Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 12

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ F FRETTIR Forvarnir gegn heilahimnubólgu eft- ir pflagrímaflug Einn af 100 flugliðum með bakt- enuna EINN af eitt hundrað flugliðum Atlanta, sem sýni voru tekin úr við komu til landsins eftir píla- grímaflug í Asíu og Afríku, greindist með heilahimnubólgu- bakteríu en veikin kom upp þeg- ar flugið stóð yfir. Fólkinu var gefið lyf í forvarnaskyni og segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir með því dregið verulega úr hættu á að faraldur komi upp hérlendis. Þegar fréttist af því að svo- nefnd meningókokka-heila- himnubólga hefði komið upp meðal pflagríma sagðist Har- aldur hafa talið rétt að grípa til ákveðinna forvama þegar ís- lensku flugliðarnir kæmu heim. Þeir hefðu enda verið í samvist- um við þennan hóp og því í ákveðinni hættu á að fá sjúkdóm- inn og tiltölulega auðvelt að grípa til forvama við þennan afmark- aða hóp. Sýni vom tekin úr stór- um hópi sem kom heim með einni véla Atlanta rétt fyrir páskana og fleiri starfsmönnum sem komu síðar, alls kringum 100 manns. Bakterían hefur ræktast hjá einum úr hópnum en öllum var gefið lyf við komuna. Hara- ldur segir að lyfið komi í veg fyrir smit og drepi bakteríuna og telur því harla ólíklegt að heilahimnu- bólga komi upp hérlendis. Hann segir veikina koma upp öðra hverju hérlendis og fái hana að jafnaði 20 til 25 manns á ári. Tilfelli hafa komið upp að und- anfömu í Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Pakistan og Sádí-Ara- bíu sem Haraldur segir að séu rakin til pflagrímaferða. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar tvo unga menn af ákæru ríkissaksóknara Ákærðu ekki taldir ábyrgir fyrir rúmu kg af amfetamíni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað tvo menn um þrítugt af kröfu ríkissaksóknara um refsingu í fíkniefnamáli sem upp kom í mars 1998. Mennirnir vora sakaðir um að hafa flutt inn rúmlega eitt kg af am- fetamíni írá Þýskalandi, sem fannst undir aftursæti BMW-bifreiðar sem annar ákærðu ílutti inn til landsins. Sá hinn sami var ennfremur sak- aður um að hafa gert tilraun til að hafa fíkniefnið í vörslum sínum m.a. með því að leysa bifreiðina úr tolli í þeirri trú að fíkniefnið væri enn falið í henni, og tekið pakka sem hann taldi innihalda efnið og sett í aðra bifreið. Lögreglan hafði hins vegar fjarlægt fíkniefnið, sett skaðlaust efni í staðinn og fylgdist með ferðum ákærða. í niðurstöðum fjölskipaðs dóms héraðsdóms, kemur m.a. fram að báðir ákærðu neituðu sakargiftum. Maðurinn sem flutti inn bifreiðina bar að tilgangur hans til Þýskalands hefði verið sá að kaupa bifreið, flytja hana til íslands og hagnast á þeim viðskiptum. Hann hafi ekki vitað um fikniefnapakkann undir aftursæt- inu, fyrr en hann fékk vitneskju um hann þegar honum var ógnað af tveimur eða þremur mönnum á veit- ingastað í Reykjavík skömmu eftir að bifreiðin kom til landsins. Hafi hann þá fengið fyrirmæli um að flytja pakkann úr BMW-bifreiðinni í Golf-bifreið sína, sem hann og gerði. Dóminum þótti frásögn ákærða af aðförinni á veitingastðanum með nokkram ólíkindablæ en taldi hana ekki fráleita. Geðlæknir sem annað- ist ákærða bar að frásögnin af atvik- inu væri ákaflega trúverðug. Framburður ákærða um Þýska- landsför sína fékk þá að mati dóms- ins stoð í framburði tveggja vitna. Ákærði ók um á BMW-bifreiðinni í fjóra daga og leyfði vinum og kunn- ingjum að reynsluaka henni. Hann hóf strax sölutilraunir og þótti sú hegðun styðja fullyrðingar hans um að hann hafi ekki haft vitneskju um fíkniefnapakkann í bifreiðinni á þessum tíma. Þegar á heildina er litið ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart ísienskri erfðagreiningu? Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að settur verði saman gagnagrunnur á heilbrigðissviði? Mjög jákvæð(ur) Mjög \ fylgjandi r~ Frekar jákvæð(ur) - Bæði og, í meðallagi - 6% Frekar neikvæö(ur) 4% Mjög neikvæð(ur) Finnst þér þú hafa fengið of miklar, of iitlar eða hæfilega miklar upplýsingar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði? |----------------2% Allt of miklar 5% Frekar of miklar j 11 \ Hæfilega \ miklar f0 ; upplýsingar Frekar fylgjandi Bæði og, í meðallagi 4% Frekar andvíg(ur) 4% Mjög andvíg(ur) Frekar of litlar -Allt of litlar Viðhorfskönnun Gallup fyrir Islenska erfðagreiningu Rúmt 81% fylgjandi gagna- grunni á heilbrigðissviði 30% segjast hafa litlar upp- lýsingar um gagnagrunninn UM 81% íslendinga er mjög eða frekar jákvætt gagnvart fyrirtæk- inu íslensk erfðagreining (ÍE), en einn af hverjum tíu segist vera neikvæður í garð fyrirtækisins, samkvæmt niðurstöðum nýrrar við- horfskönnunar, sem Gallup gerði fyrir íslenska erfðagreiningu á tímabilinu 23. mars til 12. apríl sl. Rúmlega 81% svarenda lýsir sig fylgjandi miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði samkvæmt könnun- inni en 9% era andvíg því að gagnagrannurinn verði settur sam- an. Islensk erfðagreining fékk Gall- up til að kanna viðhorf fólks til fyr- irtækisins og ýmissa þátta sem lúta að nafnlausri meðferð heilbrigðis- gagna. Samkvæmt niðurstöðum hennar sögðust 47,8% þeirra sem tóku afstöðu vera mjög jákvæð gagnvart ÍE, 33,3% sögðust vera frekar jákvæð, 9,1% svaraði bæði og, 5,9% sögðust vera frekar neik- væð og 4% mjög neikvæð í garð fyrirtækisins. 2,7% þátttakenda tóku ekki afstöðu til spurningarinn- þar af neituðu 211 að svara. Nettó- svörun í könnuninni var 70,1%. ar. Andstæðingar sögðust óttast misnotkun persónuupplýsinga Ríflega 22% þeirra sem eru já- kvæðir í garð ÍE nefndu enga sér- staka ástæðu fyrir þeirri skoðun, en í kringum 12% nefndu hugsan- lega lækningu sjúkdóma sem aðal- ástæðu þess að þeir væru jákvæðir í garð fyrirtækisins. Um 11% nefndu rannsóknir og sama hlut- fall svarenda sagðist vona að starf- semi þess myndi hjálpa fólki. Flestir þeirra sem sögðust vera neikvæðir í garð fyrirtækisins nefndu hnýsni í einkamál, hræðslu um misnotkun upplýsinga og einkaleyfi á gagnagrunninum sem meginástæðu fyrir skoðun sinni. Tæp 9% mótfallin gagnagrunni Alls lýstu 45% þeirra sem af- stöðu tóku sig mjög fylgjandi því að settur yrði saman gagnagrunn- ur á heilbrigðissviði og 36% sögð- ust vera frekar fylgjandi því. 10% voru hlutlaus, 4,5% sögðust vera frekar andvíg gagnagrunninum og 4,2% mjög andvíg. Þeir svarendur sem lýstu sig andvíga gagnagrunninum nefndu helst ótta við misnotkun persónu- legra upplýsinga sem ástæðu fyrir þeirri afstöðu og 12% þeirra sem lýstu neikvæðri afstöðu sögðust ekki vita hvað fælist í samkeyrslu gagnagrannsins. Alíka stórt hlutfall taldi einkaleyfi ekki réttlætanlegt. Þeir sem voru hlynntir gagna- grunninum sögðust flestir vonast helst til að betur gengi að lækna sjúka í náinni framtíð. Fram kom í könnuninni að tæp- lega 83% þeirra sem afstöðu tóku segjast treysta ÍE til að fylgja ör- yggisreglum við meðhöndlun pers- ónulegra upplýsinga. Einn af hverjum tíu treystir fyrirtækinu á hinn bóginn illa til að framfylgja lagakröfum um örugga meðferð persónuupplýsinga. Þátttakendur í könnuninni vora einnig spurðir hvort þeir teldu sig hafa fengið of miklar, of litlar eða hæfilega miklar upplýsingar um miðlægan gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Mikill meirihluti, eða 62,8% sögðust hafa fengið hæfilega mikl- ar upplýsingar, 1,8% sögðust hafa fengið allt of miklar og 5,1% frek- ar of miklar upplýsingar um grunninn. 