Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 49

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 49 MINNINGAR * INGÞÓR LÝÐSSON tlngþór Lýðsson fæddist á Akra- nesi hinn 23. mars 1963. Hann lést á heimili sínu, Vallar- braut 1, hinn 15. apríl síðast- liðinn. Hann var son- ur hjðnanna Vigdís- ar Matthiasdóttur, f. 5.11. 1930, og Lýðs Sigmundssonar, f. 17.4 1911, d. 1994. titför Ingþórs fór fram frá Akranes- kirkju miðvikudag- inn 26. aprfl. Nú kveðjum við elskulegan bróður okkar og mág, Ingþór Lýðsson. Hann var næstyngstur sex systkina en áður höfðum við þurft að sjá á bak yngsta bróðumum, Grétari, sem lést af slysforum 1993. Ingþór ólst upp við Vesturgötuna og var fjaran og Krókalónið aðalleik- svæðið og oft komu litlir gaurar koll- votir úr þeim leiðöngrum. Einnig var skroppið niður í Fiskiver og inn á Kamp í vinnuna til pabba og mömmu og litlar hendur reyndu að hjálpa til við síldarsöltun og fleira. Að loknu skyldunámi tók þátttak- an í atvinnulífmu við. Sjómennska heima og heiman og margháttuð störf í landi, þó einkum við múrverk seinni árin. Hann var mikill tónlistar- unnandi og fór í Tónlistarskóla Akra- ness. Seinna átti gítarinn eftir að stytta honum stundimar í veikindum hans, svo og lestur góðra bóka. Gítar- inn og bækumar vom sjaldan langt undan þegar hann var annars vegar. Ingþór var innan við fermingu þegar hann fór að kenna þeirra veik- inda er jafnt og þétt settu mark sitt á hann og hömluðu þátttöku hans í at- vinnulífmu. Hann þurfti að ganga í gegnum margar og erfiðar nýmaað- gerðir vegna meðfædds nýmasjúk- dóms en var þó alltaf vongóður um að nýjar aðferðir og þróun í lækningum gætu hjálpað honum til betra lífs. Núna síðustu vikurnar beið hann bjartsýnn enn einnar aðgerðar og öll hans framtíðaráform miðuðust við að hún tækist vel. Að gefast upp var ekki til í hans orðabók og vafalaust hefur líðanin oft verið mikið verri en okkur gat gmnað. Þar var ekki kvartað að ástæðulausu. Líklega þess vegna kom það eins og reiðar- slag yfir okkur þegar hann lést snögglega að kvöldi laugardagsins 15. apríl sl. Nú er þínum erfiðleikum lokið, vin- urinn. Megi Guð blessa vegferð þína. Núleggégaugunaftui1, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Systkini og makar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvfl- ast leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mina, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfðuð mitt með olíu; bik- ar minn er barmafullur, Já gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi. (23. Davíðssálmur.) Jæja Ingi minn, þá ert þú kominn í hús Drottins. Ég veit að þeir sem elska þig þar hafa tekið á móti þér. Það er skrýtið að vera að skrifa kveðjuorð til þín og erfitt að trúa því að þú sért ekki lengur á ferðinni hérna á Jörðinni. Ég skil t.d. ekki að þú munir ekki hringja aftur eða koma og fá kaffi og ég get ekki áttað mig á því að þú verðir ekki hjá mér á næstu áramótum. En tíminn er vissulega afstæður og ég er reyndar alveg sannfærð um það að við hittumst aftur, þó ég viti ekki hvenær og ekki hvar. Það er nefni- lega eins og ég hafi upplifað þetta fyrr. Ég man nefnilega alveg þegar við hittumst aft- ur eftir síðasta langa aðskilnað. Það var snemma árs 1994. Ég hafði farið með vinkonu minni eitthvað að skoða næturlífið og við sett- umst inná eitt öldurhúsið þar sem var verið að spila og syngja, og þar varst þú. Ég þekkti þig strax aftur. Mér fannst það skrýtið að hafa ekki rekist á þig fýrr því að við höfðum þá deilt jarðvist í 28 ár og áttum þar að auki ýmsa sameiginlega kunningja. Við áttum margar