Morgunblaðið - 22.03.2000, Page 42

Morgunblaðið - 22.03.2000, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 Jfc. " ' .. .... MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vísindi og þekking - Fimmta valdið eða ný trúarstofnun? VESTRÆN lýðraeð- issamfélög grundvallast á þrískiptingu valds: löggjafarvaldi, fram- kvæmdavaldi og dóms- valdi. Þessar valda- stofnanir eiga að veita hver annarri aðhald og fjórða valdið, almenn- ingsálit og fjölmiðlar, á ^einnig að veita þeim að- "nald. Þessar fjórar valdastofnanir móta því líf okkar. Að mati undir- ritaðs hefur hins vegar bæst við fimmta vald- astofnunin í íslensku samfélagi, eins og í öðr- um vestrænum samfé- lögum, en það eru markaðsvædd vís- indi. I þessum greinai'stúf mun ég færa rök fyrir þessari skoðun minni. Frá því nútímavísindi urðu til, upp úr aldamótunum 1800, hefur ríkis- valdið haft mikla stjórn á vísinda- starfi enda var það yfirleitt ííkið sem fjármagnaði vísindarannsóknir. Þetta var staðreynd langt fram á þessa öld. Vísindi hafa notið mikils ^trausts almennings, sem skýrir að hluta meðbyr þeirra, því fjármögnun þeirra byggist á því að kjósendur kjósi stjórnmálamenn sem hliðhollir eni vísindum. En með markaðsvæð- ingu vísinda varð breyting á sam- skiptum vísindamanna og almenn- ings. Nú eru það ekki bara kjömir fulltrúar sem taka ákvörðun um hvaða svið vísindanna eigi að fjár- magna heldur getur almenningur nú eignast hlut í vísinda- fyrirtækjum. En þrátt fyrir þessa grundvallar- breytingu á fjármögnun vísinda er tveimur grandvallarspuming- um ósvarað: Af hverju treystir fólk vísinda- mönnum? Hvemig geta stjómmálamenn eða al- mennir fjárfestar metið gildi þeirrar vísinda- starfsemi sem þeir em að fjármagna og áhætt- una sem þeir taka? Vísindi tuttugustu aldar hafa aukið skiln- ing okkai’ og vald á náttúranni stórkost- lega, sbr. skammtafræði og líftækni: Skammtafræðin, sem var smíðuð á fyrstu áratugum þessarar aldar, hef- ur aukið skilning okkar á innviðum atómsins, en slíkar rannsóknir era enn að mestu fjármagnaðar af ríkis- stjórnum. Það sama má segja um líf- tæknina, sem á sér einungis um þriggja áratuga sögu, en hún hefur aukið skilning okkar á innsta eðli frumunnar, hins vegar era slíkar rannsóknir í auknum mæli að mark- aðsvæðast. Við fjármögnum þessar rannsóknir í voninni um betra líf. En á hverju byggjum við þessa von? Fæstir geta byggt hana á skilningi, heldur grundvallast hún nánast alfar- ið á trausti. Almenningur, þar með taldir stjórnmálamenn, getur yfirleitt hvorki skilið né véfengt það sem vís- indamenn segja honum; við getum Vísindi Vísindin, í slagtogi við fjölmiðla, segir Steindór J. Erlingsson, eru að verða fímmta valda- stofnunin í samfélaginu eða jafnvel ný trúar- stofnun. einungis vonað að þeir tali ýkjulaust. Það er einmitt hér sem vald vísinda- mannanna verður til, því eins og lengi hefur verið vitað felur þekking í sér vald. Þetta traust byggh' á veikari grunni en okkur er tamt að trúa. Þeg- ar vísindamenn segjast hafa fundið lausn á hinu eða þessu gleypa fjöl- miðlar venjulega við því gagnrýnis- laust og hefja vísindamennina upp til skýja. Hver kannast ekki við eftirfar- andi: Vísindamenn við háskóla/stofn- un X telja sig hafa fundið lausnina á Y. En vandamálið er að venjulega kemur ekkeri meira fram því fjöl- miðlar hafa enga