Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.03.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 ^ MARGRÉT INGIBJÖRG THEODÓRSDÓTTIR + Margrét Ingi- björg Theodórs- dóttir fæddist í Dal- koti á Vatnsnesi í V-Hún. 23. júní 1919. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Hvamm- stanga 14. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Asta Sigfúsdóttir, Dal- koti, og Theodór Teitsson, Almenn- ingi, Vatnsnesi, V- Hún. Hún ólst upp frá tveggja ára aldri á heimili föður síns hjá föðurforeldrum sínum, þeim Ingiríði Jónsdóttur og Teiti Jó- hannssyni, og fóðursystkinum, þeim Hirti og Hólmfríði. Systkini hennar sammæðra voru Rögn- valdur Bergmann, Sigríður Ingi- björg, Arilíus Dagbjartur, Sveins- ína Sigurbjörg, Guðrún Hulda, Ólafur Mars, Emil Ófeigur, Böð- var, Jón Mars, Sigurður Svein- björn Ingvar, Vigdís og Auð- björg. Margrét giftist 25. júní 1944 Eggerti Bjarna Tryggvasyni, bónda og verkamanni, frá Kot- hvammi í V-Hún., f. 27.12. 1899, d. 26.9.1970. Dætur þeirra eru: 1) Hólmfríður, f. 7.1. 1945, býr á Hvammstanga, gift Sævari Jóna- tansyni, f. 21.7. 1943. Þeirra börn eru: a) Margrét Theodóra, f. 14.4. 1966, býr í Lillehammer í Noregi í sambúð með Espen Harstad. Þeirra dóttir Stella, f. 3.3. 1998, b) Jónatan, f. 24.1. 1968, býr á Sauðárkróki, kvæntur Ingu Jónu Sigmundsdóttur, þeirra börn Sævar, f. 8.4. 1997, og Ásrún, f. 19.9. 1998, c) Hjördís, f. 7.8. 1970, býr í Hafnarfirði í sambúð með Óla N. Sigmarssyni, þeirra sonur Sigmar, f. 7.1. 1998, d) Eggert Bjarni, býr í Reykja- vík einhleypur og barnlaus. 2) Elísa- bet, f. 24.2.1949, býr á Hvammstanga, var gift Jóhanni Sveini Guðjónssyni, f. 27.6. 1948, d. 24.11. 1964. Þeirra dætur eru: a) Bjarnheiður, f. 9.12. 1967, býr á Blöndu- ósi, gift Þórarni Torfasyni, þeirra börn Sunnefa, f. 19.11. 1987 og Máni, f. 1.11. 1996, b) Theodóra, f. 30.9. 1970 býr á Sauðárkróki, gift Stef- áni Ragnarssyni, þeirra dætur Linda, f. 23.3. 1993, og Jóhanna Ösp, f. 17.10. 1996, c) Asta, f. 6.8. 1978, býr í Kópavogi í sambúð með Arnari Óskarssyni, og Aðal- heiður, f. 12.3. 1983, einhleyp og barnlaus. Elísabet er í sambúð með Agnari Jónssyni. Margrét og Bjarni hófu búskap í Hafnarfirði 1943 og bjuggu þar til ársins 1948 er þau fluttu að Al- menningi. Þar bjuggu þau í félagi við föður Margrétar og systkini hans, Hjört og Hólmfríði til ársins 1957 er þau fluttu til Hvamm- stanga og bjuggu þar síðan. Mar- grét var húsmóðir og vann einnig öll algeng sveitastörf meðan hún bjó í sveitinni. Eftir að hún flutt- ist til Hvannnstanga vann hún ut- an hcimilis það sem til féll fyrstu árin, en 1962 hóf hún störf í eld- húsi Sjúkrahúss Hvammstanga og vann þar til 1989 er hún lét af störfum vegna aldurs. Hún bjó um árabil á heimili Hólmfríðar dóttur sinnar að Brekkugötu 9, en 1996 flutti hún í íbúðir aldr- aðra að Nestúni 4-6. Utfor Margrétar fór fram frá Hvammstangakirkju 21. mars. Nú hefur hún móðir mín, Margrét Ingibjörg Theodórsdóttir, lagt upp í sína hinstu för eftir 80 ár á þessari jörð. Mig langar að þakka henni samfylgdina og alla sambúðina því við héldum heimili saman mestan hluta minnar ævi og mestallan bú- skap okkar Sævars og barnanna. Hún fæddist við kröpp kjör í litlum lági-eistum torfbæ á öndverðri öld- inni og fellur frá við aldaskipti þegar þjóðin hefur upplifað slíka byltingu framfara að það er eins og í ævintýri. Hún ólst upp við mikið ástríki og gott atlæti hjá fölskyldu föður síns á Almenningi og bjó að því alla ævi. Hún og pabbi voru um margt afar óhk en ég hef skynjað það betur og betur með árunum hvað þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og gáfu hvort öðru í raun mikið frelsi til að sinna áhugamálum, þrátt fyiir lítil efni lengst af. Hún fór ekki fram á ríkidæmi um dagana en vildi hafa nóg