Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 54

Morgunblaðið - 22.03.2000, Side 54
j54 MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Fjögurra liða úrslitakeppni í Bikarkeppni Reykjaness fór fram sl. föstu- dagskvöld. Annan leikinn spiluðu sveitir Ferðaskrifstofu íslands og Þórðar Björnssonar. Sveit Þórðar sigraði með 37 punkta (impa) mun. Hinn Ieikurinn var á milli sveitar Sparisjóðsins í Keflavík og Armanns J. Lárussonar. Leikurinn endaði með eins punkts sigri Sparisjóðsins. Það eru feðgarnir Ármann J. Lárusson og Sverrir Ármannsson sem takast á við Gísla Torfason og Jóhannes Sigurðsson í sveit Sparisjóðsins. Talið frá vinstri: Gísli, Sverrir, Jóhannes og Ármann. BRIDS IJ m s j ó n A r n « r G. II a g n a r s s o n Bridsfélag Húsavíkur Aðaltvímenningur Bridsfélags Húsavíkur, sem er haldinn í boði Vátryggingafélags íslands, hófst mánudaginn 13. mars sl. með þátt- töku 15 para. Spilaðar eru 15 um- ferðir með barómeterútreikningi. Að loknum 3 umferðum er staða efstu para sem hér segir: Gunnar-Hermann 45 Sveinn-Eiður 20 ^Óli-Pétur 17 njörgvin-Sigurður 9 Guðjón - Guðni 7 Bridsfélag Kópavogs Þriggja kvölda Butler-tvímenningur hófst hjá Bridsfélagi Kópavogs sl. fimmtu- dag. Staðan eftir 6 umferðir er þessi: Þórður Bjömsson - Guðlaugur Sveinsson 45 Guðm. Sigurjónsson - Jón St. Kristinsson 39 Sigurjón Tryggvason - Ámi Már Bjömss. 19 MuratSerder-RagnarJónsson 18 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 18 Keppninni verður haldið áfram næsta fimmtudag. Félag eldri borgara í Hafnarflrði Úrslit í tvímenningskeppni Bridsklúbbs Félags eldri borgara í Hafnarfirði 17. mars urðu sem hér segir: Ólafur Ingimundars,- Jón Pálmason 127 Guðni Ólafsson - Þorvarður Guðnasonl25 Sófus Bertelsen - Árni Guðmundsson 119 Guðm. Á. Guðmss. - Sigurlín Ágústsd.100 Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Miðvikudaginn 15. mars hófst Lands- JK banka-tvímenningur hjá félaginu með mjög góðri þátttöku og er spilaður Michell í tveim- ur riðlum og er staða efstu para þessi: NS 1-2 Ingimar Sumarliðass. - Trausti Þórðars. 236 1-2 Víðir Jónsson - Karl Einarsson 236 Sigurður Daviðss. - Þorvaldur Finnsson 233 AV Karl G. Karlss. - Gunnlaugur Snævarss. 265 Guðjón S. Jensen - Vignir Sigursveinss. 250 Valdimar Sveinss. - Eðvarð Hallgrímss. 232 Heildarstaða um verðlaun í Landsbanka- mótinu eftir eitt kvöld af þremur er þessi: Karl Karlss. - Gunnlaugur Snævarss. 265 Guðjón Jensen - Vignir Sigursveinss. 250 Ingimar Sumarliðas. - Trausi Þórðars.236 VíðirJónsson-KarlEinarsson 236 Bridsdeild FEBK í Gullsmára Tvímenningur var spilaður á 10 borðum mánudaginn 20. marz sl. Miðlungur var 168. Efst vóru: NS Eysteinn Einarss. - Þórður Jörundss.246 Kristinn Guðmundss. - Guðm. Pálss...191 Unnur Jónsdóttir - Jónas Jónss......176 AV Þórhallur Árnas. - Þormóður Stefánss. 93 Sigurpáll Ámas. - Sigurður Gunnl.187 Kristján Guðm. - Sigurður Jóhanns. ...183 Bridsfélag Hreyfíls Sigurður Steingrimsson og Óskar Sig- urðsson sigruðu örugglega í Butler-tvímenn- ingnum sem lauk sl. mánudagsköld. Lokastaða mótsins varð þessi: Sigurður - Óskar 158 Daníel Halldórss. - Ragnar Björnsson 120 Kristinn Ingvason - Guðm. Friðbjömss. 109 Jón Egilsson - Ingvar Hilmarss. 108 Erlendur Björgvinss. - Friðbj. Guðmss. 105 Flosi Ólafss. - Sigurður Ólafss. 