Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 51

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 51 -------------------------* síðan. Á Víðimelnum var allt svo stórt í sniðum fyrir lítinn dreng. í stofunni var risastórt bókasafn sem afi hafði safnað, afinn sem ég kynnt- ist aldrei. í borðstofunni var risast- órt borðstofuborð með álíka stólum og öðrum húsgögnum, litli guttinn mátti hafa sig allan við bara til að ná upp á borðið eftir kókinu, sem alltaf var á boðstólum hjá ömmu. Aldrei skorti umræður við þetta stóra borð, sem oft á tíðum var þéttskipað stóru fjölskyldunni hennar ömmu. Fjölskyldumeðlimir notuðu tæki- færið og flykktust í morgunkaffi, önnur tækifæri voru sjaldgæf enda amma mjög önnum kafin á þeim tíma. Stundum var ekki laust við að borðstofan breyttist í leiksvið í æv- intýri eða leikriti og amma var oft og einatt aðalleikkonan. Sögurnar sem amma sagði af mönnum og má- lefnum breyttust þá í ljóslifandi myndir, jafnvel leikrit, og drengur- inn vildi helst ekkert gera annað en sitja sem fastast, hlusta og horfa á það sem þar fór fram. í huga mínum var húsið hennar ömmu á Víðimeln- um sveipað dulúð. Gamla konan bjó ein í þessu risastóra húsi sem áður hafði verið svo fjölskipað. Á mið- hæðinni rak hún verslun og í kjall- aranum rak hún verksmiðju sem um helgar var mannlaus og tóm. Þarna voru margir myrkir gangar og ranghalar og alltaf eitthvað spennandi að skoða fyrir smáfólkið sem var að byrja að fóta sig í lífinu. Amma þekkti vel hina hörðu lífsbar- áttu en var samt óbuguð af henni þó hún hefði skilið eftir sín merki. Það verður að segjast eins og er að lengi vel bar ég óttablandna virðingu fyr- ir gömlu konunni, sem var orðin vön því að stjórna og hafa mannaforráð. Amma var nefnilega kvenréttinda- kona löngu áður en það komst í tísku. Hún rak verslun, verksmiðju og vegna starfsins var hún mikið er- lendis. Þetta var á þeim tíma þegar menn ferðuðust með skipum og all- ar utanferðir tóku langan tíma. Sag- an er þar með ekki öll sögð því þessu til viðbótar eignuðust afi og amma sjö börn. Það sem hryggir mig einna mest er að ég fékk aldrei tækifæri til að kynnast honum afa mínum, amma talaði aldrei mikið um hann. Það var of sárt, hann fór of snemma. Mig rekur ekki minni til þess að hún hafi nokkru sinni rætt um hann afa minn við mig. Amma var mjög tíður gestur hjá foreldrum mínum og ekki leið sá dagur að hún hringdi ekki eða kæmi í heimsókn með strætisvagninum. Hún orðaði það einhvern tímann svo að það passaði akkúrat fyrir sig því að hún næði ágætisblundi í vagninum áður en hún kæmist á áfangastað. Það kom meira að segja fyrir að hún fór tvo hringi með vagninum í einum dúr. Eftir því sem árin liðu kynntist ég ömmu betur og betur. Amma var margflókinn persónuleiki og oft á tíðum var eins og hún setti á sig brynju sem var alls ekki hennar. Undir niðri var gamla konan ekki nærri jafn hörð og hún vildi vera láta. Einhvers staðar segir að milt sé móðurhjartað. Amma átti mörg börn og þeim mun fleiri barnabörn og hún fylgdist ákafiega vel með því sem gerðist í kringum hana, einkum er varðaði hennar nánustu. Oft á tíðum var eins og hún hefði áhyggj- ur af því að lífsbarátta sinna nán- ustu yrði þeim ofviða, einkum þeim sem minna mættu sín og allir gátu leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á. Það