fyrir sig og ekki skulda neinum neitt. Hún gaf af sínu af miklu örlæti og fyrir stuttu lét hún þau orð falla að það sem hún gæfí það fengi hún ávallt margfalt til baka. Barnabörnin voru henni mikið yndi og hún var óspör á að sinna þeim, já, það var betra að hafa gler- augun við höndina þegar kvölda tók svo hægt væri að lesa smá. Börnun- um mínum var það mikil gæfa að fá að alast upp með ömmu á heimilinu. Hún gætti þeirra og lék við þau, las fyrir þau og talaði við þau og auð- vitað lét hún ýmislegt eftir þeim eins og ömmur gera. Hún sýndi þeim mikla ást og umhyggju í orði og verki og svo þegar langömmubörnin komu til sögunnar fannst henni al- veg yndislegt að hitta þau. Hún hafði glaða lund og naut sín vel í góðum hópi en var skaprík og lét það í ljós beint við þann sem henni þótti við, en var svo fljót að jafna málin að nýju. Hún hafði yndi af ferðalögum, ferðaðist mikið innan- lands og fór einnig í nokkrar ógleym- anlegar ferðir til útlanda. Hún var virk í félagslífí og tók á 6. áratugnum þátt í að stofna Kvenfélagið Sigurósk með fleiri konum á Vatnsnesinu og var í því til dauðadags. Hún var sömuleiðis einn af stofnendum Fé- lags eldri borgara í V-Hún. og sinnti þar starfí meðan kraftar leyfðu. Síðustu þrjú árin sem hún bjó í Nestúni naut hún þess að búa í því góða samfélagi sem þar er og grönn- um hennar þar eru færðar þakkir fyrir alla þeirra ástúð og umhyggju. Síðustu tvo mánuðina lá hún á Sjúkrahúsi Hvammstanga og eru starfsfólki þess færðar góðar þakkir fyrir umhyggju og frábæra hjúkrun sem hún naut þar. Guð blessi minningu þína, elsku mamma, með þökk fyrir öll árin. Hólmfríður. Elsku amma. Okkur langar að þakka fyrir að hafa fengið að alast upp í þinni návist. Þú kenndir okkur svo margt. Þeg- ar við voram lítil varstu alltaf tilbúin til að spila eða spjalla við okkur og sú ótrúlega þolinmæði sem þú hafðir þegar við vorum að fara að sofa, þá rannu upp úr þér sögurnar þar til við vorum öll sofnuð. Því gleymum við aldrei. Þegar við urðum fullorðin vildir þú alltaf fylgjast með því sem við vorum að gera og hvattir okkur allt- af. Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Þú verður alltaf með okkur. Guð geymi þig. Margrét Theodóra, Jónatan, Hjördís og Eggert Bjarni. Elsku langamma. Þó okkar kynni hafi ekki verið löng þá voru þau skemmtileg. Það var svo gaman að koma í heimsókn til þín í Nestúnið, þar voru svo margir fallegir hlutir sem freistuðu lítilla handa. Við vitum að mamma og pabbi eiga eftir að segja okkur frá þér og eins þeim æv- intýrum sem þú sagðir þeim. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína þvínúerkominnótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð geymi þig, elsku langamma. Littlu gullmolarnir þínir. Sævar, Asrún, Stella og Sigmar. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum bestu vinkonu minnar Margrétar Theódórsdóttur. Við ólumst upp hlið við hlið hvor á sínum bænum, hún var nokkram ár- um eldri en ég, og var því orðin 80 ára. Ég ætla ekki að rekja ættir hennar, það gera aðrir. Við lékum okkur mikið saman sem krakkar, og það var alltaf jafn gaman að fá Möggu í heimsókn og eins að fara að Almenningi og heimsækja hana, og við brölluðum margt saman í þá daga. Svo stækkuðum við og urðum ungar stúlkur, og eins og gengur lit- um við í kringum okkur á hitt kynið. En þá var ekki sími, svo við bara skrifuðumst á þó ekki væri nema ein bæjarleið á milli okkar, og margt bréfið hefur farið á milli okkar, bæði á þeim árum og seinna. Við höfðum sérstakt dulmál, t.d. með nöfn á ungum mönnum, því allt- af var hætta á að einhver kæmist í bréfin. Svo skildi leiðir, ég fór burt í nám fjarri heimahögum og sá á þeim tíma fátt af fjölskyldu minni, en Magga kom í heimsókn til mín, lét sig ekki muna um það. Mér fannst það