Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 66

Morgunblaðið - 27.04.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ^%þj ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiðil kl. 20.00 LÁNDKRABBINN — Ragnar Arnalds 9. sýn. fim. 27/4 örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 5/5 uppselt, 11. sýn. lau. 6/5 örfá sæti laus, 12. sýn. fös. 12/5 nokkur sæti laus, fim. 18/5. DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare 2. sýn. fös. 28/4 uppselt, 3. sýn. lau. 29/4 örfá sæti laus, 4. sýn. mið. 3/5 örfá sæti laus. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 30/4 kl. 14 örfá sæti laus, sun. 7/5 kl. 14 uppselt, sun. 14/5 kl. 14 örfá sæti laus, sun. 21/5 kl. 14. ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 30/4 örfá sæti laus, sun. 7/5. Takmarkaður sýningafjöldi. KOMDU NÆR — Patrick Marber Mið. 31/5. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. SmiSaóerkstœðið kt. 20.00: VÉR MORÐINGJAR — Guðmundur Kamban Fös. 28/4, lau. 29/4, fös. 5/5, sun. 7/5. Sýningum fer fækkandi. Litla stíiðið kt. 2030: HÆGAN, ELEKTRA — Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Sun. 30/4 nokkur sæti laus, fös. 5/5, lau. 6/5. Miðasalan er opin mánud.—þriðjud. kl. 13—18, miðvikud.—sunnud. ki. 13—20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200. thorev@theatre.is. LAHDi 2000 Sýningar eru eftirfarandi: Laugardagínn ,,, , . .W'*1 viA 29.aBrim.20 Laugardaginn 6. maí ki. 20 Fdsiudaginn 12.maikl.20 Pöntunarsími:5ö1-1384 BÍOLEIKHUS Bæjarleikhúsið v/Þverholt Mosfellsbæ Leikfélag Mosfellssveitar sýnir STRÍÐ í FRIÐI eftir Birgi J. Sigurðsson Leikstjóri: Jón Stefán Kristjánsson fim. 27. apríl kl. 20.30 Fös. 28. apríl kl. 20.30 Næstsíðasta sýningarhelgi. Miðapantanir í síma 566 7788. Lau. 29/4 kl. 14 örfá sæti laus Sun. 30/4 kl. 14 örfá sæti laus Sun. 7/5 kl. 14 Miðasala S. 555 2222 . Kiiíus ISI.I ASK \ oi*i:is \\ =J|IU Simi 5// 4200 VfiSHanam ( flutningl Bjarno Hauka lelkotjórn Slgurðar Sigurjónaaonar Sýningar hefjast kl. 20 fös 28/4 örfá sæti laus lau 6/5 örfá sætí laus ATH! Sýningin er ekki fyrir viðkvæma Miðasala: sími 551 1475 Miðasala opin frá kl. 13-19, mán.—lau. og aila sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Símapantanir frá kl. 10. L°f 1 y AÍi NKi GAMANLEIKRITIÐ tös. 12.5 kl. 21.00 ►íðustti sýningar fyrír sumarfrí Miðásala allan sólarhringinn í síma 552 3000 og á loftkastali@islanc)íá.is lau. 29/4 kl. 20.30 nokkur sæti fös. 5/5 kl. 20.30 örfá sæti lau. 13/5 kl. 20.30 nokkur sæti Bandalag Islenskra Leikfélaga Y IlUiI.HiKUí sýnir í Möguleikhúsinu við Hlemm Viðbrögð sín við Hávamálum ÉG SÉ EKKI MUNiN Leikstjóri: Þór Tulinius. 5. sýn. í kvöld fim. 27. apríl. 6. sýn. mán. 1. maí. Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 2525. Miðasala opin alla sýningardaga frá kl. 19.00. • 5 30 30 30 SJEIKLSPÍR EITnTS og hann LEGGIJR SIO fim 27/4 kl. 20 örfá sæti laus fös 28/4 kl. 20 UPPSELT fös 28/4 kl. 23 AUKASÝNING örfá saBÖ lau 29/4 kl. 20 UPPSELT fös 5/5 kl. 20 örfá sæti laus lau 6/5 kl. 20 nokkur sæti laus STJÖRNUR Á MORGUNHIMNI sun 30/4 kl. 20 nokkur sæti laus fim 4/5 kl. 20 örfá sæti laus sun 14/5 kl. 20 LEIKIR: HÁDEGISLEIKHÚS Kl. 12. sun 30/4, mið 3/5, www.idno.is 5 LEIKFELAG < REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHUSIÐ Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Cole Porter Sam og Bellu Spewack fim. 27/4 kl. 20.00 uppselt fös. 28/4 kl. 19.00 uppselt lau. 29/4 kl. 19.00 uppselt sun. 30/4 kl. 19.00 uppsett fim. 4/5 kl. 20.00 örfá sæti laus fös. 5/5 kl. 19.00 uppselt lau. 6/5 kl. 19.00 