90 Næsta mánudagskvöld hefst þriggja kvölda vortvímenningur. Spilað er í Hreyf- ilshúsinu við Grensásveg. rSushí borðbúnaður Bakkar kr. 1.500. Diskar frá kr. 525 Hnífar frá kr. 2.900. Japansprjónar kr. 395 paríð. PIPAR OG SALT KJapparstíg 44 ® Sími 562 3614 j VELVAKAMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hálendið LANDNÁMA segir frá því þegar fyrsti maðurinn kom á Kjöl svo vitað sé. Eiríkur landnámsmaður í Goðdöl- um sendi þræl sinn Rönguð í landaleit suður um fjöll. Hann kom suður til Blöndukvísla og fór upp með á þeirri er fellur fyrir vestan Hvinverjadal og vestur á hraunið milli Reykjavaliar og Kjalar og kom þar á manns spor og skildi að þau lágu sunnan að. Hann hlóð þá vörðu þá er nú heitir Rangaðar varða. Þaðan fór hann aftur og gaf Eiríkur honum frelsi fyrir ferð sína og þaðan tókust ferðir um fjallið milli Sunn- lendingafjórðungs og Norðlendinga. Eiríkur í Goðdölum lét vera að gera það sem hon- um var í lófa lagið sam- kvæmt þá gildandi lögum að slá eign sinni á Kjöl þ.e. að nema iandsvæðið frá Seyðisá og Blöndukvíslum suður milli jökla að Hvítá og Jökulfalli. Aðrir land- námsmenn fóru að hans dæmi. Síðan hefur Kjöiur verið almenningur (þjóð- lenda) þ.e. aldrei verið nokkurs manns einkaeign eða jarða. Síðar þegar hagar í byggð rýrnuðu var farið að nýta gróðurlendi Kjalar fyrir búfjárbeit sem eðli- legt var. Þegar leið á miða- ldir hafði nokkrum kirkju- jörðum tekist að eigna sér þar beitarland og töldu þær það sinn afrétt. Árið 1851 seldu fjórar kirkjur í Biskupstungum, Skálholts-, Bræðratungu-, Haukadals- og Torfastaða- kirkja Biskupstungna- hreppi það em þær eignuðu sér á Kili þ.e. beitarréttinn á syðri hluta hans. Nyrðri hlutann eignaði sér Auð- kúlustaðakirkja en þá jörð keypti Hólabiskup 1511 ásamt fleiri jörðum þar í sveit og var gengið ríkt eft- ir því að bændur í þeim sveitum rækju á fjall hvort sem þeim likaði það að gera eða ekki svo hægt væri að innheimta hjá þeim beitar- toll sbr. dóm þar um frá 1758. Árið 1853 var haldinn fundur í Tjarnardölum á Kili til þess að ákveða fyrir^ komulag haustleita þar. í fundargerð kom fram að fundarmenn gera sér fulla grein fyrir því að ekki er um að ræða eignarland í venjulegum skilningi held- ur afrétt (beitarland). tilv. samkv. (afrit). „Vjer Árnes- ingar framlögðum enn- fremur heimildarskjal okk- ar fyrir afrjetti þeim, er vjer eignum sveit okkar Biskupstungnahreppi fyrir norðan vötn, n.l. kaupbrjef fyrir þessum afrjetti dag- sett 25. april 1851 en af því að ekkert er tiltekið í kaup- brjefi þessu um takmörk landsins, heldur einungis tilnefnd afrjett fyrir norðan vötn þótti okkur húnvetn- ingum tvísýnt eða engin vissa fyrir hvað langt hvað afrjettur þessi nær norður eftir, því þótt árnesingum þyki sjálfsagt að hann hljóti að ná norður á fjórðunga- mót og það i sjálfusér ei virðist ósanngjarnt, höfum vjer samt enga vissu fyrir, hvar fjórðungamótin eru.“ „Sunnanmenn hváðust ei betur vita en aðgjört hefði verið um takmörk afrjettar svæðanna í bréfum þeim, sem fyrir nokkrum árum síðan hefðu gengið millum suður og norður amtsins áhrærandi þetta málefni, en mundu nú ekki gjörla hvar takmörkin hefðu verið tiltekin.“ Það er því hrein mistúlk- un að halda því fram að Kjölur hafi verið eignar- land fyrirgreindra kirkju- jarða. Það kemur og skýrt fram í Jarðabók Árna Magnússsonar og Páls Vídalín að Kjölur er ekki þeirra eign. Islenska þjóðin sem nú fleytir rjómann af þraut- seigju og dugnaði forfeðra og mæðra til sjós og lands og erfði frá þeim fuliveldi landsins og sjálfstæði á ekki að líða neinum að hrifsa þjóðareignir. Hafsteinn Hjaltason Tapað/fundid GSM-sími týndist SVARTUR Bosch GSM- sími týndist miðvikudaginn 15. mars sl. á leiðinni frá Ármúlaskóla vestur á Hringbraut, sennilega í strætisvagni. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 483- 4359 eða í síma 696-2688. Karlmannsfrakki tekinn í misgripum SVARTUR karlmanns- frakki var tekin í misgiip- um úr fatahenginu á Broadway á árshátíð Kaup- áss, laugardaginn 18. mars sl. Ef einhver gæti gefið upplýsingar um afdrif frakkans er sá hinn sami beðinn að hafa samband við Jóhönnu í síma 564-4249 eða 869-2491. Taska sem týndist og fannst LAUGARDAGINN 11. mars sl. týndist taska i mið- bæ Reykjavíkur. Taskan fannst síðan á LA Cafe ásamt húslyklum. Peninga- veskið fannst síðan á Vita- stíg, en ennþá vantar gler- augu, myndavél og „fíló- fax“. Ef einhver hefur orðið var við þessa hluti, er hann