Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 39

Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 39
r MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Betri valkostur en Á mektardögum Hitlers og japönsku hernaðarhyggjunnar á áratugnum fyrir síðari heimsstyi'j öldina komst óorð á stétt diplómata. Farið var að tala um að hlutverk sendiherra væri að ljúga fyrir föðurlandið í útlöndum. SendiheiTa ESB, John Maddison, minnti óbeint á þetta með er- indi sínu hjá félagi stjómmálafræðinga en þó sérstaklega með grein sinni í Morgun- blaðinu 16. þ.m. Par heldur hann því fram, að ESB sé fríverslunarbanda- lag. Þó vita allir, sem vita vilja, þ.ám. hann sjálfur, að ESB er ekki fríverslunarbandalag heldur hafta-, styrkja- og tollabandalag, sem siglir hraðbyri yfir í að verða pólitískt ríkjabandalag. Viðskiptalega múrar það sig af frá öðrum ríkjum með sameiginlegum ytri tolli en veitir að- ildarríkjunum styrki og tollfrelsi í innri viðskiptum til þess að skekkja samkeppnisstöðuna utanbandalags- ríkjum í óhag. Kratasamsæri Hliðstæð öfugmæli einkenna orð Maddisons um lýðræði. Hann heldur því fram að þjösnaskapúr ESB-ríkj- anna gagnvart Austurríki byggist á gi'undvallarspurningum um lýðræði og mannréttindi. Sannleikurinn er hins vegar sá að ríkisstjóm Austur- ríkis var mynduð að loknum lýðræð- islegum kosningum af rúmum þing- meirihluta. í stefnuskrá hennar er ekki einu einasta orði beint gegn lýð- ræði og mannréttindum. Hins vegar fengu austurrískir kratar slæma út- komu í kosningunum vegna fylgis- aukningar Frelsisflokksins undir forystu Haiders. Hann sagði af sér flokksformennsku og tók ekki sæti í ríkisstjóminni. En fyrrverandi kanslari og krataklíkan í kringum hann vildu fyrirbyggja að stjórn yrði mynduð án þátttöku þeirra. Þess vegna pöntuðu þeir og fengu hjá evrókrötum óvinsamlegar aðgerðir ESB-ríkja gegn Austurríki. Þar að auki er ljóst af grein sendi- herrans að ESB býr ekki við lýð- ræði. „Löggjafarvaldið liggur hjá ráðhemaráðinu,“ segir hann. Mikið rétt. En þetta 15 manna löggjafar- vald er ekki kosið lýðræðislegri kosningu af fólkinu í aðildarríkjun- um heldur skipað, einn af hverri að- ildarríkisstjóm, en þeir fara með misþung (2-10) atkvæði í ráðinu. Stjómskipulagið er ekki lýðræði heldur smáklíkuræði 15 manna ráð- herraráðs, hliðstætt smáklíkuræði 15 manna Pólitbjúró kommúnista- flokks Sovétríkjanna á sínum tíma, eins og lesa má í grein minni 10. þ.m. Þetta má einnig lesa út úr grein Ulfars Haukssonar í Mb. 17. þ.m., þótt hann dragi rangar ályktanir af lýsingu sinni. Ofugmæli sendiherr- ans ganga enn lengra. Þótt hann tali um full- veldi aðildarríkjanna segir hann það innri mál ESB, ef það hlutist til um innanríkismál einstakra aðildarríkja. Hvað þá um fullveldið? Muna menn enn hlið- stæðuna í Bréshnev- kenningunni? Hvað kemur næst? í erindi sínu sagði hann að íslend- ingar þyrftu sjálfir að meta kosti og galla aðildar. En þeir þurfi að flýta sér. Samhliða dynur á okkur gegnd- arlaus áróður um sambandið, eins og Evrópubandalagid ESB er ekki fríverslun- arbandalag heldur hafta-, styrkja- og tolla- bandalag, segir Hannes Jónsson, sem siglir hraðbyri yffr í að verða pólitískt ríkjabandalag. erindi og grein sendiherrans em dæmi um svo og lævísir áróðurs- þættir Ingimars Ingimarssonar frá Brassel í ríkisútvarpinu. Hvernig væri að gæta jafnvægis og birta þætti með viðtölum við talsmenn samtaka sem berjast gegn aðild? Ruglukollar samfylkingarkrata Það era einkum samfylkingar- kratar hér á landi, sem lýst hafa fylgi við aðild að ESB og fælt með því heilbrigða vinstrimenn yfir til „Vinstri grænna“. Orð og yfirlýsing- ar krataforustunnar sýna að þeir vilja móta valdastreituflokk með það meginmarkmið að ganga evrókröt- um í ESB á hönd, koma Sjálfstæðis- flokknum frá völdum en ná sjálfir 35% fylgi. Þvílík hugsjónagöfgi! Ungliðasamtök þeirra vora stofn- uð 11. þ.m. og ályktuðu, í samræmi við sjónarmið Þórannar Sveinbjarn- ardóttur o.fl. þar í sveit, að hefja bæri aðildarviðræður við ESB, því það væri „flugmiðans virði að ganga til aðildarviðræðna“, eins og hún sagði hér 25. f.m. Þetta lýsir meiri léttúð í fjármálum en sæmir þing- manni. Hún ætti að kynna sér hjá ríkisbókhaldinu heildarkostnaðinn vegna EES-samninganna. Þar