Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur í 10. bekk héldu upp á lok samræmdra prófa með ýmsu móti í gær Skemmti- ferðir í til- efni prófloka SAMRÆMDUM prófum í 10. bekk lauk í gær og héldu nemendur upp á það með ýmsum hætti. I mörgum skólum hafa á undanförnum árum verið skipulagðar skemmtiferðir fyrir nemendur í til- efni prófloka og hefur það yfirleitt mælst vel fyr- ir meðal kennara, nemenda og foreldra. Meðal skóla sem buðu nemendum sínum í ferðalag í gær var Langholtsskóli og var ferðin skipulögð af kennurum, starfsfólki félags- miðstöðvarinnar Þróttheima og foreldrafélag- inu. Farið var í þriggja daga ferð um Snæfellsnes og meðal þess sem er á dagskrá er skíðaferð á Snæfellsjökul og sigling frá Stykkishólmi um Breiðafjörð. Lagt var af stað eftir hádegi í gær og komið verður heim seinni partinn á föstudag. Rúmlega 50 nemendur fóru í ferðina en það eru nær allir nemendur þriggja bekkjardeilda 10. bekkjar skólans. Umsjónarkennarar bekkjanna þriggja fóru einnig ásamt tveimur starfsmönnum Þrótt- heima. ErnaM. Sveinbjarnardóttir, skólastjóri Lang- holtsskóla, segir að bæði nemendur og kennarar skólans séu afar ánægðir með að halda upp á lok samræmdu prófanna á þennan hátt. „Þetta er íþriðja sinn sem svona ferð er farin. Átaksverkefni til að nýta orku betur á „köldum svæðum“ ýtt úr vör Reynt að vekja almenning til umhugsunar um betri orkunýtingu Orkudagar, átaksverkefni til að nýta orku betur á þeim svæðum þar sem hús eru hituð upp með rafmagni, var kynnt í gær. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðarráðherra, kynnti átaksverkefnið, en með henni á mynd- inni er Ragna Karlsdóttir, Orkustofnun, sem cr verkefnisstjóri. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nær allir nemendur 10. bekkjar Langholtsskóla fóru í ferðalag upp á Snæfellsnes í gær. Ég tel að þessi góða þátttaka sé að mörgu leyti vegna þess að krakkarnir hafa frétt hversu vel tókst til þessi tvö ár sem farið hefur verið,“ segir Erna. f Breiðholtsskóla skipulögðu foreldrar nem- enda 10. bekkjar óvissuferð. 24 nemendur af 32 tóku þátt í henni ásamt. 19 foreldrum. Meðal þess sem boðið var upp á var ferð niður Hvítá á gúmmíbátum og sundsprettur í Bláa Lóninu. „Þetta var gert í fyrra og svo virðist sem það sé að komast hefð á þetta,“ segir Magnús Jóns- son, stigsstjóri unglingastigs Breiðholtsskóla. „Það kom okkur þægilega á óvart hversu mikil þátttaka var og góð stemmning var fyrir þessu hjá nemendum, en þeir voru mjög spenntir þegar þeir lögðu af stað.“ Lítil sem engin ölvun í Kringlunni og miðbænum Að sögn lögreglunnar í Reylqavík voru ólæti unglinga með minnsta móti í gær. Fáir söfnuðust saman í Kringlunni eins og undanfarin ár og þurfti lögreglan aðeins að hafa afskipti af fjórum unglingum þar vegna ölvunar. Fáir unglingar voru á ferli í miðbænum í gærkvöld og sagði lög- reglan að varla væri hægt að segja að þeir hefðu safnast þar saman. Nokkir hefðu verið þar á stangli en ekki hefði ölvunsést á þeim ölvun. ORKUDÖGUM, átaksverkefni á þeim landsvæðum þar sem hús eru hituð upp með rafmagni, verður ýtt úr vör um helgina, en markmiðið með þeim er að vekja almenning til um- hugsunar um hvernig spara megi orku og nýta hana betur. Hefjast þeir í Ólafsvík á laugardaginn kemur og Grundarfírði á sunnudag og verða síðan í framhaldinu haldnir á ýmsum stöðum á landsbyggðinni, en þeir eru haldnir í samráði við sveitarstjómir á hverjum stað. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagði á blaðamannafundi þar sem átakið var kynnt, að til þess væri efnt til að draga úr orkunotkun, einkum hjá þeim sem notuðu óvenju mikla orku til húshitunar og vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Byrjað yrði á Snæfellsnesi og Vest- fjörðum í þessum mánuði og síðan yrði haldið áfram í haust og teknir fyrir aðrir landshlutar. Átakið ætti rætur að rekja til starfshóps sem iðn- aðar- og viðskiptaráðherra hefði skipað árið 1995, en í honum hefðu átt sæti fulltrúar iðnaðar- og við- skiptaráðuneytisins, alþingismenn, fulltrúar orkufyrirtækja, sveitarfé- laga, Orkustofnunar og Rannsókna; stofnunar byggingariðnaðarins. í framhaldi hefði verið sett á laggimar verkefnisstjóm. Faríð á 16-18 staði á landinu Farið verður á 16-18 staði víðsveg- ar á landinu vegna átaksins, en auk Vesturlands og Vestfjarða er þar einkum um að ræða staði á Austur- landi, auk staða víða á Norðurlandi og Norðausturlandi. Eftir dagana í Ólafsvík og í Gmndarfirði um næstu helgi verður orkudagur í Búðardal laugardaginn 13. maí og á Hólmavík daginn eftir. Laugardaginn 20. maí verður orkudagur á ísafirði og á Pat- reksfírði sunnudaginn 21. maí. Á orkudögunum