Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 22. JIJNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Hótel Brattholt Morgunblaðið/Sig. Sigm. Glæsilegt hótel í Brattholti Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Nýtt og glæsilegt hótel var tekið formlega í notkun í Brattholti í Biskupstungum hinn 10. júní. Það eru tvenn hjón, bændur í Bratt- holti, sem eru eigendur að þessu nýja hóteli, þau Guðrún Lára Ágústsdóttir, Njörður Jónsson, ír- is Inga Svavarsdóttir og Jón Harrý Njarðarson. Húsið er 530 fermetr- ar að flatarmáli, í því eru 16 vistleg tveggja manna herbergi með baði, matsalur fyrir um 70 manns ásamt eldhúsi og tilheyrandi geymslum. Hreggviður Smári Hreggviðsson, byggingatæknifræðingur á Sel- fossi, er arkitekt að þessu veglega húsi. Helstu byggingarverktakar við uppbyggingu hússins voru JÁ- verktakar hf. á Selfossi og Bisk- verk ehf. í Biskupstungum, en Birgir og Helgi önnuðust múrverk og flísalagnir. í Brattholti hefur verið rekin bændagisting og hestaleiga frá ár- inu 1987 og hafa umsvifin farið vaxandi, þar er einnig myndarleg- ur búskapur. Eins og mörgum mun kunnugt er Brattholt við Hvítá, um 3,5 km Eigendur hótelsins í Brattholti, Jón Harrý Njarðarson, Iris Inga Svavarsdóttir, Guðrún Lára Ágústsdóttir og Njörður Jónsson. neðan við Gullfoss. Það er sá bær sem lengst er inni í landi á Suður- landi, um 7 km austur af Geysis- svæðinu í Haukadal. Þar er afar fagurt umhverfi og setur hið stór- brotna Hvítárgljúfur þar mestan svip á landið. Með tilkomu þessa nýja hótels í hálendisbrún Suðurlands við Kjal- veg opnast margvíslegir möguleik- ar á sumar- sem vetrarferðum frá hótelinu, auk þess sem hægt er að fá allar venjulegar veitingar frá morgni til kvölds. Oafslátturáöllum titan solgler med pinum st/rk í kaupbæti gildir til sunnudagsins 2. júlí Gönguferðir * um Isafjörð MORRINN er atvinnuleikhús ungs fólks í ísafjarðarbæ og eitt af stærstu verkefnum þess í sumar eru gönguferðir í bænum þar sem ferðamönnum gefst kostur á að ganga um sögufræga staði og fylgj- ast með leikþáttum tengdum sög- unni. „Saga Isafjarðar er merkileg og í bænum er fjöldi gamalla húsa sem gaman er að skoða,“ segir Greipur Gíslason, talsmaður Morr- ans. „Þetta er eitt af stærstu verk- efnum Morrans í sumar en við er- um í samstarfi við Vesturferðir. I Isafjarðarbæ má meðal annars finna eina best varðveittu húsa- þyrpingu á landinu frá 18. öld.“ I gönguferðunum verður rakin saga staðarins og staldrað við á merkum stöðum þar sem Morrinn verður með leikþætti tengda sög- unni ásamt því að fjallað verður um líf og störf Isfirðinga á síðustu ár- um. „Við munum stoppa á um tíu stöðum samtals og meðal annars verður boðið upp á lummur á Silf- urtorgi og smakkað á sushi við höfnina en í bænum er að finna sushi-verksmiðju.