beðinn að hafa samband við Inger í síma 552-7376 eða 553-3890. Gyllt kvenúr týndist GYLLT kvenúr af gerðinni Alfex, týndist annaðhvort í Borgartúni eða Furugrund i Kópavogi fóstudaginn 17. mars sl. Urið er eigandan- um afar kært. Upplýsingar í síma 554-6674. Við Grettisgötu. Morgunblaðið/Kristinn Víkverji skrifar... KJÖR manna eru afar mismun- andi í hinum ýmsu lþndum eins og við þekkjum og við Islend- ingar leiðum kannski ekki hugann að því nema örsjaldan hversu gott við höfum það. Við teljum okkur sí- fellt þurfa að kvarta og kveina yfir hinu og þessu, veðrinu, ef ekki vill betur en ef við skoðum grannt þá er ekki yfír neinu að kvarta. Það er að segja allur almenning- ur. Víst eru til ákveðnir þjóðfélags- hópar hjá okkur sem hafa það skítt og full ástæða til að huga að bætt- um kjörum þeirra. Um það deila líka landsfeður og forkólfar sam- taka þeirra sem minnst mega sín. En Víkverji vekur athygli á þessu, sem hann hefur reyndar gert áður, til að menn beini kannski sjónum sínum ofurlítið lengra en í eigin barm. Hugi að þeim mörgu sem búa við erfið kjör úti í heimi hvort sem er af manna völdum eða nátt- úru. Þeim sem búa við uppskeru- brest, stríðsátök, náttúruhamfarir eða mannréttindabrot og annað sem sett hefur allt úr skorðum eða orðið til þess að menn fá ekki að vera menn, börn fá ekki að vera börn og svo framvegis. Héðan hafa farið heldur litlar upphæðir til að að bæta kjör fólks í þriðja heiminum eða þróunarlönd- um. Þó hefur það verið að aukast og menn hjálpa nú á þann hátt að allur vandinn er skoðaður, fólki hjálpað til að byggja upp atvinnu- veg, koma börnum í skóla til að þau nái að brjótast til betri lífskjara og þar fram eftir götunum. Þessi framlög hjálpa þar sem þau eru veitt. Þess vegna skipta framlög héðan máli og þess vegna skiptir hver þúsundkall eða jafnvel hundr- aðkall máli líka. Þessir peningar koma einhverjum til hjálpar svo um munar. Þess vegna eiga íslend- ingar áfram að leggja fram skerf sinn til þróunarmála. xxx FYRIR nokkru tilkynnti ís- landsflug að hætti yrði að fljúga áætlunarflug frá Reykjavík á nokkra staði þar sem samkeppni hefur ríkt við Flugfélag Islands. Eftir nærri þriggja ára baráttu varð Ijóst að nokkrar innanlands- leiðirnar bera ekki samkeppnina. Ekki milli flugfélaga en flugfélögin eru hins vegar í mikilli samkeppni við einkabílinn sem ekki mun fara minnkandi. Aftur er því horfíð í sama far og nú flýgur þetta fyrir- tæki á ákveðnum leiðum og hitt fyrirtækið á öðrum leiðum og allir hljóta að vera ánægðir. Er svosem nokkuð annað til ráða? Viljum við að íleiri spreyti sig? Hér var reynt af fullum vilja og dugnaði að fara í samkeppni og íslandsflug bauð sambærilegar flugvélar og sambærilega þjónustu og Flugfélag íslands en ekki gekk rófan. Spurning er hvort við unum við þessa tilraun eða viljum að önn- ur tilraun sé gerð og þá með minni vélum og ódýrari og kannski ann- ars konar þjónustu. Er þetta með öðrum orðum fullreynt? Væri fróð- legt að sjá umfjöllun um hvort ein- hver litlu félaganna sem stunda margs konar flugrekstur gætu komið hér til skjalanna. Eða er flugfloti þeirra kannski ekki boð- legur í slíkt? Flugið verður áfram bráðnauð- synlegur hluti af samgöngum okk- ar hér innanlands. Bæði til far- þegaflutninga og vegna annarrar þjónustu svo sem smávöru og pósts. Þó hefur póstur reyndar verið tekinn af fluginu á allmörgum leiðum. En í sambandi við þetta er ástæða til að huga að áætlunum rútubíla. Þær eiga víða undir högg að sækja, m.a. á Austurlandi þar sem æ færri nýta sér slíka þjón- ustu. Hún er hins vegar jafnnauð- synleg áfram þeim sem ekki eiga bíl eða þurfa að grípa til þessarar samgönguleiðar af og til. Verður fróðlegt að heyra og sjá hvað fram kemur á væntanlegri ráðstefnu um þessar tegundir almenningssam- gangna sem samgönguráðherra hefur boðað til á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.