Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 36

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bergen 2000 Ekki aðeins menningar- borg í ár Menningarborgarárið í Bergen er liður í að skipa bæn- um sess sem helsta menningarbæ Noregs, svo þar er ekki aðeins tjaldað til eins árs í ár, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún heimsótti Bergen nýlega. „MENNINGARBORGIN er okkar“ var for- síðufyrirsögn Bergens Tidende daginn eftir opnunarhátíð Bergen 2000 í febrúar. Áður höfðu þó staðið yfir harðvítugar deilur um hvort það væri yfirleitt viturlegt að vera að stofna til menningarborgarhalds í Bergen. „En svona eru Bergenbúar,“ segir Harm-Christian Tolden verkefnastjóri hjá Bergen 2000. „Þeir gagnrýna ákaft fyrirfram, en taka síðan þátt í af hjartans áhuga, þegar að því kemur.“ Undir þetta tekur Tone Tjemsland, sem sér um leiklistar- og tón- listardagskrá Bergen 2000. Menningarborgin Bergen hefur úr 108 millj- ónum norskra króna að moða, um milljarði ís- lenskra króna. Þar af koma 36 milljónir norskra króna frá norska ríkinu, 27 milljónir frá bæjar- yfírvöldum, 5 milljónir frá fylkinu og afgangur- inn frá styrktaraðilum. í Bergen búa um 227 þúsund manns, en alls búa um 300 þúsund manns í Bergen og næsta nágrenni. í ársbyrjun bjuggu 311 Islendingar í Bergen, níundi stærsti hópur útlendinga í bænum. Ríflega 80% ráðstöfunarfjárins fara beint til þeirra, sem skipuleggja verkefni. Tæp 20 pró- sent fara í stjómun, en hluti hennar er bein þjónusta við þá sem skipuleggja verkefni, svo stjórnunarkostnaður er ekki hár. Skrifstofan sér um að koma á sambandi milli aðila, sem sjá um verkefni, en skipuleggur sjálf aðeins örfáa atburði. Meðal þeiira eru Raddir Evrópu, þar sem Björk syngur með kór, en sá atburður er samstarfsverkefni allra menningarborganna níu. Annað er uppsetning á Baldri eftir Jón Leifs, sem verður frumflutt í Reykjavík í sumar, en síðan í Bergen og Helsinki. Takmarkið að hnýta bönd, sem nýtast áfram „Bergen notar menningarárið til að ná tak- marki sínu að verða norskur menningarbær númer eitt,“ segir Tone Tjemsland með áherslu. „Bergen 2000 er því ekki takmark í sjálfu sér, heldur leið að takmarkinu." Og þetta er lang- tíma markmið, sem lengi hefur verið stefnt að, því þegar 1993 setti bærinn það á stefnuskrá sína að verða helsta menningarsetur landsins. Síðan hefur menningin verið þar ofarlega á blaði og upp úr þeim áhuga spratt áhuginn á Bergen sem evrópskri menningarborg. Bergen hafði áður sótt um að verða menning- arborg Evrópu, en hafði þá ekki árangur sem erfiði. I þessari atrennu keppti Þrándheimur við Bergen um útnefningu, en Bergen náði hylli Stórþingsins, sem átti að velja á milli bæjanna. Hin formlega leið var svo að norska stjórnin sótti um fyrir hönd Bergen hjá Evrópusam- bandinu, ESB og Bergen varð síðan ein níu borga, sem hlutu útnefningu í ár, ásamt Reykja- vík, Avignon, Bologna, Brussel, Cracow, Hels- inki, Prag og Santiago de Compostela. Þar sem menningarárið er liður í langtíma markmiði hefur það verið grundvallarsjónarmið í skipulagningunni að hún leiddi ekki aðeins til einstakra atburða, heldur væri liður í að koma á samböndum, sem gagnast um ókomin ár. „Við lítum svo á að við séum að koma á tengslum fyr- ir íramtíðina, skapa samstarf, sem endist leng- ur en aðeins í ár,“ segir Harm-Christian og bæt- ir því við að flestir skipuleggjendanna hafi haft samband við einhyetja frá hinum menningar- borgunum átta. „Öll þessi nýju sambönd verða kannski mikilvægasta útkoman úr árinu.