Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 10

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 10
10 FIMMTUDÁGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmáli ræddur í umræðum utan dagskrár Ekki heil- brigðisvottorð fyrir gildandi fiskveiðistjórn DÓMUR Hæsta- réttar í Vatneyr- armálinu svo- kallaða setti svip sinn á umræður utan dagskrár um stjóm fisk- veiða sem fram fóru á Alþingi í gær. Fram kom m.a. í máli Árna M. Mathiesen ....................... sjávarútvegsráð- herra að svo gæti farið að endur- skoðuð lög um stjórn fiskveiða tækju ekki gildi fyrr en ári síðar en stefnt hefði verið að sökum þeirra tafa sem orðið hefðu á störfum auðlinda- og sáttanefndar sjávarútvegsráðherra vegna umfjöllunar dómstóla um fisk- veiðistjórnunarkerfið. Málshefjandi umræðunnar í gær var Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, en hann sagði það grundvallarmisskilning að halda að dómur Hæstaréttar í Vatneyrar- málinu væri heilbrigðisvottorð fyrir gildandi fiskveiðistjórn á íslandi. Því væri raunar öfugt farið, eins og glöggt mætti sjá ef forsendur meiri- hluta dómsins og sératkvæða þriggja dómenda væru brotnar til mergjar. Þar kæmu fram skýr skila- boð um að reglur um úthlutun afla- heimilda væru vafasamar og óhaf- andi til langframa. Þess vegna bæri Alþingi siðferðis- skylda til að taka þegar í stað til meðferðar og gerbreytingar sjálfan grundvöll fiskveiðistjómarinnar; út- hlutun kvótans. „Lausn þessa þjóð- hættulega vandamáls verður ekki fundin fyrir dómstólum heldur á löggjafarsamkundunni,“ sagði Sverrir. „Slík er ályktun hins hæsta réttar og eftir henni ber að sjálf- sögðu að fara.“ Sverrir rifjaði í ræðu sinni upp til- urð kvótalaganna 1983-84. Sagði hann það ískalda staðreynd að þau hefðu verið sett eftir hagsmunum LÍU-klíkunnar. „Og framkvæmd þeirra hefur verið í höndum sjávar- útvegsráðherranna Halldórs Ás- grímssonar og Þorsteins Pálssonar sem voru alla sína ráðherratíð eins og þrælar í jámum á galeiðum sæ- greifanna," sagði Sverrir. Kallaði hann kvótaúthlutunina sví- virðilegustu eignatilfærslu Islands- sögunnar og fískveiðistjórnarlögin ALÞINGI gripdeildarlög þar sem örfáir út- valdir hefðu mak- að krókinn á kostnað heildar- innar og byggðir landsins brotnað undan með hrottafengnari hætti en nokkurn gat órað fyrir. ................■ Ámi M. Mat- hiesen sjávarút- vegsráðherra sagði dóm Hæstarétt- ar í Vatneyrarmálinu mjög afgerandi og skýran. Að honum gengnum léki ekki lengur nokkur vafi á því að fiskveiðilöggjöfin stæð- ist stjórnarskrána. „í niðurstöðum dómsins felst að val á leiðum við stjóm fiskveiða hljóti að vera hjá löggjafanum og endurskoðunarvald dómstóla nái ekki til annars en að meta hvort gætt hafi verið málefna- legra sjónarmiða við val leiða,“ sagði Ámi. Dómurinn feli í sér viðurkenn- ingu á þvi að svo hafi verið. Árni sagði dóminn eyða þeirri réttaróvissu sem skapaðist við dóm réttarins í Valdimarsmálinu svokall- aða í desember 1998 og að hann væri skýr um það að með þeim dómi hefði aðeins verið tekin afstaða til 5. grein- ar laganna um stjórn fiskveiða. Það lægi því ljóst fyrir að viðbrögð Al- þingis við þeim dómi, með setningu laga nr. 1/1999, sem breyttu þágild- andi 5. gr. laganna, hefðu verið rétt og nægjanleg. Sagði Ámi að með dóminum hefði Hæstiréttur tekið af skarið með það að löggjafinn hafi rúmt vald til að breyta núgildandi íyrirkomulagi við stjórn fiskveiða enda sé það gert með lögum og að gættum stjómar- skrárvörðum réttindum. „Era það leiðbeiningar af hinu góða fyrir vinnu löggjafans vegna yfirstand- andi endurskoðunar fiskveiðistjórn- arkerfisins,“ sagði Ami. Störf auðlindanefndar sjávarút- vegsráðherra og nefndar um endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða