Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 50

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Steinunn Hall fæddist í Reykja- vík 10. ágúst 1909. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. apríl sfðast- liðinn. Foreldrar liennar voru hjónin Herdís Jónsdóttir frá Skipholti í Hruna- mannahreppi, f. 1884, d. 1963, og Sig- urður Oddsson, skip- stjóri og hafnsögu- maður í Reykjavík, frá Pétursey í Dyr- hólahreppi, f. 1874, d. 1942. Steinunn var elst átta barnaþeirra hjóna: 2) Jón, f. 1910, maki Astríður Jónsdóttir, f. 1903, d. 2000. 3) Elfn Valgerður, f. 1912, d. 1946, maki Axel Bisp, f. 1902, d. 1945. 4) Oddur, f. 1914, d. 1995, maki Guðfinna Súsanna Björns- dóttir, f. 1912, d. 1995. 5) Þórleif, f. 1916, maki Hjörtur Jónsson, f. 1910. 6) Sveinbjörn, f. 1919, maki Helga Kristinsdóttir, f. 1923. 7) Málfríður Andrea, f. 1923, maki Hörður Þorgilsson, f. 1923. 8) Sig- ríður Herdís, f. 1926, maki Sveinn Finnsson, f. 1920, d. 1993. Steinunn giftist 29. október 1933 Gunnari Hall, framkvæmda- stjóra og bókasafnara, f. 31. ágúst 1909, d. 12. apríl 1970. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Hall, bakara- meistari f Reykjavík, f. 1886, d. 1918, og kona hans Kristín Jósefs- dóttir Hall, f. 1891, d. 1918. Börn þeirra eru: 1) Hannes, f. 1935, maki María Björk Skag- fjörö, f. 1944. Barn hennar Jón Ingi. Dætur Hannesar og Huldu Ólafsdóttur eru: Ragn- heiður og Steinunn. 2) Herdis, f. 1939, maki Ingi Ú. Magnússon, f. 1921. Barn þeirra Magnús Krist- inn. Börn Herdísar og Gunnars Geirs Leóssonar, f. 1936, d. 1965: Steinunn, Jenný Sandra og Gunnar Leó. Barnabörn eru níu. 3) Sigurð- ur, f. 1945, sambýliskona hans er Elísabet Gígja, f. 1944. Böm henn- ar: Svanur og Hjalti Rúnar. Börn Sigurðar og Eddu Magnúsdóttur: Gunnar, Svanhildur og Steinunn. Barnaböm eru þrjú. 4) Kristján, f. 1946, maki Elsa Hall, f. 1949. Börn þeirra: Axel, Gunnar, Hannes og Elísabet. 5) Ragnar Halldór, f. 1948, maki Guðríður Gísladóttir, f. 1949. Börn þeirra: Gísli Guðni og Steindór Ingi. 6) Steindór, f. 1950. Synir hans og Láru Ingimarsdótt- ur eru Már og Ingimar. Fóstur- dóttir Steindórs, dóttir Lám, er Guðrún Eva. 7) Gunnar Hjörtur, f. 1951, maki Sigurveig Alfreðsdótt- ir, f. 1951. Börn þeirra: Ásta Her- dís, Alfreð og Gunnsteinn. Steinunn lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla íslands 1928. Eftir það vann hún um hríð á skrifstofu Hf. Eimskipafélags Islands. Hún og vinkona hennar, Halldóra Björnsdóttir, stofnuðu fyrirtækið Nærfataverksmiðjan Lilla hf. á fjórða áratugnum. Eftir fráfall Halldóru tók Steinunn alfarið við rekstri fyrirtækisins og rak það allt til ársins 1983, er starfseminni var hætt. Heimili Steinunnar og Gunnars var að Víðimel 64 í Reykjavík. Eft- ir fráfall Gunnars bjó Steinunn þar áfram, en rekstur fyrirtækis henn- ar var í sama húsi. Árið 1987 flutti hún sig um set í Vesturbænum og festi kaup á ibúð á Vesturgötu 52 og bjó þar fram á síðasta haust, er hún fór hún á Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund. Utför Steinunnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. STEINUNN HALL í dag er kvödd og borin til grafar tengdamóðir mín, Steinunn Hall, sem lést á Landspítala, Fossvogi, 17. apríl s.l. og langar mig að þakka henni dýrmæt kynni. Kynni okkar hófust með samdrætti dóttur hennar og mín fyrir rúmum 30 árum. Eg minnist hennar sem stórbrot- innar konu, kraftmikillar og sterkrar til hinsta dags. Dagsverk hennar var umfangs- ^mikið sem hún leysti með mestu prýði. Ung kvæntist hún Gunnari Hall, sem lést fyrir 30 árum og eign- uðust þau 7 böm. Samhliða heimilis- rekstri rak hún nærfataverksmiðj- una Lillu sem hún stofnaði með Halldóru Bjömsdóttur, vinkonu sinni, þá aðeins tæplega þrítug að aldri, og starfrækt var í