Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.05.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 49 Forn handbrögð til vegs á ný Hvar er þín trú,/ þú, sem settist á óveðursdögum undir brekán og hlýddir á guðsorð gamallar konu, sem mælti:/ Eitt skjól er til gegn öll- um hretum,/ einn vegur er yfir alla vegu,/ ein huggun við öllum raunum,/ og hinn vesalasti allra vesalla finnur það,/ sem hann leitar að, -/ og ég, sem ekkert á nema gleðina að nefna guðs nafn./ Þetta er sagt upp úr tátilju og sjó- vettlinga prjónaskap, stundum bætt við:/ Mig auma getur hann kannski not- að til þess að fara með eitthvað gott fyr- ir óvita./ Kandísmoli -/ kristaltær, ef hann er borinn upp að ljósi -/ rennur á tungu þinni./ Hvar er þín trú? Eftir Jón úr Vör úr Ijóðabókinni Þorp- inu. Alltaf skal honum Jóni úr Vör takast að snerta djúpa strengi með fáum orð- um. Hann er einstakur. Það er hins vegar ekki að spyija að lít- illætinu í gömlu konunum sem hann yrk- ir svo oft um „mig auma getur hann [drottinn] kannski notað til þess að fara með eitthvað gott fyrir óvita“. Lítillætið gerist nú vart meira. Nútímakonan kæmist sjálfsagt ekki langt á slíku við- hoi-fi í dag. Sem betur fer er það nú á undanhaldi þótt auðvitað þurfi lítillætið líka að vera til staðar í hverri konu en þó ekki ráðandi þáttur. Annað er það hins vegar sem er á undanhaldi, sem þó er verra, en það er „tátilju og sjóvettlinga pijónaskapur", sem hefur tiðkast hér um lang- an aldur og þótti sjálfsagt að konur kynnu slíkt og auðvitað ættu allar konur að kunna enn! Gæta þarf þess að vemda og viðhalda þeim vinnubrögðum sem þekkst hafa í landinu frá landnámi. Eitt er það handbragð sem íslendingar hafa, að því er virð- ist, nánast alveg tapað niður en það er svokallaður vattarsaum- ur eða nálbragð. Handbragðið á vettlingnum hér á myndinni eða „vettinum“ líkist við fyrstu sýn hekli en er þó um mjög ólíkt handbragð að ræða. Munurinn á hekli og vattarsaumi er sá að við heklið myndar þráðurinn lykkju sem hægt er að draga úr svo að allt raknar upp en í vatt- arsaumi gengur þráðurinn í gegnum lykkjumar sem fyrir eru og því ekki rakinn á svo ein- faldan hátt. Þessi vöttur er úr ullarbandi og fannst árið 1889 þegar menn voru að grafa tóft fyrir nýju húsi á Amheiðarstöðum í Fljóts- dalshéraði og er talinn vera frá miðöldum. I þeirri heimild, sem segir frá þessum vetti (Hundrað ár á Þjóðminjasafni eftir Kristján EUljárn), segir að konur í Svarf- aðardal séu þær einu sem kunni þetta handbragð og hafi það varðveist vegna þess að það var notað við að búa til nijólkursíur úr kýrhalahári en þær vora kallaðar sflar. Þannig hefur fastheldnin varðveitt þessi fornu handbrögð sem er mjög merkilegt því vattarsaumur vék fyrir pijóninu, þar sem það hef- ur þótt þægilegra og fljótlegra að vinna. Þó hefur aðferðin geymst allan þennan tíma á tak- mörkuðu svæði sem aðferð til að búa til sflinn. Þessi vöttur er eini vitnisburðurinn sem til er hér um að þessi aðferð hafi verið notuð hér og svo vitneskjan um sflinn í Svarfaðardal. Flestar þjóðir í heiminum hafa kunnað þessa aðferð og var þessi aðferð þekkt hjá nokkmm framþjóðum sem aldrei höfðu kynnst vefn- aði, segir í heimildinni. Gaman væri að hcfja þetta handbragð til vegsemdar á ný. Ef svo vill til að einhver sem les þennan pistil kann vattarsaum