Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 16

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Rúnar Pór Hér má sjá yfir þann hluta sýningarinnar sem varðar sjávarútveg Akureyringa. Sýning á Minjasafninu um „bæinn við Pollinn“ í MINJASAFNINU á Akureyri var opnuð sýn- ingin ,Akureyri, bærinn við Pollinn“ sunnudag- inn 18. júní. Sýningin fjallar um sögu Akureyrar og er ætlað að fjalla um helstu þætti bæjarsög- unnar, s.s. fiskveiðar, verslun, mannlíf og híbýla- hætti. Hönnuður sýningarinnar er Þórunn Sig- ríður Þorgrímsdóttir. Blaðamaður rölti um svæðið með Katrínu Björgu Ríkharðsdóttur, starfsmanni Minjasafnsins. „Sýningin á að spanna sögu Akureyrar í ýms- um myndum allt frá árinu 1602 sem er eins kon- ar upphaf bæjarins en þá hófst hér einokunar- verslun Dana. Við reynum svo að teygja okkur allt til dagsins í dag,“ sagði Katrín. Það fyrsta sem vekur athygli þegar gengið er inn á sýning- arsvæðið í kjallara safnsins er blámálað svæði við innganginn. Að sögn Katrínar er ætlunin að gestunum finnist þeir vera að stíga út á Pollinn sem er mjög einkennandi fyrir Akureyri. Það sem síðan blasir við gestunum er fyrsti hluti sýningarinnar sem fjallar um fiskveiðar á Akureyri. „Við reyndum að sýna hvemig fiskveiðamar þróuð- ust frá því að vera eingöngu til sjálfsþurftar upp í stórtæka atvinnustarfsemi,11 sagði Katrín. Myndir á veggjum era margar og vekja at- hygli. Samt sem áður hafði Katrín orð á að reynt hefði verið að skapa áþreifanlegt andrúmsloft með því t.d. að hafa útlínur húsa á sýningar- svæðinu, e.k. leikmyndir fremur en að raða bara upp hlutum og textum í beinni röð í salnum. Ein myndin sker sig strax úr sökum stærðar en hún sýnir garðveislu hjá apótekarahjónunum á Ak- ureyri rétt upp úr aldamótunum. „Þessi mynd er á margan hátt dæmigerð fyrir líf heldra fólksins á Akureyri á þessum tíma,“ sagði Katrín. „Ef haldið er áfram inn salinn er gengið fram hjá Krambúðarhorni en þar er sýnt hvernig slík- ar verslanir litu út. Sögu Kaupfélagsins era einnig gerð góð skil. Hvernig það þróaðist frá því að vera verslun með svæði upp í það stórveldi sem það einu sinni var,“ segir Katrín. Klæðningar og Sibbukofi Inni í miðjum salnum era útlínur húsa mjög áberandi og þar er ætlunin að skapa torg- stemmningu að sögn Katrínar. „Þessar fram- hliðar húsa eiga einnig að sýna mismunandi klæðningar sem á margan hátt era einkennandi fyrir Akureyri. Má sem dæmi nefna steinblikkið sem var flutt beint frá Ameríku hingað til Akur- eyrar og prýðir enn mörg hús í bænum,“ sagði Katrín. Sýningin leiðir fólk einnig í gegnum Katrín Björg Ríkharðsdóttir stendur í hurð- inni á Sibbukofa, sem stóð allt til ársins 1949 við Aðalstræti 82. húsasund inn í tæknihorn þar sem fræðast má um tilkomu raf-, vatns- og hitaveitu. Það sem vekur einnig athygli blaðamanns er framhlið torfbæjar sem merkt er Aðalstræti 82. Þetta segir Katrín vera Sibbukofa sem stóð allt fram til ársins 1949. Gegnt þessu húsi er sýnt inn í stofu heldra fólks og þannig gefst fólki tækifæri á að upplifa andstæðumar sem blöstu við fólki á þessum tíma. Aðspurð um atriði líkt og skólamál sem ekki finnast á sýningunni, segir Katrín að þau hafi valið markvisst úr þegar kom að því að setja upp sýninguna. „Það var stefnan að sleppa þeim þáttum sem sjá má annars staðar eða verða sett- ir upp sem sérsýningar. Undir það falla skóla- málin, iðnaðurinn og sjúkrahúsmálin en til er iðnaðarsafn og ætlunin er að setja upp sýningar tengdar skóla og sjúkrahúsi annars staðar í bænum í framtíðinni,“ sagði Katrín. Katrín sagðist vonast eftir því að fólk flykkist á sýninguna. „Eg er viss um að gamlir Akureyr- ingar eiga eftir að kannast við ýmislegt hér á sýningunni, bæði myndir og muni,“ sagði Katrín að lokum. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Gréta Berg sýnir í Islandsbænum Verðlaunahafar vetrarins SKÍÐADEILD Leifturs á Ólafsfirði heiðraðj skíðafólk í lokahófi á dög- unura. A meðfylgjandi mynd eru eft- irtaldir eldri keppendur sem hlutu verðlaun: Aftari röð: Sunna Hara- ldsdóttir, Arni G. Gunnarsson, Bragi Óskarsson, Krislján Uni Óskarsson, Gunnlaugur Haraldsson, Hjörvar Maronsson. Fremri röð: Ólöf Elsa Guðmundsdóttir, Ásgerður Einars- dóttir, Sigríður Þóra Hilmarsdóttir, Esther Gestsdóttir, Tomasz Kolos- owski, Bima Agnarsdóttir. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum. Bjóðum eitt mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum. Hafbu samband .jj»f ’WM M’ ’v - vogir cru okkarfag - Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is GRÉTA Berg myndlistarmaður hefur opnað sýningu á verkum sín- um í íslandsbænum í Eyjafjarðar- sveit. Þar sýndir hún 15 olíumál- verk sem ýmist era unnin um eða undir áhrifum frá Heimsljósi eða Kvæðakverum Halldórs Laxness. Þannig geta gestir upplifað Unglinginn í skóginum eða Kraft- sbirtingarhljóm guðdómsins á sýn- ingunni. Gréta Berg hefur haldið nokkrar málverkasýningar á Akur- eyri en þar á meðal er sýningin „Draumar rætast" þar sem Davíð Stefánsson var uppspretta verka hennar. „Þessi skáldskapur er mjög skemmtilegur og persónusköpunin er afar myndræn," sagði Gréta. Sýningin er opin nú fram á laug- ardag frá kl. 17 til 21, íslandsbær- inn er svo lokaður þann dag vegna einkasamkvæmis og einnig er lok- að næsta mánudag. Á sunnudag er opið frá kl. 15 til 19, en í næstu viku, frá þriðjudegi til föstudags, er sýningin opin frá kl. 17 til 21. Sýningunni lýkur föstudaginn 30. júní næstkomandi. Heiman o g heim á Listasumri HEIMAN og heim er yfiskrift íyrsta bókmenntakvöldsins á Listasumri en það verður í Deiglunni föstudaginn 23. júní og hefst kl. 20.30. Bókmennta- dagskrá verður fastur liður á Lista- sumri, ávallt á sama stað og tíma. Ljóð eftir fjögur brottflutt akur- eyrsk skáld verða flutt á þessu fyrsta bókmenntakvöldi sumarsins, Jónas Þorbjamarson, Sigmund Erni Rún- arsson, Jóhann Árelíuz og Sigurð Ingólfsson. Jónas og Sigmundur flytja Ijóð sín sjálfir, Þráinn Karlsson les Ijóð Jó- hanns og Steinunn Sigurðardóttir les ljóð Sigurðar. Amtsbókasafnið á Akureyri kynnir vikulega bókmenntir sem tengjast bókmenntadagskrá Listasumars við- komandi viku. V erkfallsaðgerðir Sleipnis halda áfram Eigandi flaug norð- ur til að ljúka ferð VERKFALLSVERÐIR Sleipnis höfðu i nógu að snúast í Mývatns- sveit og á Akureyri og höfðu þegar stöðvað fimm bíla um miðjan dag í gær. Heimir Bergmann verkfalls- vörður sagði að fjórir bflar frá jafn- mörgum fyrirtækjum hefðu verið stöðvaðir við Mývatn og Húsavík. „Hér á Akureyri lagðist einnig skemmtiferðaskip að höfn. Við gerð- um fararstjóra, sem sá um rútuferð- irnar fyrii- farþegana, gi-ein fyrir því að við myndum stöðva bílana ef aðr- ir en eigendurnir ækju þeim. Það var hlustað á okkur og málið leyst í bróðerni," sagði Heimir. Að sögn Heimis hafði eigandi rútufyrirtækisins Snæland-Gríms- son, flogið norður til að keyra rútu sem þeir höfðu þá stöðvað. „Við sóttum hann á flugvöllinn og keyrð- um hann að rútunni og hann tók þá við akstrinum," sagði Heimir. ------------------- 19 unglingar sóttu um bæjarvinnu KÖNNUN á atvinnuhorfum ungl- inga fyi-ir sumarið er að mestu lokið hjá Akureyrarbæ, en unglingar án vinnu vora beðnir að skrá sig hjá bænum. Að sögn Jónínu Laxdal hjá Akureyrarbæ skráðu sig nítján ungl- ingar og fá þefr allir vinnu í átta vik- ur hjá bænum. Jónína kvaðst ekki vita hvort þess- ir unglingar hefðu sótt um vinnu annars staðar og fengið synjun áður en þeir snera sér til Akureyrarbæj- ar. Að sögn Jónínu era unglingai-nfr frá 17 ára aldri og sumir jafnvel komnir yfii’ tvítugt. -----♦-4-4---- Sauðfjár- bændur við Eyjafjörð funda AÐALFUNDUR Félags sauðfjár- bænda við Eyjafjörð verður haldinn í íslandsbænum við Blómaskálann Vín í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst hann kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Jón Helgi Björnsson, slátur- hússtjóri Kjötiðjunnar á Húsavík, ræða um fyrirkomulag slátrunar í haust og Ólafur Valsson hérað- sdýralæknir ræðir um aðbúnað sauðfjár og fleira. Aðalsteinn Jóns- son, formaður Landssamtaka sauð- fjárbænda, mætir á fundinn. Sauð- fjárbændur í héraðinu era hvattir til að koma. -----♦-♦-♦---- Fagnar hug- myndum um jarðgöng í Vaðlaheiði SVEITARSTJÓRN Hálshrepps hefur sent frá sér ályktun þar sem fram kemur að hún fagnar fram komnum hugmyndum um gerð jarð- ganga í gegnum Vaðlaheiði. „Sú framkvæmd myndi styrkja byggð- irnar austan og vestan Vaðlaheiðar á margan hátt. Því skorar sveitarsjórn á alþingismenn að beita sér fyrir því að gerð verði hagkvæmnisathugun á þeirri framkvæmd sem allra fyrst,“ segir í ályktun nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.