Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.05.2000, Blaðsíða 30
30' FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR 150 söngvarar á tvennum tónleikum HÖND snertir hönd er yfirskrift tónleika sem verða í Karlakórshúsinu Ými í Skógarhlíð á morgun og í Lang- holtskirkju föstudagskvöld, kl. 20.30 bæði kvöldin. Þetta eru 150 kvensöngvarar á aldrinum 8-65 ára og eru í kórn- um Gospelsystur og Stúlknakór Reykjavíkur. Einsöngvari á tónleikunum er Margrét Eir Hjartardóttir. Píanóleikari Arnhildur Valgarðsdóttir og Stína „bongo“ slær þar sem við á. Það er Margrét J. Pálmadóttir sem er stjórnandi beggja kóranna. , ■ L-n ■ Samkeppni um nýjar sýningar Þjóðminjasafns fslands Fyrstu verðlaun til sænskra hönnuða I Elizabeth Arden kynning í Bylgjunni Hamraborg 20a í dag og á morgun, föstudag. Kynntur verður nýi varaliturinn LIP LIP HOORAY. Ath. Þessi glæsilegi kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr. GOLFBUDIN.IS www.golfbudin.is - Email: golfbudin@golfbudin.is TILLAGA hóps sænskra hönnuða frá fyrirtækinu Codesign Sweden AB hlaut fyrstu verðlaun í sam- keppni um nýjar sýningar Þjóð- minjasafns íslands. Niðurstöður samkeppninnar voru kynntar við at- höfn í Listasafni Sigurjóns í gær- morgun. í niðurstöðu dómnefndar er tillag- an sögð mjög listræn og bera vott um nýjar hugmyndir í sýningargerð. „Sýningin er áferðarfalleg og yfir- bragð hennar létt. Rýmismyndun, efnisval og form gefur henni nýstár- legt yfirbragð sem skilar henni í spennandi sýningu og upphengdir glerskápar eru frumleg hugmynd. I heild þykir tillagan falla vel að þeim markmiðum sem dómnefnd setti um fjölbreyttar sýningar þar sem sköp- uð er falleg umgjörð um sýningar- gripi safnsins," segir ennfremur í niðurstöðu dómnefndarinnar. Sænsku hönnuðirnir eru Peter Ullstad arkitekt, Ann Söderström arkitekt, Staffan Engqvist arkitekt, Malin Zimm arkitekt og Karin Kind- ahl, grafískur hönnuður. Þeim til ráð- gjafar voru Göran Tegnér frá Stat- ens historiska museum og Orri Vésteinsson frá Fomleifastofnun ís- lands. Önnur verðlaun í samkeppninni hlaut tillaga Arkitektastofu Guðmun- dar Jónssonar og þriðju verðlaun hlaut tillaga Bjöms G. Björnssonar. Það var í byrjun árs 1999 sem menntamálaráðherra tók ákvörðun um að halda samkeppni um nýjar sýningar Þjóðminjasafns Islands. Gunnar Jóhann Birgisson, formaður þjóðminjaráðs og dómnefndar, af- hendir Peter Ullstad, arkitekt frá Codesign Sweden AB, fyrstu verð- laun í samkeppni um nýjar sýningar Þjóðniinjasafnsins. Samkeppnin er sú fyrsta sinnar teg- undar hér á landi og er því frumraun á sviði sýningargerðar. Samkeppnin fór fram í tveimur þrepum og bárast alls sjö tillögur í fyrsta þrep, sem var opin hugmyndasamkeppni. Þar var meginhugmyndum keppenda komið á framfæri, til að mynda um skipulag sýningarsvæðis á annarri og þriðju hæð Þjóðminjasafnsins. I síðara þrepinu var eingöngu þeim þremur aðilum heimiluð þátttaka sem dómn- efnd valdi til áframhaldandi þátt- töku. Þar var megináhersla lögð á hönnunarþátt sýningargerðarinnar og var þá gerð ítarleg grein fyrir framsetningu sýningarefnis. Að sögn Jóhönnu B. Hansen, verk- fræðings hjá Framkvæmdasýslu rík- isins, sem var ritari dómnefndar, er ætlunin að hönnunin skríði af stað eftir því sem endurbótum húsnæðis Þjóðminjasafnsins miðar áfram. Áætlað er að þeim verði lokið í júní 2002 og að hinar nýju sýningar verði tilbúnar í desember 2002, en þá er áætlað að safnið verði opnað að nýju. í samkeppnislýsingu er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við hönnun, smíði og uppsetningu grannsýninga verði ekki yfir 100 milljónum la-óna. Tillögurnar verða til sýnis í Lista- safni Sigurjóns fram til miðvikudags- ins 10. maí. Við erum flutt www.islandsflug.is en við erum enn með sama símann: 570 8090 Öll farþega- og fraktafgreiðsla okkar er flutt til Flugfélags íslands. Eftir sem áður notarðu sama símann til að fá upplýsingar og bóka flug til Bíldudals og Sauðárkróks: 570 8090. mtm mmrnm wm immm mnm mmmm® ÍSLANDSFLUG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.