geta gestir nálg- ast upplýsingar um eigin orkunotkun og orkukostnað og fengið hollráð um hvernig þeir geti nýtt orkuna betur. Fyrirtæki í byggingariðnaði efna til sýninga á vömm og þjónustu sem tengjast orkunýtingu og orkufyrir- tæki verða kynnt og fluttir fyrirlestr- ar um orkuspamað í daglegu lífi. Þá munu orkufyrirtæki senda húsráð- endum á þessum svæðum, þar sem hús era hituð upp með rafmagni, bréf með ábendingum um orkunotkun við húshitun og hvatningu um að kynna sér hvort notkunin sé innan eðlilegra marka miðað við stærð húss í hverju tilviki. Einnig verður útbúið fræðslu- og kynningarefni fyrir almenning og verkefni hefur verið útbúið fyrir gmnnskólanemendur, en það felur í sér að þeir afli sér ýmissa upplýsinga um eigið húsnæði, veðurfar og meðal- hita innandyra og reikni síðan út orkuþörfina við upphitun húsanna. Þá er í tengslum við orkudagana haldið námskeið fyrir tæknimenn sveitarfélaganna um það hvað hægt sé að gera til að spara orku við upp- hitun húsnæðis. Fram kom að raforkunotkun til húshitunar ræðst af ýmsum þáttum, einkum veðurfari, húsakosti og notkunarvenjum. Talið sé að eðlileg notkun sé á bilinu 70-90 kílówatt- stundir á ári á hvem rúmmetra hús- næðis, en notkunin sé í mörgum til- vikum meiri en það og jafnvel séu dæmi um meira en tvöfalt meiri orkunotkun en þetta eða allt upp í 200 kWst á rúmmetra. Gera megi ráð fyrir að úrbóta sé þörf á að minnsta kosti 5-6% húsnæðis á þessum svæð- um, en samanlagt er talið að á þeim séu um 9-10 þúsund heimili. Sérstakur útlánaflokkur í undirbúningi Valgerður sagði að á vegum iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytisins, félags- málaráðuneytisins og Ibúðalánasjóðs væri verið að kanna möguleika á því að setja á laggirnar sérstakan útlána- flokk fyrir þá íbúðareigendur á köldu svæðunum sem hygðust gera úrbæt- ur á húsnæði sínu til þess að minnka hitunarkostnað. Lánin yrðu af stærð- argráðunni 200-300 þúsund krónur, á viðráðanlegum kjömm. Hún teldi mjög æskilegt að hægt yrði að bjóða upp á þetta, því það gæti verið nokk- ur kostnaður samfara því að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi. Fréttir af mbl.is á miðunum Mikil bót fyrir sjómenn SJÓMÖNNUM á hafi úti gefst frá og með deginum í dag færi á að fylgjast með fréttum Morgunblaðs- vefjarins mbl.is um Þjónustubanka Radíómiðunar. Fréttirnar era upp- færðai- á klukkutíma fresti og að auki býðst sjómönnum hvern mið- vikudag efni úr Verinu, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg. Ingvar Hjálmarsson, forstöðu- maður netdeildar Morgunblaðsins, og Jóhann Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Radíómiðunar ehf., fagna samstarfinu og leggja áherslu á að þjónustan sé vemleg bót fyrir sjómenn. Aðgangur sjómanna á miðunum að fréttum á Netinu hefur að vísu verið tæknilega mögulegur um skeið en varla raunhæfur, að sögn Jóhanns Bjarnasonar. „Þau kerfi sem em hagkvæmust í rekstri og ódýrasti búnaðurinn hafa mjög litla flutningsgetu. Með þessum tækjum ferðu ekkert inn á Netið. Tæknin er til en notkunin yrði alveg óheyrilega dýr og búnaðurinn sem til þarf líka,“ sagði Jóhann. Ástæðan fyrir því að hægt er að sækja upplýsingar af Þjónustubanka Radíómiðunar af miðunum er að upplýsingarnar eru sérsniðnar þannig að síðan verði eins einföld í sniðum og mögulegt er og þar af leiðandi létt í vöfum. Göð viðbrögð við þjónustunni Þjónustubanki Radíómiðunar hefur stækkað ört frá því faríð var að huga að opnun hans fyrir um það bil þremur áram. Nú hefur hann meðal annars að geyma upplýsingar um veður, lokanir á miðunum, fiskmarkaði og gengisski-áningu. Jóhann segir að það sé í eðlilegu framhaldi af þessari stækkun að haft var samband við Morgunblaðið. Þjónustan hefur nú verið prófuð um borð í togurum við góðar undir- tektir. „Við höfum fengið mjög sterk viðbrögð," sagði Jóhann og bætti við „það er ekki að ástæðu- lausu að Morgunblaðið er keypt inn á meirihluta íslenskra heimila." Greiða þarf mánaðargjald fyrir aðgang að Þjónustubanka Radíó- miðunar. ---------------- Jarðskjálfta- hrina norður af Grímsey JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst í gær um 10 kílómetra norðaustur af Grímsey. Mestu skjálftarnir voru um sjöleytið í gærmorgun en sá stærsti var um 3,1 stig á Richter. Að sögn jarðskjálftavaktar Veð- urstofu Islands hafa um 60 skjálftar mælst, en virkni fór mjög minnk- andi. Sérblöð í dag tzsmm Morgunblaðinu í dag fylgir tímaritið 24-7. Útgefandi: Alltafehf. Ábyrgðarmaður: Snorri Jónsson 4 wm m.. íprúiiir Eiður Smári með sigurmark Bolton gegn Woives/C3 íri á leið til knattspyrnuliðs Stjörnunnar/Cl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.