Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 13

Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 13 Leiðtogi norskra bindindismanna kynnir breyttar baráttuaðferðir Vínbann ekki á dagskrá núna NORSKI bindindisfrömuðurinn Bjorn Skau sótti íslenska góðtempl- ara heim í liðinni viku og kynnti þeim róttækar breytingar á starfi norskra templara síðustu árin. Svipaðar breytingar hafa einnig verið gerðar í Svíþjóð og telur Skau að á vissan hátt sé um að ræða viðbrögð vegna vax- andi hneigðar í átt til frjálsræðis í áfengismálum í þessum löndum, auk þess sem neysla fari hratt vaxandi. Skau hefur komið víða við, var um hríð ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytinu í Ósló og gegndi embætti dómsmálaráðherra í fyrstu ríkisstjórn Gro Harlem Brundtland 1981. Hann var formaður norsku góðtemplarareglunnar og til skamms tíma forseti ráðs norrænna góðtemplara. „Hreyfingin er ekki stór ef félaga- talan er höfð í huga. Norska reglan skiptist í nokkur ólík félög sem öll eiga aðild að alþjóðasambandi góð- templara, IOGT. Við erum með ungl- ingasamtök og bamasamtök og tvenn samtök fyrir fullorðna. Alls eiu félag- arnirrúmlega 10.000.“ Stúkufundir barna aflagðir „A undanförnum árum og einkum tvö síðustu árin höfum við gert grundvallarbreytingar á starfinu. Við leyfum nú félögunum sjálfum að ákveða hvernig form þeirra vilja hafa á starfinu. Barna- og unglingasam- tökin skiptast að jafnaði ekki í stúkur lengur. Við viljum ekki vera samtök sem láta sér nægja að vera, við viljum líka gera, vera virk. Pessari stefnu fylgj- um við fram með ýmsum hætti og leggjum æ meiri áherslu á að fá inn nýja félaga sem ekki ætla eingöngu að njóta samskipta við aðra bindindis- menn heldur vilja einnig taka þátt í að leysa verkefni í samfélaginu, vinna þar að bindindismálum meðal ann- arra. Mér virðist að þessi stefnumót- un sé nú farin að bera ávöxt. Starfið meðal barnanna er að sjálf- sögðu mjög mikilvægt. Við erum ekki lengur að reyna að fá þau til að taka þátt í stúkufundum heldur til þátt- töku í leikstarfsemi og öðru tóm- stundastarfi. Einnig vil ég nefna að við höfum sett á laggirnar ráðgjafarmiðstöð fyr- ir sveitarfélögin. Þar geta þau fengið aðstoð okkar við að skipuleggja andóf gegn áfengisnotkun á staðnum og þá með áherslu á forvamir. Auk þess er- um við þar með fræðslu fyrir stjórn- málamenn og þá starfsmenn sveitar- félagsins sem vinna að áfengisvörnum. Annað sem við erum nú byrjuð að gera er afar óhefðbundið. Við höfum efnt til námskeiða fyrir fólk í veitinga- rekstri, þá sem reka krár og stærri staði. Samkvæmt nýjum lögum um áfengismál á fólkið að fara í próf til að sýna að það kunni ákvæði laganna um þessi mál og þessa kunnáttu getur það nú öðlast á námskeiðunum okkar. Við höfum nú í meira en þijú ár rekið starfsemi fyrir fjölskyldur, við nefnum hana Sterk og klar. Við höf- um samband við fólk fyrir tilstuðlan skólanna og markmiðið er að foreldr- ar og böm semji um það sín í milli hvemig taka skuli á vandamálum í tengslum við áfengi og fleira. Það er athyglisvert að það em ekld bara for- eldrar sem eiga við vanda að stríða vegna misnotkunar bama sinna á þessum efnum heldur þurfa mörg börn á hjálp að halda vegna áfengis- misnotkunar hinna eldri. Oft kemur í Ijós að bömin hafa ekki þorað að ræða þessi mál opinskátt við foreldra sína.“ Símaþjónusta fyrir börn „Eitt af ráðunum er símaþjónusta sem við höfum rekið í nokkur ár íyrir böm sem em þjökuð af áfengismis- notkun fullorðinna. Þessi vandi hefur verið hunsaður víða um lönd, gert er ráð fyrir að fjöldi slíkra bama í Nor- egi einum sé vel yfir 100.000. Við töl- um við þau, stundum getum við gefið þeim ráð, sagt þeim hvar þau geti fengið aðstoð en við tökum ekki að okkur neina meðferð. Lítill, vel þjálf- aður hópur af fólki á hveijum stað annast símaþjónustuna." Hann er spurður hvort hreyfingin beijist sem fyrr gegn allri áfengis- notkun, hvort vínbann sé enn mark- miðið. Morgunblaðið/RAX Bjorn Skau, bindindisfrömuður frá Noregi. „Já, en við störíúm með fólki sem hefur aðra skoðun í þessum efnum. Við verðum að greina á milli þess ann- ars vegar að vinna gegn fíkniefnum og hins að vera sjálfur bindindismað- ur. Þetta er spuming um persónulega afstöðu hvers og eins. Við fögnum öll- um sem vilja vinna gegn misnotkun áfengis og fíkniefna en álítum að í hveiju þjóðfélagi þurfi að vera til vettvangur fyrir þá sem alls ekki neyta áfengis. En þegar rætt er um algert bann við neyslu áfengis er það stefna okkar að málið verði ekki á dagskrá fyrr en mikill meirihluti þjóðarinnar vill slíkt bann, jafnvel meira en tveir af hverj- um þremur. Bann virkar ekki nema afgerandi meirihluti styðji það.“ 10-50% afsláttur af hreinlætis- og blöndunartækjum HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.