Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 11 FRÉTTIR Doktor í læknis- fræði • BOLLI Bjarnason hefur varið doktorsritgerð við læknadeild Karol- inska Instututet í Stokkhólmi. Rit- gerðin ber heitið „Laser Doppler imaging of patch tests - a met- hodological and comparative stu- dy with visual assessments". Ritgerðinni tengjast 9 vís- indagreinar. Ritgerðin fjallar um húðofnæmi sem er erfitt heilsu- farsvandamál sem getur m.a. leitt til starfsskipta eða varanlegrar örorku, til skertra lífsgæða og til sálrænna vandamála. Oft má koma í veg fyrir afleiðingar húðofnæmis með skjótri greiningu ofnæmisvaka. Ofnæmis- greiningin er algengt og erfitt vandamál í húðlækningum ekki síst vegna mikils fjölda þekktra ofnæm- isvaka og skorts á þekkingu hvað próftækni hinna ýmsu ofnæmisvaka varðar. Hluti próftækninnar er sjón- rænn aflestur prófa, en þar gætir mikils munar milli húðlækna þrátt fyrir staðlað matskerfi. Ritgerð Bolla leggur fram heimsstaðal íyrir notkun nýiTar las- ertækni til rannsókna á húðsvörun- um ofnæmisframkallandi og ertandi efna. Stöðlunin byggir á yfir 100.000 tilraunamælingum utan líkama og meira en 50.000 mælingum á húðof- næmis- eða húðertisvörunum hjá sjúklingum. I ritgerðinni eru bornar saman niðurstöður aflestra snertip- rófa (patch tests) með lasertækninni og með berum augum. I ritgerðinni ei-u einnig könnuð áhrif ýmissa þátta próftækni á niðurstöður prófa og besta aðferðafræði könnuð fyrir próf með algengum ofnæmisvökum fyrir báðar aflestraraðferðirnar. Nýjung með lasertækninni er að unnt er að meta ofnæmi með mæl- ingum á blóðflæði án snertingar við húð. í ritgerðinni er sýnt fram á að unnt er að lækka prófskammt al- gengra ofnæmisvaka og stytta lengd prófunar með lasertækninni. Þetta eykur sértækni prófa og minnkar jafnframt líkur á að sjúklingar hljóti ofnæmi af prófunum sjálfum. Sér- stök nýjung er mæling á ofnæmis- svari í gegnum þunnar gegnsæjar plasthimnur og prófefni á húðinni á meðan á ofnæmisprófi stendur. I rit- gerðinni er lagður grunnur að þró- unarverkefni ESB um hátæknibún- að í læknisfræði þar sem hlutverk Bolla hefur verið beiting tækninnar við húðpróf. Um 20 kynningar hafa farið fram á rannsóknum Bolla á fjölda ráðstefna víðsvegar um heim. Hann hefur not- ið styrkja frá fjölmörgum aðilum, þ.á m. Karolinska Institutet, sænska læknafélaginu, sænsku astma- og of- næmissamtökunum, og ESB. Leiðbeinandi Bolla var prófessor Torkel Fischer og andmælandi pró- fessor Chris Anderson frá Astralíu. Bolli er fæddur í Reykjavík 10. nóv. 1957. Eftir stúdentspróf frá hagfræðideild VÍ, læknapróf frá HÍ og sérfræðinám í húð- og kynsjúk- dómum við Karolinska sjúkrahúsið hefur hann starfað við húðdeild og að hluta til atvinnuhúðsjúkdómadeild (húðofnæmisdeild) sjúkrahússins. Auk þess hefur hann sinnt rannsókn- astöðu við atvinnulækningadeild Ar- betslivsinstituet í Stokkhólmi. Bolli hefur í tæp 2 ár haft leyfi frá störfum á Karolinska sjúkrahúsinu til að gegna m.a. grunnrannsóknum í húð- ofnæmi og krabbameini við húðdeild Háskólans í Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum. Foreldrar