var ekki í tafli verðmæti eins farseðils heldur tugir ef ekki hundrað millj- óna króna í flugfargjöldum, dagpen- ingum, sérfræðiaðstoð, þýðingum, prentkostnaði o.fl., sem dreifðist á mörg ráðuneyti. Það þarf enginn að efast um að aðildarviðræður við ESB kostuðu mikið, ef glámskyggnum mönnum tækist að láta efna til þeirra. En hvar eru rökin fyrir því að efnahagslegur ábati yrði af aðild? Enginn Evrókrati hefur treyst sér til að tilgreina hann, þrátt fyrú' ítrekaðar áskoranir um það. Þess í stað varpa þeir fram almennum órökstuddum staðhæfingum, sem snerta ekki kjarna málsins um ábata, eins og t.d. „að ísland eigi mikla og góða samleið með Evrópuþjóðum," sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson tel- ur röksemd fyrir aðild í samtali við Dag 16. þ.m. Tómleiki staðhæfingar- innar verður þó augljós þegar þess er gætt að við höfum átt mikil og góð samskipti og viðskipti við Evrópu- ríkin alla síðustu öld án aðildar að ESB. Ekkert bendir til breytinga á því vegna þess að viðskiptin byggj- ast á þörf og eftirspurn þeirra eftir vöru sem er í framboði hjá okkur. Annað dæmi er aulafyndni Úlfars Haukssonar 17. þ.m. um að við þurf- um að ákveða, hvort við ætlum að „taka okkur far með Evrópuhrað- lestinni inn í nýja öld eða...hossast með uxakerranni". Varla verður þetta bull talið sanna ábata af aðild. Bet.ri kostur Krötum er tíðrætt um að við get- um ekki staðið undir stofnanakostn- aði EES ef Noregur gerðist aðili. Það verður varla í bráð. ESB er upp- tekið við að semja við sjálft sig um skipulagsbreytingar. Enginn veit hvernig sambandið verður eftir þær, en hitt telja forvígismenn ESB lík- legt að þessum skipulagsbreytingum ljúki ekki fyrr en í fyrsta lagi 2003 og engin ný ríki verði tekin inn fyn' en eftir 2004. Frá ríkisstjórn Sviss fréttist í síð- ustu viku að aðild væri ekki á dag- skrá hjá þeim og kæmi ekki til skoð- unar fyrr en í fyrsta lagi 2008, og þá væri allt í óvissu um samþykki kant- ónanna og þjóðarinnar. Á meðan vilja þeir efla með okkur og Norð- mönnum fríverslunarkerfi EFTA með gerð fleiri fríverslunarsamn- inga, m.a. við Kanada og önnur Ameríkuríki á grandvelli NAFTA- samninganna og fríverslunar AI- þjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þetta eru góðir kostir Hitt er svo ljóst að þótt það ólík- lega gerðist að við stæðum einn dag- inn einir eftir í EES ættum við rétt og sanngirniskröfu á nýrri samn- ingsgerð við ESB vegna grandvall- arbreytinga á forsendum frá því sem Hannes Jónsson Falleg oggagnleg fermingargjöf Etisk-íslettsk orðabók 34.000 ensk uppflettiorð ísleitsk-etisk orðabók 35.000 erisk uppflettiorð 2.200 blaðsíður Samari í fallegri gjafaöskju á aðeitis 4.590 krómr Gagnleg ogglœsileg fermingargjöf sem nýtist vel í nútíð og framtíð. Fæst hjá öllum bóksölum. ORÐABÓKAÚTGÁFAN MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 3^ ESB var við gerð EES-samningsins. Fyrir EES 1992 vora í gildi frí- verslunarsamningar okkar ásamt bókun 6, sem tryggðu okkur sann- gjöm viðskiptakjör við EB-ríkin. Á grandvelli breyttra aðstæðna gæt- um við krafist að gerður yrði aftur tvíhliða fríverslunarsamningur á granni EES-samningsins en án ákvæða um stofnanimar, fullveldis- afsalið um gildi Evrópuréttarins, án opnunar fiskveiðilögsögunnar til veiða árlega á 3.000 tonnum af karfa en með auknum fríverslunarákvæð- um um fisk til samræmis við ákvæðin í gildandi EFTA-samning- um. Þetta er okkar besti kostur og hann þurfum við að fara að undirbúa. Þessari hugsun þurfum við að fara að venjast og taka því fagnandi ef Norðmenn verða svo óvarkárir að láta krata blekkja sig til að sækja um aðild að ESB. Höfundur er fyrrverandi sendiherru. MECALUX Fullkomið kerfi með heildarlausn fyrir lagerrymið UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN rf ' . SUNDABORG 1 SÍMI: 568 3300 I www.straumur.is l Bræðraborgarstígur 4 Skemmtileg og hugguleg 84 fm íbúð á jarðhæð/kj. í góðu steinhúsi stutt frá miðbænum. Þetta er mjög skemmtileg s. eign, öðruvísi í laginu og gefur mikla möguleika. Verð 7,9 millj. Áhv. 2,8 millj. Pálmi og Sigrún sýna eignina. Sími 551-0716 og 898-5611. (921) á hvern lítra miðað við listaverð gömlu olíufélaganna bensín ÞAÐ MUNAR UM MINNA*

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.