Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 30

Morgunblaðið - 04.05.2000, Page 30
30' FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 150 söngvarar á tvennum tónleikum HÖND snertir hönd er yfirskrift tónleika sem verða í Karlakórshúsinu Ými í Skógarhlíð á morgun og í Lang- holtskirkju föstudagskvöld, kl. 20.30 bæði kvöldin. Þetta eru 150 kvensöngvarar á aldrinum 8-65 ára og eru í kórn- um Gospelsystur og Stúlknakór Reykjavíkur. Einsöngvari á tónleikunum er Margrét Eir Hjartardóttir. Píanóleikari Arnhildur Valgarðsdóttir og Stína „bongo“ slær þar sem við á. Það er Margrét J. Pálmadóttir sem er stjórnandi beggja kóranna. , ■ L-n ■ Samkeppni um nýjar sýningar Þjóðminjasafns fslands Fyrstu verðlaun til sænskra hönnuða I Elizabeth Arden kynning í Bylgjunni Hamraborg 20a í dag og á morgun, föstudag. Kynntur verður nýi varaliturinn LIP LIP HOORAY. Ath. Þessi glæsilegi kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr. GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is TILLAGA hóps sænskra hönnuða frá fyrirtækinu Codesign Sweden AB hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um nýjar sýningar Þjóð- minjasafns íslands. Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar við at- höfn í Listasafni Sigurjóns í gær- morgun. í niðurstöðu dómnefndar er tillag- an sögð mjög listræn og bera vott um nýjar hugmyndir í sýningargerð. „Sýningin er áferðarfalleg og yfir- bragð hennar létt. Rýmismyndun, efnisval og form gefur henni nýstár- legt yfirbragð sem skilar henni í spennandi sýningu og upphengdir glerskápar eru frumleg hugmynd. I heild þykir tillagan falla vel að þeim markmiðum sem dómnefnd setti um fjölbreyttar sýningar þar sem sköp- uð er falleg umgjörð um sýningar- gripi safnsins," segir ennfremur í niðurstöðu dómnefndarinnar. Sænsku hönnuðirnir eru Peter Ullstad arkitekt, Ann Söderström arkitekt, Staffan Engqvist arkitekt, Malin Zimm arkitekt og Karin Kind- ahl, grafískur hönnuður. Þeim til ráð- gjafar voru Göran Tegnér frá Stat- ens historiska museum og Orri Vésteinsson frá Fomleifastofnun ís- lands. Önnur verðlaun í samkeppninni hlaut tillaga Arkitektastofu Guðmun- dar Jónssonar og þriðju verðlaun hlaut tillaga Bjöms G. Björnssonar. Það var í byrjun árs 1999 sem menntamálaráðherra tók ákvörðun um að halda samkeppni um nýjar sýningar Þjóðminjasafns Islands. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður þjóðminjaráðs og dómnefndar, af- hendir Peter Ullstad, arkitekt frá Codesign Sweden AB, fyrstu verð- laun í samkeppni um nýjar sýningar Þjóðniinjasafnsins. Samkeppnin er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og er því frumraun á sviði sýningargerðar. Samkeppnin fór fram í tveimur þrepum og bárast alls sjö tillögur í fyrsta þrep, sem var opin hugmyndasamkeppni. Þar var meginhugmyndum keppenda komið á framfæri, til að mynda um skipulag sýningarsvæðis á annarri og þriðju hæð Þjóðminjasafnsins. I síðara þrepinu var eingöngu þeim þremur aðilum heimiluð þátttaka sem dómn- efnd valdi til áframhaldandi þátt- töku. Þar var megináhersla lögð á hönnunarþátt sýningargerðarinnar og var þá gerð ítarleg grein fyrir framsetningu sýningarefnis. Að sögn Jóhönnu B. Hansen, verk- fræðings hjá Framkvæmdasýslu rík- isins, sem var ritari dómnefndar, er ætlunin að hönnunin skríði af stað eftir því sem endurbótum húsnæðis Þjóðminjasafnsins miðar áfram. Áætlað er að þeim verði lokið í júní 2002 og að hinar nýju sýningar verði tilbúnar í desember 2002, en þá er áætlað að safnið verði opnað að nýju. í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við hönnun, smíði og uppsetningu grannsýninga verði ekki yfir 100 milljónum la-óna. Tillögurnar verða til sýnis í Lista- safni Sigurjóns fram til miðvikudags- ins 10. maí. Við erum flutt www.islandsflug.is en við erum enn með sama símann: 570 8090 Öll farþega- og fraktafgreiðsla okkar er flutt til Flugfélags íslands. Eftir sem áður notarðu sama símann til að fá upplýsingar og bóka flug til Bíldudals og Sauðárkróks: 570 8090. mtm mmrnm wm immm mnm mmmm® ÍSLANDSFLUG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.