þýddi ekkert að færast und- an hvað væri um að vera, hún vissi nákvæmlega hvað klukkan sló. Amma var alltaf ung í anda og var furðanlega inni í vandamálum unga fólksins og hafði á þeim skilning, oft meiri en foreldrarnir. Lífsreynsla tæprar aldar kennir okkur margt og af því veitti hún svo sannarlega. Elsku amma, nú þegar komið er að leiðarlokum samferðar okkar er mér efst í huga þakklæti fyrir samverustundirnar og þá visku sem þú veittir okkur öllum svo örlátlega af. Eg vildi óska þess að mínir ævi- dagar megi verða jafn viðburðaríkir og þínir og að ég fái að lifa lífinu allt fram á síðasta dag eins þú, kveðja svo með reisn í skyndi og hitta þig og alla hina sem guð geymir á nýjan leik. Axel Hall. ÞÓRA EINARSDÓTTIR + Frú Þóra Einars- dóttir, fyrver- andi formaður Fé- lagasamtakanna Vendar og formaður Indveresku barna- hjálparinnar fæddist á Hvanneyri hinn 10. febrúar 1913. Hún að heimil sínu Seljahlíð, Reykjavík hinn 14 apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, kennari og ráðsmað- ur þar og Lísbet Guðbjörg Kristjáns- dóttir, húsmóðir. Einar varð síðar yfirverkstjóri á austurlandi. Þóra fluttist snemma með foreldrum sínum til Akraness. Þar var hún einn af stofnendum Verka- kvennafélags Akraness. Þóra út- skrifaðist frá Samvinnuskólanum 1931 og hlaut framhaldsmenntun í Danmörku m.a. í félagsráðgjöf. Hún stofnaði Félagasamtökin Vernd 1959 og var formaður þeirra og drifljöður í 23 ár. Síðar hóf hún nám í Alþjóðaskóli Guð- spekifélgsins í Adyar í Madras á Indlandi. I framhaldi af því stofn- aði hún Indversku barnahjálpina sem rekur skóla og þjálfunarstöð fyrir holdsveik og munaðarlaus börn á Suður Indlandi. Skólinn er rekinn með myndarbrag í Madras með 70 nemendum. Þóra lét sig Það var ung og glæsileg kona, sem á vordögum 1936 gekk að eiga frænda minn séra Jón Pétursson og tók þar með að sér að gerast prests- frú á Kálfafellsstað í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Þóra tók við búsýslu á prestssetrinu af miklum myndarskap. Hún kom þar að rót- grónu heimili, því staðurinn var orð- inn hefðbundið setur fjölskyldunnar. Þar hafði faðir Jóns, séra Pétur föð- urbróðir minn, áður setið á jörðinni og þjónað héraðinu sem prestur um langt skeið frá 1892 til 1926. Eg varð þess aðnjótandi sem ung- lingur að vera vikadrengur á heimili þeirra Þóru og séra Jóns Pétursson- ar á Kálfafellsstað sumarið 1938. Sú dvöl hefur orðið mér mjög eftir- minnilegur þáttur uppvaxtarára minna. Á Kálfafellsstað var margt manna í heimili og allmikill gesta- gangur. Þurfti unga húsmóðirin því í mörgu að snúast. Þótt heimilið væri mikil miðstöð sveitalífsins var Suð- ursveitin talsvert einangrað byggð- arlag á þessum tíma. Oll viðskipti við héraðið voru háð flutningum á hross- um yfir óbrúaðar jökulár, og því ekki rokið í kaupstað til að sækja nauð- þurftir fyrir búið. Urðu heimilin þar um slóðir því að vera sjálfbjarga um flesta hluti og húsmóðirin að vera ráðdeildarsöm og sýna mikla fyrir- hyggju við aðdrætti til heimilisins eða gerð og geymslu matvæla. Þóra sá um allan rekstur búsins innan dyra. Hún þurfti að sinna gestum og annast ungan son sinn og síðar tvö yngri börn sín, sem bættust i hópinn, en presturinn stjórnaði útivinnu og hugaði að andlegri velferð héraðs- búa. Enginn sá þá fyrh- að Þóra ætti síðar á