Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 27.04.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 39 javíkur úthlutað ríkis.jörðunum Kollafirði og Mógilsá Morgunblaðið/RAX ...... - ■ órgrunni. Á þessu svæði mun Skógræktarfélag Reykjavíkur nú hefja uppbyggingu útivistarsvæðis þar sem áhersla verður lögð á áframhaldandi skógrækt. ^ing á fj ölbreyttu »væði í Esjuhlíðum Hábunga Þverfell Kerhólakambur Þverfells horn / Geithóll Kistufell Kögunár- hóll [ollafjörðúr ESJUHLÍÐAR Nýtt svæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Suðurhlíðum Esju Morgunblaðið/Kristinn Þorvaldur S. Þorvaldsson, skipulagsstjöri Reykjavíkur, og Ólafur Sigurðsson, formaður Skógræktarfélagsins. göngufólk frekar inn í skóginn til að losna við næðinginn,“ segir Olafur. Skógræktarfélagið á Kjalamesi mun taka þátt í þessu starfi, og þeir Ólafur og Þorvaldur segjast vilja fá sem flesta til að taka þátt í verkefninu, sem styrk- ist þá fyrir vikið. „Allir sem eru til í taka þátt í að gera þetta að góðu útivistar- landi eru velkomnir," segir Þorvaldur. Esjan mun alltaf standa upp úr skóg- inum, en hún nær 900 metra hæð á meðan skógræktin fer lítið upp fyrir 200 metra. Ólafur segir að mikið verði hægt að byggja á starfi Mógilsármanna og eflaust verði tekið mið af því hversu vel hefur gengið hjá þeim í skógrækt- inni._ „Ég gæti vel ímyndað mér að val trjáa yrði fjölbreytt. Það þarf þó að leggja mikið upp úr birkinu okkar, það ilmar svo vel. Það þarf einnig að vera þéttur skógur einhversstaðar til að fólk geti upplifað það að fara inn í dimman greniskóg." Ólafm- telur líklegt að látið verði nægja að Ijúka við skipulagsvinnuna á þessu ári. Þó er áætlað að reyna að leyfa fólki að byrja aðeins, enda segir Ólafur að gaman væri að taka nýtt svæði í notkun á 50 ára afmæli Heið- merkur árið 2000. Þá yrðu væntanlega fengnir ráðamenn til að setja niður fyrstu trén, líkt og þegar borgarstjóra- trénu var plantað í Heiðmörk á sínum tíma. „Ennþá er þetta bara draumur hjá okkur. Við leggjum mikla áherslu á að öll forvinna sé vel unnin því þá er eftir- leikurinn auðveldur. Við ætlum að fara af stað eins skynsamlega og við höfum vit til og síðan verða þeir sem taka við að meta það hvort breyta þurfi ein- hverju, hvort önnur sjónarmið verði þá uppi varðandi skipulag." Hálf öld frá fyrstu gróður- setningunni í Heiðmörk Á þessu ári eru liðin 50 ár frá því að Skógræktarfélag Reykjavíkur hóf formlega umsjón með Heiðmörk. Fyrst í stað voru það meira eða minna land- nemarnir sem sáu um uppgræðsluna, en síðan tók félagið að koma meira inn í starfið til að halda utan um heildar- myndina. Síðan hefur gróðurinn vaxið þar saman í samfelldan skóg, þó að í fyrstu hafi ræktunin verið á spildum hér og þar. Ennþá starfa margir þeirra aðila af krafti við skógræktina í Heið- mörk sem byrjuðu þar fyrir fimmtíu ár- um, t.d. á Ferðafélag Islands þar afar fallega spildu. „Ætli þarna sé ekki fyrsti og stærsti útivistarskógur í heimi, eða svo segir Sigurður Blöndal. Það er stutt síðan menn bjuggu til þetta hugtak og hann veit ekki til þess að þetta hafi átt sér stað annars staðar, að menn hafi plant- að skógi sér til yndis og útivistar. Ekk- ert er nytjað þama, nema það sem til fellur af jólatrjám þegar slíkum teg- undum hefur verið plantað, sem síðan má grisja í