Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær eiginkona mín og móöir okkar,
RAGNHEIÐUR BRIEM
kennslufræðingur,
Sunnuflöt 18,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum sunnudaginn
19. mars.
Bálför fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu
þriðjudaginn 28. mars.
Þeim, sem vilja minnast Ragnheiðar, er bent á Málræktarsjóð eða
Krabbameinsfélagið.
Guðmundur Elíasson,
Atli Steinn Guðmundsson,
Kári Snær Guðmundsson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VILBORG ÁSA VILMUNDARDÓTTIR,
Blikahólum 4,
áður Grundargerði 18,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 23. mars kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
á líknardeild Landspítalans.
Jón Árni Einarsson, Auður Friðriksdóttir,
Guðmundur Einarsson, Alda S. Elíasdóttir,
Þorgerður Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Einar Einarsson. Sigrún Ásgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Aðalgötu 17,
Keflavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi,
Garði, sunnudaginn 19. mars sl.
Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 24. mars nk. kl. 16.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Svæðisskrifstofu málefna
fatlaðra, Keflavík.
Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason,
Marinó Þ. Jónsson,
Sigurður Jónsson,
Álfhildur Ósk Hjaltadóttir,
Eirný Ósk Sigurðardóttir,
Áslaug Dröfn Sigurðardóttir.
+.
Eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir og afi,
ERLINGUR SIGURÐSSON,
Sólheimakoti,
Mýrdal,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 8. mars síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum sýnda samúð og vináttu.
Kristín Björnsdóttir
Sigrún Ásgeirsdóttir, Einar Einarsson,
Þorgerður Erlingsdóttir, Þorvaldur Eydal,
Sigurður Erlingsson, Sigrún Finnsdóttir,
Björn Gisli Erlingsson,
Andrína Guðrún Erlingsdóttir, Benedikt Bragason
og barnabörn.
+
Ástær fósturmóðir mín, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og lang-
amma,
KRISTÍN ÓSK ELENTÍNUSDÓTTIR
Langholtsvegi 9,
Reykjavfk,
andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 10. mars sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Elías Héðinsson Björg Jónsdóttir,
Sigurberg Elentínusson, Sara Jóhannsdóttir,
Héðinn Elentínusson,
Guðfinna Elentínusdóttir, Lúðvík Jónsson,
Runólfur Elentínusson, Gréta Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUÐNÝ SIGFRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Guðný Sigfríður
Jónsddttir var
fædd á bænum Efri
Brunná, Saurbæ í
Dalasýslu, 25. ágúst
1917. Hún lést í
Skjdli 26. febrúar
síðastliðinn. Hún var
ddttir Önnu Sig-
mundsddttur og
Jdns Péturssonar
Svartdal. Þriggja
daga gamalli var
henni komið í fóstur
til hjdnanna Ingi-
bjargar Kristfríðar
Björnsddttur og
Magnúsar Guðmundssonar sem
þá bjuggu í Staðarhdlstungu og
seinna Litla-Múla í sömu sveit.
Sigfríður átti einn brdður,
Bjarna Bjarnason, sem var lengst
af bdndi í Þykkvabæ, Landbroti,
en hann er nú látinn. Börn Ingi-
bjargar og Magnúsar voru:
Hdlmfríður, f. 9. september 1899,
d. 24. júnf 1991; María, f. 4. sept-
ember 1901, d. 11. janúar 1987;
Jdakim, f. 27. júlí 1903, d. 14. júlí
1989; Hildur, f. 4. aprfl 1908, d.
17. október 1974; Ólafur, d.
tveggja ára. Ólafia Pálína, f. 8.
maí 1914, og yngst var Lára
Þdra, f. 30. ndvember 1918.
Guðný Sigfríður eignaðist
dótturina Elínborgu, f. 3. júlí
1942, faðir hennar er Sigurður
Guðmundsson. Hún giftist Ing-
vari Ágústssyni en þau slitu sam-
vistum. Synir þeirra
eru Sigurður, f. 10.
desember 1961,
hann kvæntist Svan-
dísi Þóru Ölvers-
ddttur en þau slitu
samvistum. Ddttir
hans er Berglind.