lífsleiðinni eftir að snúa sér að mannúðarmálum og standa fyrir líknarstarfi bæði í Reykjavík og einnig austur í Indlandi. Ungmennið, sem þarna var í sveit undir hennar umsjá og handleiðslu, gat aðeins vottað, að þarna var einstaklega um- hyggjusöm sumarmóðir, sem síðan hefur alltaf verið borinn sérlega hlýr hugur til. Nú kveð ég Þóru með þakklæti fyrir alla þessa alúð, sem hún sýndi mér og mörgum ættmönn- um mínum á umliðnum árum. Sturla Friðriksson. Á kvöldin og oft langt fram á nótt sat ég heima hjá Þóru og hlustaði á sögur frá Indlandi. Þetta eru dýr- mætar stundir í minningunni. Hún sagði mér frá fólkinu sínu í landinu stóra, sem henni þótti svo vænt um. „Lífið er auður mannsins og sá sem félagsmál miklu varða, Hreifst mjög að samvinnuhug- sjóninni. Hún var m.a. í Alþýðuflokkn- um og síðar Fram- sóknarfiokknum og átti sæti í Félags- málaráði Reykjavík- urborgar um ára bil. Þóra var sæmd ridd- arakrossi hinnar Is- Iensku fálkaorðu fyrir störf sín að mannuðarmálum. Þóra var gift sr. Jóni Péturssyni, f. 1. mars 1896, d. 23. janúar 1973, prófasti á Kálfafellsstað í Suður- sveit, síðar kennara í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Pétur Jóns- son, framkvæmdastjóri og borg- arfulltrúi. Kona hans er Valdís Erlendsdóttir og eiga þau tvö börn. Fyrir átti Pétur einn son. 2) Helga Jarþrúður húsmóðir í Reykjavík, sem gift var sr. Oddi Thorarensen og eignuðust þau tvo syni. 3) Einar Guðni Jónsson, prestur á Kálfafellstað. Kona hans er Sigrún Björnsdóttir, sem á þijá syni. Fyrir átti Einar einn kjörson. Þóra var elst níu systra og eru fimm þeirra enn á lífi. Þóra var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 25. apríl. miðlar eignast meira,“ sagði Þóra. Indlandi kynntist hún fyrst þegar hún fór til náms við Guðspekiskólann í Adyar í Chennaiborg á Suður-Ind- landi. Að námi loknu ákvað hún að helga sig starfi i þágu fátækra, að kenna Indveijum hjálp til sjálfs- hjálpar. Ferðir hennar til Indlands urðu yfir 20 talsins, hún fór víða og sinnti hjálparstarfi. Af eigin ramm- leik stofnaði hún síðar skóla í Chenn- ai fyrir holdsveikar stúlkur. Skólinn var stoltið hennar. Samt fannst henni alltaf eins og hún gæti gert svo miklu meira. Við Þóra fórum seinna saman í síð- ustu ferð hennar til Indlands. Ind- verjarnir báru hana á höndum sér og Móðir Þóra, eins og þeir kalla hana, örlát að vanda, gerði allt til þess að verða þeim að liði. Á Indlandi leið Þóru vel. Á heimili Þóru voru þjóðmálin einnig oft til umræðu og hún hafði ákveðnar skoðanir. Ekkert var henni óviðkomandi. Kaffibolli, vindlingur og sælgæti í skál. Þóra hafði líka lag á að sjá hlutina í öðru ljósi. „Finnst þér þetta ekki kyndugt?" sagði hún. Svo hlógum við. Hugur Þóru var vökull og kraftur- inn óþrótandi. I mínum huga er hún engum lík. I litlu íbúðinni sinni í Seljahlíð sat hún og lagði á ráðin. Heilsan var orð- in slæm en baráttuþrekið og þrjósk- an mikil. Skólinn á Indlandi skipti hana öllu. Á huga hennar leitaði spumingin: „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg eða höf- um við vannýtt þau tækifæri sem líf- ið fékk okkur í hendur?" Hugleiðing- ar hennar að kvöldi dags voru bæn fyrir björtum degi. Eg votta börnum hennar, systrum og öðrum aðstandendum mína inni- legustu samúð. Hrönn Marinósdóttir. Þóra í Vemd er dáin. Það ómögulega