“ Und- ir þetta tekur Tone ákaflega, enda sé hið lang- túna takmark menningarársins að bæta og auðga menningarlífið í Bergen. Þrjár árstíðir menningarársins Menningarárið í Bergen hófst með miklu menningarátaki 18. febrúar, sem tókst með miklum ágætum og gríðarlegri almennri þátt- töku. Dagskrá ársins skiptist í þrjár árstíðir, sem hver hefur sitt þema og sinn lit. Fyrst kem- ur rautt vorið, þar sem „Draumurinn" er þem- að, þá grænt sumarið, þar sem þemað er „Á ferðinni“ og loks gult haustið, þar sem þemað er „Rýmið“. Þessi árstíðaskipti er mörkuð með margvís- legum hætti. Til dæmis hanga menningarborg- arfánar og -veifur um alla borg og skipta litum eftir árstíðum. Það fer því ekki framhjá neinum Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir Harm-Christian Tolden verkefnastjóri hjá Bergen 2000 og Tone Tjemsland, sem sér um leiklistar- og tónlistardagskrána. hvaða árstíð ríkir í menningarborginni og auð- vitað er það einmitt ætlunin að borgarbúar hafi á tilfinningunni að árið sé á ferð og flugi. Þemun gefa tilefni til íúmrar túlkunar. Vorið hefur boðið upp á margvíslega atburði, til dæm- is hátíð með nútímadans, framúrstefnuföt og fjölmiðlunarsýningar. Áhersla sumarsins liggur í nágrannabyggðum og -bæjum Bergen og haustið snýst um hin margvíslegu rými borgar- innar, ekki síst almenning borgarinnar, hin opnu rými borgarinnar eins og torgin. Þegar menningarborgarskrifstofan sendi út um tíu þúsund bréf í janúar 1998 til aðila, sem hugsanlega höfðu eitthvað fram að færa lá þeg- ar fyrir að árinu yrði skipt um í árstíðir og hver þemun væru. Það var því þegar fyrir hendi rammi, sem skipuleggjendur einstakra atburða gátu miðað við. Utkoman var að um 400 skipu- leggjendur eru með um 800 atriði á menningar- árinu. „Hlutverk okkar á skrifstofunni er að sam- ræma framboðið af menningaratburðum, en einnig leggjum við áherslu á að fá þá sem skipu- leggja atburðina til að teygja sig kannski ögn lengra en þeir ætluðu sér, leggja listrænt séð ögn mefra undir,“ segir Tone með bros á vör og segir það hafa verið ánægjulegt að sjá hve margir hafi tekið einmitt þessa stefnu. Skrifstofan hefur einnig aðstoðað skipuleggj- endur við kynningarstarf, sent út boð og frétta- tilkynningar. „Margir af þeim sem við vinnum með hafa ekki áður séð um atburði af þessu tagi og hafa því heldur enga reynslu í samskiptum við fjölmiðla," segir Tone og bætir við að von- andi gagnist reynslan þeim síðar meir. Þrátt fyrir efasemdir undanfarin ár eru þau Tone og Harm-Christian sammála um að borg- arbúar hafi tekist einlægan og mikinn þátt í menningarborgarstarfinu. Það geti þau mælt á góðri þátttöku og mörgum fyrirspurnum til skrifstofunnar um einstaka atburði, bæði frá einstaklingum og samtökum. „En svona eru Bergenbúar," segir Harm-Christian. „Þeir taka af alefli þátt í því, sem fram fer í bænum.“ Auðvelt að fá styrktaraðila „Bergen sem menningarhöfuðborg hefur verið ákaflega auðseljanleg hugmynd," segir Tone og undir það tekur Harm-Christian, sem segir að styrktaraðilarnir eigi mikinn heiður skilið fyrir hugrekkið. „Þó innihaldið væri ekki Ijóst á þeim tíma þegar við gerðum samninga við styrktaraðila þá hafa þeir þorað að leggja sitt undir og það er mjög virðingarvert." Styrktaraðilar eins og SAS og Den Norske Bank hafa sjálfir notað Bergen 2000 í sölu- og markaðsstarfi sínu, ekki síst erlendis. Bergen 2000 skrifstofan hefur ekki haft mikið fé umleik- j is til kynningar utan landsteinanna og Tone segist gjarnan viljað að meira fé hefði verið til þess. Til dæmis hefur dagskráin ekki verið þýdd á ensku í heild. Þó áherslan hafi verið lögð á langtíma þanka- gang segir Tone að árið í ár sé óneitanlega slít- andi og vísast muni gæta ákveðinnar þreytu í árslok. „Mikilvægast er þó að stjórnmálamenn- irnfr hér í Bergen muni áfram hafa áhuga á Bergen sem menningarborg með áþreifanleg- um hætti í formi fjárframlaga.“ En bæði Tone og Harm-Christian er ljóst að þrátt fyrh’ að langtímasjónarmiðin sitji í fyrirrúmi þá verði raunveruleikinn eftfr árið í ár annar en nú. Eða eins og Harm-Christian segir að lokum: ,Árið 2001 verður óneitanlega öðruvísi ár en árið í ár.