Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 58

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ 4 o g náttúruvernd EINKENNIST um- ræða um umhverfismál af nýrómantískri þjóð- emishyggju? Það full- yrðir forstjóri Lands- virkjunar, Friðrik Sophusson, sbr. frétt Morgunblaðsins hinn 8. aprfl s.l. af samráðs- _ fundi Landsvirkjunar. Ennfremur hefur blað- ið eftir honum að sam- kvæmt þessari hyggju taki náttúran á sig ósnertanlegan helgiblæ og hvatti hann þá „...sem falið hefur verið að nýta auðlindir lands- ins...“ til að gera sér grein fyrir því hvað byggi að baki þessum sjónarmiðum. Þetta kallar á andsvör. Er það nýrómantísk þjóðemisstefna sem valdið hefur því að Norsk Hydro og íslenskir fjárfestar hafa hafnað þeirri röð virkjana sem liggja átti til grundvallar uppbyggingu álvers á .. Reyðarfirði? Tvímælalaust ekki. Astæðan er miklu fremur sú að Norsk Hydro - sem var eini fjárfest- irinn sem undirritaði Hallormsstað- aryfirlýsinguna frá júní í fyrra - taldi það hvorki boðlegt né verjandi að taka þátt í að eyðileggja Eyjabakka án þess að fram hefði farið lögform- legt mat á umhverfisáhrifum. Stefna fyrirtækisins hefur ávallt verið að reisa mun stærra álver á Reyðarfirði og hefði Eyjabökkum verið sökkt í beinni útsendingu með tilheyrandi fréttum alþjóðlegra fjölmiðla um * ónógan og vondan undirbúning ís- lenskra stjómvalda hefði það getað stefnt stækkun álversins í hættu. Það fer til dæmis enginn í grafgötur með það að skýrsla Landsvirkjunar um umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkj- unar var flausturslega unnin og lét mörgum spurningum ósvarað. Það sem Friðrik Sophusson og aðrir þeir sem meta nýtingu fall- vatna í terawöttum verða að skilja er að hnattvæðing umhverfismála hef- ur nú skipt sköpum. Fjölþjóðleg fyr- irtæki á borð við Norsk Hydro geta ekki gert eitthvað á ís- landi sem þau geta ekki varið heima fyrir eða á alþjóðlegum vettvangi. Forstjóri Norsk Hydro, Egil Mykl- ebust, er nú formaður International Council for Sustainable Devel- opment, sem er eins konar umhverfismála- vettvangur fjölþjóð- legra fyrirtækja. Sú stefna stjómvalda að sökkva afar mikilvægu landsvæði á íslandi, rómuðu fyrir fegurð, og það án þess að fram hafi farið lögformlegt og faglegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda var andstætt þeim vinnureglum sem Norsk Hydro hef- Náttúruvernd Umræða um Fljóts- dalsvirkjun og Eyja- bakka, segir Arni Finnsson, hefur breytt náttúruverndarumræðu hér á landi. ur heitið að hafa í heiðri. Mat á umhverfisáhrifum og varúð- arreglan vom tvær meginsamþykkt- ir Ríó-ráðstefnunnar 1992 og hin síð- ari liggur til gmndvallar hinni fyrri. Þessar gmndvallarreglur þykja með mikilvægustu áföngum í alþjóðleg- um umhverfisrétti og hafa verið lög- festar á Islandi með undirritun EES-samningsins. Málflutningur þeima sem börðust fyrir lögbundnu mati á umhverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunar byggði því á alþjóða- hyggju og alþjóðlega viðurkenndum vinnubrögðum. Ef Friðrik Sophus- son setti sér það fyrir að lesa það sem ritstjórn Morgunblaðsins hefur skrifað til stuðnings kröfunni um lögformlegt mat, myndi hann ekki finna skírskotanir til nýrómantískr- ar þjóðernishyggju. Hið sama gildir um málflutning Náttúmvemdar- samtaka Islands og annarra fijálsra félagasamtaka um það mál. Það undirstrikar enn alþjóðleika þessarar umræðu að íslenskir nátt- úruverndarsinnar hafa notið óskor- aðs stuðnings alþjóðlegra samtaka á borð við WWF (World Wide Fund for Nature) og hinna norsku Norges naturvernforbund. Ekki má heldur gleyma þeim þætti sem snýr að losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju og skuldbindingum Islands gagnvart Rammasamningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreytingar. Fái Is- land ekki þær undanþágur sem beðið er um, verða fjárfestar í álveri á Reyðarfirði að gera ráð fyrir umtals- verðum kostnaði vegna kaupa á los- unarkvótum á alþjóðlegum markaði. Landsvirkjun leitar nú einnig út fyrir landsteinana og hefur umhverf- isstjóri Landsvirkjunar lýst þeirri ætlun fyrirtækisins að fá skandinav- ísk ráðgjafafyrirtæki til að að að- stoða við gerð umhverfismatsskýrslu fyrir Kárahnúkavirkjun. Nú á að vanda sig og þá reynist alþjóðleg skírskotun blátt áfram nauðsynleg. Einnig fyrh’ Landsvirkjun. Umræða um Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakka hefur breytt náttúru- verndarumræðu hér á landi. Hún er ekki lengur íslensk, hvað þá nýróm- antísk þjóðernishyggja. Umræðan miðast æ meir við alþjóðlegar sam- þykktir og reglur. Skiptir þá engu máli þótt sumir brýni