Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 04.05.2000, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK. kl. 18:40 Sjávarút- vegsfyrir- tæki sam- einast á netinu Morgunblaðið/Kristján Samningafundur mjólkurfræðinga stóð fram á nótt V erkfall skollið á og mjólk á þrotum VERKFALL mjólkurfræðinga hófst á miðnætti í nótt og var í gær farið að bera á því að fólk væri farið að hamstra mjólk. Mjólkursamsalan framleiddi talsvert meira af mjólk í gær en venja er, en afgreiddi þó síð- ustu mjólkina til verslana í gær. Sýrðar mjólkurvörur verða þó fáan- legar áfram. Setið var við samninga- borðið í Karphúsinu fram á nótt og sagði Þórir Einarsson ríkissátta- semjari um klukkan eitt í nótt að hann hygðist reyna til þrautar. „Ég veit það nú ekki,“ sagði Þórir er hann var spurður hvort sáttavilji væri í viðræðunum. „En það er hald- ið áfram - það er viss vísbending í því og ég slít ekki fundi heldur held inn í nóttina. Helst vil ég ekki hætta fyrr en samningur er kominn, en ef það gengur ekki slítur maður ein- hvern tímann með morgninum." Framleiðsla aukin um helming Leifur Orn Leifsson, forstöðumað- ur sölu- og dreiflngarsviðs hjá Mjólkursamsölunni, sagði að í gær hefði verið framleitt 80 til 100% meira af mjólk en venjulegt teldist á miðvikudegi, en meðaltalið væri sennilega 90 þúsund lítrar af mjólk í heildina. Síðasti neysludagur þeirrar mjólkur, sem var sett á fernur í gær, er 11. maí. Pantanir voru það miklar í gær að skammtað var í verslanir og var eng- in mjólk eftir í dagslok. Sagði Leifur Örn að þær verslanir, sem hygðust panta í dag myndu koma að tómum kofunum: „Það verður engin mjólk til afgreiðslu fyrir þá, sem panta í fyrramálið." Ekki verður hins vegar lokað hjá Mjólkursamsölunni þótt mjólkin sé uppurin. „Við eigum fullt af sýrðum mjólkurvörum, jógúrt, sýrðan rjóma og súrmjólk," sagði hann. „Einnig erum við með geymsluþolnar vörur. Þessar vörur verður hægt að fá fram eftir vikunni og fram í þá næstu.“ Hamstrað í Hafnarfírði Baldvin Helgason, umsjónarmað- ur mjólkurkælisins í Fjarðarkaup- um, sagði að greinilegt væri að fólk væri farið að hamstra mjólkurafurð- ir, sumir keyptu jafnvel 15-20 lítra. „Salan í dag er um 40-50% meiri en á venjulegum degi,“ sagði Baldvin. Sund í sumaryl AKUREYRINGAR nutu veðurblíð- unnar í gærdag en margir þeirra vita fátt betra en svamla löngum stundum í sundlauginni. Þar var fjölmenni í góða veðrinu í gær, hiti um 18 stig og hlý sunnangola lék við vanga. Aðsókn að Sundlaug Ak- ureyrar hefur aukist jafnt og þétt, en þar hafa miklar endurbætur staðið yfir síðustu ár og laugin orð- in hin glæsilegasta. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur aðsókn aukist um 40% frá sama tíma í fyrra en þegar einungis er horft til apríl- mánaðar var aðsóknin í' nýliðnum apríl helmingi meiri en í sama mán- uði í fyrra, að sögn Kristins Lór- enzsonar, forstöðumanns Sund- laugar Akureyrar. Einnig var hlýtt á Austurlandi en hlýjast var á Hallormsstað þar sem hiti náði 20 stigum. Á Egilsstöðum var 19 stiga hiti og 17 stiga hiti á Seyðisfirði. Islenskt fyrirtæki undirbýr allsherjarvef um knattspyrnu Gengið frá samningi við Rivaldo FORSVARSMENN nýs vefjar fyrir áhugamenn um knattspymu, World- SoccerClub.com, hafa gert samning til fimm ára við Rivaldo, sem hampað hefur titlinum besti knattspyrnu- maður heims, um að koma fram fyrir hönd vefjarins. Verður farið af stað með vef á netinu 2. júní þar sem verður hægt að nálgast knattspyrnu- vaming og fá upplýsingar um knatt- spymu frá 28 löndum. Eggert Magnússon, stjórnarfor- maður WorldSoccerClub.com, sagði í gær að sérstök heimasíða Rivaldos myndi tengjast vefnum og gæti velt- an í tengslum við hana hlaupið á milljónum dollara. Morgunblaðið/Hólmfríður Matthíasdóttir Eggert Gunnarsson, stjórnarformaður WorldSoccerClub.com, og Riv- aldo, einn besti knattspyrnumaður heims, skrifa undir fimm ára samn- ing um samstarf á netinu. Upphafið að þessu framtaki má rekja til ársins 1997 þegar Halldór Einarsson, sem stjórnar nú skrif- stofum WorldSoccerClub.com í Manchester á Englandi, hleypti því af stokkunum með þeim orðum að tvennt væri á öruggri uppleið í heim- inum: knattspyrnan og netið. ■ Umfangsmikill vefur/11 NÍU stór sjávarfyrirtæki frá Banda- ríkjunum, Kanada og íslandi til- kynntu í gær um sameiginlegan vef á netinu, SeafoodAlliance.com, með það að leiðarljósi að auka viðskipti með sjávarafurðir víða um heim. Bandarísku fyrirtækin eru Pacific Seafood Group, American Seafood og Pacific Trawlers/Crystal Sea- foods, frá Kanada koma Fisheries Products International, Clearwater ----'Fine Foods, The Barry Group of Companies og High Liner Foods (áður National Sea), en íslensku fyr- irtækin eru SÍF Group og Coldwat- er, dótturfyrirtæki SH. „Við tökum þátt í þessu til að skapa okkur nýja möguleika til frekari sóknar í sam- keppni við önnur matvæli,“ segir Friðrik Pálsson, stjómarformaður SÍF hf. Henry Demone, stjórnarfor- maður SeafoodAlliance.com. og stjórnarformaður High Liner Foods, greindi frá samstarfi fyrirtækjanna ^^g^níu og gat þess að samanlögð árs- velta þeirra næmi um 3,5 miljörðum dollara. „Fyi*ir okkur hjá SÍF er um að ræða mjög rökrétt framhald á þeirri stefnu sem félagið hefur sinnt, að reyna að ná árangri með sameig- inlegu átaki margra framleiðenda og reyna að stækka fyrirtækið og ná til fleiri viðskjptavina," segir Friðrik. ■ Skapar nýja möguleika/10 Biðlistar lengjast vegna sparnaðar BIÐLISTAR lengjast nú á bæklun- arskurðdeild Landspítalans við Hringbraut þar sem deildinni hefur í raun verið lokað og starfsemin flutt á aðra deild. Er það gert vegna spam- aðar og er ekki vitað á þessari stundu hvenær deildin verður aftur rekin með fullum afköstum. Sólveig Sverrisdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri á bæklunarskurðdeild- inni, tjáði Morgunblaðinu að í mars og apríl hefðu aðeins 15 af 22 rúmum deildarinnar verið notuð. Sólveig (sagði hugsanlegt að einhverjir sjúkl- inganna gætu fengið úrlausn á bækl- unardeildum á Akranesi eða Akur- eyri en ljóst væri að 200-300 manna biðlisti myndi lengjast. Virlúi rlnsH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.