Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Meö kjöri Pútíns er tími kommúnismans endanlega liðinn og nýr tími upp runninn og forlög Rússa loksins komin fram í lýðræðislega kjömum keisara. ‘ Nýir vendir sópa best! Bless bursti Nú á ég skilið að fá uppþvottavél AEG j Vfi aOQ Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo burrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - betta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og -vettlingana með hæfilegri virðingu. AEG 4231 -U verð 49.900 stgr B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 Sími 530 2800 www.ormsson.is RdDIOfMIIST Geislagötu 14 • Slmi 462 1300 Félag íslenskra sjúkraþjálfara 60 ára Hreyfíng íjafnvægi Sigrún Knútsdóttir FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara átti sextíu ára afmæli í gær og í tilefni af því verð- ur hátíðardagskrá í Ráð- húsi Reykjavíkur á morg- un klukkan 13-19. Sigrún Knútsdóttir er formaður Félags íslenskra sjúkra- þjálfara. Hún var spurð hvað væri á dagskrá í Ráð- húsinu á morgun. „Ráðstefna sem er opin öllum hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. Ráð- stefnan ber yfirskriftina Hreyfing £ jafnvægi; það eru bæði sjúkraþjálfarar, sálfræðingur og leikari sem flytja áhugaverð er- indi um þetta efni frá ýms- um sjónarhomum. Einnig verður opnuð í Ráðhúsinu sögusýning sem spannar sögu sjúkraþjálfunar á fslandi í 60 ár í máli og myndum. Þessi sýning verður opin almenningi í Ráðhús- inu til og með sunnudeginum 30. apríl.“ - Hvað verður aðallega rakið á þessari sýningu? „Sagan af því hvemig stétt verður til, þróast og breytist i tím- ans rás. Félag íslenskra sjúkra- þjálfara var stofnað af átta konum og bar í upphafi nafnið Félag ís- lenskra nuddkvenna. Þessar kon- ur voru mjög framsýnar og þótt þær væru svona fáar var þeim ljóst að nauðsynlegt væri að hafa fagfélag til þess að koma sjónar- miðum fagsins á framfæri innan heilbrigðiskerfisins og einnig til þess að gæta hagsmuna stéttar- innar. Þessir frumkvöðlar félags- ins sýndu ekki einungis áræði við stofnun félagsins heldur þurfti mikið hugrekki til þess að fara ut- an til náms í fagi sem ekkert var þekkt hér á landi og síðan að hasla sér hér völl á þessu starfssviði að námi loknu.“ - Hvar lærðu konurnar sitt fag? „Þær lærðu flestar í Kaup- mannahöfn í sjúkraþjálfaraskóla, en smám saman fóru íslendingar sem vildu verða sjúkraþjálfarar einnig að leita sér menntunar í öðrum löndum, einkum á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar er merkilegt að frá stofnun Land- spítalans var til staða sjúkraþjálf- ara og einn af fyrstu sjúkraþjálf- urunum, Sigurleif Hallgríms- dóttir, lauk prófi í Nuddlækn- ingaskóla Jóns Kristjánssonar, nudd- og gigtarlæknis. Þetta var tveggja ára nám og lauk því með prófi hliðstæðu sænska sjúkra- þjálfaraprófinu, sem hét Medicinsk gymnastik direktör- examen. Þessi skóli Jóns var að- eins rekinn í tvö ár, frá 1927 til 1929, og var eina tilraunin til kennslu í sjúkraþjálfun hér á landi allt til þess að Háskóli íslands hóf að kenna sjúkraþjálfun árið 1976. Við eigum frumkvöðlum félagsins mikið að þakka.“ -Hvernig ber að skilja yfír- skrift ráðstefnunnar? „Hreyfing í jafnvægi hefur verið valið slag- orð afmælisársins en eitt af aðalmarkmiðum £ starfi sjúkraþjálfara er að vinna að þvf að bæta heilsu og h'ðan fólks og koma i veg fyrir meiðsli og álagsein- kenni. Þar gegnir hreyfmg mjög mikilvægu hlutverki; hreyfing þarf að vera £ jafnvægi og sárs- aukalaus til þess að okkur liði vel og mikilvægt er að umhverfið sé aðlagað hreyfingum okkar. Hreyfing kemur alls staðar til skjalanna, hvort heldur er i starfi eða einkalífi. Rætt hefur verið um ► Sigrún Knútsdóttir fæddist 20. aprfl 1949 í Reykjavík. Hún Iauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík 1969 og prófi í sjúkraþjálfun frá háskólanum í Ósló 1972. Hún hefur síðan starf- að nær óslitið hjá Borgar- spitalanum, sem nú heitir Land- spítali - háskólasjúkrahús. Sigrún er gift Magnúsi Jónssyni tæknifræðingi og eiga þau tvö börn. að beinþynmng yrði sennilega einn helsti sjúkdómur 21. aldar- innar en helsta forvömin gegn beinþynningu er hreyfmg." - Hefur ekki margt breyst ein- mitt hvað snertir viðhorf til hreyf- ingar á þessum 60 árum ? „Jú, það hefur orðið mikil breyting til batnaðar og fólk er farið að vakna til vitundar um gildi hreyfingar í öllum aldurs- hópum. Eigi að síður eru blikur á lofti, fólk býr við mikla streitu, einhæfni er meiri í störfiim en var og hraðinn fer sívaxandi. Við sitj- um fyrir framan tölvuna lungann úr deginum með músina í hend- inni, allt kallar þetta á aukin álagseinkenni. Það er því mikil- vægt að grípa inn í, sérstaklega hvað snertir unga fólkið, sem hreyfir sig litið og situr löngum stundum við tölvuna." - Hvaða hópur er í mestri þörf fyrir aðstoð sjúkraþjálfara ? „Ég held að allir aldurshópar geti verið í þörf fyrir sjúkraþjálf- un, en aukinn fjöldi aldraðra kall- ar á aukna þjónustu sjúkraþjálf- ara og þar gegnir forvamarstarf mjög miklu máli. Hreyfing og bætt jafnvægi getur verið vörn gegn byltum og beinbrotum sem af þeim getur stafað og góð hreyf- igeta getur aukið lífsgæði aldr- aðra og vellíðan." - Hvað eru margir félagsmenn í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara? „Þeir em rúmlega fjögur hundruð og hlutur karlmanna hef- ur aukist jafnt og þétt og em þeir nú um 20% félagsmanna. Hlutur þeirra fer vaxandi, því um það bil 33% námsmanna í sjúkraþjálfun em karl- ar. Yfir 90% þeirra sem lokið hafa námi í sjúkraþjálfun era starf- andi við fagið; það er fátítt að fólk hverfi úr stéttinni." - Eru kjörin svona góð? „Nei, þau era ekki góð, þau eru í réttu samræmi við það sem ger- ist meðal annarra heilbrigðis- starfsmanna. Það hlýtur því að vera starfið sjálft sem er gefandi og skemmtilegt. Það sem er svo skemmtilegt er árangur starfsins og sú vellíðan sem það skapar öðra fólki.“ Starfið er gefandi og skemmtilegt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.