Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.04.2000, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Golfklúbbur Suðurnesja Fyrsta stórmót sumarsins Samvlnnuferðir-Landsýn Opið golfmót fer fram á Hólmsvelli i Leiru laugardaginn 29. apríl nk. Mótið verður með punktafyrirkomulagi og verður ræst út frá kl. 8.00-13.00. Vinningar eru mjög glæsilegir: 1. sæti - ferðavinningur að upphæð kr. 30.000. 2. sæti - ferðavinningur að upphæð kr. 20.000. 3. sæti - ferðavinningur að upphæð kr. 15.000. 4. sæti - gestakort frá GS. 5. sæti - gestakort frá GS. Við mótsslit verður dreginn út ferðavinningur að verðmæti kr. 20.000. Golfunnendur, látið ykkur ekki vanta í þetta fyrsta stórmót GS. Völlurinn lofar góðu og fétagsskapurinn er frábær. Skráning hefst miðvikudaginn 26. maí kl. 16.00 í sima 421 4100. Skráningu lýkur föstudaginn 28. apríl kl. 18.00. % > Tilboð í tilefni sumarkomu Tilboðin gilda út aprílmánuð Þetta eru sýnishorn úr okkar fjölbreyttu álfafjölskyldu. Stærðir frá 20-42 sm. Einnig eru til álfar og hænur úr plasti. Kr. 298 Otnuega biíðin Kringlunni s. 588 1010 Laugawegi 11, s. 511 4141 Keflawík, s. 421 1736 SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Othintv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 ____________ http://www.kerfisthroun.is/ í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Píslarganga öryrkja ÞAÐ hafði samband við mig kona sem er orðin ör- yrki. Hún leitaði til Hjálp- arstofnunar kirkjunnar vegna þess að hún átti ekki fyrir mat. Fyrst var hún búin að fara til sókn- arprestsins og fá tilvísun og síðan að fara með hana til Hjálparstofnunar kirkjunnar og bíða þar í biðröð. En þetta voru henni þung spor. Hún sagði að þarna hefði verið alls konar fólk, en það sem henni fannst verst að sjá var ófrísk kona og mann- eskja á hækjum. Hún sagðist hafa unnið hörðum höndum alla tíð og svo þegar heilsan bilaði sagð- ist hún fá svo litlar bætur að hún þyrfti að betla. Maturinn sem hún fékk var að mestu leyti ónýtur. Flest af þessu var komið langt fram yfir síðasta söludag. Þetta voru því dapurlegir páskar sem þessi kona átti. Hún var bæði sár og reið og skyldi engan undra. Mér finnst þetta sorglegt. Ég held að stjórnvöld ættu að gera eitthvað strax til þess að hjálpa þeim sem verst eru settir. Þótt bæði sé búið að ræða og rita mikið í fjöl- miðlum um þessi mál sýn- ist mér að lítill vilji hafi verið á þeim bæ til þess að hjálpa þeim sem verst eru settir. Þessi kona kvíðir sumrinu og sagði að það væri svo leiðinlegt að geta aldrei farið neitt eða veitt sér nokkurn skapaðan hlut. Þegar svona illa er farið með fólkskilar það sér í verri heilsu og andlegri vanlíðan. Fólk ætti að hafa mannsæmandi laun svo það þurfi ekki að leita til hjálp- arstofnana. Slík er ekki sæmandi samfélagi sem státar sig af góðæri. Mun- um eftir þessu, næst þegar við göngum inn í kjörklef- ann. Sigrún. Um Reykjanesbraut í FRÉTT í Morgunblað- inu 14. apríl sl. er sagt frá fundi sem Samtök iðnaðar- ins héldu með þingmönn- um. Þar er talað um það að „öll rök hnigi að að tvö- fóldun og að þeim fram- kvæmdum verði flýtt eftir megni. Samkvæmt núgild- andi vegaáætlun á tvöföld- un að vera lokið árið 2010. Reykjanesbrautin er einn besti þjóðvegur landsins, gerð úr steinsteypu fyrir nokkrum áratugum og lýst iyrir fáum árum. Er þá þörf á tvöföldun? Nei, ekki vegna umferðar. Sólar- hringsumferð er nú 7-8 þúsund bifreiðir (sunnan Straumsvíkur) en má vera 12-15 þúsund, samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni, áður en brautin er