kjallara hússins að Víðimel 64, þar til hún hætti, rúmlega sjötug. Umsvif hennar voru mikil á þess- um tíma með fjölda stúlkna í vinnu í verksmiðjunni. Steinunn var vel þekkt í iðninni og dugnaður og elja einkenndu verk hennar og em ófáir þeir sem nutu krafta hennar. Þar kom að aldurinn færðist yfir, hún hætti rekstri og flutti í hentugra húsnæði að Vesturgötu 52, þar sem hún var í góðum félagsskap ná- granna sem hún mat mikils. Steinunn var mjög glæsileg kona sem átti auðvelt með að umgangast aðra og átti marga vini. Hennar mesta ánægja var að taka í spil, vera innan um fólk og var hinn mesti gleðigjafi. Fyrir nokkmm ámm fór heilsan að gefa sig og var hún farín að þrá hvíldina. Þá saknaði hún einnig vin- anna sem farnir vom á undan. Far þú í friði og blessuð sé minn- ing þín. Ingi Ú. Magnússon Mig langar að kveðja tengdamóð- ur mína og heiðurskonuna Steinunni Hall með örfáum orðum. Kynni okkar hófust fyrir 27 áram, þegar ég og yngsti sonur hennar, Gunnar, felldum hugi saman og ég fór að venja komur mínar á Víðimel 64. Eg verð að játa það að í fyrstu tók ég einkum eftir ákveðni hennar og krafti og það dró jafnvel aðeins úr mér kjark. En fljótlega urðum við mestu mátar og ríkti með okkur gagnkvæm virðing og vinátta. Stein- unn var stórbrotin kona og í kring- um hana ríkti aldrei nein lognmolla. Hún var hreinskilin og sagði skoðun sína umbúðalaust. Góðgjöm var hún og sérstaklega við þá sem henni fannst eiga virkilega bágt og lagði hún mikið á sig fyrir þá. Steinunn hafði frábæra frásagnar- hæfileika og unun af því að segja sögur. Ég minnist allra laugardags- morgnanna, þegar stórfjölskyldan kom saman og spjallaði saman yfir kaffi og rúnstykkjum. Þar var hún í aðalhlutverki og skemmti okkur með fyndnum sögum frá æsku sinni og uppvexti á Laugaveginum og ýmsu kostulegu fólki frá gamalli tíð. Einn- ig var óskaplega gaman að heyra hana segja Hallarasögur, en það vora prakkarasögur af bömunum hennar sjö, sem hún var svo stolt af og enginn komst í hálfkvisti við. Hún gat með orðum og látbragði gert hversdaglega atburði að grínatriðum og komið fólki til að veltast um af hlátri. Ógleymanleg era líka aðfangadag- skvöldin á Víðimelnum, þegar fjöl- skyldan kom í kvöldkaffi til hennar seint um kvöldið. Þar var margt um manninn og glatt á hjalla. Nóg pláss fyrir krakkana til að fara í feluleik niður í kjallara og upp á loft. Þá lík- aði Steinunni lífið, því hún vildi hafa líf og fjör í kringum sig. Steinunn var góð tengdamóðir. Hún hélt sig í hæfilegri fjarlægð og var ekki með neinar aðfinnslur eða afskiptasemi. Hins vegar ef eitthvað bjátaði á eða veikindi steðjuðu að, þá var hún jafnan boðin og búin til að veita stuðning og ráð. Það var alltaf ánægjulegt að fá hana í heimsókn. Hún hrósaði mat- argerð minni í hástert svo sjálfsálitið óx um allan helming. Ég minnist með eftirsjá stundanna þegar hún og foreldrar mínir komu í mat og spil- uðu bridge á eftir. Var þá jafnan glatt á hjalla. Seinni árin eftir að móðir mín lést tók dóttir mín við og t Elskulegur sonur minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR ÁMUNDASON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 28. apríl kl. 15.00. Nanna Helga Ágústsdóttir, Ámundi Sigurðsson, Þóra Björg Þórisdóttir, Bjarni Sigurðsson, Ingi Eldjárn Sigurðsson, Sunneva Simonsen, Nanna Helga Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Örn Alexander Ámundason, Sigurður Þórir Ámundason, Óskar Þór Ámundason, Stefán Þór Bjarnason, Ingólfur Koibeinn Bjarnason. t Elskuleg eiginkona mfn, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VALGERÐUR INGIBJÖRG TÓMASDÓTTIR, Hjarðarhaga 40, Reykjavík, lést á Landakoti föstudaginn14. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk ' hinnar látnu. Alúðarþakkir til starfsfólks Landakotsspítala, umönnun og aðhlynningu. Einar H. Björnsson, Björn Ág. Einarsson, Emilía Jónsdóttir, Tómas Á. Einarsson, Elísabet I. Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. spilaði við þau. Ég dáðist alltaf að því hve ófeimin Steinunn var og fljót að kynnast fólki. Árið 1987 flutti hún í blokk á Vesturgötu 52 þar sem bjuggu margar eldri konur. Ekki tók hana langan tíma að kynnast því ágæta fólki og ósjaldan var hún í kaffi eða spilamennsku innanhúss þegar við komum í heimsókn. Eignaðist hún þar margar góðar vinkonur sem reyndust henni einnig_ vel þegar heilsunni tók að hraka. Á Vesturgöt- unni átti hún 12 góð ár eða þar til síðastliðið haust að hún sjálf taldi tímabært að komast inn á elliheimili. I septembermánuði fluttist hún inn á Grand þar sem hún dvaldi síðustu mánuðina. Á þessari stundu ber að þakka ljúfar minningar og gleðiríkar sam- verastundir. Minningin um Steinunni Hall lifir. Sigurveig Alfreðsdóttir. Með örfáum orðum vil ég minnast tengdamóður minnar, Steinunnar Hall, sem nú er nýlátin, á nítugasta og fyrsta aldursári. I þrjátíu ár naut ég kærrar vin- áttu hennar, hlýju og ráðlegginga, sem svo ótrúlega oft reyndust mér svo vel. Leið vart sá dagur að við töl- uðumst ekki við eða hittumst, og heimsóknir hennar vora hluti heimil- islífsins. Frásagnargleði hennar og skýrt minni styttu margar stundirn- ar, og sterkur persónuleiki hennar ásamt skoðunum sem hún lá sjaldan á litaði lífið og tilverana hjá okkur björtum litum. Þegar ég kynntist henni fyrst var maður hennar, Gunnar, látinn. Og þótt ég hafi aldrei séð hann finnst mér ég samt hafa kynnst honum að nokkra, því það sem hún sagði mér frá honum var henni svo bjart og kært í minningunni. Marga laugardagsmorgna lá leið okkar hjónanna heim til hennar með bömin, sem að lokum urðu fjögur. Oft var þar glatt á hjalla, sögur sagð- ar, sem svo oft er vitnað til hér á heimilinu. Orð og orðtök sem henni vora svo eiginleg og eðlileg era oft viðhöfð þegar einhver vill vanda mál sitt sérstaklega. Allt til hinstu stundar talaði hún hátt og skýrt, og fannst þeim þá oft, sem við hana töluðu, að hún væri hressari og betri til heilsunnar en raunin var. Til vora þeir, sem fannst hún bregða um sig skel tilfinninga- lega. En hafi þar verið skel, þá get ég það sagt, að þar undir sló stórt og kærleiksríkt hjarta, sem ég naut þeirrar blessunar að þekkja. Elsa Hall. Fallin er frá tengdamóðir mín Steinunn Hall. Stórt skarð hefur verið höggvið í hennar fjölmennu fjölskyldu þar sem hún var ávallt miðpunkturinn. Við slíkan atburð streyma minningarnar fram og mig langar til að minnast hennar með nokkram orðum. Ég hitti Steinunni fyrst sólbjartan dag, daginn sem við Ragnar, sonur hennar, urðum stúdentar. Þetta var vorið 1970. Faðir Ragnars, Gunnar, var þá nýlega látinn. Þennan dag hafði Steinunn kallað á vini og vandamenn til veislu og var ég meðal þeirra. Mér var tekið opnum örmum og stóð það æ síðan. Ekki höfðu kynni okkar Steinunn- ar staðið lengi, er mér varð ljóst hversu sterk og ákveðin persóna hún var. Það sem einkenndi hana var ein- stakur dugnaður, framsýni og um- hyggja fyrir fjölskyldunni. Steinunn var elst átta systkina. Faðirinn var sjómaður og var Stein- unn helsta hjálparhella móður sinnar er hann var fjarverandi. Hún gekk menntaveginn. Lauk hún prófi frá Verzlunarskóla íslands og starfaði í framhaldi af því hjá Eimskipafélagi íslands. Hún giftist Gunnari Hall ár- ið 1933. Fáum árum síðar setti hún á stofn ásamt vinkonu sinni, Halldóra Bjömsdóttur, fyrirtækið Nærfata- verksmiðjuna Lillu hf. Eftir að Hall- dóra féll frá tók Steinunn við rekstri fyrirtækisins og rak það af miklum dugnaði. Hún hætti starfsemi árið 1983, þá komin á áttræðisaldur. Gunnar og Steinunn eignuðust sjö böm. Mörgum þætti það vera nægt