Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 32

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 22. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Hótel Brattholt Morgunblaðið/Sig. Sigm. Glæsilegt hótel í Brattholti Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Nýtt og glæsilegt hótel var tekið formlega í notkun í Brattholti í Biskupstungum hinn 10. júní. Það eru tvenn hjón, bændur í Bratt- holti, sem eru eigendur að þessu nýja hóteli, þau Guðrún Lára Ágústsdóttir, Njörður Jónsson, ír- is Inga Svavarsdóttir og Jón Harrý Njarðarson. Húsið er 530 fermetr- ar að flatarmáli, í því eru 16 vistleg tveggja manna herbergi með baði, matsalur fyrir um 70 manns ásamt eldhúsi og tilheyrandi geymslum. Hreggviður Smári Hreggviðsson, byggingatæknifræðingur á Sel- fossi, er arkitekt að þessu veglega húsi. Helstu byggingarverktakar við uppbyggingu hússins voru JÁ- verktakar hf. á Selfossi og Bisk- verk ehf. í Biskupstungum, en Birgir og Helgi önnuðust múrverk og flísalagnir. í Brattholti hefur verið rekin bændagisting og hestaleiga frá ár- inu 1987 og hafa umsvifin farið vaxandi, þar er einnig myndarleg- ur búskapur. Eins og mörgum mun kunnugt er Brattholt við Hvítá, um 3,5 km Eigendur hótelsins í Brattholti, Jón Harrý Njarðarson, Iris Inga Svavarsdóttir, Guðrún Lára Ágústsdóttir og Njörður Jónsson. neðan við Gullfoss. Það er sá bær sem lengst er inni í landi á Suður- landi, um 7 km austur af Geysis- svæðinu í Haukadal. Þar er afar fagurt umhverfi og setur hið stór- brotna Hvítárgljúfur þar mestan svip á landið. Með tilkomu þessa nýja hótels í hálendisbrún Suðurlands við Kjal- veg opnast margvíslegir möguleik- ar á sumar- sem vetrarferðum frá hótelinu, auk þess sem hægt er að fá allar venjulegar veitingar frá morgni til kvölds. Oafslátturáöllum titan solgler med pinum st/rk í kaupbæti gildir til sunnudagsins 2. júlí Gönguferðir * um Isafjörð MORRINN er atvinnuleikhús ungs fólks í ísafjarðarbæ og eitt af stærstu verkefnum þess í sumar eru gönguferðir í bænum þar sem ferðamönnum gefst kostur á að ganga um sögufræga staði og fylgj- ast með leikþáttum tengdum sög- unni. „Saga Isafjarðar er merkileg og í bænum er fjöldi gamalla húsa sem gaman er að skoða,“ segir Greipur Gíslason, talsmaður Morr- ans. „Þetta er eitt af stærstu verk- efnum Morrans í sumar en við er- um í samstarfi við Vesturferðir. I Isafjarðarbæ má meðal annars finna eina best varðveittu húsa- þyrpingu á landinu frá 18. öld.“ I gönguferðunum verður rakin saga staðarins og staldrað við á merkum stöðum þar sem Morrinn verður með leikþætti tengda sög- unni ásamt því að fjallað verður um líf og störf Isfirðinga á síðustu ár- um. „Við munum stoppa á um tíu stöðum samtals og meðal annars verður boðið upp á lummur á Silf- urtorgi og smakkað á sushi við höfnina en í bænum er að finna sushi-verksmiðju.