uppselt sun. 7/5 kl. 19.00 laus sæti fim. 11/5 kl. 20.00 laus sæti fös. 12/5 kl. 19.00 örfá sæti laus lau. 13/5 kl. 19.00 uppselt www.borgarleikhus.is Höf. og leikstj. Öm Árnason Sun. 30/4 kl. 14.00 örfá sæti laus Síðasta sýning Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eftir Jane Wagner Lau. 29/4 kl. 19.00 nokkur sæti laus fös. 5/5 kl. 19.00 lau. 6/5 kl. 19.00 Síðustu sýningar í Reykjavík íslenski dansflokkurinn □iaghilev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich Tónlist eftir Górecki, Bryars o.fl. V lifandi tónlist gusgus + Bix Takmarkaður sýningafjöldi Lau. 29/4 kl. 14.00 Síðasta sýning Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. I Sal? 5 5 IIIKFÉLA6 AKURIYRAR TOBACCO ROAD eftir Erskine Caldwell sýn. fös. 28/4 kl. 20 sýn. lau. 29/4 kl. 20 örfá sæti sýn. sun. 30/4 kl. 20 25% afsl. til handhafa Gulldebetkorta Landsbankans. Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Sími 462 1400. Laugavegi 62, slmi 511 6699 jFrábært skólatiiboð FÓLK í FRÉTTUM Raimveruleikinn, Raufarhöfn o g allt þar á milli TðNLIST G e i s 1 a d i s k u r ROKK OG RÓMANTÍK ROKK og rómantík, geisladiskur Stefáns Oskarssonar. Stefán syng- ur en upptökustjórn, undirleikur, útsetningar og hljóðblöndun var í höndum Borgars Þóarinssonar. Um röddun sáu Einar E. Sigurðsson og Halldór Þ. Þórólfsson. Lögin eru eftir Stefán G. Óskarsson en textar eru eftir Birgi Henningsson fyrir utan textann við „Eg sá þig úti á gólfi“ sem er eftir Stefán og þeir fé- lagar semja textann við „Til henn- ar“ í sameiningu. 24,34 mín. Stefán G. Óskarsson gefur út. ÞAÐ er til ákveðinn undirflokkur í íslenskri tónlistarmenningu sem til þessa heíúr verið undanskilin fræði- legum skilgrem- ingum. Menn tala um kvenna- rokk og Skaga- popp en sú stefna sem ég er að tala um er enn þá vita nafnlaus. Engu að síður tilhéyra henni, eins og flestum stflbrigð- um tónlistar, ákveðin sameig- inleg einkenni og reglur sem iðkend- ur hennar fylgja. Þessi tónlist er oft- ast fremur einföld, þijú grip í mesta lagi og útsetningar og annað slíkt skraut í lágmarki. Oft beita flytjend- urnir, sem eru vanalega fullorðnir karlmenn á miðjum aldri, fyrir sig af- ar vafasömum nálgunum við lögin, hljóðfæraleikur oft í „hallærislegri“ kantinum og iðuleg á skjön við það sem er að gerast í dægurlagaheimi nútímans. Yrkisefnin eru vanalega einfaldir ástaróðar og misvitrar vangaveltur um fallvaltleika veraldarinnar en stundum læðast inn áköll um að fólk skelli sér á dansiball og ekki er óal- gengt að texamir séu einfaldlega súr- realískar steypur í hæsta gæðaflokki. Konungur þessarar tegundar dæg- urtónlistar er Gunnar nokkur Jökull en aðrir þeir sem unnið hafa innan hennar era menn eins og Guðmundur Valur, Hallbjöm Hjartarson, Rúnar Hart, Guðmundur Haukur „hjarta- tromp“ og Hai'aldur Guðni Bragason kenndur við íyrirbærið Emblu. Að- spurðir segjast þeir einatt „hafa orðið að gera þetta“ og lýsa því hvernig þeir hafi safnað saman lögum í sarp- inn í gegnum tíðina. Algengt er að þeir gefi diskana út sjálfir og annað sterkt einkenni er umslagshönnun sem er ávallt út úr kú. En það einkenni sem er tvímæla- laust mest heillandi við þennan undir- flokk er sú staðreynd að flytjendumir era alltaf fullkomlega einlægir í því sem þeir eru að gera. Hinir kaldranalegu myndu kannski kalla þetta „plebbapopp" og það má gæla við nafngiftir eins og „skrif- borðsskúfupopp“ eða „alþýðupopp“. Það færi þó kannski best á að kalla þetta einfaldlega „hamfarapopp" til heiðurs plötunni sem ruddi brautina, frumburð Gunnars Jökuls, en það má líka færa