Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 26

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra situr fund Sameinuðu þjððanna um sjálfbæra þróun Mikilvægt að hugmyndafræðin nái til allra þjóða Ráðherrafundur Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fer fram í New York í Bandaríkjunum þessa dagana en til hans er boðað í framhaldi af Ríó-ráðstefnunni árið 1992. Til umræðu eru meðal annars jarð- vegseyðing, skógrækt og landnýting. FUNDURINN ersótt- ur af bæði umhverfis- og landbúnaðarráð- herrum frá fjölmörgum ríkjum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og situr Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra fund- inn fyrir Islands hönd. Hún segir Islendinga geta miðlað miklu til annarra þjóða um hvernig vinna megi bót á j ar ðvegseyðingu. „Það er m.a. verið að ræða hér jarðvegseyð- ingarmál, landbúnað, skógrækt og landnýt- ingu,“ sagði Siv eftir að hafa á fundinum gert grein fyrir reynslu íslendinga af jarðvegseyð- ingu og landgræðslu. „Reynsla Is- lendinga er sú sem mörg ríki eru núna að ganga í gegnum,“ segir Siv og kveður þetta sérstaklega eiga við um þróunarríki, þar sem stór gróin svæði séu víað að verða að eyði- mörkum. Á íslandi séu menn hins vegar að vinna á þessum vanda með starfi Landgræðslunnar og sam- starfi bænda og félagasamtaka. Siv greindi fundar- gestum frá því hvernig Islendingar hefðu með slæmri nýtingu í gegn- um aldirnar eytt 95- 99% af skógum og rúm- um helmingi af gróður- þekju og jarðvegi landsins. „Landgræðsl- an hefur náð að halda í horfinu og bætt gæði lands, þótt mjög stór verkefni séu enn fram- undan,“ segir Siv. íslenska landgræðsl- an hóf starfsemi sína 1907 og er því ein sú elsta í heimi. Sam- kvæmt nýlegri alþjóð- legri skýrslu bendir flest til þess að einn fjórði af landgæðum jarðar sé nú í hættu. Að binda koltvísýring í gróðri í ræðu sinni benti Siv einnig á mikil- vægi eyðimerkursamningsins og Kyoto-bókunarinnar, en Islendingar hafa, að sögn Sivjar, ásamt fjölmörg- um öðrum þjóðum lagt áherslu á gróð- urbindingu og tengsl bindingar á kolt- Siv Friðleifsdóttir vísýringi í gróðri við Kyoto-bókunina. „Það er hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að binda koltvísýring með gróðri og uppgræðslu og hindra í leiðinni eyð- ingu jarðvegs og gæða jarðar.“ Siv segir fjölmörg önnur ríki einnig leggja áherslu á landgræðslu og kveður hún þróunarríkin sérstak- lega áhyggjufull. „Hér er verið að ræða um hvernig meta skuli árangur ríkja á leið til sjálfbærrar þróunar, segir Siv. Fundurinn er haldin í framhaldi af Ríó-ráðstefnunni 1992 þar sem hug- takið sjálfbær þróun leit fyrst dags- ins Ijós. Þetta er fyrsta umræða sem fram fer um hvernig meta beri ár- angur af Ríó-ráðstefnunni, en matið á að fara fram árið 2002. Að sögn Sivjar hafa íslendingar, ásamt mörgum öðrum þjóðum, verið því fylgjandi að sérstök ráðstefna verði haldin af því tilefni árið 2002 í einu þróunarríkjanna ef kostur gefst. „Þá gefst líka gott tækifæri til að meta árangurinn sem orðið hefur af Ríó-ráðstefnunni á þessum tíu ár- um,“ segir Siv og kveður ríki á borð við Brasilíu, Suður-Kóreu og Suður- Afríku hafa boðist til að halda slíka ráðstefnu ef af verði. „Sjálfbær þróun og hugsunin á bak við sjálfbæra þróun er mjög mikilvæg fyrir framtíð mannkyns," segir Siv, en hugtakið felur í sér að menn komi þannig fram við um- hverfi sitt að komandi kynslóðir taki við þvi í núverandi eða betra ástandi. „Það er svo mikilvægt að þetta hug- tak og hugmyndafræðin nái til allra þjóða og samfélög þurfa í raun að hljóta endurmenntun um það hvern- ig þeim ber að fara með sín gæði.