Bolla eru Hólmfríður Árnadóttir fv. prófessor við Kenn- araháskóla f slands og Bjarni Jóns- son fv. verzlunarskólakennari. Eig- inkona hans er Ellen Flosadóttir sem stundar framhaldsnám í tann- lækningum í Birmingham. Synir Bolla eru Gunnlaugur og Fannar. Bróðir Bolla er Brjánn Árni, geð- læknir í Reykjavík. Liggur á gjör- gæsludeildeftir slys við Sólheima Þingmenn fengu Nýja testamentið ÞINGMENN fengu í gær Nýja testamentið að gjöf frá Gídeonfé- laginu. Tóku varaforsetar Al- þingis á móti gjöfinni fyrir hönd þingmanna. Gídeonfélagið hefur á stefnuskrá sinni að gefa grunn- skólanemum Nýja testamentið að gjöf og sömuleiðis hefur félagið útvegað það í hótel og skip. I gær var röðin si'ðan komin að þing- mönnum. FIMMTAN ára piltur sem slasað- ist á höfði þegar bifreið var ekið á hann við Sólheima í Reykjavík á þriðjudagskvöld liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Lands- spítalans í Fossvogi þar sem hon- um er haldið sofandi í öndunarvél. Að sögn læknis er líðan hans stöð- ug en hann hlaut andlitsáverka í slysinu. Hópur ungmenna var staddur á bílastæði við Sólheima 23 þegar slysið varð og var farið með átta þeirra ásamt bílstjóranum og far- þega á slysadeild þar sem þeim var veitt áfallahjálp. Morgunblaðið/Jira Smart Varaforsetar Alþingis tóku við Nýja testamentum fyrir hönd þingmanna. Frá vinstri: Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sigurbjörn Þorkelsson, fulltrúi Gídeonfélagsins, og Árni Steinar Jóhannsson. Bækur seldar eftir þyngd Agóðinn rennur til Geð- hjálpar BÓKAHRINGRÁS Máls og menningar, Bókabúðar Kefla- víkur og Bókvals á Akureyi’i, verður í verslununum út þessa viku og mun allur ágóði renna til Geðhjálpar að þessu sinni. Að sögn Öddu Steinu Björnsdóttur, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Geðhjálp- ar, er bókahringrásin árviss og var Geðhjálp boðið að njóta góðs af að þessu sinni. „Fólk getur komið með all- ar gömlu bækurnar sínar í verslanirnar og síðan eru þær seldar þeim sem áhuga hafa á 500 kr. kílóið,“ sagði hún. „Þetta er því ódýrara en soðningin." Adda Steina sagði að fjárstuðningurinn kæmi sér vel, þar sem á vegum Geð- hjálpar væri að hefjast átak, geðrækt, sem fæli í sér að efla vitund Iandsmanna um geðheilsu og mikilvægi þess að hlúa að henni eins og ann- arri heilsu. Jafnframt að vinna gegn geðsjúkdómum t.d. þunglyndi og kvíða og fræða almenning um sjúk- dómana. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, um niðurstöðu félagsmálaráðuneytisins Tekur borgina tíma að aðlagast nýjum ákvæðum Segir fyrirtæki borgarinnar standa vel fjárhagslega HELGI Hjörvar, forseti borgar- stjórnar, segir að upplýsingar um efnahag í upphafi og lok árs fylgi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hann segir að það hafi tekið Reykjavíkurborg tíma að aðlagast nýjum ákvæðum sveitar- stjórnarlaga, sem kveða á um að áætlun um efnahag fylgi fjárhags- áætlunum. „Áætlanir eru núna gerðar fyrr en áður var og uppgjör liggja fyrir fyrr. Það er gerð þriggja ára fjárhags- áætlun fyrir borgarsjóð, stofnunum er úthlutaður fjárhagsrammi til þriggja ára sömuleiðis