Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Er tiltölulega rólegur yfir þessu öllu saman“ Kristinn Sigmundsson bassasöngvari þreytti frumraun sína við Metropolitan-óperuna í New York, að margra mati merkasta óperuhús heims, í fyrrakvöld. Söng hann hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner en meðal annarra söngvara var Placido Domingo. Orri -------------------------------7---- Páll Ormarsson sló á þráðinn til Krístins og Olafs Egilssonar sendiherra, sem var meðal óperugesta. METROPOLITAN er Mount Everest óperu- söngvarans. Hærra verður ekki komist. Leiðin þangað er löng og ströng og margir heltast úr lestinni. Réttara sagt flestir. Árangur Kristins Sigmundssonar, líffræðingsins ofan af íslandi sem sinnti kalli sönggyðjunnar, er því athyglis- verður, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hann er aðeins þriðji Islendingurinn sem stígur á þessar frægu fjalir á eftir Maríu Markan og Kristjáni Jóhannssyni. Söngvarinn er klæddur og kominn á ról á hót- elherbergi sínu á Manhattan þegar ég næ tali af honum, um klukkan níu að staðartíma. Adrena- línið bunar vísast enn um æðar. Hvorld dettur þó né drýpur af Kristni, fremur en endranær, þegar ég kem mér óðamála að efninu: Hvemig var? „Þetta var satt best að segja miklu þægilegra en ég bjóst við - minna stress. Það gekk allt upp. Það er mjög gott að syngja í þessu húsi. Mér krossbrá að vísu þegar ég kom fyrst á sviðið. Það er ógnvekjandi að horfa út í tóman salinn - þeir gerast ekki stærri. Rúmar í kringum fjögur þúsund manns í sæti. Samt leið mér eins og ég væri að syngja í mun minna húsi. Hljómburður- inn er svo ótrúlega góður. Maður fær röddina svo sannarlega til baka. Það kom mér á óvart.“ Kristinn syngur hlutverk Hundings í Valkyij- unum úr Niflungahring Richards Wagners. Það er ekki sérlega stórt en áberandi í sýningunni. Drepur Domingo Kristinn ber lof á hinn nafnkunna meðsöngv- ara sinn, Placido Domingo, en þeir hafa ekki unnið saman í annan tíma. „Domingo er ósköp alúðlegur og tillitssamur maður, venjulegur í alla staði. Það er ekki stjömustælunum fyrir að fara.“ Spænski tenórsöngvarinn tekur þátt í öllum senum Kristins. „Við syngjum töluvert saman og viðskiptum okkar lýkur með því að ég sting í hann spjóti. Ég er með öðrum orðum eini Is- lendingurinn sem hefur drepið Domingo," segir söngvarinn hlæjandi. Olafur Egilsson sendiherra, sem var meðal óperugesta í fyrrakvöld, segir Kristni hafa tek- ist afar vel upp. „Hann kom þarna fram á sviðið snemma í ópemnni af miklum myndugleika og upphóf raust sína. Hann gerði þetta Ijómandi vel. Fyrst kom hann fram með meðsöngvurum sínum í þeim þætti, Placido Domingo og Debor- ah Voight, og þau fengu dúndrandi klapp öll- sömul. Síðan kom Kristinn fram einn og fékk líka Ijómandi undirtektir. Þannig að það var augljóst að áhorfendum féll mjög vel í geð hans framlag." Ólafur veit til þess að tíu til fimmtán íslend- ingar hafí séð sýninguna, þeirra á meðal Jónas Ingimundarson, píanóleikari og náinn sam- starfsmaður Kristins til margra ára. Heilsuðu íslendingamir upp á landa sinn að sýningu lok- inni. Domingo er að sjálfsögðu aðalaðdráttarafl sýningarinnar en fullyrða má að valinn maður sé í hverju rúmi. Af öðrum söngvurum má nefna James Morris, Jane Eaglen og Felicity Palmer, auk Deborah Voight, allt fólk í fremstu röð í sínu fagi. Eins og að keyra Ferrari Stjómandi sýningarinnar er ekki síður nafn- togaður, James Levine, listrænn stjómandi Metropolitan. Segir Kristinn einnig frábært að vinna með honum. „Levine geislar af öryggi og rósemi. Hann hefur alið allan sinn aldur í hljóm- sveitargryfjunni - er þar sem fiskur í vatni - og maður veit upp á hár hvar maður hefur hann. Óömggir hljómsveitarstjórar geta slegið mann út af laginu en að vinna með svona fyrsta flokks fólki er eins og að keyra Ferrari eða Rolis Royce. Það er ekkert sem getur klikkað." Kristinn segir Levine þar að auki hafa verið sérstaklega jákvæðan í sinn garð. „Hann var mjög ánægður með mína frammistöðu og að hafa mann eins og hann með sér er svo sannar- lega betra en ekkert.