja viðkomandi lögreglulið við alhliða umferðarlöggæslu undir stjóm viðkomandi lögreglustjóra. Þeir sem hafa fylgst með alþjóð- legri þróun umferðarlöggæslu og þeim árangri sem hægt er að ná með nýjum aðferðum og búnaði þekkja vel þann ávinning sem hafa má af notkun hraða- og rauðljósamynda- véla. Þá er einnig þekkt að í þeim til- vikum sem hraðamyndavélar eru settar í kassa við vegi koma fram svokölluð „kengúruáhrif. í því felst að ökumenn eru mjög fljótir að átta sig á hvar vélamar eru staðsettar og hægja því á rétt á meðan ekið er framhjá þeim en auka svo aftur hraðann. Sama gerist ef ökumenn aka framhjá merktum lögreglubif- reiðum. Einnig er þekkt að alvarleg- ar afleiðingar slysa ráðast af hraðan- um sem ekið er á þegar árekstur og slys verða og að með því að minnka hraðann næst mesti árangurinn í því að fækka alvarlegum slysum. Það að fá ökumenn til þess að breyta hegð- un sinni og aka hægar er ekki auð- velt. Reynslan erlendis er sú að mik- ilvirkasta aðferðin er eftirlit lögreglu og beiting sekta og annarra viðurlaga og að samhliða aðgerðum lögreglu sé haldið uppi öflugum ár- óðri. Jón Fr. Bjartmarz Ekki verður mótmælt þeim orðum Gylfa að hundraða milljóna króna fjárveiting til umferðareftirlits gæti stuðlað að fækkun umferðarslysa. Fjárveitingar til lögreglunnar eru hins vegar ákvarðaðar í fjárlögum hvers árs. Hins vegar er það mis- skilningur hjá Gylfa að ríkislög- reglustjórinn dragi til sín fjármagn frá öðrum lögregluliðum. Embættin eru sjálfstæðar stofnanir og fá ákvarðaðar fjárveitingar í fjárlög- um. Við tilkomu embættis ríkislög- reglustjórans var hvergi dregið úr starfsemi né fjárveitingum til lög- regluliðanna í landinu. Reyndar má benda á það gagnstæða, t.d. að ríkis- lögreglustjórinn tók þátt í að kosta hálendiseftirlit lögregluliðanna á Suðurlandi síðasta sumar svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. Gylfi Guðjónsson hefur lengi verið áhugamaður um bætt umferðarör- yggi og umferðarlöggæslu. Þótt ekki hafi verið hjá því komist að leiðrétta misskilning hjá Gylfa er ekki ætlun- in að fara út í ritdeilur við hann um þessi mál. Samherjum í baráttu fyrir bættri umferðarmenningu og gegn umferðarslysum og afleiðingum þeirra fögnum við og hvet ég Gylfa til þess að leggja lykkju á leið sína og heimsækja umferðardeild ríkislög- reglustjórans til þess að kynna sér starfsemina og þær áætlanir sem eru á döfinni í náinni framtíð. Höfundur er yfirlögregluþjónn bjá embætti ríkislögreglustjóra. Spánska jógúrt og Bú- kollu í Húsdýragarðinn NÚ HEFUR það verið staðfest að ís- lenska þjóðin hefur margfaldað neyslu sína á erlendum mjólkuraf- urðum. Neysla á er- lendri jógúrt það sem af er þessu ári er sam- bærileg við alla neyslu ''ársins í fyrra. Ljóst er að ef svo fer sem horfir sjáum við aðeins í topp evrópska mjólkur- fjallsins. Margfalt meira magn erlendra mjólkurafurða mun fylgja á eftir spánsku jógúrtinni, sem sló sölumetin, upp á eld- húsborð íslenskra fjölskyldna, mæðra, feðra og barna. Það er að segja ef ég og þú erum tilbúin til að bera á borðið innfluttar mjólkurvör- ur og neyta þeirra án þess að missa lystina af tilhugsuninni um kýrnar sem ganga til mjalta einhversstaðar úti í heimi. Sannarlega eru þær hvorki af íslensku kyni né aldar á ís- lensku heyi og vatni. Þær gætu verið af hvaða kyni sem er, blendings- ræktaðar samkvæmt nútímaerfða- vísindum. Mjólkina framleiða þær úr fóðri af þrautræktuðum ökrum Evrópu sem iðulega eru margnýttir hvert ár í þéttsetnum landbúnaðar- héruðum og ekkert til sparað í notk- un kemískra efna til að ná hámarks uppskeru. Höfum við ekki líka heyrt fréttir af því hvemig kjötúrgangur og skólp er nýtt sem fóður fyrir evrópskt búfé? Jú, við könnumst við þær, fréttirnar að utan um eitur sem flæðir í ár, ár sem flæða yfir akra, hættu- lega búfjársjúkdóma og ýmisskonar smit. Skyldu kýrnar suður í Evrópu drekka ís- lenskt vatn? Það er umhugsunarvert í ljósi vaxandi innflutnings mjólkurafurða að um- sókn Landssambands kúabænda og Bænda- samtaka Islands um að fá tækifæri til að gera tilraun til að kynbæta íslenska kúa- stofninn hefur enn ekki fengist af- greidd. Erindið er sem kunnugt er til umfjöllunar hjá landbúnaðar- ráðuneytinu. Ekki eru allir á eitt sáttir um inn- flutning fósturvísa til tilraunarinnar. Það er athyglisvert að rétt fyrir ára- mót var viðhorf íslensku þjóðarinnar til kynbóta á íslenskum kúm kannað með skoðanakönnun. Þar kom fram, að almenningur vildi vernda ís- lenska kúastofninn, hreinan og