getur gerst. Fáum manneskjum hef ég kynnst á lífsleiðinni, sem hafa verið jafn lif- andi og hún og jafnframt fullar af sterkum og góðum vilja, og hrifið aðra með sér til að ráðast í verkefni, sem oft virtust óleysanleg, og leysa þau. Hún var forvígismaður að stofnun félagasamtakanna Verndar, formað- ur og starfsmaður þeirra samtaka, allt til ársins 1980, og var þá kjörin heiðursforseti Vemdar. Meðal annarra verkefna hafði Vernd eftirlit með ófrjálsum mönn- um sem leystir vora úr fangavist með skilyrðum. Þóra kom á fót vist- heimili Verndar svo hægt væri að veita þeim húsaskjól meðan þeir væra að fóta sig á ný í frjálsu um- hverfi. Vistheimilið er enn rekið og er forsenda þess að skjólstæðingar Verndar komist á réttan kjöl. Þóra var einnig um langt árabil formaður hjálpamefndar stúlkna, sem aðstoðaði drykkjusjúkar konur við að komast í læknismeðferð er- lendis, en á þeim tíma var slíka með- ferð ekki að fá hér á landi. í því verk- efni hafði hún samstarf við hliðstæð samtök á hinum Norðuriöndunum. Naut hún þar trausts og virðingar fyrir dugnað sinn og áræði. I samvinnu við Sigurbjöm Einars- son biskup og Baldur Möller, ráðun- eytisstjóra, kom hún því til leiðar að ég var ráðinn til starfa fangaprests 1970, sem þá var nýlega skilgreint með löggjöf. Þannig hafði hún bein áhrif á lífshlaup mitt og um leið á þróun kirkjulegra málefna. Þóra í Vemd var málsvari lítil- magnans, þess sem stendur höllum fæti í lífinu. Hún sá engar hindranir, sem komið gætu í veg fyrir að honum væri hjálpað. Hún hlustaði hvorki á úrtölur né mótbárar þegar um var að ræða að styðja lítilmagnann. Þannig var hún í ætt við miskunnsama sam- verjann í þekktri dæmisögu Jesú. Eg sendi ástvinum Þóra innilegar samúðarkveðjur. Jón Bjarman. Kveðja frá fangahjálpinni Vernd. Frú Þóra Einarsdóttir, heiðurs- formaður fangahjálparinnar Vernd- ar, var hugsjónakona af lífi og sál. Þau málefni sem hún tók að sér vora í góðum höndum og viðbúið að eitt- hvað gerðist í þeim sem skipti höfuð- máli. Frú Þóra kynntist fangahjálp í Danmörku og sá fljótt í hendi sér að á þeim málum þyrfti að taka hér á landi. Hún sagði víða frá því á fund- um sem borið hafði fyrir augu henn- ar og eyru í Danmörku. Það voru ný- ir tímar í uppsiglingu í fangahjálp. Islendingar vora þó ekki með öllu ókunnugir fangahjálp því Oscar Clausen var kunnur maður hér í borg og brautryðjandi í málefnum hennar á íslandi og sinnti þeim allt frá árinu 1948. En eldmóður frú Þóru dró að sér fjölda fólks sem heill- aðist af kraftinum sem svall í þessari konu. Fór svo að hafist var handa við að setja á laggimar formleg samtök er skyldu koma föngum til hjálpar og leitast við að koma þeim á rétta braut í lífinu. Hér var hlutur kvenna ómet- anlegur en kvenfélög landsins urðu það bakland sem félagið gat ætíð treyst. Fangahjálpin Vernd var stofnuð árið 1960 að framkvæði frú Þóru og er því fjörutíu ára á þessu ári þegar heiðursformaðurinn kveð- ur þennan heim hátt á níræðisaldri. Hugsjónakraftur frú Þóru dróst að þeim er minna máttu sín í samfé- laginu. Fordómar í garð afbrotamanna eru oft steinar í götu til nýs lífs og breyttrar lífsstefnu hjá þeim. Þetta skynjaði frú Þóra og lagði sig alla fram um að uppræta fordóma gagn- vart þeim er gerðust brotlegir við lög landsins. Hún varð málsvari fanga gagnvart yfirvöldum og