Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 20
20 FÍMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 moégun'blaðið AKUREYRI Herflutningavél með rússneskt keppnislið lendir á Akureyri Formaður framkvæmdanefndar óhress með seinagang við hönnun viðbyggingar Amtsbokasafnsins Oánægja með drátt á hönnun viðbyggingar Morgunblaðið/Kristján Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður skoðar gamalt líkan af Amtsbóka- safninu og fyrirhugaðri viðbyggingu sem hann er farið að lengja eftir. RÚSSNESK herflutningavél með 16 manns innanborðs, vélsleða og búnað lendir á Akureyrarflugvelli um kl. 14 í dag, fimmtudagin 4. maí. Um er að ræða fjögurra manna rússneskt keppnislið, að- stoðarfólk og blaðamenn sem taka þátt í og ætla að fylgjast með al- þjóðlegri vélsleðakeppni sem Vél- sleðaklúbbur Ólafsfjarðar og Kapp- akstursklúbbur Akureyrar halda í miðbæ Ólafsfjarðar um helgina. Vélsleðamótið hefst kl. 13 á laug- ardag, en meðal þátttakenda eru bestu snjókrossmenn hérlendir, sem og keppendur frá Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi auk Rússanna. Nú er verið að aka snjó inn í mið- bæ Ólafsfjarðar til að búa til braut- ir fyrir keppnina. Að lokinni keppni verður haldin grillveisla í miðbænum fyrir keppendur og gesti. Marinó Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sportferða, sem sá um skipu- lagningu vegna komu rússneska liðsins í samvinnu við rússneska sendiráðið, sagði að mikið yrði um að vera í Ólafsfirði og undirbúning- ur í fullum gangi. Þátttakendur yrðu um 20 talsins en ómögulegt væri að geta sér til um hversu margir áhorfendur yrðu, þeir gætu orðið á bilinu 1.000 til 2.000 talsins. FRAMKVÆMDANEFND Akur- eyrarbæjar hefur lýst yfir megnri óánægju sinni með það hvað dregist hefur að ljúka hönnun á viðbygg- ingu Amtsbókasafnsins. Ásgeir Magnússon, formaður fram- kvæmdanefndar, sagði að teikning- ar hefðu enn ekki borist en að bæj- arstjórn hefði verið búin að ákveða að fara af stað með verkið á þessu ári. Ásgeir sagði að rætt hefði verið við hönnuði hússins á síðasta ári, til að tryggja að hægt yrði að bjóða verkið út um síðustu áramót og steypa húsið upp að öllu leyti í ár. „Hönnuðirnir töldu sig ekki geta verið tilbúna með teikningar í des- ember og báðu um frest fram í jan- úar. Þegar komið var fram í janúar báðu þeir um frest fram í mars og nú er komið fram í maí og þetta er ekki klárt enn. Það er endalaust verið að þrýsta á málið og ég vona að við getum farið að bjóða verkið út og koma því af stað. Við erum að lenda hér á eftir öllum framkvæmd- um í útboðum og það er alveg skandall hvernig þetta hefur gengið fyrir sig,“ sagði Ásgeir. Nýbygging verður um 1.400 fermetrar að stærð og heildarstærð hússins eftir að nýbyggingin er risin verður tæpir 2.600 fermetrar. Hólmkell Hreinsson amtsbóka- vörður sagði að innan meirihluta bæjarstjórnar væri ákafur og ein- dreginn vilji til þess að hefja fram- kvæmdir við viðbygginguna. Hann Tónlistarskóli Eyjafjarðar Fimm vor- tónleikar VORTÓNLEIKAR á vegum Tón- listarskóla Eyjafjarðai- eru nú að hefjast, en alls verða haldnir fimm tónleikar á þessu vori. Fyrstu tónleikamir verða um helgina í Freyvangi en þar verða haldnir þrennir tónleikar, þeir fyrstu eru á föstudagskvöld, 5. maí, kl. 20.30 og þá verða tónleikar á laugar- dag, 6. maí, kl. 14.30. Tónleikar Söngdeildar verða svo á sunnudag, 7. maí, kl. 20.30 en þar koma fram nemendur Þuríðar Bald- ursdóttur söngkennara og er efnis- skráin fjölbreytt að vanda. Undir- leikari á tónleikunum er Dóróthea Dagný Tómasdóttir. Þá verða haldnir tónleikar í Þela- merkurskóla á þriðjudag, 9. maí, kl. 20.30 og síðustu tónleikamir verða í gamla skólahúsinu á Grenivík á fimmtudag, 11. maí, kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á tónleikana og allir velkomnir. nefndi að minnihlutinn hefði lagt fram tillögu við gerð fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1999 um að fresta framkvæmdum en hún hefði verið kollfelld. „Það er vissulega pirring- ur meðal okkar að verkið skuli tefj- ast svona en það er hönnuðurinn sem dregur lappirnar." Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var yfirlit yfir flutning ónýttra fjár- veitinga vegna fjárfestingaverkefna milli áranna 1999 og 2000. Vegna Amtsbókasafnsins voru fluttar 7,6 milljónir króna. Hólmkell sagði að ekki hefði fengist unnið upp í þessa fjárhæð en að heildarkostnaður við hönnunina væri kominn i um og yfir 30 milljónir króna. Hann sagði að hugmyndin hefði verið að taka fyrstu skóflustungu viðbyggingar- innar á afmælisdegi Davíðs Stefáns- ÁTJÁN ára piltur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í rúmlega eins mánaðar fangelsi, sem skilorðsbundið var til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða pilti á svipuðum aldri bætur. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í byrjun október á síðasta ári ráðist að ungum manni í undirgöng- um við verslunarmiðstöðina Kaup- ang við Mýrarveg og slegið hann nokkur högg í andlitið, þannig að hann hlaut mar, skurði og eymsl. sonar frá Fagraskógi 21. janúar sl. Hólmkell sagði að bæjarbúar hefðu einnig sýnt því mikinn skilning að stækka safnið. Samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var meðal skatt- greiðenda í fyrra hefðu bæjarbúar m.a. nefnt það að standa ætti við af- mælisgjöfina og stækka safnið, bæta aðstöðuna og efla safnið, svo eitthvað væri nefnt. Kröfur varðandi húsið hafa breyst Starfsfólk safnsins hefur búið við þröngan kost í langan tíma og sem dæmi er vinnurými þeirra í lestrar- salnum. Hólmkell sagði að safninu hefði borist 90 kassa bókagjöf í vik- unni og vegna plássleysis hefði þurft að setja þá alla í geymslu. Safngestir fengju því ekki að njóta Játaði pilturinn hátterni sitt skýlaust. I mars síðastliðnum var hann dæmdur fyrir nytjastuld og var refsingin skilorðsbundin til tveggja ára, var sá dómur tekin upp nú. Með vísan til ungs aldurs pilts- ins, sem var sautján ára þegar brot- in voru framin, sem og greiðlegri játningu og þess að hann samþykkti að greiða skaðabætur að hluta var fullnustu refsingar frestað og hún felld niður haldi hann almennt skil- orð. Ert þs naglfastur? Nú ertímabærtað skipta yfir á sumardekk Gatnamálastjórinn |g| í Reykjavík Héraðsddmur Norðurlands eystra Skilorð vegna líkamsárásar Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.