Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 57

Morgunblaðið - 27.04.2000, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 57 UMRÆÐAN Þegar draum- ar breytast í martröð SÍÐUSTU misseri hafa útgerðarmenn og ríkisvaldið, með dyggri aðstoð ráðgjafa sinna, beint flestum skipa- smíðaverkefnum til út- landa. Nægir þar að nefna smíði á þriðja tug skipa í Chile og Kína sem flest - ef ekki öll - eiga það sam- eiginlegt að hafa ekki enn fært væntanlegum eigendum sínum gleði og ánægju enda ekkert þeirra ennþá komið til landsins. Nýjustu fréttir herma þó að hið fræga hafrannsóknar- skip sé lagt af stað til Islands og hér heima verði reynt að berja í brestina sem fram hafa komið við smíði þess. Þá er íslenskur skipaiðnaður nógu góður til að draga menn að landi og Skipasmíðaiðnaður Hvers vegna fær ís- lenskur skipaiðnaður, segir Ingólfur Sverris- son, ekki tækifæri til að bjóða í skipin? bjarga því sem bjargað verður. Sú siðvenja virðist hafa skapast í skiptum við skipasmíðastöðvar í Chile og Kína að afhendingartími stenst alls ekki og munar þar jafnan mörgum mánuðum. í tengslum við þetta háttalag hafa verið smíðaðar hugvitsamlegar afsakanir sem gleyptar eru jafn óðum þegjandi og hljóðalaust. Fjölmiðlar birta síðan athugasemdalaust það sem þessar skipasmíðastöðvar og umboðsmenn þeirra hér á landi vilja láta koma fram. Taka menn þá gleði sína á ný og bíða næstu frétta af frekari seinkunum. Hlutur Ríkiskaupa Enn eru í minni mærðarlegar yf- irlýsingar Ríkiskaupa og forstjóra Hafrannsóknarstofnunar um yfír- burðahæfni chilesku stöðvarinnar til að smíða hafrannsóknarskipið. Var sérstaklega tekið fram, að tilboð umræddrar stöðvar hefði verið lang- hagstæðast, enda þótt það væri hið sjötta lægsta þegar tilboð voru opn- uð. Var þá lögð sérstök áhersla á að mest væri um vert að smíðatími stæðist örugglega á þeim bæ. Einnig væri ómetanleg hæfni þeirra að uppfylla strangar kröfur um lít- inn hávaða neðansjáv- ar (sjá Mbl. 22.2.1998). I þeim efnum hefði chileska stöðin aug- ljósa yfirburði og flestu fórnandi fyrir það, m.a. hærra samningsverði. Ekkert af þessu stóðst eins og frægt er orðið; skipið er langt á eftir áætlun, hávaði verulegt vandamál og það orðið mun dýrara en reiknað var með. Þá skiptir allt í einu mestu, að von er á álitlegum fjárhæðum í dagsektir vegna tafa á afhendingu! íslenskt tilboð í þessu sambandi er rétt að rifja upp að Slippstöðin hf. lagði fram til- boð í skip þetta og ætlaði sér átján mánuði í verkið. Það var talið allt of langur tími. Verðið auk þess of hátt en er samt, þegar upp er staðið, orð- ið lægra en það sem greiða þarf til Chile. Slippstöðin hefur getið sér gott orð fyrir að smíða vönduð fiskiskip (þ.á m. togara) sem eru búin flókn- um búnaði. Af fyrri reynslu bendir því allt til þess að fyrirtækið hefði getað gengið frá þessu skipi eins og hinum og það fyrir löngu farið að gegna sínu hlutverki fyiir Hafró. En svona er nú barnaleg oftrú Ríkis- kaupa á útlendingum mikil. Fjarlægðin gerir fjöllin blá Þegar smíðasamningur um haf- rannsóknarskipið var frágenginn gengu umboðsmenn og ráðgjafar út- gerða hér á landi hart fram í því að fá þá til að semja einhliða um smíði smærri og stærri fiskiskipa í Kína og Chile. Fáar, ef nokkrar, tilraunir voru gerðar til að leita tilboða ann- ars staðar. Þó voru nokkrir útgerð- armenn minni báta svo forsjálir að kanna málið innanlands og gerðu smíðasamninga í framhaldi af því við íslenskar skipastöðvar. Þeir hafa nú fengið sín skip afhent og þau undan- tekningarlaust reynst vel. En hvað er að gerast í Kína og Chile? Þar eru um eða yfir tuttugu skip í smíðum og eiga það öll sam- eiginlegt að vera langt á eftir áætl- un. Fregnir herma að útgerðarmenn eigi erfitt með að fá vitræna um- ræðu um stöðu mála. Enginn veit Ingólfur Sverrisson heldur enn um gæði þessa flota. Einhver hefði talið viturlegra að fara hægar í sakimar og kanna jafn- framt verð og gæði annars staðar - t.d. hér á landi - áður en haldið er á svo fjarlæg mið. En áhrif umboðs- manna og ráðgjafa eru að sönnu mikil og ekki örgrannt um að hagur þeirra sjálfra komi þar eitthvað við sögu. Engin útboð Staðreyndin er sú að ekkert af þeim skipum, sem smíðuð eru í þess- um fjarlægu löndum, nema hafrann- sóknarskipið, voru boðin út hér heima og raunar ekkert boðin út. Mönnum var tálin trú um yfirburði þessara fjarlægu skipastöðva og margir hafa bitið á agnið. Þetta er auðvitað einkamál þeirra sem gera slíka samninga og þeir ein- ir munu væntanlega súpa seyðið af því. Hitt er þó verðugt umhugsunar- efni hvers vegna íslenskur skipaiðn- aður fær ekki einu sinni tækifæri til þess að bjóða í þessi verk. Sú sefjun sem náði á tímabili taki á hinum varkárustu útgerðarmönnum, og jafnvel á Ríkiskaupum og virðulegri Hafrannsóknarstofnun, virðist nú að mestu gengin yfir því ekki er vitað til þess að nokkur maður hafi treyst sér til þess að gera smíðasamning við umræddar þjóðir síðustu mán- uði. Það eitt segir auðvitað sína sögu. Vöndum valið Með hliðsjón af reynslunni er þess þó að vænta að menn skoði í framtíðinni betur alla möguleika við smíði og endurnýjun skipa sinna. Þá munu margir sannfærast um að hér á landi bjóðast ágætir valkostir á því sviði og er þá átt við verð, gæði og síðast en ekki síst afhendingartíma. Höfundur er deildarstjóri hjá Snm- tökum iðnaðarins. Brýnum Bruun til dáða KNUTUR Bruun hefur reist í Hvera- gerði eitthvert smekklegasta og skemmtilegasta hótel landsins sem hann nefnir Frost og funa. Skv. samkomulagi við Guðmund Bjarnason fyrrverandi landbún- aðar- og umhverfis- ráðherra, hefur hann hafið undirbúning að og látið teikna glæsi- legt heilsuþorp í út- jaðri bæjarins, rétt við hliðina á Garð- yrkjuskóla Ríkisins að Reykjum. Hótel Hér er á ferðinni glæsi- leg hugmynd sem, að mati Jakobs Frímaniis Magnússonar, felur í sér mikla framtíðar- möguleika og nýsköpun í íslensku atvinnulífi. smekkvísa Knúti Bruun. Ekki verður betur séð en að slíkt fyrirtæki geti átt ág- æta samleið með starfsemi Garðyrkju- skóla ríkisins og áformum um aukna trjárækt í landi Reykja. Því ber Guðna Ágústssyni ^ landbúnaðarráðherra að leiða málið til far- sælla lykta sem báðir aðilar geta sætt sig við. Knútur Buun hef- ur þegar rétt fram sáttahönd og boðist til að minnka um helm- ing það umráðasvæði sem honum var lofað af fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Hvergerðingar og Ölfusbúar mega vera stoltir af glæsileika þess sem þegar hefur verið reist undir nafninu Frost og funi. Þeim ber að styðja við bakið á athafna- mönnum eins og Knúti Bruun. Þá munu þeir vel sæmdir verða af •' hinu metnaðarfulla og atvinnu- skapandi nýja heilsuþorpi við Hveragerði. Höfundur er tónlistarmaður. Jakob Frímann Magnússon Hér er á ferðinni glæsileg hug- mynd sem felur í sér mikla fram- tíðarmöguleika og nýsköpun í ís- lensku atvinnulífi. Engum er betur treystandi til að ráðast í slíka framkvæmd en hinum stórhuga og Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face ÞU FINNUR ORUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI ** HJÁ OKKUR ALHFI KENNARAR SKÓlANSfcP ENSKA^ oiCkar mál STUTT NÁMSKEIÐ HEFJAST 2. MAÍ ÁHERSLA Á TALMÁL EINNIG ENSKA FYRIR FERÐALANGA INNRITUN STENDUR YFIR í SÍMA 588 0303 EÐA 588 0305. Hringdu og fáðu frekari upplýsingar P ^ I * -> : f I * gigflBv ^ pr ÍhH| ' l,J' J.j EnskUskólinn FAXAFENI 10, 108 Reykjavík Cisci SniEif P A R T N E R SILVER CERTIFIED Tæknival Tæknival hefur nú tekið við viðurkenningunni „Cisco Silver Partner" og er með því komið í hóp fárra útvalinna samstarfsfyrirtækja Cisco Systems í heiminum. „Cisco Silver Partner“ er viðurkenning til samstarfsfyrirtækja í fremstu röð sem standast strangar kröfur um tækniþekkingu á búnaði og lausnum frá Cisco, fyrirtækja sem vinna öflugt ráðgjafar- og þjónustustarf í þágu kröfuharðra viðskiptavina í netlausnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.