almenningi. Hún afsakaði fráleitt brot þeirra heldur vildi aðstoð samfélagsins við að koma þeim á réttan kjöl í lífinu. Orsakir afbrota era margvíslegar og^. hugur almennings til afbrotamanná* oft dómharður. En afbrotamenn eru samt sem áður manneskjur. Mann- eskjur sem ratað hafa í raunir af ýmsum ástæðum þó hæst beri vita- skuld hlut misnotkunar áfengis og fíkniefna. Hver manneskja var dýr- mæt í augum frú Þóra. Það var þessi sýn til manneskjunnar sem rak hana áfram í baráttu hennar fyrir auknum skilningi á málstað fanga til nýs lífs og hamingjuríks. Margur fanginn var illa á vegi staddur er hann kom úr fangelsi, fatalaus og húsnæðislaus - á allan hátt umkomulaus. Það vant-^, aði föt og þá var fötum safnað. Það vantaði áfangaheimili fyrir þá sem hvergi áttu höfði sínu að halla þegar út úr fangelsi var komið. Áfanga- heimili var því komið upp og er enn rekið. Þar dvelja þeir sem era á leið út í lífið eftir að hafa dvalið í fangelsi. Svona mætti lengi telja: Hugsjóninni var hrundið í verk. Frú Þóra var formaður fanga- hjálparinnar Verndar um tuttugu ára skeið og fylgdist alla tíð vel með henni. Starf hennar fyrir fangahjálp- ina var heilladrjúgt og ómetanlegt. Hin síðari ár dvaldi hugur hennar og verkfús hönd meðal fátækra barna á Indlandi. Fangahjálpin Vernd kveður frú ^ Þóra Einarsdóttur með virðingu og þökk. Guð blessi minningu Þóra í Vemd. Aðstandendum er vottuð hugheil samúð. Sljóm fangahjálparinnar Vemdar. Það olli okkur mikilli hryggð er við fengum fréttimar af andláti Móður Þóra Einarsdóttur. Allt það, sem hún hefur lagt af mörkum fyrir þá, sem minna mega sín, fyrir þá, sem eru sjúkir og fátækir, einkum í Ind- landi, mun lengi verða í minnum haft. Móðir Þóra hafði unnið í þágu Tíb- eta í Himalajafjöllum en hjálpar- starfið hóf hún í Dindigul og á Koda- ikanal-svæðinu í Tamil Nadu árið 1974. Leit hún á Indland sem sitt annað föðurland og hún hafði nokkr- um sinnum látið í ljós ósk um að fá að deyja í Indlandi. Sýnir það vel hve miklu ástfóstri hún hafði tekið við land og þjóð en hún skrifaði margt um indverskt samfélag og menningu og urðu þær greinar mörgum íslend- ingum að innblástursefni. Móðir Þóra hafði samstarf við þýsku holdsveikisamtökin sl. 13 áiv _ og vann mikið að endurhæfingu'’ holdsveikisjúklinga og menntun barna þeirra. Stofnaði hún íslenska hjálparstöð fyrir þessi börn 2. febr- úar árið 1988 en þar var þeim kennd- ur fata- og saumaskapur og tölvu- fræði. Fyrir hönd þýsku holdsveikisam- takanna, íslensku hjálparstöðvarinn- ar og starfsmanna hennar vottum við ástvinum Móður Þóra okkar dýpstu samúð. T. Jayaraj Devadas for- stjóri, J. Ravichandran fjármálaráðgjafi og G. Isaac framkvæmdastjóri. + og Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð hlýhug við andlát og útför HULDU HREFNU JÓHANNESDÓTTUR, Selvogsgötu 21, Hafnarfirði. Ennfremur sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi og til Gunnþórs Ingasonar prests. Erling Rafn Ormsson, Jóhanna Björnsdóttir, Ingveldur Erla Ormsdóttir, Marteinn Gíslason, Hrafnhildur Ester Ormsdóttir, Kristján Þórarinsson, Ormur Njáll ættl. Torfason, Kristín Ársælsdóttir, Jóhannes Tómas Sigursveinsson, Þóra Þorvaldsdóttir, Jóna Guðlaug Sigursveinsdóttir, Þórhallur Óskarsson, barnabörn og langömmubörn. S5f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.