jólatré. Ög það gerir þetta ennþá skemmtilegra, að geta farið á jólunum með fólki að höggva niður jóla- tré,“ segir Þorvaldur. Skógræktarfélagið hefur nýlega fengið til umráða þrjár jarðir austur í Mýrdal, tvær eyðijarðir og eina jörð sem er í byggð, en þar er stundaður svínabúskapur en ekki hefðbundinn landbúnaður. Þau lönd eru að því leyt- inu öðruvísi en þau sem eru í nágrenni borgarinnar, að þar fá menn að lág- marki einn hektara og mega byggja sér bústaði. Einnig hefur félagið lítið svæði á Reynivöllum í Kjós til umráða, sem er að verða fullplantað, en það var gert samkvæmt samningi við prestinn á staðnum og var hugsað sem jólatrjá- aspilda. Þá er ótalið verkefnið í Hvammsvík, þar sem búið er að vinna skipulag á stóru svæði fyrir skógrækt. Þessi seinni tíma verkefni eru öll minni en Heiðmörkin, en að sögn Ólafs hefur Heiðmörk átt allan hug félagsmanna þar til núna á síðustu 10-15 árum. „Framundir þann tíma var ekki nokkur leið að ná í jarðir. Þetta var eins og að biðja um gull. Við höfum ekki fjármagn til að kaupa jarðir og erum því alltaf að reyna að fá jarðir hjá rík- inu, eyðijarðir eða jarðir sem nýta má til skógræktar.“ ■* Skógrækt mikilvæg í nágrenni höfuðborgarinnar Skógræktarfélagið gerði á skírdag formlegan samning við Reykjavíkur- borg þess efnis að Skógræktarfélagið tæki að sér umsjón og rekstur útivist- ar- og friðlandsins Heiðmerkur ásamt þeim fasteignum og mannvirkjum sem þar eru í eigu borgarinnar sem tengjast rekstri svæðisins. I samningnum er m.a. kveðið á um að umsjónarmaður Heiðmerkur hafi fasta búsetu á Elliða- vatni og daglegt eftirlit með Rauðhóla- fólkvangnum skuli vera í höndum Skógræktarfélagsins eftir því sem við geti átt. Þorvaldur segir félagið líta mjög hýru auga til Grafningsins, en þar á Reykjavíkurborg orkujarðimar og borgaryfirvöld eru sífellt að huga að meiri jarðakaupum þar. „Við sjáum fyrir okkur spennandi framtíð í samvinnu við borgina, en Grafningurinn er mjög álitlegt svæði í mátulegri fjarlægð og skemmtilegt úti- vistarsvæði. Grafningurinn er að blása upp og það þarf átak til að snúa þeirri þróun við.“ Samstarfsverkefni skógræktarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu, „Græni trefillinn", er að sögn Þorvaldar einnig bæði spennandi og mikilvægt verkefni fyrir framtíðarþróun höfuðborgai’- svæðisins. „Við sjáum fyrir okkur nokkurskon- ar grænan trjágróðurtrefil umhverfis byggðina hér á höfuðborgarsvæðinu. Þeir útlendu ráðgjafar, sem nú eru að vinna að svæðisskipulagi fyrir höíúð- borgarsvæðið, líta á slíka uppgræðslu skógar sem meginforsendu fyrir því að hér verði samkeppnisfært þéttbýli fyr- ir ísland til framtíðar, ef tekið er mið af samkeppni um fólkið við erlendar borg- ir. Þeir eru búnir að sjá það sem er þýð- ingarmest, en það er að eiga svo sterkt borgarsamfélag héma á íslandi að það geti haldið í fólk, atgervisfólk til fram- tíðar, sem komi í veg fyrir að fólk flytji erlendis. Þeir líta á þetta sem mikið al^" vörumál." Græni trefillinn á, að sögn Þorvald- ar, eftir að sjá til þess að íbúar á höfuð- borgarsvæðinu losni við snjófjúk inn í byggðina, meira skjól myndist af skóg- inum og veðurfarið hreinlega breytist með tilkomu skógarins, auk þess sem hann leggi gmnn að sérstöku útivistar- svæði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.