“ Ör á skilti utan við byggingu Evrópska seðlabankans (ECB) í Frankfurt vísar niður á við. í sömu átt hefur gengi evrunnar stefnt. Gengisfall evrunnar Vantrú fjár- málamarkaða á umbótagetu evru-landa Berlín. Morgunblaðid. EVRAN nýtur æ minna trausts á hinum alþjóðlegu fjármálamörkuð- um. í samræmi við þetta hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal verið á niðurleið sem sérfræðingar sjá ekki fyrir endann á. Þessi veik- leiki hins nýja Evrópugjaldmiðils, sem varð til fyrir tæpum 16 mánuð- um, virðist nú ætla að verða til þess að æ stærri hluti almennings á evrusvæðinu, ekki sízt í Þýzkalandi, missi traust á evrunni, jafnvel áður en hún er áþreifanlega tekin við af gjaldmiðlum þátttökulandanna ell- efu. Evruseðlar og -mynt koma fyrst í umferð í byrjun árs 2002. Undir áframhaldandi lækkun evrugengisins ýttu meðal annars ummæli Júrgens Donges, sem fer fyrir óháðri fimm manna „vitringa- nefnd“ sem veitir þýzku ríkisstjóm- GOTT VERÐ Á VANDAÐRI VÖRU LOKA-LOKAÚTKALL! Allir herra-, dömu- og barnaskór Skyrtur og bolir á kr.[495 STEINAR WAAGE ______ fAllir stakir jakka^ SKÓVERSLUN Allar buxur á kr. fyggjji ^ á kr. C qqO _J GARÐURINN -klæðirþigvel BLUES KRINGLUNNI HanT SUÐURLANDSBRAUT 54 f Bláu húsunum wið hliðina á McDonalds inni sérfræðiráðgjöf í efnahagsmál- um. Hann sagði um helgina að Þjóðverjum hefði ítrekað verið tjáð að evran yrði ekki veikari gjaldmið- ill en þýzka markið, sterkasti gjaldmiðilhnn í eftirstríðssögu Evrópu. Nú hefði þýzkur almenn- ingur orðið fyrir vonbrigðum. „Fólk er að missa trúna á gjaldm- iðilinn jafnvel áður en það fær hann í hendurnar," sagði Donges. Til þess að hann styrktist á ný væri óhjá- kvæmilegt að hrinda umfangsmikl- um kerfisumbótum í framkvæmd í helztu aðildarlöndum Efnahags- og myntbandalagsins (EMU). Nauð- synlegt væri að gera vinnumarkað- inn sveigjanlegri og endurskipu- leggja félags-, lífeyris- og skattkerfið í þessum löndum. Hann sagðist hræddur um að einkum á Italíu og í Frakklandi virtist sem stjórnvöld gerðu sér ekki grein fyrir hve brýnt sé að þau sýni fram- kvæmdavilja í þessa veru. „Á Ítalíu virðist manni sem bakslag hafi kom- ið í umbætur þar eftir að landið fékk að gerast stofnaðili að myntbanda- laginu,“ sagði hann. Þykja orð Donges bera vitni um að meðal sömu framvarðasveitar þýzkra fjár- og efnahagsmála, sem þrýsti á um upp- töku evrunnar, séu nú brostnar á efasemdir um ágæti myntbandalag- sins. Hans-Olaf Henkel, forseti sam- bands þýzkra iðnrekenda, sagði í viðtali við Berliner Zeitung í gær, miðvikudag, að vandamálið fælist í skorti á trausti. „Fjármálamarkað- irnir hafa litla trú á umbótagetu þriggja stærstu evru-landanna Þýzkalands, Frakklands og Italíu,“ sagði hann og hvatti þýzku stjórnina til að taka sér tak í sparnaði í ríkis- fjármálum og að hrinda umbótum í framkvæmd. Þýzki efnahagsmálar- áðherrann Werner Múller og fjár- málaráðherrann Hans Eichel segj- ast hins vegar litlar áhyggjur hafa af veiku gengi evrunnar. Það sé útlit fyrir góðan hagvöxt á evru-svæðinu á næstu 15 mánuðum og hann muni sannfæra fjármálamarkaðina um að evran sé traustsins verð. EMU-sinnar áhyggjufullir Nýlegar skoðanakannanir í Þýzkalandi sýna, að stuðningur við myntbandalagið sé fallinn niður fyr- ir 50%. Og stuðningsmenn evrunnar eru farnir að hafa áhyggjur af því, að haldi fram sem horfir sé mikil hætta á því að Danir felli inngöngu í EMU þegar málið verður borið undir þjóð- aratkvæði í Danmörku í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.