ókynbættan. Samkvæmt því vilja ís- lenskir neytendur hreinræktaðar ís- lenskar kýr á íslandi og íslenskar mjólkurafurðir úr íslenskum land- námskúm. Já einmitt, fögur er sú mynd, þetta vil ég líka, en tengjum nú saman hugsjónir og raunveru- Kristín Linda Jónsdóttir TILBOÐ í MARS á tjöruhreinsi fyrir bfla Jákó sf. sími 564 1819 Auðbrekku 23 Landbúnaðarafurðir Ef við viljum bjóða upp á innfluttar mjólkurafurðir, segir Kristín Linda Jóns- dóttir, hvað eigum við þá að gera við hrein- ræktuðu íslensku kúna? leika. Ef við viljum halda í íslensku landnámskúna neytum við ekki inn- fluttra mjólkurafurða. Þá fara þær einfaldlega undir græna torfu ein af annarri Búkolla, Skrauta, Kola og Tungla, jafnvel þótt þær séu hrein- ræktaðar og skrautlegar. Það dugar skammt fyrir okkur neytendur og ráðamenn þjóðarinnar að leggjst gegn kynbótum á íslenskum kúm ef landsmenn neyta afurða erlendra kúakynja. Við verðum að horfast í augu við að það er ekki sjálfgefið að barnabömin okkar fái tækifæri til að neyta íslenskrar mjólkur, að þau geti boðið gestum sínum, erlendum sem innlendum, upp á íslenskt skyr og rjóma. A síðasta ári fækkaði ís- lenskum kúabændum um einn á viku og fækkar enn enda afkoma greinar- innar erfið. Við neytendur getum ekki bæði sleppt og haldið. Ef við viljum virkilega bjóða okkur sjálf- um, börnunum okkar og erlendum gestum upp á innfluttar mjólkuraf- urðir, hvað eigum við þá að gera við hreinræktuðu íslensku kúna, eiga nokkur eintök í húsdýragarðinum í Laugardal? Úr hvaða fjósi og af hvaða túni skyldi hún vera komin jógúrtin sem þú setur í skeiðina og stingur upp í litla barnið þitt í kvöld? Höfundur er nyólkurframleiðandi og gjaldkeri Landssambands kúabænda. Borgarstjóri, er bara sunnudagur? ÉG GET ekki varist þeirri hugsun að mér virðist sem ráðafólk Reykjavíkui' lifi í sér- stökum og illskiljanleg- um heimi. Vissulega þarf ekki að koma á óvart, eftir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hef- ur verið borgarstjóri í áraraðir, að hún skuli láta menninguna og það sem henni íýlgir ganga yfir allt og alla. Ég er alfarið á móti því að tónlistarhúsi og hóteli sé troðið við höfnina. Ég veit líka að ég er ekki einn um að vera þeirrar skoðunar að okkur sé hollt að halda örlítið í uppruna okkar og bera virðingu fyrir því sem hefur gert okk- ur að þeirri þjóð sem við erum. Upp- Tónlistarhús Ég er alfarið á móti því, segir Birgir Hólm Björg-vinsson, að tón- listarhúsi og hóteli sé troðið við höfnina. haf raunverulegrar byggðar í Reykjavík má rekja til hafnarinnar. Höfnin hefur verið hjarta borgarinn- ar og ef ekki væri núverandi borgar- stjóri og hanastélshópurinn hennar yrði svo kannski áfram. Því þótti mér hreint út sagt furðulegt þegar ég heyrði borgarstjóra líkja væntanlegu tónlistarhúsi og því framtaki við gerð hafnarinnar fyrir tæpum eitt hundrað árum síðan. Það framtak sem ráðist var í við gerð hafnarinnar er langtum meira og merkilegra en tónlistarhús- ið væntanlega. Það eru ekki bara allir Reykvík- ingar, heldm- allir landsmenn sem hafa notið góðs af Reykjavík- urhöfn. Ég er ekki viss um að það verði margir sem eiga eftir að njóta tónlistarhússins. Þar verða Sinfónían, Stuð- menn og einhverjir fieiri. Við hin höldum áfram okkar lífí. Meiri- hluti borgm-stjómar vill að borgarbúar segi álit sitt á framtíð Reykja- víkurflugvallar. Mig langar að vita hvers vegna við fáum ekki að segja álit okkar á framtíð hafnarinnar og þeim ótrúlegum fyrirætlunum að breyta höfninni í veisluhús. Til að fjármagna yfirganginn og flottheitin skilst mér að selja eigi hluta okkar Reykvíkinga í Lands- virkjun. Það er enn eitt furðutilfellið. Sé best að selja hluta okkai- í Lands- virkjun væri þá ekki nær að þeir sem fara með fjármálin gerðu svo lítið að fylgjast með skamma stund hvað er að gerast í Reykjavík. Meðal okkar er fólk sem er fátækt, fólk sem er veikt, fólk sem á hvergi höfði sínu að halla, fólk sem örvæntingarfullt, fólk sem hefur fátt að lifa fyrir, fólk sem þarf á aðstoð okkar hinna að halda. Borgarstjóri, það er ekki svo að við getum einhent okkur í tóm veisluhöld, selt eignir okkar, stækkað veislusal- ina og glott af glæsileika okkar; á sama tíma stendur fólk fyrir utan, fólk sem þráir það eitt að fá húsaskjól, þótt ekki sé nema eina nótt. Borgar- stjóri, heldm- þú í alvöru að það sé bara sunnudagur í þessu lífi? Höfundur er í miðstjórn Frjálslynda flokksins og stjómarmaður í Sjómannafélagi Reykjavfkur. Birgir Hólm Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.