Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 21 NEYTENDUR Fyrirhuguð hrað- bankagjöld lækka London. Morgunblaðið. BREZKIR bankar halda áfram að hörfa frá samþykktum sínum um gjöld af hraðbankanotkun. Nú hef- ur Lloyds TSB tilkynnt að bankinn muni frá áramótum aðeins inn- heimta 50 pens af viðskiptavinum annarra banka og sagði Peter Ellwood, bankastjóri, rannsóknan- efnd fjármálaráðuneytisins, að kostnaður bankans af slíkri hrað- bankanotkun væri 38 pens í hvert skipti. Upphaflegar samþykktir bankanna gengu út á tvöfalda gjaldtöku, samtals hálft þriðja pund. Don Cruickshank, sem tók sam- an skýrslu um starfsemi bankanna, fyrir ríkisstjórnina, hélt því fram að kostnaður bankanna af hraðbanka- notkun væri um 30 pens í hvert skipti. Þessu mótmæltu bankamir án þess þó að leggja fram eigin töl- ur, en ítrekuðu áætlanir um gjald- tökur upp á pund og eitt og hálft pund. Þegar áformin um tvöfalda gjaldtöku voru harðlega gagnrýnd, m.a. kölluð ósiðleg græðgi, féllu bankamir frá þeim, en eftir stóð gjald upp á að minnsta kosti eitt pund. Kollegar Ellwood kunnu honum litlar þakkir fyrir upplýsingamar, en fulltrúar Barclays og HSBC komu líka fyrir nefndina og án þess að vita af breyttri afstöðu Lloyds TSB vörðu þeir áform bankanna um einfalda gjaldtöku upp á eitt til eitt og hálft pund. Stjómir beggja bankanna hafa nú tilkynnt að fyrir- huguð hraðbankagjöld verði tekin til endurskoðunar og er talið, að aðrir bankar muni fylgja í kjölfarið. Nú hafa stórmarkaðimir skorið upp herör gegn bönkunum með því að úthýsa hraðbönkum þeirra banka, sem ætla sér að okra á við- skiptavinunum. Þess í stað ætla stórmarkaðirnir að reka hraðbanka sjálfir. Safeway, Sainsbury og Tesco hafa gert Barclays að fjar- lægja sína hraðbanka fyrir áramót að öllu óbreyttu og HSBC og Abbey National hafa líka fengið viðvörun. Vafalaust ýta þessar að- gerðir enn meira á eftir forráða- mönnum bankanna um að lækka fyrirhuguð gjöld af notkun hrað- bankanna. En það standa fleiri spjót á brezkum bönkum þessa dagana. Fækkun útibúa er gagnrýnd og t.d. urðu hörð viðbrögð á dögunum, þegar Barclays lokaði 171 útibúi á einu bretti, þar á meðal á stöðum, þar sem Barclays var eini bankinn, en gengið var til samninga við póst- hús á þeim stöðum um lágmarks- bankaþjónustu. Svalaþykkni KOMIÐ er á markaðinn svala- þykkni frá Sól-Víkingi hf. Svala- þykknið kemur i þremur bragðteg- undum, með appelsínubragði, epla- og sólberjabragði og ávaxtabragði. í fréttatilkynningu segir að í svala- þykkninu sé helmingurinn safi. Þykknið er sykurskert þannig að í hverju glasi sem er 250 ml eru 10 hitaeiningar. Mælt er með blönd- unni einn af þykkni á móti níu af vatni. Ur hálfum lítra af þykkni verða því til a.m.k. fimm lítrar af djúsi. Rýmingarsala UM ÞESS AR mundir stendur yfir rýmingarsala á ýmsum vörum í versluninni Djásn og grænir skóg- ar. Ástæða rýmingarsölunnar er að um næstu mánaðamót mun verslunin flytja frá Laugavegi 51 á Laugaveg 64. Rýmingarsalan mun standa fram til 29. apríl og meðal vara má nefna jólavörur, kerti, húsgögn og fatnað. Morgunblaðið/Kristinn Eftirlitsbúnaður á börn og unglinga Týnd börn munu heyra sögunni til Hægt verður að staðsetja barn með frávik- um upp á 1,5 metra. London. Morgunbiaðið TÝND börn í stórmörk- uðum og verslunarmið- stöðvum munu brátt heyra sögunni til því þróaður hefur verið nýr eftirlitsbúnaður sem gerir foreldrum kleift að hafa auga með böm- um sínum allan sólar- hringinn með hjálp sér- staks senditækis sem fest er á börnin. Búnað- urinn mun einnig auð- velda foreldrum og for- ráðamönnum unglinga að hafa eftirlit með bömum sínum þegar þau eru úti. Utbúnaðurinn nefnist KidBug og framleiðandinn áformar að gefa 10 milljónum foreldra í Bretlandi hann íyrir árslok í von um að margir þeirra sjái sér hag í að greiða um 1200 kr. á mánuði fyr- ir notkun hans. Barnið staðsett með GPS-tækni Lítið senditæki, sem fela má í fatnaði bamsins, gerir það að verk- um að hægt er að staðsetja hvar bamið er niðurkomið með frávikum upp á 1,5 metra með GPS-tækni svokallaðri, sem mest er notuð í siglingum. Tony Rose, framleiðandi Kid- Bug, sem einnig framleiðir sams- konar búnað á bíla, báta og reiðhjól, fékk hugmyndina að útbúnaðinum þegar þriggja ára dóttir hans týnd- ist í verslunarferð í norðurhluta London. Foreldrarnir höfðu litið í búðarglugga og á einu andartaki hafði barnið horfið. Nokkrar mínút- ur liðu áður en hún fannst og hann segist hafa viljað gefa hvað sem er á meðan á þessum tíma stóð til þess að vita hvar barnið sitt væri niður- komið. Þegar er búið að framleiða fram- myndina að tækinu og er ráðgert að framleiða 10 milljónir tækja í Taívan og mun kostnaðurinn við framleiðsluna nema um 500 millj- ónir sterlingspunda, eða um 58 milljarða íslenskra króna. Staðsetningararmband á öll börn Hægt er að sýna staðsetningu bamsins á litlu korti á farsíma eða tölvu með gervihnattarstaðsetning- artækni og GSM-farsímatækni. Framleiðandinn spáir því að áður en langt um líður verði útbúnaður- inn framleiddur sem armband og innan tíðar muni öll böm ganga með slíkt armband.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.