“ Hver gönguferð tekur tæpa tvo tíma og að sögn Greips er þetta sýning bæði fyrir augað og eyrað en leikhópurinn mun t.d. syngja lög eftir ísfirsk tónskáld. Gönguferðirnar verða farnar á þriðjudögum og fimmtudögum frá 6. júní til 6. ágúst og allar nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Vesturferða, www.vesturferd- ir.is. Um tuttugu leikarar Atvinnuleikhúsið var stofnað fyr- ir tilstilli nokkurra krakka, meðal annars talsmanns leikhópsins. „Við sóttum um styrk til bæjarins til að starfa við leiklist sumarlangt 1998 og fengum hann í formi launa hjá Mynd úr safni Morrans Lcikhópurinn mun t.d. syngja lög eftir ísfirsk tónskáld. vinnuskólanum. í fyrrasumar ákvað bærinn síðan að stofna at- vinnuleikhús ungs fólks.“ Hjá leikhúsinu starfa um tuttugu leikarar á aldrinum 13 til 16 ára ásamt leikstjóra, Elfari Loga Hannessyni leikara, og Greipi Gíslasyni, talsmanni hópsins. Af öðrum verkum Morrans í sumar má nefna að stærsta verk- efni leikhússins verður að taka á móti gestum allra skemmtiferða- skipa sem sækja Isafjörð heim og skemmta þeim með dansi og söng. Þá mun leikhúsið heimsækja þá sex leikskóla sem eru starfræktir í Isafjarðarbæ og sýna þar frum- samið stykki sem er verið að semja um þessar mundir. Siglingar í eyoifirði á glæsisnekkiu Egilsstödum. Morgunblaðið. FJARÐAFERÐIR á Norðfirði hafa nýverið endurnýjað bát sinn og státa nú af lítilli glæsisnekkju, Eld- ingu, með klefum, sturtum, eldhúsi, borðkrók og salernum svo eitthvað sé neftit. Fjarðaferðir bjóða sigling- ar um Norðfjarðarflóa. Farið er í eyðifirðina Viðijörð og Hellisfjörð en í þeim síðarnefnda eru skoðaðar rústir af gamalli hvalstöð. Byggð hefúr verið grillaðstaða þar og er tilvalið að halda þar veislur. Siglt er undir Rauðubjörg sem eru litskrúð- ug líparítbjörg. Þar er farið undir fuglabjarg þar sem fólk getur jafn- vel klappað fuglunum þar sem þeir liggja á hreiðrum. Litið er á afla- brögð hjá smábátum sem eru á veið- um í kring og svo siglt undir Nípu, sem er hæsta standbjarg úr sjó í Evrópu. Á siglingunni eru rifjaðar upp drauga- og þjóðsögur. Einnig er hægt að panta bátinn í sérferðir, nánast hvert sem er, t.d. til Seyðis- fjarðar, Loðmundaríjarðar, Mjóafjarðar og suður í Skrúð. Þegar siglt er þangað gefst fólki kostur á að sjá austasta odda landsins, Gerpi. Göng’u- sumar í Borgarfírði í SUMAR stendur ungmenna- samband Borgarfjarðar fyrir gönguferðum um sveitir Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu. Lagt er af stað klukkan 20 annan hvern fimmtudag. Heimamenn sjá um leiðsögn og er ýmis fróðleikur sem fylgir staðhátta- og landslagslýs- ingum að sögn Ásdísar Helgu Bjarnadóttur sambandsstjóra UMSB. „Þetta eru tveggja tíma göngur við allra hæfi og þátttak- endur hafa verið allt frá fjögurra ára aldri upp í áttatíu og fimm ára.“ Næsta ganga verður í kvöld, 22. júní, en þá verður gengið um Reykholtsdal og upp Rauðsgil frá Rauðsgilsbrú. Göngurnar eru kynntar á Vest- urlandsvefnum (www.vestur- land.is) undir dálknum „Á döfinni“. Morgunblaðið/Arnaldur Snorralaug í Reykholti. Vesturland 2000 ÚT er komið upplýsinga- og fræðslu- rit um ferðaþjónustu á Vesturlandi, Vesturland 2000. í fréttatilkynningu frá íslenskri upplýsingatækni segir að í ritinu sé m.a. að finna ítarlega þjónustuskrá og upplýsingar um áhugaverða staði og afþreyingar- möguleika á Vesturlandi. Ritið er ókeypis og mun liggja frammi á upp- lýsingamiðstöðvum víða um land.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.