góðar stundir saman. Eitt af því fyrsta sem við gerðum saman var að fara i ferðalag á heimaslóðir Grettis Ásmundarson- ar. Þar áttum við nokkra góða daga og þetta ferðalag lagði sterkan grunn að okkar kynnum. Þar hitti ég fyrst þann skugga sem hafði fylgt þér lengst, sjúkdóminn sem þú fékkst í vöggugjöf. Líkt og Glámur fylgdi Gretti hvert fótmál, setti þessi skuggi mark sitt á allt þitt líf og lífsviðhorf. í nokkra mánuði hringdumst við á daglega og hittumst um helgar, þetta voru góðir dagar. Ég elskaði þig. Seinna fékk ég að deila daglegu lífi með þér. Borða með þér kvöldmat og vaska upp með þér. Hlæja með þér og þegja með þér, njóta nærveru þinnar sem var svo góð. Fyrir allt þetta er ég svo þakklát núna. Ingi. Það var ekki líkt þér að gráta. Lífið fór ekkert sérlega vel með þig, en þú gafst aldrei upp. Ég hef grátið þessa síðustu daga. Eg er strax byijuð að sakna þín. Það voru hlutir sem við höfðum ráðgert að gera saman, en þeir munu bíða þangað til við hitt- umst aftur. Veistu að ég bíð þín ogvakihérogbíóþín bakviðgrænarrúður ogryðbrunnarskrár, bakviðbrúnarheiðar, bakvið dagogár? (SnorriHjartarson.) Elsku Ingi. Ég bið Guð og Jesú að leiða þig í ljósið. Ég veit að þú hefur fundið friðinn sem þú þráðir og bjart- ar hugsanir þeirra sem elska þig fylgja þér. Ég bið Guð að styrkja og hugga Vigdísi móður þína sem hefur misst svo mikið, og systkini þín og fjölskyldur þeirra. Takk fyrir samveruna, Laufey. Nú héðan á burt í friði eg fer, ó, faðir, að vilja þínum, í hug er mér rótt og hjartað er af harminum læknað sínum. Sem hézt þú mér, Drottinn, hægan blund ég hlýt nú í dauða mínum. (Lúther.) Hann Ingi er dáinn - þannig hljóð- aði sú frétt sem mér barst á sunnu- dagsmorgni, þann 16. apríl sl., að systursonur minn, Ingþór Lýðsson, væri látinn. Mig setti hljóða og dofi fór um mig alla. Við slíkar fréttir brjótast fram ótal spumingar. Hvers vegna hann? Var ekkert hægt að gera? Hver er tilgangurinn þegar ungur maður á besta aldri, aðeins 37 ára gamall, er kallaður burt? En eng- in svör fást við þessum spurningum. Ingi átti lengi við erfiðan sjúkdóm að stríða sem rénaði annað slagið en tók r 3lómobúðin > öa^ðsKom l v/ FossvogsUirkjwgarð j V Sími, 554 0500 y sig svo upp aftur og aftur án þess að nokkuð væri hægt að gera nema deyfa sárustu kvalimar. í öllum þessum læknavísindum nú til dags fundust engin ráð eða lækning. Ingi var ekki þannig gerður að hann talaði mikið um veikindi sín, né lét heldur á því bera að hann væri sárþjáður og alltaf leið honum ágæt- lega þegar ég talaði við hann í síma. Ég minnist Inga sem kraftmikils og skemmtilegs barns sem kom mér oft til að brosa þegar við hittumst. Þá kom fyrir að hann sagði mér frá ein- hverju sem hann hafði gert og enginn mátti vita. Það var leyndarmál okkar á milli og er enn. Þá var hann svo full- orðinslegur í sér að ég mátti passa mig að fara ekki að hlæja. Kynni okk- ar Inga vora ekld mikil eftir að hann varð fullorðinn. Ég flutti út á land og kom æ sjaldnar í heimsókn, en ég mun ávaOt minnast þessa góða drengs. Elsku Ingi, með þessum línum vil ég kveðja þig. Núna era allar þínar þrautir á enda. Megi Guð leiða þig um ókunna heima. Hvíl þú í friði. Ó, JESÚS,séuorðinþín andláts síðasta huggun mín, Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (Hallgr. Pét) Elsku Dísa, systkini og fjölskyld- ur. Mikill og sár er missir ykkar, en minningin um góðan dreng lifir áfram í huga okkar allra. Guð blessi ykkur öll. Sigríður. þér. Mér finnst svo skrítið að ég á ekki eftir að hitta þig eða ræða við þig meir og ég skil það ekki enn fylli- lega. Þegar