forsendu til þess að fylgja málinu eftir. Það er líka stað- reynd að á stundum reynist lausnin á Y alls ekki eiga við rök að styðjast. Þetta vita allir þeir sem fylgjast með vísindum en því miður hafa fjölmiðlar ekki áhuga á að birta fréttir um vís- indamenn sem höfðu rangt fyrir sér (frægasta undantekning þessa er fréttin um að vísindamenn hafi getað framkvæmt kaldan kjamasamrana, sem seinna reyndist röng). Fjölmiðl- ar ýta því undir goðsögnina um að vísindamenn séu óskeikulir, og þeir endm-taka iðulega gagnrýnislaust eftir vísindamönnum að vísindin séu alfarið hlutlæg þekkingaröflun og að þekkingar sé einungis aflað þekking- arinnar vegna. Þessi bláeyga umfjöll- un um vísindi hlúh- að dulrænni ímynd þeiira. Vísindamenn verða goðsagnakenndar verar, sem ætla að bjarga lífi okkar. Er það ekki? Fjölm- iðlar hafa gefið almenningi kolranga mjmd af vísindastarfi og þannig ýtt undir gagnrýnislausa vísindatrú. Páll Skúlason, heimspekingur og háskóla- rektor, hefur einmitt bent á að upp- hafning vísinda á kostnað „annarra hugmyndakerfa [hafi] kynt undir órökstuddri trú á mátt vísindanna...“ og að slík vísindatrú sé „háskaleg fyr- ir viðgang vísinda“ (Páll Skúlason, Pælingar, bls. 149 og 137). Vísindin, í slagtogi við fjölmiðla, era að verða fimmta valdastofnunin í samfélaginu eða jafnvel ný trúar- stofnun. Sumir vísindamenn og lækn- ar virðast hafa nær ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum. Ef þeir hafa eitthvað fram að færa verður það nær samstundis að forsíðufrétt. Meðan vísindi vora nánast alfarið fjármögn- uð af ríkinu var óheftur aðgangur vís- indamanna að fjölmiðlum þeim ekki eins mikilvægur og hann er í dag, því þá þurftu þeir aðeins að kljást við Steindór J. Erlingsson stjórnmálamenn í leit sinni að fjár- magni. En með markaðsvæðingu vís- inda er komið allt annað hljóð í strokkinn. Nú er vísindamönnum, í leit að fjái-magni og völdum, beinn hagm- af glansmynd fjölmiðla; að þeim séu allir vegir færir. Vísinda- menn era að verða að hálfgerðum guðum í augum fólks. Ef þetta er rétt má segja að vísindi séu að verða að nokkurs konar trúarstofnun í nútíma- samfélagi, sem gerir vísindunum kleift að verða hluti nýrrar valda- stofnunar. Þessi stofnun hefur óskeikulleika vísindamannsins og þekkingaröflun þekkingarinnar vegna að leiðarljósi. En ólíkt Guði, sem okkur er tjáð að sé ábyrgur fyrir sköpunarverki sínu, vilja margh’ vís- indamenn ekki taka ábyrgð á sínu sköpunarverki; hún er auðvitað í höndum stjómmálamanna. Þessi pistill er ætlaður til þess að stuðla að framgangi vísinda. Eg er fyrst og fremst að gagnrýna vísindin sem stofnun og það hvemig sumir meðlimir þessai’ar stofnunar nýta sér nánast blinda vísindatrú almennings. Ég gagnrýni einnig fjölmiðla, sem stofnanir, fyrir gagmýnislitla og iðu- lega skilningssljóa umræðu um vís- indi og áhrif þeirra á nútímasamfélag. Að mínu viti verður umræðan um vís- indi jafnvel að vera enn gagnrýnni en stjórnmálaumræða, þar sem skiln- ingur okkar á því sem visindamenn- imir era að gera er mun takmarkaðri. Ég hvet því fjölmiðla og aðra ábyrga Islendinga til þess að taka þátt í upp- lýstri umræðu um vísindi er hefur að leiðarljósi réttinn til að hafa rangt fyrir sér, þ.e. að einstaklingar þurfi ekki að óttast afleiðingar þess að viðra skoðanir sínar, sem er forsenda opinnai’ og