verkefni að sinna svo stóram barna- hópi en Steinunni tókst að sinna bæði heimili og vinnu svo vel færi. Naut hún að sjálfsögðu stuðnings Gunnars, eiginmanns síns, í þessu efni. Þau höfðu verið afar samhent hjón og söknuðurinn hlýtur að hafa verið Steinunni erfiður er hann féll frá. Heimili Steinunnar var afar smekklegt og fallegt. Sérstaka aðdá- un mína vakti handavinna, sem hún gerði þrátt fyrir miklai- annir. Þar á meðal var afar stórt og fallegt vegg- teppi, sem nú prýðir heimili dóttui1 hennar. Lífshlaup Steinunnai' var um margt óvenjulegt. Það vora ekki margar konur sem stóðu í atvinnu- rekstri á þessum tíma. Það kom þess vegna ekki á óvart, að hún studdi við kvennabaráttuna af heilum hug. Þegar ég lít yfir farinn veg eru mér efst í huga allar skemmtilegu stundirnar með Steinunni. Langt er síðan að sá siður komst á, að stórfjölskyldan hittist hjá Steinunni á laugardagsmorgnum og drykki saman morgunkaffi. Fyrst var þetta á Víðimelnum, síðar á Vestui'götunni. Steinunn var þá í essinu sínu. Alltaf var hún miðpunkt- urinn. Hún hafði mjög gott minni og fylgdist vel með því, sem var að ger- ast í þjóðlífinu. Hún sagði einstak- lega skemmtilega frá og sögurnar vora einatt kryddaðar næmri kímni- gáfu hennar. Oft var mikið hlegið. Með sinni einstöku frásagnargáfu og valdi á íslensku máli dró hún að sér athygli viðstaddra. Oft komu hún og bömin saman til þess að spila. Hún hafði svo gaman af því að spila bridge. Áhuginn var svo mikill fyrir spilunum, að þegar kom að því að fá sér kaffi og með því mátti hún varla vera að því að drekka kaffið. Hún var ekki í rónni fyrr en byrjað var aftur að spila og gat þá setið fram á nótt. Sá siður hélst lengi, að börn henn- ar og fjölskyldur þeirra kæmu til Steinunnar á aðfangadagskvöld. Margar era minningarnar frá þess- um kvöldum á Víðimelnum. Litlu börnin með sínar gjafir með sér. Allt fór á fljúgandi ferð. Börnin hlaup- andi um allt húsið. Sum að fela sig niðri, þar sem verksmiðjan var til húsa. Fyrir allar þessar góðu stundir vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni. Gifturíku ævistarfi er lokið. Megi góður guð taka hana í faðm sinn. Guðríður Gísladóttir. Öll eigum við okkar vitjunartíma. Gæfa okkar og þeirra sem næst okk- ur standa, er að við eram í flestum tilfellum granlaus hvenær kallið kemur. Fyrir rúmum tveimur vikum kom amma til foreldra minna í kvöldmat líkt og svo ótal oft áður. Það lá bara óvenjuvel á gömlu kon- unni, fas og venjuleg kímnigáfa í samræðum hennar gaf að engu leyti til kynna að tveim dögum seinna legðist hún á sjúkrahús sem átti eftir að reynast stutt banalega. Níutíu ár er langur tími í ævi einnar mann- eskju, og amma var sannarlega manneskja sem upplifði breyting- arnar sem mannfólkið hefur gengið í gegnum á síðustu öld. Það var stund- um ekki laust við að maður umgeng- ist lífsreynslu hennar og visku með lotningu. í þrjátíu ára búskap for- eldra minna hefur það verið föst regla að amma eyddi gamlárskvöld- inu á heimili foreldra minna. Mér er það svo minnisstætt fyrir mörgum árum á gamlárskvöldi þegar komið var að því að skjóta flugeldum. Lítill drengur uppveðraður af lífinu og framtíðinni spurði hvort amma væri ekki spennt. „Elsku vinurinn, ég er búinn að sjá þetta allt saman“ var svarið sem fékkst. Eftir því sem árin bætast við skil ég ömmu betur og betur. í mér í dag bærist bæði sorg og gleði. Sorg að amma er farin frá okkur og gleði yfir því sem hún gaf okkur. Þegar ég sit og skrifa reikar hugurinn til baka og ósjálfrátt fer ég að hugsa það sem maður fyrst man, laugardagsmorgnana á Víðimelnum. Foreldrar mínir höfðu þann sið að fara til ömmu í morgunkaffi á laug- ardögum, siður sem viðhélst allt þar til amma fór á Grand fyrir tæpu ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.