Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 21 þeirra bóka á næstunni. Aðsókn að safninu hefði verið góð og á skírdag sl. komu 794 gestir í heimsókn. Magnús Garðarsson, eftirlits- maður framkvæmda hjá Akureyr- arbæ, sagði að þegar verið væri að dusta rykið af svona málum kæmi ýmislegt í ljós. Kröfur varðandi húsnæðið hefðu breyst mikið og það gerði hlutina erfiðari þegar búið væri að afmarka húsið. Magnús sagði að arkitektinn hefði verið búinn að hanna húsið miðað við fyr- irliggjandi forsendur og því yrði bærinn að taka þann kostnað á sig sem af því hlytist að ekki hefði verið ráðist í framkvæmdir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í gegnum tíðina oft verið gagnrýnd fyrir það að ekki hafi verið lokið við eina framkvæmd áður en byrjað er á annarri. Saga viðbyggingarinnar við Amtsbókasafnið er orðin ansi löng og trúlega sú lengsta innan bæjarkerfisins í langan tíma, ef ekki frá upphafi. Á hátíðarfundi bæjarstjórnar 29. ágúst 1987 var samþykkt að stækka hús Amtsbókasafnsins við Brekku- götu á næstu árum í tilefni 125 ára afmælis bæjarins og að veita tvær milljónir króna til að hefjast handa við hönnun byggingarinnar. Við- byggingin á að rísa norðan við safn- ið. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í febrúar 1988 að efna til samkeppni um hönnun nýbyggingar við Amtsbókasafnið, sem ætlað var að laða fram bestu lausn hvað varð- aði fyrirkomulag og notagildi bæði nýbyggingar og núverandi húss sameiginlega. Verðlaunafé nam samtals um 1,3 milljónum króna. Alls bárust 25 tillögur í keppnina og voru þrjár þeirra verðlaunaðar. Tillaga Guðmundar Jónssonar arki- tekts, sem starfar í Noregi, hlaut fyrstu verðlaun. í kjölfarið var gerður samningur við Guðmund um arkitektavinnu vegna hönnunar við- byggingarinnar. Fleiri aðilar komu að verkinu, m.a. vegna tæknilegra verkefna. Menningarsetur í hjarta bæjarins Málið komst aftur á rekspöl eftir að núverandi meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Akureyrarlista tók við völdum. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1999, í desember árið áð- ur, samþykkti bæjarstjórn að verja 8,5 milljónum króna vegna upphafs framkvæmda við viðbyggingu við Amtsbókasafnið og þá jafnframt að lokið yrði við hönnun og gerð út- boðsgagna. Það gekk ekki eftir og eins og áður er nefnt er enn beðið eftir að hönnuðir ljúki sinni vinnu. Á 100 ára kaupstaðarafmæli Ak- ureyrar árið 1962 var tekin sú ákvörðun að reisa veglegt hús yfir Amtsbókasafnið og var byggingin, sem stendur á horni Brekkugötu og Oddeyrargötu, tekin í notkun árið 1968. Byggingin er tæpir 1.200 fer- metrar að stærð og henni var á sín- um tíma ætlað að bæta úr húsnæð- isþörfum Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins. Talið var æskilegt að þetta menningarsetur yrði byggt í hjarta bæjarins, þótt landrými hefði verið meira á öðrum stöðum í bænum. 0ECLSGK t A# (S hrífandi heimur! fegurð, slökun og uppbygging Decleor-snyrtivörullnan er leið- andi merki á heilsusetrum og SPA-stöðum um allan heim. Hún hefur slakandi áhrif, er örvandi, nærandi, grennandi, vatnslosandi og byggir upp húðina á sérstakan hátt vegna þess að hún er unnin beint úr náttúrunni. Kynning verður á Decleor- snyrtivörullnunni þriðjudaginn 2. mal til föstudagsins 5. maí I Planet Esju, Suðurlandsbraut 2 (Hótel Esju), annari hæð, milli kl. 20.00 og 22.00. Þeir sem koma á kynninguna geta fengið frlan prufutíma á Planet Esju. Athugið að slfkan tlma verður að panta hjá ráðgjafa. JF*Iczn*?t ICELAND Umboós- og heildvwrslun Hótel Esju • Suduriandsbraut 2 • Sími: 588 1700 GULLNA H l ! 0 I Ð - plaOO 295

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.