ég var við kistulagning- una og horfði á þig langaði mig svo að taka þig með mér, því mér finnst svo erfitt að trúa þvi að Ingi frændi sé farinn og komi ekki aftur. Mér finnst það svo sárt að svo góður maður eins og þú, ungur og hæfileikaríkur, skuli vera tekinn í burtu svo skyndilega, en ég verð að sætta mig við það eins og allir aðrir. Mér verður hugsað til ár- anna á Akranesi þar sem við ólumst upp saman. Þar var margt brallað, bæði þar sem við áttum heima saman á Vest- urgötunni og eins seinna á Suðurgöt- unni, þar sem ég bjó og við eyddum svo mörgum stundum saman. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi ekki verið nein lognmolla í kring- um okkur. Það var alltaf gaman að vera meðþér og höfðum við alltaf nóg að gera. Eg minnist þín sem brosandi glaðs stráks sem gott var að vera ná- lægt. Eins minnist ég þess að ég gat ávallt treyst þér, því þú varst traust- ur og góður vinur. Það var ætíð þann- ig, þrátt fyrir að okkar samskipti minnkuðu talsvert eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Þú varst og verður ávallt sérstakur í mínum huga. Kannski vegna þess að það voru ákveðnir hlutir sem við áttum sam- eiginlega án þess að ég ætli að tíunda þá, en mér þótti óskaplega mikið vænt um þig og það vissir þú, því ég hafði oft sagt þér það. Ég veit að þér þótti mjög vænt um mig líka. Ég man hvað mér þótti gaman að því þegar þú sendir mér mynd af sjálfum þér og á henni stóð: „Élsku frændi, þú veist að mér þykir alltaf vænt um þig.“ - Ég mun ætíð geyma þessa mynfí^ því fyrir mér er hún mjög dýrmæt, eins og þú varst ætíð og verður. Ég man eftir því þegar þú varst á Borg- arspítalanum, þar sem þú varst oft lagður inn vegna veikinda, og ég dá- ist að þér fyrir það að þótt þú værir sárkvalinn kvartaðirðu ekki mikið og varst alltaf glaður og bjartsýnn. Finnst mér það sýna þann styrk sem þú áttir. Þú munt ávallt búa í huga mér og hjarta, elsku vinur minn og frændi. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég trúi því að þar sem þú ert núna líði þér miklu betur en þér gerði þeg- ar þú varst með okkur hér á jörð. Eins trúi ég því að seinna eigum við eftir að hittast og þá getum við rifjað upp gamlar stundir. En þangað til, elsku Ingþór minn, bið ég þér Guðs blessunar. Hvíl í friði, minn vinur og frændi. Elsku Dísa, Inga, Hanna, Simmi og aðrir aðstandendur. Ykkur sendi ég samúðarkveðjur og bið ég Guð að vera með ykkur, styrkja og blessa. Mig langar að enda þetta með bæn sem mér þykir vænt um. Guð gefðu mér æðruleysi tíl að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark tíl að breyta því sem ég get breytt ogvittilaðgreinaþarámilli. ^ Vilhjálmur Matthíasson og synir. Elsku Ingþór minn. Mig setti hljóða þegar hringt var í mig og mér sagt að þú hefðir verið að kveðja þetta líf. Þú varst allt of ungur til að fara. Þó að þú hafir lengi verið veikur hélt ég alltaf að þú fengir bata og ættir eftir mörg góð ár. Elsku frændi minn, ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Ég veit að það hefur ver- ið tekið vel á móti þér af pabba þínum og Grétari bróður þínum og öðram ættingjum. Ingþóri er ég búin að fylgjast með frá fæðingu. Hann var yndislegt barn og unglingur, svolítill prakkari. Þeir fundu upp á ýmsu, sonur minn og hann, ásamt öðrum strákum á Skaganum. Oft var það rifjað upp þegar við hittumst, við höfðum ýmislegt að tala um þegar ég heimsótti hann á spítalann eða ann- ars staðar. Síðan um 15 ára aldur hef- ur hann átt við mikil veikindi að stríða og tók því með æðraleysi og hélt sínu góða skapi allan tímann. Ég kveð þig, frændi. Góður Guð fylgi