Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.04.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 47 mestur yfirgaf kímnigáfan hana aldrei alveg. Eg þakka Nínu fyrir þær mörgu stundir sem ég fékk að hlæja með henni, nöfnin sem hún gaf mér, og vináttu sem ég var kannski aldrei manneskja til að axla sem skyldi. Braga og drengjunum hennar sem vemduðu hana og studdu sendi ég hlýjar kveðjur. María Kristjánsdóttir. Nína Björk Árnadóttir, skáldkona og leikari, lifði einhvers staðar mitt á milli alvöm og leiks. Hvort var hvað vissi maður ekki alltaf vegna þess valds sem hún hafði á leiknum. Og vegna þess valds sem hún hafði á húmor og orðum. En aldrei var hún ósnertanleg, Nína var áþreifanleg og augu hennar einsog hvíla enn á manni og fallegu hendumar hennar em rólegir vængir í minningunni. Fyrir mánuði síðan las Nína upp fyrir okkur úr bókinni sem hún var með í smíðum. Það er ekki víst að okkur verði trúað ef við notum orðið galdur fyrir upplifunina á skáld- skapnum hennar en galdur var það nú samt, að hlusta á textann hennar lesinn af henni sjálfri. Til stóð að halda framhaldsupplestur, því hún var búin að skrifa meira, þegar við allar væmm lausar við kvefpestim- ar. Þrjár skáldkonur í hvítum bqóstahöldum sitja í kringum lágt hringborð. Með bók við hönd. Maður klæddur sjóræningjapeysu kemur inn um dymar úrsnjórokiogsest við borð kvennanna. Klæðir sig úr peysunni Þegar hann snertir einaþeirra eruþærallardánar. OgUfna ekldvið. Þó þær bíði eftir kossum hans. Þástendurhannupp, tekur hina snertu í fang sitt og heldur á henni út Gegnumtrekkurinn þegar dymar opnast og lokast flettir síðum bókanna þriggja. Nína Björk, við söknum þín og hlökkum til næsta lesturs. Kristín Ómarsdóttir og Vigdís Grímsdóttir. Kynni okkar af Nínu Björk vom ekki af leiðandi rithöfundum sinnar kynslóðar á íslandi, heldur sem móður Ara Gísla, besta vinar okkar. Það var heldur ekki svipfagur og sterkur yfirbragur hennar sem við minnumst nú, heldur sá hlýleiki sem hún bar í innra bijósti. En eins og bókaunnendur, útvarpshlustendur og sjónvarpsáhorfendur, nutum við hins vegar frásagnargleði og kímni hennar. Ólíkt þeim hins vegar, feng- um við Nínu Björk beint í æð; í mið- nætur-ísnum á aðfangadagskvöld eða öðmm samvemstundum á Sól- vallagötunni. Það var ekki bara frá- sögnin sem var fyrsta flokks, fram- sögn Nínu Bjarkar var einning frábær. Við vinir Ara Gísla leituðum eitt sinn leiðsagnar Nínu Bjarkar til að bæta framsögn og framburð. Lítil æfing, sem hún hafði látið leiklistar- nemendum í té, var ljóðræn í ein- faldleika sínum, en samt áhrifamikil. Það var því leiðinlegt að Nína Björk náði ekki að kenna sonardóttur sinni lestur og framsögn. Ragnheiður Björk mun þó seint gleyma sögun- um sem amman sagði. Eins og fólk flest naut Nína Björk ekki alltaf sólar í lífi sínu. Útgeislun hennar var hins vegar sterk. Við söknum þeirrar hlýju sem Nína Björk sýndi okkur. Missir hennar er mikill fyrir fjölskylduna. Við send- um Ara Gísla og bræðmm, Braga, Ragnheiði Björk og Sirrý innilegar samúðarkveðjur. Bjöm Krisfjánsson. Sumt fólk hefur svo mikla pers- ónutöfra að fyrstu kynni við það líða manni ekki úr minni. Nína Björk Árnadóttir var slík kona en ég man enn vel