Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Síminn gerir samning við Ericsson Síteng’ing’ við Netið og marg- faldur hraði SÍMINN hefur samið við Ericsson í Danmörku um kaup á búnaði sem gerir kleift að tífalda flutningshraða í GSM-kerfi Símans og bjóða upp á sítengingu við Netið. Búnaðurinn hefur m.a. í för með sér að WAP- þjónusta Símans verður hraðvirkari. Aðilar samningsins vænta þess að búnaðurinn verði að fullu kominn í notkun í lok ársins. I fréttatilkynningu frá Símanum og Ericsson segir að samningurinn sé eðlilegt framhald af mikilli stækk- un GSM-nets Símans, en notendur þess eru nú um 110 þúsund. Með hin- um nýja búnaði, sem byggist á svo- kallaðri GPRS-lausn, er búið í hag- inn fyrir framtíðina, að sögn Olafs Indriðasonar forstöðumanns far- símakerfa hjá Símanum. „Með GPRS verður farsímanetið raunverulegt gagnanet og takmark- ast ekki við flutning samtala. Not- endur farsíma verða alltaf í sam- bandi og fá þannig á svipstundu samband við intemet- og WAP-þjón- ustu og fleira," segh- Olafur. Hann bendir á að þar með verði óþarfi að hringja í þjónustuaðila sem selja að- gang að Netinu og telur að þessi háttur gefi nýja notkunar- og við- skiptamöguleika. Islensk málnefnd gerir samþykkt vegna breytinga á stjórnsýslu •• Ornefni hverfa ekki þótt ný sveit- arfélög verði til Frjálslyndi flokkurinn og útvarpsstjóri Vill skrif- lega skýr- ingu SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, hefur í bréfi til Markúsar Arnar Antons- sonar útvarpsstjóra óskað eftir skriflegri skýringu á því hvernig það samræmist lögum um fyllstu óhlutdrægni að boða fjóra af fimm formönnum þingflokka til viðræðna í Kastljósi um stöðu þingmála. í bréfi Sverris til útvarpsstjóra er honum þökkuð afsökunarbeiðni útvarpsstjóra og einnig afsökunar- beiðni umsjónarmanns Kastljóss en síðan segir: „Þér leggið áherzlu á óhlutdrægni Ríkisútvarpsins, sem vonlegt er, enda mælt fyrir um hana í lögum. En hvernig það samræmist lögum um fyllstu óhlut- drægni í dagskrárgerð að boða að- eins fjóra af fimm formönnum þingflokka til að ræða stöðu þing- mála á síðustu dögum þingsins - og þar bar hæst þennan dag um- ræðu í þingi um fiskveiðistjórnar- mál, sem Frjálslyndi flokkurinn hafði forgöngu um - er óskað eftir að fá skriflega skýringu á.“ Stálu bifreið á reynslulausn TVEIR ungir menn voru hand- teknir í Reykjavík í aðfaranótt miðvikudags, ölvaðir á stolinni bif- reið. Þeir eru báðir á reynslulausn og sérstökum vímuefnaskilyrðum. Annar þeirra losnaði úr síbrota- gæslu skömmu fyrir páska er hér- aðsdómur hafnaði kröfu lögreglu um áframhaldandi gæslu. Þá handtók lögreglan tvo menn eftir húsleit á miðvikudagskvöld og færði til yfirheyrslu. I fórum þeirra fundust 40 grömm af hassi og u.þ.b. 20 grömm af amfetamíni, auk þess sem hald var lagt á nokkra gsm-síma og innbrots- tækjabúnað. Stafkirkja rís í Heimaey BYRJAÐ er að reisa í Vestmanna- eyjum stafkirkju af sömu gerð og reistar voru í Noregi á upphafs- árum kristni þar í landi fyrir 1000 árum. Fjórir norskir smiðir eru komnir til Eyja sérstaklega til að reisa kirkjuna en áætlað er að vígja hana 30. júlí næstkomandi að við- stöddum fyrirmennum. Mun Har- aldur Noregskonungur sjálfur hafa hug á því að verða viðstaddur at- höfnina ásamt eiginkonu sinni, Sonju. Kirkjan er þjóðargjöf Norð- manna til íslendinga í tengslum við 1000 ára kristnitökuafmælið hér á landi en íslenska ríkisstjórnin legg- ur til stofnframlag til að kirkjan fái umgjörð við hæfí á Heimaey. Fyrir- tækið Stokk og Stein í Lom í Nor- egi hefur unnið að smíði kirkjunnar og nánast byggði hana upp innan dyra þar ytra. í aprfl var kirkjan síðan flutt í einingum til Íslands og er fullnaðarsmíði hennar nú hafín. Kirkjan mun standa fyrir miðjum syðri hafnargarðinum í Heimaey en kirkja sú sem Hjalti Skeggjason reisti árið 1000 mun hins vegar hafa verið norðan innsiglingar- innar á Hörgaeyri. I vetur hefur verið unnið að kirkjustæðinu en Pétur Jónsson landslagsarkitekt hannaði umgjörðina. Verið er að hlaða garða í gömlum stfl í kring- um kirkjuna, sem og gangstíga, en sjálfur hafnargarðurinn verður lóð kirkjunnar með lýsingu, munstur- steypu og sérstakri kirkjubygg- ingu. ÍSLENSK málnefnd hefur gert samþykkt þar sem segir