urðu Árna reyndar að sérstöku umtals- efni. „Það er ljóst að þeim málaferl- um sem nú er lokið með dómi Hæsta- réttar hafa tafið vinnu þessai-a nefnda,“ sagði Árni. „Þannig gat auðlindanefndin ekki skilað af sér í lok janúar eins og til stóð vegna þessa dómsmáls og end- Morgunblaðið/Jim Smart Þingmennimir Jóhann Ársælsson, Kristján Möller og Þorgerður K. Gunnarsdóttir í hita leiksins. urskoðunarnefndin getur síðan ekki byijað á sinni aðalvinnu fyrr en auð- lindanefndin hefur skilað sinni vinnu. Þetta þýðir að sú endurskoð- un á núverandi fiskveiðistjórnar- kerfi, sem nú stendur yfir, kemur til með að tefjast sem þessu svarar.“ Sagði Árni í seinni ræðu sinni við umræðuna í gær að svo gæti farið að ný lög um stjórn fiskveiða tækju því ekki gildi haustið 2001 heldur ári síð- ar vegna málaferla. Kvaðst hann stefna að því að leggja nýtt framvarp að lögum um stjórn fiskveiða fram á næsta þingi. Kerfíð alls ekki fullkomið Umræðan í gær stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir og hafði ræðu- tíma verið skipt jafnt niður á þing- flokka. M.a. kvaðst Jóhann Ársæls- son, þingmaður Samfylkingar, ekki halda að niðurstaða Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu breytti nokkru um stöðu mála. Það hefði einfaldlega ekki verið aðalátakamálið hvort fisk- veiðilöggjöfin væri brot á stjórnar- skránni. Sá flötur hefði einungis nýverið komið upp. Nú væri niðurstaða fyiir hendi í þessu dómsmáli, og niðurstaðan væri sú að úthlutunarkerfið væri lög- legt. „Mín skoðun er sú að þetta framferði sé að minnsta kosti sið- laust. Ég tel að það liggi í augum uppi að það sé brot á jafnræðisregl- um, þó að það hafi orðið niðurstaða Hæstaréttar að það sé það ekki, að mismuna mönnum með þeim hætti sem þama er gert.“ Sagði Jóhann ljóst að dómur Hæstaréttar breytti engu um þá óánægju sem væri með fiskveiði- stjórnarkerfið úti í þjóðfélaginu. Lausnin væri sú að breyta kerfinu þannig að það byggðist á leigu veiði- heimilda, eins og Samfylking hefur lagt til. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokks, sagði að í kjölfar dómsins hefði Alþingi fengið svigrúm til að móta löggjöfina um stjóm fiskveiða, sem hann tók fram að væri ekki fullkomin. Mikil skuld- setning í sjávarútvegi hefði fylgt kerfinu eins og það hefði þróast, af- koma fyrirtækja væri ekki ýkja góð, nýliðun í greininni væri erfið og veraleg samþjöppun hefði átt sér stað sem stuðlað hefði að byggðar- öskun. Það væri því að ýmsu að hyggja við endurskoðun laganna um stjórn fiskveiða, ekki síst þá annmarka á framsali aflaheimilda sem tveir hæstaréttardómaranna bentu á i' sérálitum sínum. Sagðist Kristinn telja að menn ættu að hugsa mjög al- varlega um þær ábendingar sem þar kæmu fram. Styrkja þyrfti stöðu fólks í sjávarplássunum í löggjöfinni rétt eins og hugað hefði verið að hagsmunum útgerðarmanna fram að þessu. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, sagði aðalgallann við núverandi fiskveiðistjórnarkerfi þann að menn gætu farið út úr grein- inni með fúlgur fjár, á sama tíma og þeir skuldsettu hana fyrir tugi millj- arða. Rifjaði hann upp að VG hefði lagt til að slíkur gróði yrði gerður upptækur. Rétt eins og fyrri daginn hefði hins vegar ekki verið hlustað á Forsætisráðherra tilnefni framveffls hæstaréttardómara skv. lagafrumvarpi Skipan dómara verði háð sam- þykki 2/3 hluta þingmanna I FRUMVARPI um breytingu á lögum um dóm- stóla, sem sjö þingmenn Samfylkingar hafa lagt fram á Alþingi, er gerð sú tillaga að forsætisráð- hen-a tilnefni framvegis hæstaréttardómara að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi í stað þess að dómsmálaráðherra hafi það verkefni að gera tillögu um dómara. Áíram er gert ráð fyrir að