23,3% svarenda sem afstöðu tóku sögðust hafa fengið frekar litlar upplýsingar um gagnagrunn- inn og 6,9% sögðust hafa fengið allt of litlar upplýsingar. 3,5% svarenda tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Könnunin var gerð með símavið- tölum við þátttakendur. Úrtakið voru alls 1.200 manns á aldrinum 16-75 ára af öllu landinu sem voru valdir tilviljunarkennt úr þjóðskrá. Heildarfjöldi svarenda var 805, Andlát SIGURÐUR INGVASON SIGURÐUR Ingva- son, skipatæknifræð- ingur frá Hliðnesi í Bessastaðahreppi, lést á sjúkrahúsi í Gautaborg 21. apríl síðastliðinn. Hann var á 74. aldursári. Sigurður var fædd- ur 26. ágúst 1926 og lauk vorið 1947 námi í skipasmíði í Hafnar- firði. Vorið 1951 lauk hann prófi frá Hels- ingör Skibsbygnings- teknikum og réðst þá til skipasmíðastöðvar- innar Eriksberg í Gautaborg. Árið 1955 fór hann sem tæknilegur yfirmaður til Gávle Varv og árið 1964 tók hann við sem tæknilegur forstjóri hjá Kokkums í Málmey. Þangað réð hann m.a. tugi iðnlærðra Islend- Ætlaði að komast að hjá þýsku fótboltaliði Meðákærði, sem aðstoðaði við bif- reiðakaupin og var viðstaddur þau, bar að tilgangur Þýskalandsferðar sinnar hefði verið sá að leika fótbolta og freista þess að komast að hjá þýsku fótboltaliði. Þessi framburður ákærða fékk að mati dómsins stoð í framburði meðákærða og tveggja vitna að auki. Fram kemur í niður- stöðum dómsins að ekki hafi verið gerð tilraun af hálfu lögreglu til að staðreyna sannleiksgildi framburð- ar ákærða að þessu leyti með því að hafa uppi á þeim aðilum sem ákærði nafngreindi og kvaðst hafa hitt í Þýskalandi. Dóminum þótti því ekki fyllilega sannað að þessu virtu meðal annars, að ákærðu hefðu flutt inn fíkniefnið eins og þeim var gefið að sök og voru þeir því sýknaðir af þeim sakargift- um. Maðurinn sem flutti inn BMW- bifreiðina viðurkenndi að hafa flutt pakka milli bifreiða, sem hann mátti ætla að innihéldi fíkniefni og þótti dóminum hann með þeirri háttsemi hafa gerst sekur um brot það eins og því var lýst í ákæru. Við ákvörðun refsingar var hins vegar litið til málsatvika og sakafer- ils ákærða sem ekki hafði áður sætt refsingu. Þá var einnig litið til þess að útgáfa ákæra á hendur honum var ekki gefin út fyrr en rúmlega hálfu örðu ári eftir þá háttsemi sem hann var sakfelldur fyrir. Dráttur- inn var ekki skýrður af hálfu ákæru- valds og þótti hann brjóta í bága við lög um meðferð opinberra mála auk þess sem hann þótti vera í andstöðu við 70. gr. stjórnarskrárinnar og L mgr. 6. gr. samnings um um vernd- un mannréttinda og mannfrelsis. Með vísan til þessa var ákærða ekki refsað fyrir brotið. Fíkniefnið var gert upptækt með dómi og allur sakarkostnaður 800 þúsund krónur látinn greiðast úr riskissjóði. Kolbrún Sævarsdóttir settur sak- sóknari flutti málið af hálfu ákæru- valdsins en Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður var verjandi þess ákærða sem flutti inn BMW- bifreiðina. Karl G. Sigurbjörnsson var verjandi meðákærða. Dóminn skipuðu Greta Baldurs- dóttir dómsformaður og héraðsdóm- ararnir Kristjana Jónsdóttir og Sig- urjóna Símonardóttir. inga árið 1968. Sig- urður tók árið 1973 við starfi tæknilegs forstjóra Göta skipa- smíðastöðvarinnar \ Gautaborg og starfaði þar til ársins 1977 og var síðan ráðgjafi og hönnuður. Sigurður hannaði Esjuna fyrir Skipaút- gerð ríkisins og toga- rann Ottó N. Þorláks- son sem Stálvík smíðaði fyrir Bæjar- útgerð Reykjavíkur. Þá liggur á teikni- borðinu eftir Sigurð hönnun á 310 m löngu og 80 þús- und tonna farþegaskipi. Sigurður var kvæntur danskri konu, Lissi Johansen, og áttu þau tvo syni, Bjarna arkitekt og Tómas framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.