Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ í tilefni af víkingasýn- ingu Smithsonian- safnsins sem opnuð verður í Washington- borg í Bandaríkjunum í dag hefur verið gefín út bókin Vikings. The North Atlantic Saga. Jón Baldvin Hannibals- * son, sendiherra Islands í Bandaríkjum Norður- Ameríku og Kanada, hefur rýnt í bókina og segir hana stórtíðindi í íslenskri og norrænni menningarsögu. LANDNÁM Leifs Eiríks- sonar í Norður-Ameríku árið 1000 og könnun hans á landsvæðum, sem hann gaf nöfnin Hellu- land, Markland og Vínland, er at- burður sem markar þáttaskil í mann- kynssögunni. Fram að þessum tímapunkti hafði mannkyn dreifst í látlausum þjóð- flutningum út frá Afríku, Evrópu og Asíu til jafnvel fjarlægustu staða á jarðarkringlunni, frá Patagóníu í Suður-Ameríku til Hawaii-eyjanna í Kyrrahafl og allt norður til Græn- lands. Mannkynið hafði margfaldast og uppfyllt jörðina um víða vegu, en eitt svæði hafði reynst þeim óyfirstíg- anleg hindrun - Norður-Atlantshafið. Þótt aðrir hafi hugsanlega náð ströndum Ameríku á undan Leifi heppna er öll vitneskja um það og þjóðemi þess fólks aðeins sögusagn- ir. Heiðurinn af því að hafa náð þess- um lokaáfanga landkönnunar og landnáms á okkar jörð tilheyrir því ekki Kristófer Kólumbus né heldur neinum hinna þekktu evrópsku sæf- ara, heldur norrænum manni, Leifi Eiríkssyni, sem vann þetta afrek fyr- ir nákvæmlega 1000 árum. Afrek Leifs tilheyrir ekki honum einum. Þetta afrek var hápunktur tveggja alda sögu norrænnar landkönnunar og landnáms um norðanvert Atlan- tshaf.“ Með þessum orðum er Leifur Eir- íksson boðinn velkominn í eins konar opinbera heimsókn til Bandaríkj- anna, þúsund árum eftir að hann steig þar á land, fyrstur Evrópu- manna. Jafnframt er hann opinber- lega krýndur sem sæfari og land- könnuður í fremstu röð; maður sem tilheyrir þeim örfámenna úrvalshópi, sem í rás sögunnar hefur fært út landamæri hins þekkta heims. Um þetta þarf ekki að deila lengur. Það er sjálft Smithsonian-safnið, virðuleg- asta lærdómssetur Bandaríkjamanna og vörslustofnun hinnar viðurkenndu sögu, sem hefúr talað. Það er þessi sama virðulega lærdómsstofnun, í samvinnu við árþúsundanefnd Hvíta hússins undir forystu forsetafrúar- innar, Hillary Rodham Clinton, sem stendur fyrir hvoru tveggja, hinni op- inberu heimsókn og krýningarat- höfninni. Víkingar - sóknin yfir Atlantshafíð Orðin, sem vitnað var til í upphafi, eru úr inngangi dr. William W. Fitz- hugh (en hann stjómar mannfræði- deild Smithsonian-safnsins) að nýrri bók, sem Smithsonian Institution Press í samvinnu við National Mus- eum of Natural History, gefa út. Fitz- hugh er annar tveggja ritstjóra bók- arinnar en hinn er Elizabeth I. Ward, ung kona af islenskum ættum og sérf- ræðingur á vegum safnsins. Bókin ber heitið: Vikings - The North Atl- antic Saga. Kápu bókarinnar prýðir mynd af íslendingi, víkingaskipi Gunnars Eggertssonar (sem sagður er afkomandi Leifs Eiríkssonar í beinan karllegg), undir fullum segl- um. Bókin er 432 bls. að stærð (og prentuð í Japan). Bókin er gefin út í aðdraganda sýn- Sagt er frá landnámi Eiríks rauða á Grænlandi í einum kafla Eiríks sögu rauða en hinir kaflar hennar segja frá Guðríði Þorbjarnardóttur og siglingum þeirra Þorfinns karlsefnis til Vínlands. Myndin er fengin úr bókinni og sýnir opnu úr öðru varðveittu handriti Eiríks sögu rauða. Leifur heppni fær landvist í sögu N or ður-Ameríku - þúsund árum eftir að hann nam þar land ingar Smithsonian-safnsins, undir sama heiti, en sýningin verður opnuð við hátíðlega athöfn í höfuðborg Bandaríkjanna í dag, 27. apríl, að við- stöddum m.a. þjóðhöfðingjum Norð- urlanda eða fulltrúum þeirra og menntamálaráðherrum Norður- landa. Forráðamenn Smithsonian- safnsins segja þessa sýningu eina þá umfangsmestu sem safnið hefur stað- ið fyrir á löngum og merkum ferli. Þótt Smithsonian-safnið og sérfræð- ingar þess beri fræðilega ábyrgð á sýningunni og inntaki hennar hafa þeir unnið í nánu samstarfi við þjóðminjasöfn í höfuðborgum allra Norðurlanda. Þetta er dýr sýning enda mikið í hana lagt og margir dýr- gripir fluttir um langan veg til að prýða sýningarsali. Forráðamenn Smithsonian-safnsins viðurkenna fúslega að fjárhagslega hefði þetta verkefni verið þeim ofviða nema fyrir örlátan stuðning norræna ráðherra- ráðsins, fyrir frumkvæði menntamálaráðherra Norðurlanda, og einnnig fyrir fjárhagsstuðning frá Volvo. Höfundar færa Flugleiðum m.a. þakkir fyrir veittan stuðning. Einnig þakka þeir Ward Television (samstarfsfyrirtæki Valgeirs Guð- jónssonar