“ Hver gönguferð tekur tæpa tvo tíma og að sögn Greips er þetta sýning bæði fyrir augað og eyrað en leikhópurinn mun t.d. syngja lög eftir ísfirsk tónskáld. Gönguferðirnar verða farnar á þriðjudögum og fimmtudögum frá 6. júní til 6. ágúst og allar nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Vesturferða, www.vesturferd- ir.is. Um tuttugu leikarar Atvinnuleikhúsið var stofnað fyr- ir tilstilli nokkurra krakka, meðal annars talsmanns leikhópsins. „Við sóttum um styrk til bæjarins til að starfa við leiklist sumarlangt 1998 og fengum hann í formi launa hjá Mynd úr safni Morrans Lcikhópurinn mun t.d. syngja lög eftir ísfirsk tónskáld. vinnuskólanum. í fyrrasumar ákvað bærinn síðan að stofna at- vinnuleikhús ungs fólks.“ Hjá leikhúsinu starfa um tuttugu leikarar á aldrinum 13 til 16 ára ásamt leikstjóra, Elfari Loga Hannessyni leikara, og Greipi Gíslasyni, talsmanni hópsins. Af öðrum verkum Morrans í sumar má nefna að stærsta verk- efni leikhússins verður að taka á móti gestum allra skemmtiferða- skipa sem sækja Isafjörð heim og skemmta þeim með dansi og söng. Þá mun leikhúsið heimsækja þá sex leikskóla sem eru starfræktir í Isafjarðarbæ og sýna þar frum- samið stykki sem er verið að semja um þessar mundir. Siglingar í eyoifirði á glæsisnekkiu Egilsstödum. Morgunblaðið. FJARÐAFERÐIR á Norðfirði hafa nýverið endurnýjað bát sinn og státa nú af lítilli glæsisnekkju, Eld- ingu, með klefum, sturtum, eldhúsi, borðkrók og salernum svo eitthvað sé neftit. Fjarðaferðir bjóða sigling- ar um Norðfjarðarflóa. Farið er í eyðifirðina Viðijörð og Hellisfjörð en í þeim síðarnefnda eru skoðaðar rústir af gamalli hvalstöð. Byggð hefúr verið grillaðstaða þar og er tilvalið að halda þar veislur. Siglt er undir Rauðubjörg sem eru litskrúð- ug líparítbjörg. Þar er farið undir fuglabjarg þar sem fólk getur jafn- vel klappað fuglunum þar sem þeir liggja á hreiðrum. Litið er á afla- brögð hjá smábátum sem eru á veið- um í kring og svo siglt undir Nípu, sem er hæsta standbjarg úr sjó í Evrópu. Á siglingunni eru rifjaðar upp drauga- og þjóðsögur. Einnig er hægt að panta bátinn í sérferðir, nánast hvert sem er, t.d. til Seyðis- fjarðar, Loðmundaríjarðar, Mjóafjarðar og suður í Skrúð. Þegar siglt er þangað gefst fólki kostur á að sjá austasta odda landsins, Gerpi. Göng’u- sumar í Borgarfírði í SUMAR stendur ungmenna- samband Borgarfjarðar fyrir gönguferðum um sveitir Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu. Lagt er af stað klukkan 20 annan hvern fimmtudag. Heimamenn sjá um leiðsögn og er ýmis fróðleikur sem fylgir staðhátta- og landslagslýs- ingum að sögn Ásdísar Helgu Bjarnadóttur sambandsstjóra UMSB. „Þetta eru tveggja tíma göngur við allra hæfi og þátttak- endur hafa verið allt frá fjögurra ára aldri upp í áttatíu og fimm ára.“ Næsta ganga verður í kvöld, 22. júní, en þá verður gengið um Reykholtsdal og upp Rauðsgil frá Rauðsgilsbrú. Göngurnar eru kynntar á Vest- urlandsvefnum (www.vestur- land.is) undir dálknum „Á döfinni“. Morgunblaðið/Arnaldur Snorralaug í Reykholti. Vesturland 2000 ÚT er komið upplýsinga- og fræðslu- rit um ferðaþjónustu á Vesturlandi, Vesturland 2000. í fréttatilkynningu frá íslenskri upplýsingatækni segir að í ritinu sé m.a. að finna ítarlega þjónustuskrá og upplýsingar um áhugaverða staði og afþreyingar- möguleika á Vesturlandi. Ritið er ókeypis og mun liggja frammi á upp- lýsingamiðstöðvum víða um land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.