Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 31 LISTIR Þátttakendur á myndlistarnámskeiðinu á Flúðum f.v.: Elín Guðfínnsdóttir, Esther Guðjónsdóttir, Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Brynjólfur G. Pálsson, Anna Magnúsdóttir, Skúli Gunnlaugsson, Olga Lind Guðmundsdóttir, Mildrid Irene Steinberg og Helgi Guðmundsson. Fyrir framan hópinn eru Eydís Helgadóttir og Ari Jóhannsson, þriggja ára, sem málaði eina mynd, og leiðbeinandinn Snorri Snorrason. Fjarverandi var Halldór Guðnason. Að leik með lista- gyðjunni Hrunamannahreppi. Morgnnblaðið. FYRIR nokkru lauk mynd- listarnámskeiði sem efnt var til á Flúðum í vetur. Fjórán manna hópur kom saman í fimm tíma í senn, 10 föstudaga í vetur, og nutu tilsagnar Snorra Snorrasonar, myndlistarmanns frá Reykjavík. Arangurinn var siðan sýndur í Félagsheimilinu á Flúðum hinn 1. aprfl þar sem upp voru sett- ar 65 myndir sem fólkið hafði mál- að á þessum tíma. Tildrög nám- skeiðsins voru þau að fimm konur héðan úr sveitinni stunduðu mynd- Iistarnám í Fjölbrautaskóla Suður- lands síðastliðið haust og nutu til- sagnar hins kunna myndlistarmanns, Ólafs Th. Ólafs- sonar á Selfossi. Konurnar vildu gjarnan halda náminu áfram og þær listfengu systur, Anna og Helga Magnúsdætur frá Bryðju- holti, gengust fyrir því að koma á fót myndlistarnámskeiði. Anna og eiginmaður hennar, Helgi Guð- mundsson á Flúðum, lögðu til ágæt- is húsnæði. Allir þáttakendur voru sérstaklega ánægðir með nám- skeiðið, ekki síst þvi að hafa fengið tækifæri á að spreyta sig á málara- listinni í svo góðum félagsskap. Það yrði áreiðanlega farið af stað aftur næsta vetur. Að sögn kunnáttu- manna eru sumar myndirnar at- hyglisverðar, einkum hjá þeim sem hlotið hafa nokkra undirstöðu- menntun á þessu sviði áður. Mynd- irnar verða til sýnis og sölu í and- dyri og veitingasal félagsheimilis- ins dagana 27.- 30.aprfl. Ber í nvíum bunmgi DANSLEIKHÚS með Ekka hefur gert samstarfssamning við hönnun- arfyrirtækið Pell og Purpura, og hafa hönnuðirnir, þær Anna Fanney Ólafsdóttir, Ingibjörg Þóra Gests- dóttir, og Sólborg Erla Ingadóttir, nú hannað nýja búninga fyrir dans- leikhúsverkið „ber“. Dansleikhús með Ekka skartaði þessum nýju búningum í fyrsta sinn á leikferð sinni til Litháen þann 22. apríl sl. Leikarar og dansarar sýningar- innar „bei‘“ eru: Aino Freyja Járv- ela, Erna Ómarsdóttir, Friðrik Frið- riksson, Guðmundur Elías Knudsen, Hrefna Hallgrímsdóttir, Karen Mar- ía Jónsdóttir, Kolbrún Anna Björns- dóttir og Richard Kolnby. --------------- Ljóð lesin í Gerðarsafni SKÁLDIÐ Arngrímur Ingi Ás- grímsson les úr nýútkominni ljóða- bók sinni, Ljóðsmannsæði, í dag, fimmtudag, ld. 17. Dagskráin er á vegum Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðarsafni. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. FÁÐU 7 SÆTA HYUNDAI STAREX LÁNAÐAN í SÓLARHRING VERÐ KR. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 BEINSKIPTUR 4x4 Á Hyundai Starex er allt inni (myndinni. Snúanlegu miösætin og færanlegi afturbekkurinn gera það kleift að aðlaga bílinn einstaklega vel að hverri ferð fyrir sig. Við vitum að Starex hefur svo marga kosti að enginn nær að kynnast honum nógu vel í stuttum reynsluakstri. Þess vegna bjóðum við þér að fá bílinn lánaðan lengur. Má ekki kynna fyrir þér Hyundai Starex - lengur. HYunoni meira afollu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.