Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Kristinn Sigmundsson söng í Metropolitan-óperunni í New York „Fékk ljómandi undirtektir“ KRISTINN Sig- mundsson bassasöngv- ari hlaut eldskím sína á sviði Metropolitan-óp- erunnar í New York í íyrrakvöld. Söng hann hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner undir stjórn James Levine. I aðal- hlutverki í uppfærsl- unni er spænski tenór- söngvarinn Placido Domingo. Ólafur Egilsson sendiherra, sem var meðal óperugesta í fyrrakvöld, segir Kristni hafa tekist afar vel upp. „Hann kom þarna fram á sviðið snemma í óperunni af miklum myndugleika og upphóf raust sína. Hann gerði þetta ljómandi vel. Fyrst kom hann fram með meðsöngvurum sínum í þeim þætti, Placido Domingo og Deborah Voight, og þau fengu dúndrandi klapp öllsömul. Síðan kom Kristinn fram einn og fékk líka ljóm- andi undirtektir. Þannig að það var augljóst að áhorfendum féll mjög vel í geð hans framlag." Sjálfur er Kristinn ánægður með sinn hlut. „Þetta var satt best að segja miklu þægilegra en ég bjóst við - minna stress. Það gekk allt upp. Það er mjög gott að syngja í þessu húsi.“ Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en Kristinn telur ekki ólíklegt að hann eigi eft- ir að syngja á ný í Metr- opolitan. „Við skulum segja að það kæmi mér ekki á óvart þótt eitt- hvað kæmi í kjölfarið. Viðmótið héma er já- kvæðara en ég þorði að vona. Óperustjórinn er mjög jákvæð- ur og satt best að segja man ég ekki eftir jafn hlýju viðmóti í neinu óperu- húsi sem ég hef sungið í. Það er mjög vel hugsað ummann hérna.“ Tveir aðrir íslendingar hafa staðið á sviði Metropolitan, sem af mörgum er talið merkasta óperuhús heims, María Markan og Kristján Jóhanns- son. ■ Er tiltölulega rólegur/28 Kristinn Sigmundsson Opnar skrif- stofu í Bretlandi DÍMON hugbúnaðarhús opnar í næsta mánuði skrifstofu í Lundún- um. Fyrst í stað verður hlutverk Lundúnaskrifstofunnar markaðs- setning og sala WAPorizer á Bret- landseyjum, en til hennar verða ráðnir forritarar fljótlega eftir opnun. í fréttatilkynningu segir að ástæða þess að Dímon velur að opna skrifstofu á Bretlandseyjum sé mikill áhugi þarlendra fyrir- tækja á WAPorizer. Dímon hefur hannað hugbúnað sem þýðir venjulegar heimasíður yfir á WAP-form, WAPorizer, og gerir þær aðgengilegar þráðlaus- um tækjum á borð við WAP-síma og lófatölvur. Meðal íslenskra fyrirtækja sem hafa tekið WAPorizer í notkun eru: Íslandssími, Olís, Gula línan og Flugleiðir. Á dögunum fór fram lokað hlutafjárútboð þar sem íslenskum stofnanafjárfestum var boðinn hlutur í fyrirtækinu til kaups og bættust þá meðal annars Flugleið- ir, Búnaðarbankinn, Burðarás og Opin kerfi í hluthafahóp Dímons. Morgunblaðið/Jim Smart Nautið Guttormur með kvígunni Skrautu sem fæddist 18. apríl síðastliðinn og er tólfta afkvæmið sem hann eignast frá því að hann kom í Húsdýragarðinn árið 1993. Með þeim er Berglind Ágústsdóttir. Ráðherra gaf Guttormi nýja stíu Flugleiðir leita leiða til að lækka kostnað og draga úr offramboði Hugsanlega fækkað um eina vél í næstu vetraráætlun FLUGLEIÐIR leita nú leiða til að mæta lækkandi verði flugfargjalda og of miklu sætaframboði á flugleið- inni yfir Norður-Atlantshaf. Meðal þess sem er til skoðunar er að fækka um eina vél í næstu vetrar- áætlun félagsins. Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri hjá Flugleiðum, tjáði Morgun- blaðinu í gær að leita verði allra leiða til að auka tekjur félagsins og lækka kostnað. „Við erum að skoða möguleika á því að draga úr sæta- framboði á Norður-Atlantshafs- markaðnum yfir háveturinn með því að fækka um eina vél en við viljum gera það án þess að það hafi veruleg áhrif á framboð sæta til og frá land- inu sem er ekki einfalt mál,“ sagði Einar. Verða skoðaðir einstakir dagar og hugsanlega dregið úr framboði sæta yfir hafið á veikustu mörkuðunum sem gefa lítið af sér yfir veturinn og segir Einar þá eink- um hafða í huga farþega sem ferðist beint milli Evrópu og Ameríku. Söluferlið verður einfaldað Einar sagði að vandinn væri sá að skerða ekki þá uppbyggingu sem fram hefði farið hérlendis, meðal annars átak við fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann, en ferðum yfir vetrartímann til og frá landinu hefði fjölgað um 60% síðustu fimm ár. „Við erum að fást við að lækka kostnað á öllum sviðum og þróunin er sú að raunfargjöld eru lækkandi og það kallar á mikla þróunarvinnu og að allt söluferlið sé einfaldað. Við erum að laga allt framboðið betur að markaðnum og styrkja tekjugrund- völl félagsins utan háannatímans," segir Einar ennfremur. Verði af því að fækkað verði um eina vél næsta vetur segir Einar að leitað verði verkefna fyrir hana erlendis. Tólf þotur verða í flota Flugleiða í sumar. Átta 757-200 þotur, tvær 737-400 þotur og síðan tvær frakt- þotur. NAUTIÐ Guttormur flutti nýverið í sérsmíðaða einkastíu í fjósinu í Húsdýragarðunum í Laugardal og segir starfsfólk garðsins að Gutt- ormur, sem er orðinn 906 kíló, sé aukarýminu feginn. „Hann var orðin svo rosalega stór að hann átti bágt með að vera þarna á bás og þá var smíðuð ný stía sem er gjöf landbúnaðar- ráðherra í tilefni af tíu ára afmæli Húsdýragarðisins," segir Margrét Dögg Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Húsdýragarðsins. Margrét segir að Guttormur sé búinn að koma sér vel fyrir í stíunni. Stærðar sinnar vegna hafi hann ekki getað beðið með að flytja inn í hana þó að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhendi hana ekki formlega fyrr en á afmæli Húsdýragarðsins 19. maí. „Guðni var svo rosalega hrifinn af Guttormi, því hann er konungur íslenska kúastofnsins, eins og hann segir. Hann ákvað því að gera vel við hann og gefa honum þessa stíu." Það er stutt stórviðburðanna á milli í lffi Guttorms en hann varð pabbi nú rétt fyrir páska og það í 12. sinn síðan hann kom í garðinn 1993. Þann 18. apríl síðastliðinn, fæddist kvígan Skrauta sem hefst nú við í lítilli stíu við hliðina á stóru sérsmíðuðu stíunni hans pabba síns. L Ræktar þú garðinn þinn? Sameinaðu kosti Heimilislínu og Heimilisbanka Með því að nýta sér þjónustu Heimilislínu og Heimilisbankans á Netinu, má ná fram hagstæðari vaxtakjörum og umtalsverðum sparnaði í þjónustugjöldum - og það kostar ekkert að gerast áskrifandi. Þar með tryggir þú þér hærri innlánsvexti, lægri útlánsvexti, sparar kostnað af færslum, millifærslum og reikningsyfirlitum, auk þess að spara tíma. ®BÚNAÐARBANKINN HEIMILISLlNAN Trausturbanki wtvwMis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.