stjórnvöld og fyrirtæki til að standa sig vel í um- hverfismálum til að auka hróður landsins. Það er ekki hreinleiki þjóð- arinnar sem er metinn í ósnortinni náttúru heldur möguleikar hennar til að komast af í heimi sem ógnað er af hnattrænum loftslagsbreytingum, mengun sjávar, ósoneyðingu og stöð- ugum ágangi mannsins á ósnortna náttúru. I þeim efnum er alþjóðleg samvinna lykilatriði. Höfundur er starfsmaður Ndttúru■ vemdarsamtaka íslands. Árni Finnsson Stór ’Umpu ár viéa brók Ætlar Jþú ■aukakilóin ✓ 1 Garðatorg 1, við Nýkaup sími 565 8898 Sumar fjórir má . a verði " Listrýni og listamenn Ég lýsi hér með þeirri skoðun minni, að aðeins einn fjölmiðla landsins stundi mark- tæka umfjöllun um list- ir og heiðarlega gagn- rýni á listviðburði: Fljótafgreitt mál! Eng- inn fjölmiðill á Islandi kemst með tærnar, þar sem Morgunblaðið hef- ur hælana! Ég tel það mikla gæfu íyrir menn- ingarlíf þjóðarinnar, að til Morgunblaðsins skyldu ráðast þrír ein- staklingar; þeir Matt- hías Johannessen, ritstjóri, Gísli Sig- urðsson, ritstjóri Lesbókar og Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður og listrýnir blaðsins. Það er skoðun mín, að ef þessara þriggja manna hefði ekki notið við síðustu áratugina, væri Morgunblaðið í sömu sporum og aðrir íslenskir fjölmiðlar - gagnslaust og þjóðin að sama skapi sárafátæk af þekkingu á listum. Vitaskuld er það jafnljóst að við landsmenn verðum aldrei alveg sammála um þessa um- ræðu. Það breytir hinsvegar ekki þeirri staðreynd, að Morgunblaðið hefur, hvort sem okkur líkar betur eða verr, stýrt þjóðmálaumræðu í landinu í áratugi. Vitaskuld verður stjómmálaumræðan alltaf umdeild eftir skoðunum hvers og það sama á við um menningarumræðuna! I sann- leika sagt er ég samt orðinn hundleið- ur á endalausu væli og kveinstöfum miðlunga í listum, vegna umfjöllunar listrýnis Morgunblaðsins! Hver kver- úlantinn af öðrum sendir Morgun- blaðinu tóninn vegna umfjöllunar um sýningar sínar. Einhverra hluta vegna virðast listamenn á Islandi h'ta svo á, að gagnrýni eigi að vera auglýs- ing, í stað upplýsinga! Furðulegt við- horf! Gagmýni er nákvæmlega sam- kvæmt orðanna hljóðan - gagnrýni! Bragi Asgeirsson, sem að minni skoð- un er hafsjór þekkingar, víðlesnasti og hæfasti listrýnir landsins, hefur mátt þola viðurstyggilegar og órétt- látar árásir á umfjöllun sína um myndlist hvað eftir annað! Hvers vegna? Sennilega vegna þess, að hann hefur lag á að segja hug sinn allan, umbúðalaust, og gerir eðlilegar kröf- ur! Hvað annað á listrýnir að gera? Skrifa um sýningai’ í öðrum lands- hlutum sem hann hefur ekki séð? Slík tilfelli eru jú til staðar? Á hann að skrifa af sannfæringu og áratuga samsafnaðri þekkingu og reynslu? Vitaskuld. Það er það eina sem listrýnir getur gert. Að fjalla um listviðburði af þekkingu og reynslu, en ekki sem „bissness- umbi“ þess, sem um er fjallað. Það er á ábyrgð listamannsins sjálfs að bera á borð fyrir alþjóð það sem ekki er boð- legt! Verk, sýningar- skrár og kynningar. Illa unnin verk eru betur gejrnid í hirzlum eig- enda en fyrir sjónum al- þjóðar. Ef ekki eiga þau að hljóta umfjöllun í samræmi við framsetn- ingu! Þar er hvorki við Morgunblaðið, listrýna þess né almenning að fást, heldur foreldra amlóðans. Því miður Gagnrýni Ég er orðinn hundleið- ur, segir Sverrir Oiafsson, á endalausu væli og kveinstöfum miðlunga í listum. virðist hópur einstaklinga vinna markvisst að því, að eyðileggja áhuga almennings á listum. Hver tilgangur- inn er veit ég ekki, en hinsvegar veit öll þjóðin, að moldarhrúgur á gólfum, tommustokkar og nær ósýnilegar teikningar á veggjum velqa hvorki hneykslan né áhuga! Þetta eni dauð íyrirbæri, hvort sem kynnt eru undir merkjum lista eður ei. Þar breyta engu lofgjörðir sjálfskipaðra „smekk- manna“ sem gjaman nefna sig list- fræðinga eða jafnvel „art-experts“. Hver getur tekið sér það vald, að hafa „yfirburðasmekk" ft'amyfir venjulegt fólk? Enginn hefur þennan rétt. Því miður hefur „kerfið“ útungað hundr- uðum miðlunga á undanfömum áram, sem hljóta titilinn „listamaður", og endalaust feta spor mislukkaðra læri- meistara mislukkaðs skólakerfis. Af- rek þessara miðlunga era tilefni þess- ara skrifa. Listræn vinnubrögð, handverk, kunnátta og reynsla munu alltaf standa tommustokkum og moldarhrúgum framar, þegar til lengri tíma er litið. Höggmyndin, grafíkin og málverkið lifa, hvað sem „sjálfskipaðir smekkmenn" kunna að rembast við að telja okkur trú um. Höfundur er myndlistarmaður. Sverrir Ólafsson Ljósa- og húddhlífar á flestar tegundir bifreiða Sími 535 9000 V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.