“ Ekkert hefur verið ákveðið um framhaldið en Kristinn telur ekki ólfldegt að hann eigi eftir að syngja á ný í Metropolitan. „Við skulum segja að það kæmi mér ekki á óvart þótt eitthvað kæmi í kjölfarið. Viðmótið héma er jákvæðara en ég þorði að vona. Ópemstjórinn er mjög jákvæður og satt best að segja man ég ekki eftir jafn hlýju viðmóti í neinu óperuhúsi sem ég hef sungið í. Það er mjög vel hugsað um mann héma.“ Og jafnvel þótt ekkert framhald verði á söngnum í Metropolitan kveðst Kristinn geta vel við unað. „Bara það að hafa komist hingað er góður árangur. Það er mikflvægt að ná að kynna sig með þessum hætti - það var eftir þessu tek- ið.“ - Þú hefursungið á La Scala, í Berlínaróper- unni, BastUluóperunni í París, Covent Garden ognú Metropolitan. Eru fleiri fjöll aðklífa? „Ég hef aldrei sungið í Vínaróperunni. Von- andi verður af því. Annars er maður hættur að hafa áhyggjur af svona löguðu eftir öll þessi ár í bransanum. Hefði mér verið sagt það fyrir tíu til fímmtán áram að ég myndi á þessum degi, 25. apríl 2000, syngja í Metropolitan-óperanni með Placido Domingo undir stjóm James Levine hefði ég ekki trúað því. Á síðustu fimm til sex ár- um hef ég aftur á móti verið að syngja, nánast í hverri sýningu, með fólki sem er fastagestir í Metropolitan og ekki fundist ég standa því að baki. Ég hef því sagt við sjálfan mig að það gæti alveg eins komið að því að ég myndi syngja í þessu húsi, þótt ég hafi ekki beinlínis stefnt að því. Miðað við það sem á undan er gengið er þetta því eðlileg framvinda. Þess vegna er ég til- tölulega rólegur yfir þessu öllu saman. Minn fer- ill er enginn rakettuferill, þetta hefur gengið svona hægt og bítandi, með þeim hraða sem ég held að sé æskilegur. Skyndiferðir fara oft illa með fólk. Það verður taugaveiklað og tætt. Það er mikilvægt að vera andlega búinn undir nýjar áskoranir.“ Söngmennt á háu stigi Ólafur Egilsson álítur að frammistaðan í Metropolitan verði Kristni til framdráttar. „Það að syngja á La Scala og Metropolitan er gjaman talið hátindurinn á ferli söngvarans. Kristinn er þar að auki orðinn viðurkenndur söngvari í öðr- um helstu óperuhúsum heims og fetar þar skemmtilega í fótspor Kristjáns Jóhannssonar. Það er auðvitað mikill ávinningur fyrir ísland að geta státað af tveimur söngvuram sem náð hafa svona langt. Þetta verður til þess að fólk af öðra þjóðemi áttar sig á því hvað söngmennt íslend- inga er á háu stigi.“ Kristinn segir greinilegt að vel sé á málum haldið í Metropolitan - nóg sé til af peningum. „Húsið er í algjörum sérflokki. Framsviðið, sem snýr að áhorfendum, er auðvitað hreint og fínt eins og gengur en ef maður ber aðstöðuna að tjaldabaki hér saman við til dæmis aðstöðuna á La Scala kemur Metropolitan mjög vel út. Það er allt í rúst bakatil á La Scala. Hér er hins veg- ar allt slétt og feUt. Það er augljóslega ekkert til sparað." Þrátt fyrir íburðinn og söguna þykir Kristni andrúmsloftið í senn eðlilegt og þægilegt í Metr- opolitan. „Maður beygir ekki höfuðið í lotningu þegar gengið er inn. I þeim skilningi er þetta eins og hver annar vinnustaður. Það kann ég að meta.