Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Framkvæmdastjori Hita- og vatnsveitu Akureyrar um orkumál á Norðurlandi Leitað verði eftir virkj unarheimild í Skjálfandafljóti FRANZ Amason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, sagðist telja að framleiða mætti orku í núverandi orkuverum norðan- lands, stækkuðum og fullnýttum, ásamt nýjum virkjunum íyrir allt að 240 þúsund tonna álver, eða annan sambærilegan iðnað innan 5-7 ára ef rannsóknum og undirbúningi yrði haldið áfram af fullum krafti. Þetta kom fram í máli hans á hádegisverðarfundi um möguleika í orkufram- leiðslu á Norðurlandi á Akureyri í gær. Franz sagði að hvort hagkvæmara væri að virkja vatnsafl eða jarðhita til þessa væri ýmsu háð en þó væri líklegast að hvort tveggja þyrfti að koma til. Jarðhiti yrði þó líklega hagkvæmari - auk þess sem fljótlegra er að virkja hann og hægt að gera það í minni þrepum en vatnsork- una. „Auðvitað er það svo að orkukaupendur þurfa að vera fyrir hendi til að aukin orkufra- mleiðsla sé hagkvæm. Að finna kaupendur er ekki eins auðvelt og halda mætti, ódýr orka fæst víðar en á Islandi, auk þess sem ríkisvaldið hefur fram að þessu haft í hendi sér að setja nið- ur orkufrekan iðnað nánast með geðþóttaá- kvörðunum, bæði hvað staðarval og virkjanir áhrærir." Franz sagði að íbúar Eyjafjarðarsvæðisins og stjórnvöld hefðu sýnt orkufrekum iðnaði íyr- ir svæðið lítinn áhuga. Það hefði hvað stjómvöld varðar hugsanlega stafað af ráðgjöf sem að mestu leyti hefur beint sjónum þeirra að stór- um vatnsorkuverum. Eyfirðingar eiga ekki mikið af orkulindum, að sögn Franz, ef frá er talinn lághiti, en hann hefur verið virkjaður fyrir hitaveitur og flestir íbúar við fjörðinn búa við hitaveitu. Leitað hafi verið samstarfs við aðra um virkjanakosti og virkjanir til orkuframleiðslu. Augu manna hafi því beinst í austur, en í Þingeyjarsýslum sé að finna orkulindir, bæði vatnsorku og háhita. Stækkun Laxárvirkjunar hagstæðasti kosturinn „Stækkun Laxárvirkjunar er mjög athug- andi, enda einn hagslæðasti virkjunarkostur landsins. Ég legg til að veitumar á Akureyri ásamt öðram er áhuga kunna að hafa myndi fyrirtæki sem leiti eftir virkjunarheimild frá Al- þingi í Skjálfandafljóti. Ég er þó ekki að tala um virkjun Goðafoss heldur langt frammi í Bárðar- dal.“ Franz sagði að ekki mætti láta þrönga heima- hagsmuni ráða staðarvali ef orkufrekur iðnaður byðist. Miklu nær væri að gera kröfur um bætt- ar vegasamgöngur, t.d. með göngum gegnum Vaðlaheiði. Samvinna veitnanna á Akureyri og Húsavík væri dæmi um að forsvarsmenn og pólitískir stjórnendur þeirra vildu líta framhjá hrepparíg. Franz sagði nauðsynlegt að íslend- ingar kæmu sér saman um það hið fyrsta hvar mætti virkja. „Togstreita um virkjunaráform er óviðunandi og veikir okkur í samkeppninni um viðskiptavini.“ Þorkell Helgason orkumálast- jóri og Valgarður Stefánsson, yfirverkefnis- stjóri Orkustofnunar, fluttu einnig erindi á fundinum. Þorkell sagði að varðandi raforku- kosti á Norðurlandi væra Skagafjarðarvirkjan- Morgunblaðið/Kristján Valgarður Stefánsson, yfirverkfræðingur Orkustofnunar, Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar, og Þorkell Helgason orkumálastjóri ræða málin á fundi um orkumál á Akureyri í gær. ir mest spennandi. Hann nefndi Villinganes og Héraðsvötn og einnig væri Skatastaðavirkjun hagkæmur kostur. I Þingeyjarsýslum væri Skjálfandafljót áhugaverður kostur, íshólsvatn og Fljótshnúkur og að auki væra kostir í byggð sem þó hefðu ekki verið vel rannsakaðir. Einnig sagði orkumálastjóri að hækkun stíflu í Laxá í Aðaldal væri hagkvæmur kostur. Raforkunotkun vel yfír landsmeðaltali Varðandi orkufrekan iðnað sagði Þorkell að menn hefðu nokkuð einblínt á það að orku- vinnsla og orkunotkun færa saman, það væri dýrt að flytja orkuna. Þar sem það væri mögu- legt væri sjálfsagt að orkuvinnsla og orkunotk- un færa saman en þó væri það ekki sjálfgefið. Dreifð framleiðsla gæti þó verið ákjósanleg og gefið smærri byggðum tækifæri. Þorkell kom inn á hversu stór hluti lands- manna nýtti jarðvarma nú, en á suðvesturhorninu er nýtingin nánast 100%. A Norðausturlandi er