Börn þeirra Sigurð-
ar og Svandísar eru
Ingvar, Davfð Örn
og Lilja Rds. Sigurð-
ur hdf sfðan sambúð
með Kristfnu Hilm-
arsddttur og eiga
þau dæturnar Hilmu
Kristfnu og Söru Di-
ljá. Yngri sonur Elínborgar og
Ingvars er Kristinn, f. 19. maí
1977. Guðný Sigfríður giftist Sí-
moni Þorgeirssyni, f. 14. ágúst
1922, en hann lést árið 1984. Þau
eignuðust þijú börn. Elstur er
Sfmon, f. 15. janúar 1948, þá Sig-
mundur Þór, f. 6. ndvember 1949,
ddttir hans er Anna Rds, f. 31.
oktdber 1980. Yngst barna Sig-
fríðar og Símonar er Sdlrún
Anna, maki hennar Jdhann Harð-
arson, ddttir hans er Erla, f. 20.
ágúst 1971. Börn þeirra Sdlrúnar
og Jdhanns eru Gyða, f. 4. desem-
ber 1975, sambýlismaður hennar
er Ágúst Vilhjálmsson, þau eiga
dæturnar Birtu Rós og Rakel
Rós. Sonur Sdlrúnar og Jdhanns
er Hörður, f. 12. aprfl 1983.
Utför Guðnýjar fdr fram frá
Áskirkju 3. mars.
Ég vil með nokkrum orðum minn-
ast móðursystur minnar og vin-
konu, Guðnýjar Sigfríðar Jónsdótt-
ur. Það var að morgni dags hinn 26.
febrúar að dóttir hennar, Sólrún,
hringdi í mig og tilkynnti mér lát
hennar. Þó svo að oft og mörgum
sinnum hafi frænka mín verið svo
veik að ég hafi búist við að ég sæi
hana ekki aftur, var ég ekki tilbúin
að taka þessum fréttum. Eins og áð-
ur hefur komið fram ólst Sigfríður
upp hjá Ingibjörgu Björnsdóttur og
Magnúsi Guðmundssyni. Þau hjón
áttu þá fyrir sjö börn og einu og
hálfu ári seinna fæddist móðir mín,
Lára. Ég er örlögunum þakklát fyr-
ir að haga þessu svona því að líf mitt
og annarra í þessari fjölskyldu hefði
verið mun fátæklegra ef við hefðum
ekki kynnst Siggu frænku eins og
við systkinin kölluðum hana alltaf.
Þær eru margar sögurnar sem ég
hef heyrt af þeim systrum, Láru og
Siggu, frá því í gamla daga. Þetta
var fátækt sveitaheimili og ekki
mikið um tilbreytingu. Sigga hefur
alltaf verið kát og fjörug, hún talaði
mikið og sagði skemmtilega frá. I
fábreytninni í sveitinni var Sigga
dugleg við að skemmta systur sinni
og öðrum á heimilinu þegar hún var
lítil. Móðir mín sagði mér til dæmis
frá því að stundum hafi Sigga setið í
gluggakistunni með gleraugu sem
hún hafði útbúið með því að þræða
tvær tölur á band og hafði puntstrá
fyrir prjóna. Hún talaði svo og
„prjónaði" og leit á áheyrendur sína
yfir gleraugun eins og ein
nágrannakonan gerði og naut at-
hyglinnar.
Sigga var gædd mörgum hæfi-
leikum, mestan áhuga hafði hún á
hjúkrun og lækningum og var ekki
gömul þegar hún fór að lækna brúð-
urnar sínar sem voru víst alltaf
veikar. Hún hafði engin tök á að
læra en vann seinna sem ganga-
stúlka á Landakoti í mörg ár og ég
er enn í dag að heyra um sjúklinga
sem lágu þá á sjúkrahúsinu sem
sögðu frá því að hún hafi hreinlega
bjargað lífi þeirra með umhyggju og
léttri lund. Sigga þurfti snemma að
fara að vinna fyrir sér eins og annað
ungt fólk í sveitinni. Þær systur
fóru sem vinnukonur til Reykjavík-
ur 14 og 15 ára gamlar og unnu fyrir
sér þar á vetrum og fóru svo í sveit-
ina á sumrin ýmist heim til að
hjálpa til eða á aðra bæi. Þá var nú
farið á sveitaböllin sem stóðu alla
nóttina í þá daga. Ég er viss um að
Sigga hefur þá verið hrókur alls
fagnaðar. Seinna fluttist hún til
Reykjavíkur, eignaðist dótturina
Elínborgu og kynntist seinna manni
sínum, Símoni Þorgeirssyni, en þau
eignuðust þrjú börn, Símon, Sig-
mund Þór og Sólrúnu Önnu. Þau
bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
SUóIavörðustig I 2,
á liorni Bergstaðastrætis,
sínii 551 9090.