tvöfölduð. Slysatíðni er há á Reykjanesbraut, en menn greinir á um það hvort hún lækki mikið með tvöföldun. Mörg slysanna verða vegna þess að að umferðarreglur eru brotn- ar. Hraði yfir leyfílegum mörkum og framúrakstur skapar oft stórhættu. Þetta verða allir sem aka eftir Reykjanesbraut varir við. Þarna vantar fyrst og fremst aukna löggæslu. Það eru mörg brýnni verk- efni í vegagerð en tvöföld- un Reykjanesbrautar, til dæmis að koma í samband við þjóðvegakerfið þeim hluta landsins, sem enn er sambandslaus 4-5 mánuði á ári vegna snjóa, t.d. sunnanverðir Vestfirðir. Þar eru einnig verstu veg- ir á landinu að mati margra. Vegfarandi. Um einelti UM daginn las ég bréf eft- ir konu sem skrifaði um einelti á vinnustöðum og að það mætti líka koma fram í dagsljósið eins og einelti í skólum. Ég fer ætíð á fundi á Túngötu 7, í húsi Geð- hjálpar á þriðjudagskvöld- um klukkan 20-22. Þar hittast þolendur eineltis og þar eru ekki eingöngu þolendur eineltis úr skól- um heldur einnig úr fjöl- skyldum, vinnustöðum, maka o.s.frv. Það er vitað mál að einelti getur átt sér stað alls staðar þar sem 2-3 eru samankomnir, þótt meira sé um það í hópum. Þess vegna vil ég bjóða konuna sem skrifaði um þetta og öðrum sem orðið hafa fyrir einelti að koma á fund og kynna sér málið. E.t.v. finnst þeim þetta vera eitthvað fyrir sig. Að minnsta kosti hefur þetta gert mér mjög gott. Virðingarfyllst, Svava Kristinsdóttir. Tapað/fundið Svört taska týndist SVÖRT taska týndist laugardagskvöldið 15. apr- íl sl. sennilega á Glaum- bar. í töskunni var gsm- sími, peningaveski, lyklar ásamt ýmsum öðrum hlut- um sem eru eigandanum afar kærir. Skilvís finn- andi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 897-9707 eða 562-2858. Rykfrakki tekinn í misgripum SA sem tók svarbláan ryk- frakka í misgripum í erfi- drykkju i safnaðarheimil- inu við Háteigskirkju fimmtudaginn 13. apríl sl. er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 587-3709 eða skipta í Háteigskirkju, þvi þar var skilin eftir ljós- ari kápa með brúnum töl- um. Ljósblár Nokia 3210 gsm-sími týndist LJÓSBLÁR Nokia 3210 gsm-sími í svörtu leður- hulstri, týndist annaðhvort hjá Efstaleiti eða Hvassa- leiti eða þar í kring, mánu- daginn 17. apríl sl. Skilvís finnandi vinsamlegast hafi samband við Helga í síma 588-6627. Dýrahald Falleg Iæða fæst gefins FALLEG fjögurra mán- aða læða fæst gefins á gott heimili vegna óviðráðan- legra aðstæðna. Upplýs- ingar í síma 565-5607. Frá Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur TVEIR hundar eru í óskil- um á Hundahótelinu Leir- um. Annar er ljós smá- hundur og hinn er border collie. Þeir sem sakna þeirra vitji þeirra strax. Upplýsingar í síma 566- 8366 eða 698-4967. Hreiðar. Páfagaukur flaug út um gluggann PÁFAGAUKUR (gári), grænn og gulur á höfðinu, flaug út um gluggann á heimili sínu í Karfavogi 54 mánudaginn 24. apríl sl. Upplýsingar í síma 568- 7939. Páfagaukur í óskilum Dísarpáfagaukur fannst í Arnarsmára í Kópavogi sl. fimmtudag. Hann er grár með grænum kambi. Þeir sem kannast við fuglinn hafi samband í síma 564- 2473 eða 552-3286. Víkverji skrifar... EGAR Sjúkrahús Reykjavíkur og Landspítalinn voru samein- uð var það gert undir nafninu Landspítalinn - háskólasjúkrahús. Starfsemi þess í Fossvogi heitir því Landspítalinn - háskóla- sjúkrahús - Fossvogi. Þetta er þriðja nafnið sem þessi spítali ber á fáeinum árm og er því kannski ekki að undra að fólk sé orðið hálfruglað á hvað kalla eigi spíta- lann. Landspítali - háskólasjúkra- hús - Fossvogi er heldur ekki mjög þjált