nýtingin um 77% en landsmeðaltalið er um 85%. Raforkunotkun á íbúa á Norðurlandi er hins veg- ar um 30% yfir landsmeðaltali og ef húshitun er sleppt er notkunin 28% yfir landsmeðaltali. Valgarður Stefánsson, yfirverkefnisstjóri Orkustofnunar, sagði að norðan Vatnajökuls væra um tíu háhitasvæði og það sem væri sam- eiginlegt einkenni með þeim væri að við vissum nánast ekkert um þau. Tvö háhitasvæði væru þó þekkt, Krafla og Námafjall, en önnur svæði nánast óþekkt. Hann sagði að undirbúningstími fyrir virkjanir væri sex ár fyrir íyrsta þrep jarðgufuvirkjana en að heildartími vatnsa- flsvirkjana væri tólf ár. Þó væri hægt að koma vatnsaflsvirkjunum í gang á skemmri tíma. I F N áttúrulækningafélag Akureyrar Mikill áhugi á mat- reiðslunámskeiðum Friðrik Karlsson matreiðslumeistari leiðbeinir á námskeiði Nátturu- lækningafélagsins en mikill áhugi hefur verið á þessum námskeiðum. MIKIL aðsókn hefur verið að námskeiðum sem Náttúrulækn- ingafélag Akureyrar hefur efnt til í gerð grænmetis- og baunarétta og greinilegt að áhugi á námskeið- um af þessu tagi er sífellt að auk- ast. Eydís Eiðsdóttir nýkjörinn for- maður Náttúrulækningafélags Ak- ureyrar sagði að alls væru 20 manns á hverju námskeiði, hið fyrsta var haldið í febrúar og svo var annað nú nýlega, en það þriðja verður haldið í maí. „Svo tökum við þráðinn aftur upp í haust, því það er mjög mikill áhugi á þessu, greinilegt áð Akureyringar eru áfjáðir í að læra að búa til græn- metisrétti," sagði Eydís. Friðrik Karlsson matreiðslum- eistari á Karólínu Restaurant leið- beindi á námskeiðinu og Hermann Huijbens í Heilsuhorninu kynnti heilsuvörur af ýmsu tagi og ræddi um lífræna ræktun. Á vefsíðu Náttúrulækningafélagsins er að finna uppskriftir af grænmetis- og baunaréttum ásamt fróðleik um heilsuvernd. Hún sagði að fólk á öllum aldri hefðu sótt námskeiðin en mikið væri um ungt fólk og það ánægju- lega væri að margt af því hefði í kjölfarið gengið til liðs við Nátt- úrulækningafélagið, en það myndi svo aftur efla starf þess. Námskeiðin hafa verið haldin í kennslueldhúsi Glerárskóla, en Eydís sagði félagið njóta mikils velvilja hjá skólastjóranum, Vil- berg Alexanderssyni. Veðurspá fynr maí frá Veður- klúbbnum Dalbæ á Dalvík Kalt vor og að- gerðarlítið veður FÉLAGAR í Veðurklúbbnum Dal- bæ á Dalvík gera ráð að vorið verði kalt, í það minnsta svalt og frekar aðgerðarlítið veður í maí. Þeir benda á að stundum sé talað um það séu köld vor þegar eru sumarpáskar en sumarpáskar eru frekar sjaldgæfir og í gömlum gögnum sem þeir glugguðu í voru sumarpáskar 1943 en það vor var frekar svalt með smáúrkomu um miðjan mánuðinn. Veðurklúbbsmenn benda á að Haukar í Hafnarfirði hafi orðið íslandsmeistarar í handknattlcik árið 1943, á sumarpáskum og aft- ur núna árið 2000, á sumarpásk- um. Maitunglið kviknar 4. maí í norðaustri, sem gæti ýtt undir þetta með frekar svalt veður, hæga norðlæga átt, sól yfir með- allagi og telja veðurklúbbsmenn að það gráni í kringum 19. mai', það sem þeir kalla kóngsbænda- dagshret en verði líklega mjög saklaus Fól. f kringum miðjan maí kemur smá úrkomukafli, sem allir vona að verði rigning og ef það verður svo fer að hlýna örlítið fyrr fyrir vikið. Þessi úrkoma sem menn búast við að gæti líka verið fyrr- nefnt kóngsbændadagshret, verð- ur þriggja daga kafli sem verður yfir meðallagi hlýr og þá verða suðlægar áttir, annaðhvort í kringum 10. maí eða í lok mánað- arins. Fólk fylgist vel með 5. maí Tungl og stjörnur standa und- arlega 5. maí og benda veður- klúbbsmenn fólki á að fylgjast vel með þann dag. Þeir telja hins vegar jákvætt fyrir sumarið að ágætt veður var á sumardaginn fyrsta og fyrsta sunnudag í sumri. Margir vilji hins vegar meina að það verði sama veður fram til hvítasunnu eins og er 1. maí. Sólskin á Úrbanmessu, 25. mai, boðar góðan grasvöxt og góðar aðstæður fyrir bændur. í aprflspánni voru veður- klúbbsfélagar frekar bjartsýnir fyrir mánuðinn en minntust á að eitt skot kæmi. Það rættist, hretið kom 14. aprfl en páskarnir voru góðir. Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websalcs@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.