að gefnu til- efni vilji nefndin vekja athygli á því að ekki sénauðsynlegt að dagleg málnotkun fylgi í einu og öllu skipu- lagsbreytingum eða breytingum á venjum í opinberri stjórnsýslu. „Sameiningu sveitarfélaga fylgja oft nýjar eða breyttar nafngiftir. Meðal nýlegra nafna á sveitarfélög- um sem fengið hafa staðfestingu fé- lagsmálaráðuneytis eru Sveitarfé- lagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Ai-borg, ísafjarðarbær o.fl. Þessum og þvílíkum breytingum þurfa hins vegar ekki að fylgja breytingar á nafnanotkun í daglegu tali. Sá sem þjó á Selfossi áður en Sveitarfélagið Arborg varð til býr eftir sem áður á Selfossi, sá sem bjó á Kjalarnesi býr þar enn þótt Kjalarneshreppur hafi sameinast Reykjavík o.s.fr,“ segir í samþykkt nefndarinnar. Ekki þarf að kasta fyrir róða gömlum veðurheitum Kristján Árnason, formaður ís- lenskrar málnefndar, segir að borið hafi á því að sumir haldi að gömul örnefni hverfi þegar ný sveitarfélög verða til. íslensk málnefnd hafi séð ástæðu til að benda á þetta. I samþykkt Islenski-ar málnefnd- ar segir epnfremur: „Enda þótt Veð- urstofa íslands taki upp þá ný- breytni að lýsa vindhraða í metrum á sekúndu er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að kasta fyrir róða orðum sem áður hafa tíðkast um vindhraða svo sem orðunum andvari, kul, stinningskaldi og stormur. Ekki verður annað séð en að hin hefð- bundnu heiti megi nota jafnt í dag- legu tali sem í veðurfregnum frá Veðurstofu Islands." Kristján segii- að ekki sé ástæða til að óttast að þessi orð séu að falla út úr málinu. Hann tekur undir með þeim sem segja að það sé ekki hlut- verk Alþingis að stjórna daglegri málnotkun og vísar þar til umræðna nýlega á þingi um orðanotkun við veðurlýsingar. Hann bendir á að ábyrgð Veðurstofunnar sé einnig mitól því hún hafi áhrif á málnotkun- ina. Engin ástæða sé til þess að Veð- urstofan af breyti framsetningu veð- urfregna. Umhverfísráðherra um framkvæmd samnings um líffræðilega fjölbreytni Fjárskortur hefur haml- að vinnslu skýrslu HEILDARKOSTNAÐUR af aðild íslands að alþjóðasamningnum um líffræðilega fjölbreytni nam á árunum 1995-1999 ríflega 8 milljónum kr. vegna aðildargjalda, ferðakostnaðar og vinnuframlags Náttúrufræðistofnunar Islands. Ekki er gert ráð fyrir fé til framkvæmdar samningsins í fjárlögum þessa árs en í ferða- áætlun umhverfisráðuneytisins er gert ráð fyrir kostnaði við að senda einn fulltrúa til þátttöku á fimmta þingi aðildarríkja samningsins, sem hefst í Nairobi í Kenýa 15. maí næstkomandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ski-if- legu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, um fram- kvæmd samningsins sem undirritaður var á Ríó-ráðstefnunni 1992 og staðfestur formlega af íslands hálfu árið 1994. Kemur ennfremur fram að dregist hefur að skila til skrifstofu samningsaðila skýrslu ís- lands um líffræðilega fjölbreytni hér á landi en eindagi til að skila skýrslunni var í janúar 1998. Er ástæðan sögð sú að skort hafi nauðsynlegar upplýsingar og fé til þess að ljúka vinnslu skýrslunnar. Hins vegar liggi fyrir drög að skýrslunni í umhverfisráðuneytinu og að stefnt sé að því að ljúka gerð hennar og senda til skrifstofu samningsins á næstu mánuðum. Skipuð samráðsnefnd í febrúar 1998 Fullyrt er að ráðuneytið hafi tekið mið af ákvæðum samningsins um líffræðilega fjöl- breytni við gerð frumvarpa til laga undanfarin misseri og að unnið sé markvisst að því að styrkja grundvöll fyrir framkvæmd hans hér á landi. Hins vegar hafi komið í ljós að til þess að ná yfir öll áherslusvið samningsins og í umfjöll- un á þingum aðildarríkja væri nauðsynlegt, vegna eðlis hans og þess hversu víðtækt gildis- svið hans er, að fleiri ráðuneyti en umhverfís- ráðuneytið og stofnanir þess kæmu að honum. Var því í febrúar árið 1998 skipuð sam- ráðsnefnd um samninginn með aðild utanríkis- ráðuneytis, sjávarútvegsráðuneytis og landbún- aðarráðuneytis, auk umhverfisráðuneytis og Náttúrufræðistofnunar íslands. Hefur um- hverfísráðuneytið að undanförnu undirbúið gerð framkvæmdaáætlunar fyrir samninginn hér á íslandi og hyggst á næstunni hefja nánari útfærslu hennar í samvinnu við samráðsnefnd- ina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.