er viðkomandi vinsamlega beðinn um að hafa samband. I maí-spuna er boðið upp á sumarlega hettupeysu úr hvítu bómullargarni, Mandarin-Petir, á allar konur. Gleðilegt sumar. Morgunblaðið/Sverrir ^ , Fyrirsæta: Ásta Hannesdóttir. í maí-spuna er boðið upp á fallega og sumarlega hettupeysú úr hvítu bómullar- garni, Mandarin-Petit, á allar konur. i Hettupeysa með gatamunstri Hönnun: Alice Berbres Stærðir: (12 ára) S (M) L (XL) Stærðir á flíkinni: Yfirvídd: (84) 90 (98) 104 (112) cm. Sídd: (50) 52 (54) 56 (58) cm. Ermalengd: (43) 44 (45) 46 (47) cm. Gam: Mandarin Petit (100% egypsk bómull). Fjöldi af dokkum: Hvítt nr. 301/1001 eða kaki nr. 2205 (7) 8 (9) 10 (11) Prjónar nr. 2,5 og 3. Hringprjónar nr. 2,5 fyrir kantinn kringum hettuna. Prjónfesta: 27 lykkjur með sléttu prjóni á prjóna nr. 3 = 10 cm. Ef of laust er prjónað þarf fínni prjóna. Ef of fast er prjónað þarf grófari prjóna. Athugið: Prjónið alltaf fyrstu og síðustu lykkju slétta = kantlykkja. Aukin í ein lykkja: lyftið upp bandinu milli tveggja lykkja, snúið upp á það og prjónið slétt. Bakstykki: Fitjið upp á prjóna nr. 3 (159) 171 (183) 195 (207) lykkjur og prjónið 1. prjóninn brugðið = rang- an. Prjónið síðan: 1 kantlykkja, 2 brugðnar, 3 sléttar * 3 brugðnar, 3 sléttar * endurtakið frá *-* og endið á 2 bragðnum + 1 kantlykkju. Prjónið slétt yfír slétt og brugðið yf- ir brugðið þar til stykkið mælist 8 cm. Á næsta prjóni á réttunni er prjónuð 1 slétt, 2 sléttar saman á hverri sléttri rönd í stroffínu og ein brugðin, 2 brugðnar saman á hverri brugðinni rönd = (106) 114 (122) 130 (138) lykkjur. Prjónið á röngunni brugðið yfír brugðið og slétt yfir slétt og aukið jafnframt í (0) 0 (2) 2 (4) lykkjur með jöfnu millibili = (106) 114 (124) 132 (142) lykkjur. Haldið áfram og prjónið munstur eftir uppskriftinni innan við kant- lykkjurnar og byrjið við ör merkta réttri stærð. Þegar stykkið mælist 17 cm fyrir allar stærðir er aukin í 1 miðjan [Jj=slétt á réttu, bragðið á röngu. jy] =brugðið á réttu, slétt á röngu [Oj =slá upp á pijóninn. 0 =2 lykkjur slétt saman. lykkja í hvorri hlið innan við kant- lykkjurnar. Þessi útaukning er end- urtekin 4 sinnum með (3) 3 (3,5) 4 (4) cm millibili = (116) 124 (134) 142 (152) lykkjur. Þegar stykkið mælist (31) 32 (33) 34 (35) cm er fellt af fyrir ermaopið báðum megin á öðrum hverjum prjóni: (6,2,2,1) 6,2,2,2,1 (6,2,2,2,2,1,1) 6,2,2,2,2,2,1,1 (6,2,2,2,2,2,2,1,1,1) lykkja = (94) 98 (102) 106 (110) lykkjur. Þegar stykk- ið mælist (49) 51 (53) 55 (57) cm er fell af á öxlunum báðum megin í 3 umferðum = (7,7,7) 8,7,8 (8,8,8) 9,8,9 (9,9,9) lykkjur = (52) 52 (54) 54 (56) lykkjur eru eftir í miðjunni. Setjið þessar lykkjur á hjálparþráð. Framstykki: Fitjið upp og prjónið eins og bak- stykkið þar til stykkið mælist (30) 32 (34) 36 (38) cm. Skiptið stykkinu í tvennt í miðjunni og prjónið vinstri hliðina fyrst. Takið úr fyrir v-háls- máli með því að próna 2 sléttar sam- an innan við kantlykkjuna á öðrum hverjum prjóni (10) 10 (11) 11 (12) sinnum og síðan 6 sinnum á 6. hverj- um prjóni. Fellið af á öxlunum í þrem umferðum eins og á bakstykk- inu þegar sömu lengd er náð = 10 lykkjur eru eftir. Setjið þær á hjálp- arþráð. Prjónið hina hliðina á sama hátt en athugið að taka úr innan við kantlykkjuna með því að taka 1 lykkju óprjónaða af, 1 prjónuð slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Ermar: Fitjið upp á prjóna nr. 3 (69) 75 (81) 87 (93) lykkjur og prjónið 1 prjón brugðinn = rangan. Prjónið síðan: 1 kantlykkja, 2 brugðnar, 3 sléttar, * 3 brugðnar, 3 sléttar * end- urtakið frá *-* og endið á 2 brugðn- um + 1 kantlykkju. Prjónið slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið þar til stykkið mælist 5 cm. Á réttunni er prjónuð 1 slétt, 2 sléttar saman á hverri sléttri rönd á stroffinu og 1 brugðin, 2 bragðnar saman á hverri brugðinni rönd = (46) 50 (54) 58 (62) lykkjur. Prjónið á röngunni slétt yfir slétt og brugðið yfir brugðið. Haldið áfram og prjónið munstur innan við kantlykkjurnar og teljið út frá miðj- unni hvemig munstrið á að byrja. Á 5. prjóni er aukin í 1 lykkja í hvorri hlið innan við kantlykkjuna og þetta er endurtekið á 6. hverjum prjóni; í allt (92) 98 (102) 108 (114) lykkjur. Þegar ermin mælist (43) 44 (45) 46 (47) cm eru teknar úr 6 lykkjur 1 sinni í hvorri hlið, síðan 2 lykkjur (3) 4 (4) 5 (5) sinnum í hvon-i hlið. Takið áfram úr 1 lykkju á öðrum hverjum prjón (13) 14 (16) 17 (19) sinnum og að lokum 2,2,3,3 lykkjur í hvon-i hlið = (22) 22 (22) 22 (24) lykkjur eru eft- ir. Fellið þær af. Frágangur: Saumið axla- og hliðarsauma fal- lega saman. Hetta: Setjið lykkjumar af hjálparþráð- unum á prjóna nr. 3 = (72) 72 (74) 74 (76) lykkjur. Prjónið slétt prjón fram og til baka (slétt á réttunni, brugðið á röngunni). Eftir u.þ.b. 2 cm eru auknar í 10 lykkjur með jöfnu milli- bili yfir lykkjurnar á bakstykkinu = (82) 82 (84) 84 (86) lykkjur. Setjið merkiþráð utanum 2 lykkjur í miðj- unni að aftan. Aukið í 1 lykkju sitt hvorum megin við þessar lykkjur á 6. hverjum prjóni 12 sinnum= (106) 106 (108) 108 (110) lykkjur. Þegar hettan mælist (23) 23 (24) 24 (25) cm er tekin úr 1 lykkja sitt hvoram meg- in við merkilykkjurnar 2 að aftan, á 4. hverjum prjóni 6 sinnum. Hettan mælist nú u.þ.b. (29) 29 (30) 30 (31) cm. Hettan er síðan prjónuð saman að ofan: Setjið lykkjurnar á 2 prjóna með jafn margar lykkjur á hvoram. Leggið réttu á móti réttu, byrjið að framan og prjónið saman 1 lykkju af hvoram prjóni frá röngunni og fellið af um leið. Kantur í kringum hettuna: Byrjið í miðjunni að framan og neðst í v- hálsmálinu. Prjónið upp með litlum hringprjón nr. 2,5 1 lykkju í miðj- unni að framan og svo 1 lykkju fyrir hveija umferð, en sleppið 4. hverri umferð, allt í kringum hettuna og aftur niður að framan. Athugið að lykkjufjöldinn sé deilanlegur með 4 + 2 lykkjur + 1 lykkja í miðjunni að framan sem alltaf er prjónuð slétt. Prjónið stroff, 2 sléttar, 2 bragðnar lykkjur í hring í 6 hringi. Jafnframt era 2 lykkjur prjónaðar bragðnaf** saman á öðram hverjum hring sitt hvoram megin við miðlykkjuna að framan. Fellið af með sléttum og brugðnum lykkjum. Saumið saman ermarnar og saumið þær í ermaopin með aftursting á röngunni. Leggið flíkina á milli tveggja raki-a hand- klæða í réttum málum og látið þorna. NÁMSAÐSTOÐ í stæröfræði, eðlis- og efnafræði fyrir grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Sjá nánar á vefsíðu. Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Brautarholti 4, sími 551 5593. G LÆSILEG SíRVERSLUN MEÐ ALLT f BAÐHERBERGIÐ BAÐSTOFAN * BÆJARLIND 14. SlMl 564 57 00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.