lýðræðislegrar umræðu. Höfundur er stundakennari við Háskóla Islands. Vatnið og ÁN VATNS væri líf ekki til á jörð- inni. Ferskvatn er aðeins 2,5% af öllu vatni á jörðinni, þar af eru 68,6% frosinn heimskautaís. Drykkjarvatni er afar misskipt eftir landsvæðum. Þriðjung- ur mannkyns lifir við takmarkað framboð af vatni. Því skiptir miklu máli að jarðarbúar læri á næstu 30 árum að nota vatnið á hag- kvæman hátt. Til þess þarf markvissa stjórn- wn á nýtingu vatnsauð- linda, auk tækniþekk- ingar. Þetta eru staðreynd- ir sem vert er að benda á í dag á sjálfum alþjóð- legum degi vatnsins. Þessar staðreyndir um vatn er einnig að finna i bæklingi um vatn sem Junior Chamber Reykjavík hefur gefið út í samstarfi við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000. Bæklingurinn ber yfirskriftina, Vatnið og við, og í honum er að finna ýmsa fleiri fróðleiksmola um vatn. JC Reykjavík hefur nú þegar staðið fyrir tveimur atburðum til að kynna Æfcæklinginn. Síðastliðinn laugardag, 18. mars, stóð félagið fyrir vatns- smökkun í Kringlunni. Þar buðum við gestum og gangandi að smakka á þrenns konar vatni: Flúor- og klór- blönduðu vatni frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, kísilfríu vatni úr World Class og gamla góða krana- vatninu. Einnig tók félagið þátt í opnunardegi menningarborgarinnar hinn 29. janúar með samskonar vatnssmökkun auk rökræðukeppni um stóriðju milli alþingismannanna Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Sighvats Björgvinssonar. í dag stendur síðan JC Reykjavík fyrir málþingi í samstarfi við Orkuveitu Reykjavík- ur. A málþinginu munu ýmsir sérfræðingar og áhugamenn um vatn ræða mikilvægi vatns undir yfirskriftinni: Tært vatn - auður komandi kynslóða. Þar verður leitast við að svara spurningum eins og: Er hægt að nýta vatnsauðlindir betur en gert hefur verið? Er íslenskt vatn útflutningsvara framtíðarinnar? Getum við búið til eldsneyti úr vatni? Mun okkur takast að skila þessari auðlind til komandi kynslóða? Það verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sem setur þingið. En nú ert þú, lesandi góður, ör- ugglega farinn að velta fyrir þér þessum gríðarlega vatnsáhuga okk- ar í JC Reykjavík. Við erum nefni- lega að vinna að alþjóðlegu verkefni sem byrjaði fyrir rámum þremur ár- um hjá félögum okkar í Hollandi. Tilgangur verkefnisins er að vekja okkur öll til vitundar um vatn og mikilvægi þess. Úr því verkefni hafa Ingólfur Már Ingólfsson * INNRÖMMUNC/? FAKAFENI 11 • S: 553 1788 við Auðlind Við þurfum að vera meðvitandi um mikil- vægi þessarar auðlindar okkar, vatnsins. Ingólf- ur Már Ingólfsson segir frá alþjóðlegu JC- verkefni og málþingi um vatn á alþjóðlegum degi vatnsins. orðið til samtök sem nefnast „World Wide Water Awareness". Samtökin hafa gefið út bók sem kallast „The Voice of Water“. Bókin inniheldur rámlega 25 greinar sem JC félagar hafa aflað eða skrifað og gefa þær okkur mynd af mikilvægj vatnsins í daglegu lífi höfundanna. I bókinni er m.a. grein eftir Ingibjörgu E. Björnsdóttur, umhverfissérfræðing og félaga í JC Reykjavík. Grein hennar nefnist „Where water is plentiful - a Northem perspective". Þess má geta að heimsforseti Junior Chamber International, Karyn Bis- dee, afhenti Vilhjálmi Alexander Hollandsprinsi eintak af bókinni á Alþjóðlegu vatnsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Haag. Ég vil benda þeim sem vilja kynna sér verkefnið eða JC hreyfmguna frekar á eftir- taldar heimasíður: http:// www.jcreykjavik.is,http://www.jc.is, http://www.worldwaterforam.org. Við í JC Reykjavík eram stolt af því að geta tekið þátt í þessu alþjóð- lega verkefni og lagt okkar af mörk- um til að vekja heiminn til vitundar um vatn. Við íslendingar þurfum vart að hafa áhyggjur. Við eigum nóg af vatni, en við þurfum hins vegar að vera meðvituð um mikilvægi þessar- ar auðlindar okkar og geta nýtt okk- ur hana til fullnustu. Höfundur er forseti Junior Chamber Reykjavíkur. Ororku sérfræðingar? „Sjálfstæðismenn verða aldrei „sérfræð- ingar“ i því að skipta gæðunum á milli ein- staklinganna enda leið- ir slíkt oftast til aukins óréttlætis í þjóðfélag- inu.“ Þessa setningu rakst ég á í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins og var að velta því fyrir mér hvað hún þýddi? Kannski þýðir hún að vinstri höndin var að skrifa þessa setningu á meðan sú hægri var að skrifa undir kvótalögin. Síðan rakst ég á aðra setningu. „Akveðin lágmarksréttindi verði tryggð með því að hluti iðgjalds renni ávallt til samtryggingar. Eðlilegt er að sjóðfélögum verði tryggð bein áhrif á stefnumörkun og stjórn sjóð- anna. Nauðsynlegt er að gera breyt- ingar á lögum um lífeyrisspamað þannig að allir þeir sem bjóða upp á hann njóti jafnræðis, þ.m.t. bankar, tryggingafélög, verðbréfafyrirtæki og lífeyrissjóðir." Nú var ég hissa. Þeir stjórnar- menn í Sjálfstæðisflokknum sem ný- lega settu fram yfirlýsingu um hækk- un tryggingabóta hafa greinilega ekki lesið byrjun þessai’ar setningar „lágmarksréttindi", eða þá kannski hafa þeir annan skilning en ég á því hvað lágmark er. Ég geri ráð fyrir því að þegar talað er um lágmai’k, sé miðað við að samt sé nóg til frarnfærslu, þó ekki sé hægt að lifa í allsnægtum? Tökum sem dæmi: Þú ferð út í búð til að kaupa brauð og það kostar að lágmarki 100 kr. Þá þýðir ekki að koma með 50 kr. nema til að kaupa hálft brauð. Þetta er það sem öryrkjar þurfa að búa við, það er alltaf verið að skera niður það sem þeir þurfa til lífsviður- væris. Svo er það seinni helmingur þess- arar málsgreinar úr stefnuskránni. Hver er meiningin þar? Ég mundi í því sam- bandi eftir samtali mínu við tryggingasala, sem vildi ólmur selja mér og konu minni sjúkratryggingu sem virkaði þannig að ef við gætum lagt fram lækn- isvottorð um einhvem banvænna sjúkdóma, sem taldir væra upp á skírteininu, fengjum við svona og svona margar milljónir. Er það virkilega þetta sem meiningin er, þegar talað er um jafnræði. Hvað með þá sem era fæddir fatl- Ororkubætur Það sem þarf er að hækka hinn almenna örorkulífeyri, segir Jóhannes Þdr Guð- bjartsson, þannig að hann sé nægilega hár til framfærslu. aðir eða verða öiyrkjar af einhverj- um ástæðum snemma á lífsleiðinni? Eiga þeir engan rétt? Ekki geta þeir greitt í lífeyrissjóð eins og kerfið er í dag og ekki geta þeir keypt svona fínai’ tryggingar eins og á undan er lýst. Það sem þarf er að hækka hinn al- menna örorkulífeyri þannig, að hann sé nægilega hár til framfærslu, og hætta að líta á hann sem öryggisvent- il heldur sem sjálfsögð mannréttindi. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu. Jóhannes Þór Guðbjartsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.