þér. Dísu systur, Ingu, Hönnu, Simma, Eddu og öðrum ættingjum votta ég samúð. Megi Guð vera með ykkur og veita allan þann styrk sem þið þurfið á að halda í sorg ykkar. Ég sendi þér kæra kveðju, núkominerlífsins nótt. þig umveíji blessun og bænir, égbið aðþúsofirróti Þó svíði sorg mitt þjarta, þásælteraðvitaafþví þú laus ert úr veikinda viðjum, þínveröld erbjörtáný. (Þórunn Sig.) Þín frænka, Þuríður. Elsku Ingi minn, nú hefur þú kvatt þetta líf og ert farinn á vit nýrra æv- intýra. Ég trúi því að þar sem þú ert nú líði þér vel og það áttu sannarlega skilið. Þú áttir erfitt líf oft og tíðum og kannski sérstaklega síðustu árin sem þú lifðir. Ég á eftir að sakna þín rpjög mikið og mér finnst mjög sárt að sjá á eftir eins góðum dreng og Legsteinar í Lundi SÚLSTEtNAR við Nýbýlaveg, Kðpavogl Sími 564 4566 KATRÍN ÞORLÁKSDÓTTIR + Katrín Þorláks- ddttir fæddist 9. ágúst 1936. Hún lést á gjörgæsludeild Landspftalans í Foss- vogi 26. mars sfðast- liðinn og fór útfor hennar fram frá Frfkirkjunni í Hafn- arfirði 5. aprfl. Elsku mamma, nú ertu farin, svona alltof fljótt. En við vitum að þér líður vel núna þar sem þú ert. Þú varst búin að vera svo mikið veik. Þú varst besta mamma í heimi, svo frábær hlustandi. Við gátum alltof komið með okkar vandamál til þín og þú gast alltaf leyst þau á þinn sérstaka hátt. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, þú varst alltaf tilbúin til þess. Þú varst mikið náttúrubarn, hafðir gaman af því að ferðast. Þú elskaðir bækur, fallega tónlist og varst mikið í félagslífinu. Þú varst mörg ár í Leikfélagi Hafnarfjarðar og í Kvennalistanum. Þú og pabbi hófuð búskap fyirr austan, í Miðkrika, þegar við voram 2 ára. Þú vannst myrkranna á milli í fjósinu, sinntir heimilinu og hugsaðir um okkur. Ég man þegar þú sagðir við okkur að þú elskaðir allar beljurnar þínar og mundir öll nöfnin á þeim. í sveitinni byrjaði bakið á þér að kalka, en þú gafst aldrei upp. En við bjuggum ekki lengi í Miðkrika. Við fluttum til Keflavíkur og svo til Sandgerðis. Þegar við urðum 6 ára skildu leiðir hjá þér og pabba^ En þið hélduð alltaf góðu vináttusambandi. Pabbi hringdi oft í þig ef hann var í vandræð- um og þú gast alltaf leyst úr þeim. Pabbi hefur misst mikið, góða vinkonu. Við fluttum í Hafnarfjörð- inn, þú varst orðin ein- stæð móðir með okkur tvær. Og það var ekk- ert auðvelt, þú vannst mikið. En þú stóðst þig alltaf vel í uppeldinu á okkur, þú lést okkur ganga fyrir, svo okkur liði sem best. Þegar þú gafst okkur jóla- gjafir þá dreifðir þú gjöfinni í 3 pakka svo þeir urðu fleiri. Svo eftií1 að María Dís, barnabarn þitt, fædd- ist ’91, þá hélstu þessu áfram. María Dís á eftir að sakna þess þessi jól. Hún var alltaf svo glöð með allar gjafirnar sem þú gafst henni. María Dís var sólargeisli í lifi ömmu sinn- ar, þær vora mjög nánar. Henni fannst Ijúft að skríða upp í fangið á ömmu sinni. Hún sagði alltaf að hún væri svo mjúk. María Dís hefur misst mikið, okkar ástkæra mamma, þú varst sterkur persónu- leiki, barst höfuðið hátt og áttir auð- velt með að hafa samskipti við fólk, varst hrein og bein. Við munum allt- af sakna þín mikið og varðveitum minningarnar um þig. Þínar dætur og þitt barnabarn, * María, Ólöf og María Dís. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir |i Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 it Sverrir Olseti útfararstjóri. Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Simi 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Baldur Bóbó iFrederiksen útfararstjóri. sími 895 9199

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.