og þetta eru þættir í umbótastarfi sem hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið á veg- um Reykjavíkurlistans,“ segir Helgi. Hann segir að við vinnslu fjár- hagsáætlunar fyrir þetta ár hafi ekki gefist tóm til að afla upplýsinga frá fyrirtækjum sem tengjast Reykja- víkurborg. „Á undanförnum árum hafa verið gerðar verulegar úrbætur í fjármála- stjóm og upplýsingagjöf hins opin- bera og innleiddar margvíslegar nýj- ungar. Það er eðlilegt að menn þurfi tími til þess að koma þeim nýjungum á, sérstaklega í jafnumfangsmiklum rekstri og borgarsjóðs og dótturfyr- irtækja borgarinnar. Þær upplýsing- ar sem hér um ræðir eru ávallt lagð- ar fram í tengslum við uppgjör á rekstrinum á hverju ári og þar hafa menn getað nálgast þær í ársreikn- ingum borgarinnar.“ Helgi vísar á bug gagnrýni Guð- laugs Þórs Þórðarsonar borgarfull- trúa, sem óskaði eftir úrskurði fé- lagsmálaráðuneytisins um hvort fjárhagsáætlun borgarinnar bryti gegn sveitarstjórnarlögum. Eins og fram hefur komið hefur félagsmála- ráðuneytið komist að þeiiTÍ niður- stöðu að fjái-hagsáætlun Reykjavík- urborgar sé ekki í samræmi við 5. mgr. 61. greinar sveitarstjórnarlaga þar sem henni fylgi ekki áætlun um efnahag í upphafi og lok árs. Guð- laugur Þór sagði í Morgunblaðinu í gær að hann teldi að ástæðan fyrir því að þessi áætlun hefði ekki fylgt fjárhagsáætluninni vera þá að borg- arstjóri vildi ekki sýna fram á þá aukningu sem orðið hafi á skuldum borgarinnar. Staða borgarsjóðs sterk Helgi segir að staða borgarsjóðs hafi um langt árabil ekki verið jafn- sterk fjárhagslega. Komið hafi verið böndum á reksturinn þannig að af- gangur sé verulegur og svigrúm til fjárfestinga orðið talsvert. Einnig hafi verið komið böndum á skulda- söfnun borgarsjóðs. „Fyrirtæki borgarinnar standa sömuleiðis mjög vel en þau hafa líka ráðist í umfangs- miklar fjárfestingar. Orkuveitan hef- ur fjárfest í virkjun á Nesjavöllum, Línanet hefur fjárfest í ljósleiðurum í borginni og Reykjavíkurborg í hafnargerð. Allt eru þetta fjárfest- ingar sem eru arðbærar og skila sér inn á forsendum fyrirtækjanna sjálfra og eru ekki skuldbindingar sem borgarsjóður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Helgi. Hnífurinn sem notaður var í árásinni er borðhnífur með 11 cm blaði. Lögregla leitar árásarmanns LÖGREGLAN í Reykjavík vinnur nú að því að hafa uppi á pilti sem stakk leigubílstjóra í brjóstið með hnífi klukkan 21 á sunnudagskvöld við biðstöð í Hvassaleiti. Leigubílstjórinn hlaut grunnt sár á brjósti áður en blaðið í hnífnum brotnaði. Gert var að sárum hans á slysa- deild Landsspítalans í Fossvogi. Árásarmaðurinn, sem sagður var vera um 165-170 cm á hæð, 15-16 ára gamall, klæddur í strigaskó, skopparabuxur og gráleita hettupeysu, flúði af vettvangi og kastaði frá sér hnífsskeftinu. Lögreglan biður þá sem hafa vísbendingar um piltinn, að hafa samband. Ennfremur biður lög- reglan þá sem gætu gefið upp- lýsingar um hnífinn að hafa samband. Hnífurinn er borð- hnífur með 10 cm svörtu plast- haldi og 11 cm löngu tenntu blaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.