“ Til dýrðar Bakkusi TOJVLIST Ý m i r KÓRTÓNLEIKAR Bellmanstónleikar. Sænski karla- kórinn Göta Par Bricoles Sángkör u. stj. Anders Ottoson; Martin Bagge trúbadúr. Laugardaginn 22. aprfl ki. 19:30. ÆTLI Carl Michael Bellman (1740- 95) njóti ekki svipaðrar stöðu í sænskri þjóðarsál og Jónas Hall- grímsson í íslenzkri, þótt meir sé sunginn en sagður. Alltjent var hann titlaður „Sveriges nationalskald á sænskorðuðu fylgiblaði með Göta Par Bricole kórnum sem fram kom í tónlistarhúsi Karlakórs Reykjavíkur sl. laugardagskvöld við ágæta að- sókn. Sú benti raunar til að enn sé fylgi Bellmans nokkurt hér á landi, þótt skáldið megi muna sinn fífil feg- urri frá því er hann þótti ómissandi á stúdentavökum og ungmennasam- komum, enda meðalaldur hlustenda heldur í efra kanti. Trúlega dreifast vinsældir Bell- mans eitthvað jafnar í heimalandinu, þó að hinn tæplega 30 manna karla- kór frá Gautaborg vfrtist sömuleiðis tekinn að reskjast. Stutt innlit á heimasíðu kórsins (www.par-brico- le.a.se) leiddi í ljós, að Par Bricole [fr. „af tilviljun] er virðuleg regla, stofnuð í Stokkhólmi 1779 og með dótturstúkur í fimm öðrum borgum landsins. Sú í Gautaborg var stofnuð 1801, kórinn 1835, og kvað hafa að markmiði að miðla komandi kynslóð- um Bellmanssöngva. Það kom ekki fram af fylgiblaðinu, sem jafnframt var eina prentaða tónleikaskráin, að Gunnar Guttormsson, einn helzti Bellmanstrúbadúr hér á landi, hefði háft einhverja hönd í bagga með hingaðkomu Svíanna. Hann tók reyndar tvö lög á alkunnum ljúfum nótum með kollega sínum Martin Bagge á gítar eftir hlé við góðar und- irtektir. Dagskráin var öll kynnt á sænsku af vörum stjórnandans og sænska trúbadúrsins, sem miðað við kyn- slóðaskiptingu og áhugasvið hlust- enda hefur tnllega skilizt að mestu. Kórinn hófst handa með miklu trukki í „Manskap Givakt", sem strax opinberaði nýjum gestum eft- irtektarverð hijómgæði Ymis, hins nýja sexhyrnda sönghúss Karlakórs Reykjavíkur, og um leið töluverða raddprýði Gautanna. Salurinn virtist ekki sízt hygla neðri röddum, og væri það næsta fágætt í söngsölum höfuðborgarsvæðisins ef rétt reynd- ist. Svo stiklað sé á stóru vakti í fyrstu atrennu kórsins m.a. athygli Sá lunka vi sá smáningom (sama lag og mazúrkumarsinn í Álfhóli Kuhl- aus), þrátt fyrir nokkurt tónsig, er stundum gerði vart við sig seinna á dagskrá, og hið ljóðræna Böljan sig mindre rör, er sungið var fallega veikt og með djúpri tilfinningu. Martin Bagge kvað að sögn meðal fremstu Bellmansöngvara Svía í dag. Túlkun hans tók mið af því sem höf- undur mun sjálfur talinn hafa iðkað, þ.e. með mikilli notkun á ýmsum millistigum tals og söngs, allt frá sífrandi hvísli upp í tremmakenndar rokur, ásamt miklu látbragði og fett- um, sem féll í góðan jarðveg hjá hlustendum, þó að undirrituðum fyndist stundum ofgert. En kannski er það háð því hvað áheyrandinn þekkir textann vel. Bezt þótti manni takast 81. pistill Fredmans, enda á hægari nótum en hitt og um leið til ágóða fyrir tónlistarhliðina. Kórinn tók við eftir hlé, fyrst með marsinum Undan ur vágen, þar sem líkt var eftir nálgun og brottför pró- sessíu með áhrifamiklu risi og hnigi í styrk stig af stigi. Eftir Bacchus vi dyrka, tignarlegan brennivínssálm (og eflaust eina af höfuðgreinum Bellmans) kom Se, svarta böljens vita dragg, þar sem 9 „sólistar flúr- uðu aukarödd við mikla kátínu. Martin Bagge hirti síðan sviðsljósið með sama lagi í annarri útgáfu, og eftir áðurnefnt kyrrlátt en vel heppnað innslag Gunnars lauk Bagge sínum sólóhluta að mestu með tveim lögum og tókst að mínu viti hvað bezt upp þetta kvöld með því síðasta á óvenju fínlegum nótum. Nafnið fór því miður forgörðum í kynningu, en túlkunin bar vott um músíkalskan söngvara inn við beinið og furðuflinkan gítarista miðað við flesta vísnasöngvara. Gautaborgarkórinn sá um síðasta hluta kvöldsins með Bagge í for- söngshlutverki í fyrstu þremur, þ. á m. hinu vel kunna Vila vid denna kalla. Bagge átti einn heiðurinn af öðru lagi sem týndist í kynningu en tókst frábærlega vel, hvar eftir hann söng með kórnum lokaatriðið, kostu- lega vísu um eitilfjöruga 70 ára maddömu við funheitar undirtektir. Gaman var að þessari heimsókn og kærkomin tilbreyting að efni sem æ sjaldnar heyiist her um slóðir. Sænska kórnum tókst víða mjög vel upp, þrátt fyrir svolítið mistæka ten- óra sem vildi stundum fipast í hæð- inni og stöku sinni jaðra við að verða skrækir. Engu að síður var heildar- hljómurinn yfirleitt þéttur og sam- taka, og ljóst að stjórnandinn kunni vel til verka. Fyrir utan að kynna bráðskemmtilega, sem ekki er allra í dín'gentafaginu. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.