um kvikmynd sem helguð er Leifi og landafundunum) og The White House Council on the Millenn- ium, undir forystu forsetafrúarinnar, fyrir gott liðsinni. Bókin er afar vönd- uð að öllum frágangi. Hún er skrýdd fjölda mynda, þ. á m. af þjóðarger- semum íslendinga, handritunum, sem eru helsta heimild þeirrar sögu, sem bókin flytur lesendum. Loks er þess að geta að bókin er tileinkuð Norðmönnunum Helge og Anne-Stine Ingstad, en sameiginlega unnu þau það afrek árið 1961 að finna Leifsbúðir við L’Anse aux Meadows á Dr. William W. Fitzhugh, rit- stjóri og forstöðumaður mann- fræðideildar Smithsonian-safns- ins, og Elisabeth I. Ward, ritstjóri og sérfræðingur safnsins. Nýfundalandi. Uppgröftur Leifsbúða á Nýfundnalandi er sá fomleifafund- ur, sem endanlega kvað upp úr um sannleiksgildi Vínlandssagna og leiddi til þess að Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, lýsti 9. október dag Leifs Eiríkssonar eins og forset- ar Bandaríkjanna hafa gert síðan á ári hverju. íslenskur menningarviðburður Fyrstu eintök þessarar merku bókar runnu glóðvolg úr pressunni miðvikudaginn 15. mars sl. Ritstjór- amir, þau William W. Fitzhugh og Elizabeth I. Ward, afhentu íslensku sendiherrahjónunum í Washington fyrstu eintökin að kvöldi sama dags í hófi sem haldið var til heiðurs Val- geiri Guðjónssyni og Ward Television vegna forsýningar á kvikmynd þeirra: „Leifur Eiríksson, Maðurinn sem breytti heiminum.“ Útkoma þessarar bókar hlýtur að teljast stórtíðindi í íslenskri og nor- rænni menningarsögu. Sjálfir hafa íslendingar ekki lagt þá rækt við landafunda- og landnámssögu sína í Vesturheimi sem henni ber. Nú hafa Bandaríkjamenn tekið af skarið og meðtekið þessa sögu sem fyrsta kafl- ann í sögu samskipta Evrópu og Am- eríku. Sýning Smithsonian-safnsins er farandsýning. í október nk. verður sýningin í dálítið breyttri mynd í Am- erican Museum of Natural History í New York. Þaðan fer hún til fleiri borga í Bandaríkjunum (Houston í Texas í júlí 2001 og Los Angeles í Kalifomíu í nóvember 2001). Loks verður hún sett upp í Canadian Mu- seum of Civilization í Hull, útborg Ottawa, höfuðborgar Kanada, í maí árið 2002. I tengslum við sýninguna verður gefið út margvíslegt kennslu- efni fyrir bandaríska skóla í formi bóka, myndbanda, diska og tölvuhug- búnaðar. Þannig mun þessi saga smám saman komast til skila í gegn- um skólabækur og önnur námsfóng til komandi kynslóða í Bandaríkjun- um. Þannig verður hinum mikla sæ- fara og landkönnuði, Leifi Eiríkssyni, loksins sýndur sá sómi sem honum ber í huga þeirra sem nú byggja þau lönd, sem hann nam fyrstur Evrópu- manna, hálfu árþúsundi á undan Kól- umbus. Langskipið og veraldarvefurinn Forsetafrú Bandaríkjanna, Hillary Rodham Clinton, ritar formála að bókinni og kemst þar m.a. svo að orði: „Víkingamir skilja eftir sig, þegar alls er gætt, meira en sögulega nær- veru í Norður-Ameríku; þeir eru full- trúar þess hugarfars áræðni og könn- unar, sem Bandaríkjamenn eiga auðvelt að samsama sig við. Saga vík- inganna er ekki aðeins saga úr for- tíðinni heldur býr hún yfir gildum, sem við getum áfram lært af við mót- un okkar eigin framtíðar. Um leið og við minnumst hugrekkis þessara sæ- fara og brautryðjenda heiðrum við það hugarfar rannsókna og könnunar sem hefur verið aflvaki framfara bæði í sögu Bandaríkjamanna og Norðurlandaþjóða. Það hefur t.d. vakið áhuga minn að í samfélagi víkinganna nutu konur óvenjulegs frelsis til að sinna við- skiptum og vera virkir þátttakendur í stjómmálum og trúarlífi samfélags- ins. Við getum einnig lært af því hvemig þessir brautryðjendur vík- ingatímabilsins leituðust við að varð- veita sögu sína í fögrum bókmenntum og skáldskap, en einnig á því sviði voru þeir brautryðjendur á miðöld- um. Reynsla víkinganna minnir okk- ur einnig á að gæta varfæmi í sam- skiptum okkar við hið náttúmlega umhverfi. Enginn veit, eftir því sem mér er tjáð, hvers vegna byggð nor- rænna manna dó út eða hvarf af sjón- arsviðinu á Grænlandi til dæmis. En margir vísindamenn trúa því að breytingar á hinu náttúrulega um- hverfi (veðurfars- eða loftslagsbreyt- ingar) hafi ráðið miklu um þau örlög. Sú saga ætti að vera okkur til viðvör- unar um að okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum við að vemda og varðveita okkar brothættu náttúm handa óbomum kynslóðum næsta árþúsunds." Og forsetafrúin bætir við í formál- sorðum sinum: „Flotar hinna norrænu víkinga náðu að ströndum Konstantínópels og Miðjarðarhafsins. Víkingarnir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.