fyrsta fund okkar þótt liðin séu næstum tuttugu ár. Þá vora hjónin Nína Björk og Bragi Krist- jónsson ásamt þremur mannvænleg- um sonum nýflutt vestur yfir Læk, nánar tiltekið í myndarlegt einbýlis- hús við Sólvallagötu 30. Við Ari Gísli, sonur Nínu Bjarkar, kynnt- umst þegar við sátum saman í rit- nefnd Hagaskóla og nefndarfundim- ir vom að sjálfsögðu haldnir í kjallaranum á Sólvallagötu 30. Þeg- ar við höfðum sest niður kom Nína Björk færandi hendi með mjólk og snúða sem var þegið með þökkum. Hlýlega spurði hún okkur um blaðið og efnistök þess. Ritnefndin var sjálfsprottin og sjálfsagt einhver uppreisnarandi gagnvart ríkjandi hefðum í félagslífi og skipulagi skól- ans. Nína vildi fá að heyra allt um það og síðan hló hún dátt að ungu ritvillingunum. Róttækni var henni að skapi. Kjallarinn á Sólvallagötunni varð brátt samastaður skólapilta og ung- skálda, sem vildu kynnast lífinu og það fljótt. Aðsóknin var stundum svo mikil að frú Nínu fannst kjallarinn líkastur umferðarmiðstöð. Tók hún þá í taumana og las okkur pistilinn; sagði að námið yrði að vera í önd- vegi, skáldskapur og skemmtan gætu komið síðar. Unglingsárin em vissulega erfiður tími í lífi margra enda hrifnæm og viðkvæm í senn. Nína hafði ríkan skilning á basli okkar félaganna á þessum árum og skildi „unglingavandamálin“ betur en margir aðrir. Um leið og við kynntumst Ara Gísla urðu þau hjón- in einnig vinir okkar. Fjölskyldan á Sólvallagötu 30 var engin venjuleg vísitölufjölskylda og hafði á sér ótal spennandi hliðar í hugum okkar félaganna. Húsmóðir- in var skáld en húsbóndinn rak fom- bókaverslun og sendiráð og ók stundum um á virðulegum sendi- ráðsbíl. Á heimilinu vom auk þess kettir að ógleymdum snillingshund- inum Sókratesi. Fombókaverslun fjölskyldunnar var órjúfanlegur hluti heimilisins og heill ævintýra- heimur út af fyrir sig í hugum pilta sem vita fátt skemmtilegra en að grafla og grúska. Heimilisbragurinn á Sólvallagötu 30 var um margt ólíkur því sem við vinirnir áttum að venjast. Jafnvel jólahaldið var öðmvísi. Heimilisfólk- ið fór í miðnæturmessu í Landakots- kirkju og hápunkturinn var síðar um jólanóttina þegar vinum og vanda- mönnum var boðið í ísveislu á Sól- vallagötuna. Mér þótti ómaksins vert að laumast að heiman eftir mið- nætti niður á Sólvallagötu þar sem Nína bar á borð sinn heimalagaða ís, besta ís sem ég hef bragðað. Sjálf fóra hjónin á kostum og skemmtu okkur með sögum af sjálfum sér og öðmm. Þar var ekki komið að tóm- umkofunum því Nína virtist þekkja allt skrýtnasta og skemmtilegasta fólkið, frá rónum til ráðherra og allt þar á milli. Og Nína hafði þann fá- gæta hæfileika að geta sífellt komið á óvart með líflegum frásögnum og hnyttnum tilsvöram. Nína Björk vann yfirleitt heima en ferðaðist víða til að sækja sér inn- blástur eða fá næði til skrifta. Var ekki laust við að ungar sálir, sem fylgdust með henni, sæju skálda- starfið í hillingum. Reyndar var engu líkara en þessi ritgleði smitaði út frá sér því um tíma gátum við vin- irnir talið upp a.m.k. þrjár kaþólskar skáldkonur við Sólvallagötuna. Ferðalögum sínum lýsti Nína Björk gjarnan fyrir okkur félögun- um af mikilli innlifun þegar heim kom. Við hlýddum hugfangnir á og gilti þá