heiti og erfitt að nota í daglegu máli. Víkverji hefur orðið var við að mjög margir eru farnir að kalla þennan spítala Borgar- spítala, en það er það nafn sem sjúkrahúsið bar árum saman. Önnur opinber stofnun sem fengið hefur langt og óþjált nafn er Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn. Stofnunin varð til á sínum tíma þegar Landsbóka- safninu og Háskólabókasafninu var steypt saman í eina stofnun. Margir áttu þá von á að hin nýja stofnun yrði kölluð Þjóðarbók- hlaða, en það nafn hafði lengi ver- ið notað um húsið sem var árum eða áratugum saman í byggingu við Suðurgötuna í Reykjavík. Ein- hver togstreita mun hafa orðið um nafnið þegar sameinað bókasafn tók formlega til starfa og niður- staðan varð sú að búa til nafn sem nánast enginn notar. Flestir sem Víkverji umgengst tala um Þjóð- arbókhlöðuna eða jafnvel „Hlöð- una“. VÍKVERJI skrapp í Bláa lónið um páskana. Hann var ekki einn um að fá þá hugmynd að slappa af með fjölskyldunni í lóninu því að örtröð var á svæðinu. Þegar Víkverji kom á svæðið var biðröð við afgreiðsluna í hinu nýja glæsi- lega húsi Bláa lónsins og flestir skápar í búningsherbergjum að verða uppteknir. Raunar er dálítið einkennilegt hvað búningsklefarnir í þessu nýja húsi eru þröngir og leiðinlegir. Klefar eiga ekki að vera það þröngir að maður geti átt von á að fá olnbogann á næsta manni í andlitið eða að lítil börn sem eru í fylgd foreldra eigi það á hættu að verða troðin undir. Greinilegt er að starfsfólki gengur illa að halda klef- unum þurrum og aðlaðandi. Ekki bætir úr skák að mörgum gengur illa að átta sig á skápalæsingunum. Þetta er í annað skiptið sem Vík- verji kemur í Bláa lónið síðan það var flutt og í fyrra skiptið var ástandið í búningsklefum svipað. Að öðru leyti er mjög gaman að koma í Bláa lónið. Þar hefur tekist að byggja upp aðstöðu sem dregur til sín fjölda ferðamanna enda er umhverfið allt afar sérstakt. Vík- verji vill því þrátt fyrir allt hvetja landsmenn til að leggja leið sína í lónið. xxx AÐ eru slæmar fréttir sem ber- ast frá Zimbabwe þar sem stjórnvöld þar í landi hafa hvatt til eða a.m.k. látið átölulaust að fyrr- verandi hermenn stjórnarinnar ráðist á búgarða hvítra bænda og berji bændur og myrði. Víkverji hefur orðið var við að ýmsir sem hann hefur rætt við segi að þarna sé svörtum Afríkubúum rétt lýst. Þeir beiti villimannlegum aðferðum til að ná fram vilja sínum. Þessar aðgerðir virðast því vera fallnar til að kynda undir kynþáttahatur. Fréttaskýrendur hafa hins vegar bent á að það sem þarna sé í gangi sé fyrst og fremst tilraun Mugabe, forseta landsins, til að halda völd- um. Mugabe hefur í 20 ár fylgt sós- íalískri efnahagsstefnu sem hefur gjörsamlega mistekist. Landsmenn eru margir hverjir orðnir lang- þreyttir á slæmu efnahagsástandi og Mugabe óttast að hann tapi í kosningum sem fara eiga fram síð- ar á þessu ári. Hann grípur því til þess örvæntingarfulla ráðs að efna til múgæsinga í von um að vinna hylli kjósenda í dreifbýli. Mugabe er sekur um pólitíska misnotkun á valdi líkt og svo ótal- margir stjórnmálamenn víða um heim í nútíð og fortíð. Aðferð hans er að kynda undir átök kynþátt- anna í hans eigin landi. Það á án efa eftir að koma í ljós að þessi aðgerð á eftir að hafa neikvæð áhrif á efna- hag landsins og koma þannig niður á því fólki sem hann þykist bera fyrir brjósti. Kannski er þó verst að þessi aðgerð gefur fólki alls staðar í heiminum sem haldið er kynþátta- fordómum, m.a. á íslandi, ástæðu til að viðra skoðanir sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.