óneitanlega dálítið skrítið þegar hún giftist Bjarna frænda mínum, en hann var móður- bróðir minn, en þeirra hjónaband var ástríkt og gott. Þau eignuðust tvær dætur, og nú er fjölskyldan orðin nokkuð stór og hana umvafði Magga ást og kærleika. Ég var hjá henni þegar hún átti eldri dóttur sína, og það voru ljúfir dagar hjá þeim Möggu og Bjarna, hún var allt- af svo kát og hress. Annars hafði Magga sína meiningu og var óhrædd við að láta skoðanir sínai’ í ljós. Magga starfaði mikið að félags- málum, var einn af stofnendum kvenfélagsins Sigurrósar og í stjórn þess um árabil. Einnig var hún einn af stofnendum Félags eldri borgara í V-Hún. og var í stjórn þess alla tíð. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og gerði talsvert af því, einkum eftir að hún fluttist til Hvammstanga, og ferðaðist hún bæði utanlands og inn- an._ Ég finn hvernig minningarnar koma ein af annarri, þegar leiðir skil- ur, og ég finn það best nú, hvað það er mikils virði að eiga góða vini og þar er Magga mín fremst í flokki. Þegar ég varð 70 ára gaf hún mér platta sem á standa þessar línur Jónasar Hallgrímssonar: Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, enandasem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Og það eru orð að sönnu um vin- áttu okkar Möggu. Með þessum línum vil ég þakka þér þína miklu tryggð frá fyrstu tíð. Ég bið algóðan Guð að blessa minn- ingu Margi-étar Theódórsdóttur og vaka yfir sálu hennar. Sömuleiðis bið ég góðan Guð að varðveita dætur hennar og fjölskyldur þeirra. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé iof fyrir liðna tið. (V. Briem.) Þín vinkona Fjóla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf- ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. HELGA THORBERG i + Helga Thorberg fæddist 10. júlí 1909 á ísafirði. Hún lést á hjúkrunardeild Droplaugarstaða 12. mars síðastliðinn. Foreldrar Helgu voru Magnús Thor- berg, útgerðarmað- ur á Isafírði, og Kristín Thorberg húsmóðir, bæði Iátin fyrir mörgum árum. Systkini og makar þeirra, sem öll eru látin, voru: Margrét Th. og Kjart- an Jónsson, Rannveig Th. og Helge Wagner, Magnús Th. og Guðfinna Breiðfjörð, og Ágústa Th. var ógift. Utför Helgu fer fram í Háteigs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. í dag verður elskuleg frænka okk- ar jarðsett. Við systurnai’ viljum minnast hennai’ með nokkrum orð- um. Lella frænka, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd á ísafirði 10. júlí árið 1909, næstelst fimm systkina. Hún var því - að vestan. Lellu frænku þótti það kostur að fólk væri að vest- an. Hún ólst þar upp til 15 ára aldurs. Þegar fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur fór Lella í Kvennaskólann í Reykjavík, en efth- það fór hún til Danmerkur í húsmæðraskóla. Eftir húsmæðranámið fór Lella til Bret- lands í vist. Þar kunni hún óskaplega vel við sig og átti eftir að fara margar ferðir til Bretlands um ævina. Eftir heimkomuna vann hún við skrifstofu- störf hjá O. Johnson & Kaaber og síð- an við afgreiðslustörf í Brauns-versl- un í Reykjavík. Hún stofnaði ung sína eigin verslun sem hún kallaði Bláu búðina, fyrst í Aðalstræti en lengst af við Laugaveg. Margh’ Reykvíkingar muna sjálfsagt eftir henni því Lella frænka rak sína verslun í meira en hálfa öld og verslaði með kven- og bamafatnað. Sem ungar stúlkur fengum við systurnar að vinna innan- búðar fyrir jólin og þótti okkur það fínt. Lella frænka hélt heimili með Kristínu ömmu og bjuggu þær saman alla hennar tíð. Énda þótt Lella frænka hafí aldrei gifst og ekki átt sjálf nein börn fékk hún stórt og mik- ilvægt hlutverk í fjölskyldum systk- inabarna sinna, bæði hér heima og er- lendis. Lella frænka var fastur punktur í lífi okk- ar og reyndist okkur mikil stoð og stytta á