I.ÍKKISTUVINNUS IOI A
EYVINDAR ÁRNASONAR
1899
síðan í lítið hús upp við Vatnsenda í
nágrenni við foreldra mína og var
mikill samgangur milli heimilanna.
Sigga hafði aldrei mikla peninga til
ráðstöfunar en var mjög útsjónar-
söm. Hún var mikil húsmóðir og
gekk að þeim verkum sem öðrum af
þeim mikla krafti sem einkenndi
hana. Hún lagði mikinn metnað í
allt heimilishald og að fjölskyldan
væri vel til fara. Hún saumaði flest
öll föt á börnin og oft upp úr öðrum
fötum eins og algengt var í þá daga.
Hún var listakona á þessu sviði eins
og svo mörgum öðrum. Hún Sigga
hafði alla tíð mikinn áhuga á náttúr-
unni; steinum, dýrum og öllum
gróðri og ræktaði mikið af trjám og
blómum. Þeir eru ófáir garðarnir
sem skarta trjám og blómum ættuð-
um frá Siggu. Allt var þetta miklu
erfiðara en nú er og mikið þurfti að
hafa fyrir öllum hlutum og allt gert
með handafli. Það var ekki verið að
kaupa plöntur, það voru teknir
stiklingar eða sáð til trjánna, þau
voru síðan forræktuð í reit og að
lokum plantað út. Sama var að segja
um blómin, allt ræktað heima. Sím-
on smíðaði fyrir hana gróðurhús og
var hún þar öllum stundum og
ræktaði allt mögulegt, meira að
segja eplatré sem bar ávexti. Ég
man hvað mér þótti gaman að vera
með henni í garðinum og hlusta á
hana segja frá hvernig bæri að gera
hlutina, ekki síst eftir að ég fór sjálf
að rækta garðinn minn. Þrátt fyrir
talsverðan aldursmun var Sigga
mikil vinkona mín og margt höfum
við skrafað og skeggrætt í gegn um
tíðina. Ég mun ævinlega sakna þess
að geta ekki rætt við Siggu um ým-
islegt sem okkur þótti báðum
merkilegt. En ég reyni að vera ekki
eigingjörn, hún var löngu búin að
missa heilsu og það var henni ekki
að skapi að vera upp á aðra komin.
Sigga frænka var stórbrotin kona
og stolt og vildi ekki að neinn ætti
neitt hjá sér. Það er með ólíkindum
hvað hún þurfti að ganga í gegn um
á ævi sinni, heilsulaus hafði hún ver-
ið til margra ára og þurft að dvelja á
sjúkrastofnunum langtímum sam-
an. Ég vil leyfa mér fyrir hönd fjöl-
skyldu hennar að þakka öllu því
góða fólki sem lagði sig fram um að
lina þjáningar hennar og hjálpa
henni að takast á við sjúkdóma sína.
Ég trúi því að nú sé Sigga frænka
að rækta blóm á himnum og það eru
örugglega góðar aðstæður til þess
þar, alla vega ekki eins mikið rok og
oft er á Vatnsendanum. Ég trúi því
líka að Sigga uppskeri nú laun sín
fyrir öll góðverkin sem hún vann í
jarðvist sinni bæði fyrir menn og
málleysingja og hafði ekki hátt um.
Að endingu bið ég Guð að blessa
börnin hennar, barnabörn og barna-
barnabörn og alla þá sem henni
þótti vænt um og bið hann að hugga
þau í þeirra miklu sorg.
Ellen H.K. Andersson.
Elsku amma. Nú kveð ég þig með
þessum fátæklegu orðum.
Margs er að minnast og margt er
að þakka. Vil ég þakka þér fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við höfum
átt saman. Minnisstæðar eru mér
ferðirnar upp á Vatnsenda. Þegar
þú last fyrir mig á kvöldin og við
fórum með ótal bænir að mér
fannst. Engri vildi ég þó sleppa.
Nú er þrautum þínum lokið og
hugga ég mig við það að nú líður þér
miklu betur, uppi hjá Guði og afa.
Leggðu augun aftur,
allt er kyrrt og hljótt.
Þig blíður drottinn blessi.
Égbýðþérgóða nótt.
(AH.V.)
Ég bið góðan Guð að blessa þig
og varðveita um alla eilífð.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Anna Rós Sigmundsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netf-
ang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.