rök íýrir því að flytjendur faiá ákveðnum hamförum á þessum geislaplötum sínum. Platan „Rokk og rómantík" tilheyr- fr sannarlega undanfömum flokkun- um. Mér er sagt að höfundurinn, Stef- án G. Óskarsson, sé helsti trúbador Raufarhafnar og þreytir hann hér frumraun sína á plasti. Útkoman er vel viðunandi og snertir á flestum til- brigðum hamfarapoppsins. Styrkur plötunnar liggur helst í textunum sem eru oft og tíðum ótrúlegir og þótt þeir séu kannski fremur óhaglega ortír er skemmtigildi þeirra ótvírætt. í laginu „Ég sá þig úti á gólfi“ segir t.d.: „En svo var nóttin búin, ég labb- aði lúinn heim. En þá var ég tekinn og borinn eitthvað í geim“. Viðhorf til kvenþjóðarinnar í textunum getur einnig verið allrosalegt: „Ég er og verð aldrei einnar konu maður enda nóg til af þeijn um allan heim“ segir á einum stað. í laginu „Hjákonan" er að finna eftirfarandi skáldamál: „Mér finnst eins og alltaf ég sakni þín, þeg- ar heima tuðar gamla kerlingin mín. Þú ert og verður alltaf hjákonan mín“. I vangaveltum um hlutverk nú- tímakonunnar segir: „Eigum við karl- menn ekki að hugsa okkar gang? Taka til hendinni svo þessar elskur geti dúllað meira við sig.“ Hvað ætlj ungliðamir í Bríet segi við þessu? I laginu „Misréttið“ gerist Stefán svo rammpólitískur: „Ef þú fæðist í þorpi sem byggt er á kvóta munt þú bless- unar (sic) njóta“ segir þar og Stefán spyr: „Því er lífið einum auðvelt, öðr- um erfitt og flestum skítt?“ Eins og sjá má er þessi plata textalega séð gullnáma. Hljóðfæraleikur á plötunni er í þynnra lagi, mikill hljóðgervlakeimur yfir öllu og sumir hljóðfærasprettim- ir komnir áratugum yfir síðasta sölu- dag. Lögin sjálf eru einfaldir slagarar, ballöðurnar eru bestar en hraðari lög- in minna helst á Geirmund Valtýsson á slæmum degi og það telst afar seint til hróss. Bakraddir eru slappar og dauflegar og söngur Stefáns sjálfs er ekki upp á marga fiska þó að rödd hans hafi einkennilegan sjarma. Stef- án ýmist dregur seyminn eða styttir til að koma illa ortum kveðskap fýrá' í sönglínunni og röddin er einhvers konar blanda af Ladda, Megasi, Geir- mundi og Gylfa Ægissyni. Umslagshönnun er eins og við mátti búast hreinasta hörmung. Ég er fyrir lifandi löngu hættur að láta mér bregða við þetta og nokkuð viss um að ég yrði vonsvikinn ef umslags- hönnunin væri á annan veg. Svona á að gera þetta í hamfarapoppinu. Þessi geislaplata Stefáns er eins raunveruleg, einlæg og ástríðufull og framast er unnt og ég mæli eindregið með því að áhugafólk um athyglis- verða tónlist kynni sér hamfarapopp- ið. Þetta er langt frá því að vera eitt- hvað gamanmál eða eins og Stefán segir: „Ég syng með stolti og iem minn gítar með von um þökk frá guði síðar.“ Arnar Eggert Thoroddsen Stefán Óskars- son frá Raufar- höfn. Bréfin hans Epsteins BRÉF, dagbækur og aðrir persónulegir hlut- ir sem voru í eigu Bri- ans Epsteins, umboðs- manns Bítlanna, fara nú á uppboð, 33 árum eftir dauða hans en hann lést af of stdrum skammti eiturlyfja. Uppboðið fer fram í uppboðshúsi Christie’s í London í dag. Meðal þess sem fer á uppboðið er bréf frá Paul McCartney, skrifað árið 1966, ogjdlakort Bréf frá Paul McCartney verða m.a. boðin upp. frá John Lennon, skrif- að sama ár. Einnig er þar að finna gldsubdk sem Epstein átti en flestir telja að hann hafi átt stærstan þátt í því að Bítlarnir urðu eins frægir og raun ber vitni. f gldsubdkinni segir hann frá erfiðri æsku sinni og hvernig hann tdkst á við forddma vegna samkynhneigðar sinnar og þunglyndis sem hann glímdi við í mörg ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.