uppvaxtarárunum. Lella frænka átti gott og langt líf, hún var stolt og sjálfstæð kona, kraftmikil og heils- uhraust. Hún ferðaðist um heiminn, oftast til Bretlands í viðskiptaer- indum en margar ur4*»)l heimsóknimar til fjöl- skyldunnar í Danmörku og Portúgal. Nú er hún farin í sína hinstu ferð. Það er komið að kveðjustund. Við þökkum Lellu frænku fyrir góða og langa samfylgd og biðjum Guð að taka hana til sín í systkinahópinn. Gyða, Kristín og Helga Thorberg. í dag kveð ég kæra vinkonu, Helgu Thorberg kaupkonu, sem lést á Drop- laugarstöðum hinn 12. mars síðastlið- inn. Nú við leiðarmörkin hvarflar hugurinn aftur en fundum okkai’ Helgu bar fyrst saman um miðbik síð- ustu aldar er ég hóf störf í verslun hennar Bláu búðinni við Laugaveg, þá 16 ára gömul. Þar áttum við gott samstarf um nokkuma ára skeið og tengdumst traustum vináttuböndum sem héldust alla tíð. Er árin liðu og fjölskylda mín stækkaði var Helga ávallt hluti af henni og fylgdist hún með uppvexti bai’nanna af áhuga. Þau eru ófá fjölskylduboðin þar sem við nutum nærvera Helgu og hafði hún ávallt gaman af að skiptast á skoðun- um við unga fólkið, ekki síst þegar verslunarmál og pólitík bar á góma** Minnisstæðar era mér ferðirnar okkar Helgu og Kristínar frænku hennar til Glasgow og Edinborgar, þar þekkti Helga sig vel enda hafði hún farið margar verslunarferðirnar þangað. Við Kiddi þökkum þessari góðu vinkonu samfylgdina gegnum árin og óskum henni góðrar heimkomu í Guðsríki. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Aldís Sigurðardöttir. GUÐMUNDUR BERGÞÓRSSON + Guðmundur Bergþórsson fæddist í Miðhúsi í Norðfirði hinn 25. júní 1922. Hann lést á hcimili sínu í Reykjavík hinn 13. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 20. mars. Með Guðmundi Bergþórssyni er genginn enn einn þeirra starfs- manna sem Menntaskólinn að Laug- aivatni stendur í þakkarskuld við fyrir ómetanlega trúmennsku og skyldurækni í störfum. Hann annað- ist alla matseld og rekstur mötun- eytis skólans í 6 ár, 1972-78, við að- stæður sem nú þættu varla fullnægjandi. Minnisstætt er hve öll störf hans einkenndust af ósérhlífni og umhyggju fyrir skólanum og nemendum hans. Eins og margir af- kastamenn af hans kynslóð var hann einlægur og hreinskiptinn við hvern sem í hlut átti, gustmikill ef því var að skipta, en gerði þó ætíð mestar kröfur til sjálfs sín. Guðmundur bjó hér í brytaíbúð skólans ásamt konu sinni, Elínu Jör- gensen, og sonum þeiri’a tveimur, tvíburunum Halldóri og Stefáni, á barnaskólaaldri. Elín vann með Guð- mundi í mötuneytinu og studdi hann í umsvifamiklu starfi. Þau voru góðir nágrannar, gestrisin og félagslynd. Ti-yggð þeirra við skólann og Laug- arvatn hélst óbreytt þótt þau flyttust héðan; þau komu árlega í heimsókn meðan Elín lifði og Guðmundur eftir það, síðast nú á næstliðnu sumri. Við skólaslit vorið 1978 hef ég kornist svo að orði vegna starfsloka Guðmundar: „Það er augljóst £ störf bryta og rekstur mötuncyus': era einhver hin mikilvægustu og ábyi’gðannestu í heimavistarskóla. A svo stóru heimili má nánast ekkert út af bera í þeim efnum án þess að erfiðleikum valdi. Þessi störf eru of sjaldan metin og þökkuð sem vert er, ekki síst þegar allt gengur snurðu- laust ár eftir ár eins og hér hefur verið undir stjórn Guðmundar. Hann hefur mótað starf mötuneytisins, gengist fyrir margs konar umbótum í aðstöðu og vinnutilhögun og skilur við allt í svo föstum skorðum og að- gengilegum að eftinnaður hans jxpúJi ekki að kvíða aðkomunni." Þessi orð leyfi ég mér að árétta nú þegar Guð- mundur er allur. Við Rannveig og börn okkar þökk- um góð kynni af Guðmundi og fjöl- skyldu hans. Aðalbjörgu sambýlis- konu hans, börnum han og fjölskyldum þeirra sendum við sam- úðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.