“ Hann tekur þátt í tveimur sýningum í húsinu að þessu sinni. Sú síðari verður næstkomandi þriðjudag. Honum stóðu raunar fimm sýningar til viðbótar tdl boða en af því gat ekki orðið. „Forsaga málsins er sú að umboðsmaður minn hér í New York hafði samband við mig síðastlið- ið haust, nánar tiltekið 9.9. ’99, sem er auðveld dagsetning að muna, og spurði hvort ég hefði tök á að syngja sjö sýningar í MetropoUtan. Fimm áttu að vera í febrúar, að mig minnir, og þessar tvær núna. Ég var búinn að binda mig í París í febrúar og fékk mig ekki lausan þaðan, þannig að ég hélt að ekkert yrði úr þessu. En þá var hringt aftur og mér sagt að Metropolitan vfldi samt fá mig í þessar tvær seinni sýningar. Það var mjög ánægjulegt." Frá New York flýgur Kristinn heim í stutt frí eftir sýninguna á þriðjudag. Hinn 9. maí þarf hann síðan að vera kominn til Parísar, þar sem sýningar á Don Giovanni, eldri uppfærslu, era að hefjast á ný. Verður það lokaverkefni söng- varans fyrir sumarfrí. Yfír 900 konur syngja saman í Yalsheimilinu NORRÆNT kvennakóramót verð- ur haldið í Reykjavík dagana 27. apríl - 1. maí. Þátttakendur era alls rúmlega 900 konur úr um 30 nor- rænum kvennakóram, auk sérstaks gestakórs sem kemur frá Ukraínu. Islensku þátttakendumir era um 400. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er norrænt kvennakóramót. Veg og vanda af skipulagningu mótsins hafa Kvennakór Reykjavíkur og aðrir kórar undir hans hatti. „Þessi hugmynd hefur verið á sveimi lengi og margir tekið vel í hana. Svo var það fyrir tveimur ár- um að það var ákveðið að skella í eitt stykki kvennakóramót - rétt eins og að skella í köku,“ segir Sig- rún Þorgeirsdóttir, stjómandi Kvennakórs Reykjavíkur. Rannveig Pálsdóttir, formaður mótsstjórnar, segir að kannski sé það eins gott að ekki var búið að hugsa dæmið til enda þegar ákveðið var að halda mótið, því óneitanlega sé það afar yfirgripsmikið og kostnaðarsamt. Tónleikar um alla borg Á meðan á mótinu stendur verða fjölmargir tónleikar á boðstólum. Þátttökukórarnir koma fram víðs- vegar um borgina á morgun, föstu- dag, og á laugardag. Á föstudag og laugardag verður þátttakendum boðið upp á námskeið hjá virtum tónlistarmönnum sem koma víða að; Diane Loomer, Sibyl Urbancic, Karin Rehnqvist og Ivonne Kraal. Á lokatónleikunum, sem haldnir verða í Valsheimilinu á sunnudag kl. 17, framflytur sameinaður kór 900 kvenna mótslagið Sápukúlur eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóð Steingerðar Guðmundsdóttur og þar verður ennfremur flutt nor- ræn kórtónlist. Munu þetta verða stærstu kvennakórstónleikar sem haldnir hafa verið hér á landi. Þær Rannveig og Sigrún segja hefð fyrir kvennakórasöng elsta í Finnlandi, þar sem kvennakórar hafa starfað í meira en hálfa öld. Þó að kvennakórar séu yngri annars staðar á Norðurlöndunum sé áhuginn mikill og vaxandi. Binda þær vonir við að kvennakóramótið efli enn þann áhuga. Gestakör frá Úkraínu á tónleikum í Salnum Gestakór mótsins er Kvennakór Glier-tónlistarskólans í Kiev í Úkra- Kvennakór Glier-tónlistarskólans í Kiev í Úkraínu er sérstakur gestur norræna kvennakóramótsins. Kórinn heldur tónleika í Salnum á laugar- dag og mánudag. ínu, en stjómandi hans er Galina Gorbatenko, sem er heiðurslista- kona Úkraínu og varaformaður tónlistarsamtaka landsins. Kórinn var stofnaður árið 1982 en hann hef- ur sungið víða og unnið til verð- launa í evrópskum kórakeppnum. Kórinn syngur aðallega kirkjulega tónlist auk þjóðlaga frá heimalandi sínu. Kórinn syngur á tónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 14 og mánudaginn 1. maí kl. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.