einu hvort hún hefði verið vikum saman í dönsku klaustri í full- kominni kyrrð eða á rithöfundaþingi í Indlandi þar sem hitinn var þrúg- andi og mannmergðin yfirþyrmandi. Nína Björk var þó ekki einungis komin alla leið til Indlands til að sitja á rithöfundaþingi eða láta dekra við sig í fínum forsetaveislum. Þegar færi gafst, stalst hún út af þinginu og fór um fátækrahverfi Nýju Delhí til að sjá kjör alþýðunn- ar með eigin augum. Þessi skoðun- arferð hafði djúp áhrif á Nínu og örbirgðin var svo mikil að það lá við að henni féllust hendur. Nína Björk var afar viðkvæm og tók bágindi annarra afskaplega nærri sér eins og fram kemur í ritverkum hennar. Þegar vel lá á Nínu var gaman að spjalla við hana um hvað sem. er enda lét hún sér fátt mannlegt óvið- komandi. Hún hafði róttækar stjóm- málaskoðanir og vildi af heilum hug bæta kjör hinna verst stöddu. Hún hafði dálæti á tilfinningaríkum hug- sjónamönnum, hvort sem þá var að finna á meðal rithöfunda eða stjóm- málamanna. Eitt sinn sagði hún mér frá chileska rithöfundinum Pablo Neruda, útlaganum sem gerði allan heiminn að heimkynnum sínum. Vera má að Nína hafi fundið ákveðna samsvömn með honum þar sem henni fannst hún stundum vera útlagi á meðal manna, ferðaðist víða og ljóð hennar höfðuðu til margra enda þýdd á mörg tungumál. Langvarandi veikindi Nínu Bjark- ar tóku vissulega sinn toll og settu mark sitt á hana og fjölskylduna. Margir undmðust þó þann kraft, sem ætíð bjó í Nínu, og mikil afköst þrátt fyrir veikindin. Hún sótti mik- inn styrk í trúna og það hjálpaði henni mikið þegar andbyrinn var sem mestur. Eftirsjá er í hverjum þeim sam- ferðamanni sem heltist úr lestinni að „líkstaða tjaldstað", sérstaklega þegar bjartar og góðar minningar um hina látnu koma upp í hugann á skilnaðarstundu. Mestur er þó miss- ir fjölskyldunnar sem engum duldist að var helsti fjársjóður Nínu. Hún var stolt af sonunum þremur, Ara Gísla, Valgarði og Ragnari ísleifi, og ömmubamið, Ragnheiður Björk, var augasteinninn hennar síðustu árin. Ég tel mig ríkari eftir að hafa kynnst Nínu Björk og vil að endingu fyrir hönd okkar félaganna senda fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Kjartan Magnússon. Það var á Mokkaáranum þegar Mokkakaffi var miðja heimsins þar sem málin vom reifuð og rædd utan og ofan við bardús smáborgaranna, sem vom í heldur litlu áliti, að lítið fiðrildi með eldrautt hár tók að flögra um staðinn. Og dag einn þar- sem ég sat við gluggann á daglegu tali við lífsreynda fastamenn staðar- ins, þá Kristin Pétursson listmálara, Angantý son Guðmundar skóla- skálds og Þorvarð í Kron, að fiðrildið settist hjá okkur og bauð okkur fyrstu bók sína. Ung ljóð heitir hún og ber réttnefni, þetta em ung við- kvæm ljóð og dálítið brothætt einsog höfundurinn. Ég man ekki betur en við tækjum allir við bókinni. Hvað við borguðum fyrir hana, ef eitthvað var, man ég ekki, enda skipti ungt skáld meira máli en allir peningar heimsins. Við Nína Björk ræddum stundum saman á Mokka og víðar, ekki síst um frænda hennar Stefán frá Hvíta- dal, sem hún mat mikils. Ég lærði Ijóð hans í æsku og ásamt Jónasi Hallgrímssyni var Stefán mér kær- astur skálda. Ég söng Ijóð hans „Erla góða Erla ég á að vagga þér/ svíf þú inn í svefninn vð söng frá vör- um mér“. Ein af leiksystmm mínum hét Erla. Ég kynntist raunar tveim- ur sonum Stefáns, þeim Jóni prent- ara í Hólaprenti, fínlegum manni og þægilegum, og bróður hans Marteini sem stundum kom á Mokka. Hann var stærri og grófgerðari, hafði lært múrverk minnir mig og verið á sjó. Hann var þungur nokkuð en skýr og framlegur í hugsun. Það komu fleiri á Mokka. Prúðastir allra vom verð- andi uppreisnarmenn synir Guð- mundar rammaskalla, Eyjólfur frændi þeirra og Hreinn frá Bæ í Dölum. Meistarar þeirra Hringur Jóhannesson og Jón Gunnar með listrænan sjarma og oftast umvafðir kvenfólki. Einnig sáust heimsmenn einsog Dieter Roth og Sverrir Har- aldsson, Jón Engilberts og Kvarans- ystur og Róska. Ari Jósefsson fór einsog stormur um stíg og sal, hafði aðeins gefið út æskuljóð sín þegar hann dmkknaði. Þorsteinn frá Hamri varfærinn og traustur. Dag- ur Sigurðarson einhver stórstígasti maður sem þetta land hefur alið, jafnan bjartur með yfirlýsingar eins og Sólin elskar mig, áttu ekki fyrir kaffi Nonni? Og verðandi allsherjar- goði frá Draghálsi með gömlu bændamenninguna í skegginu. Stundum kom Alfreð Flóki í laus- beisluðum frakka og reyndi að gera t Eiginmaður minn, GUNNAR VALDIMARSSON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 16. apríl. Útförin hefur farið fram. Anný Ólafsdóttír. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, RÚTUR EYJÓLFSSON leigubifreiðastjóri, Logafold 21, lést á heimili sínu á skírdag. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti hjúkrunarþjónustu Karitas njóta þess, sími 551 5606. Bryndís Gunnarsdóttir, Rósa Rútsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN GUÐMUNDSSON rafverktaki, Ránargrund 3, Garðabæ, lést á Landsþítala Fossvogi 19. apríl sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 27. apríl, kl. 10.30 Steinunn Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Stella Gróa Óskarsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Elísa Steingrímsdóttir, Sigurjón Sigurjónsson, Eva Yngvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVERRIR BJÖRNSSON frá Viðvík, sem lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudag- inn 23. apríl, verður jarðsunginn frá Sauðár- krókskirkju föstudaginn 28. apríl kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Sjúkrahús Skagfirðinga njóta þess. Sigríður Hjálmarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum fyrir þá virðingu sem móður okkar, HÓLMFRÍÐI BERGÞÓRSDÓTTUR, Ásgarði 125, Reykjavík, var sýnd við andlát og útför. Þökkum ykkur góða fólk á 4. hæð, Sólvangi, Hafnarfirði, fyrir allt. Elín Þorsteinsdóttir, Erla Jóna Þorsteinsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir Lockwood og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför EINARS EINARSSONAR, Laugardælum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Klara Guðbrandsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Birna Borg Sigurgeirsdóttir, Katrín Einarsdóttir, Geir Jónsson, Einar Smári Einarsson, Ægir Einarsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Sigurður Einarsson, Gíslína Jensdóttir, Sverrir Einarsson, Sigrún Helga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.