forseti íslands skipi hæstaréttardómara. Lúðvík Bergvinsson er fyrsti flutningsmaður framvarpsins en í greinargerð þess segir að ís- lensk stjómskipun byggi á þrígreiningu ríkisvalds, þ.e. löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi. Hug- myndafræðin að baki þessari skiptingu sé sú að ekki safnist of mikið vald á fárra hendur og af þeim sökum sé hverjum valdþætti fyrir sig ætlað að hafa eftirlit með hinum og tryggja á þann hátt að farið sé að almennum leikreglum í samfélaginu. „Samkvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar fara dóm- endur með einn þátt ríkisvaldsins - dómsvaldið. Samkvæmt hefðbundnum skilningi felur dómsvald í sér heimild til að skera úr tilteknum réttarági'ein- ingi og kveða á um hvað sé rétt og lögum sam- kvæmt í hverju tilviki," segir síðan í greinargerð- inni. í framvarpinu era lagðar til þær breytingar að í stað þess að hæstaréttardómari sé skipaður sam- kvæmt tillögu dómsmálaráðherra tilnefni forsæt- isráðherra dómara að fengnu samþykki 2/3 hluta atkvæða á Alþingi. Segir í greinargerðinni að þegar forsætisráð- herra hafi ákveðið hvern hann hyggist tilnefna í stöðu hæstaréttardómara skuli hann tilkynna for- seta Alþingis tilnefningu sína. Tillögunni skuli vísa til meðferðar í sérnefnd sem síðan fjallar um hæfni þess sem tillaga er gerð um og skilar skýrslu með mati sínu innan fjögurra vikna frá því hún fær til- löguna til umfjöllunar. Er tekið fram að líkt og nú skuli umsagnar Hæstaréttar leitað um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna embættinu. Samþykki Alþingi tillögu ráðherra skuli hann leggja hana fyrir forseta íslands sem þá skipar viðkomandi í embætti hæstaréttardómara. Verði tillaga ráðherra hins vegar ekki samþykkt á Al- þingi skuli ráðherra gera aðra tillögu sem fái sömu meðferð og fyrr. tillögur stjórnarandstæðinga. Árni Steinar sagði afar mikilvægt að hraða vinnu endurskoðunar- nefndar sjávarútvegsráðherra, ekki síst með tilliti til þeirrar gífurlegu byggðaröskunar sem átt hefði sér stað á landinu. I svo umdeildu máli sem þessu yrðu menn vitaskuld að sættast á málamiðlun en Árni sagði að VG myndi ekki skorast undan í því efni. Varaði hann hins vegar við hugmyndum Samfylkingar um auð- lindagjald. Alþingi Stutt Fimm lög afgreidd f rá Alþingi FRUMVARP um atvinnuréttindi útlendinga var meðal þeirra sem Al- þingi afgreiddi frá sér við atkvæða- greiðslu í gær og verður það sent ríkisstjórninni sem lög. Víkur laga- setningin einkum að erlendum nekt- ardansmeyjum sem koma hingað til lands til starfa. Alls vora fimm framvörp afgreidd sem lög frá Alþingi í gær en auk laga um atvinnuréttindi útlendinga má geta laga um bifreiðagjald, laga um nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, laga um eftirlit með útlendingum og laga um vöragjald af ökutækjum. Felur síðasttalda lagasetningin í sér tíma- bundna heimild til að lækka um 120.000 kr. vörugjald af bifreiðum með vélar sem nýta metangas eða rafmagn að veralegu leyti í stað bensíns eða dísilolíu, svokölluðum tvíorkubifreiðum. Loks ber að geta breytingar á lög- um um stjórn veiða úr norsk- íslenska síldarstofninum. Aiþingi Dagskrá Verðmæti Lands- símans rætt utan dagskrár DAGSKRÁ Alþingis í dag tekur mið af því að nú er stutt til þingloka. Ljóst er að stefnt er að því að bretta upp ermar því 48 mál eru á dagskrá þingsins í dag, en þingfundur hefst kl. 13.30. Auk þess fer fram umræða utan dagskrár um endurmat á verð- mæti Landssímans og ríkisstuðning að beiðni Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingar, en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra verður til andsvara. Hefst ut- andagskrárumræðan um kl. 15.30.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.