Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 33 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell Borðsiðir brúðarinnar valda Þrym nokkrum áhyggjum. Þrymskviða tekin til kostanna Hamar Þórs eða The Hammer of Thor er titill sýningar á ensku sem frumsýnd verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu 1 kvöld. Þetta er goðsagnakennt spennu/gamanleikrit um ferð Þórs í jötunheima til að endurheimta hamar sinn, Mjölni. í Hafnarfjarðarleikhúsinu verður í sumar glettst við ferðamenn og aðra sem gaman hafa af skoplegri sýn á söguþráð hinnar fornu Þrymskviðu. Þar hafa um vélað Gunnar Helgason gamanleikari og fjórir nemar af öðru ári úr Leiklistarskóla Islands, þau Gísli Pétm- Hinriksson, ívar Sverris- son, Ólafur Egill Egilsson og Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Saga Þrymskviðu lýsir því er Jötuninn Þrymur rænii- Mjölni, hamri Þórs, og neitar að skila honum nema æsir gefí honum frjó- semisgyðjuna Freyju íyrir konu. Þór tekst ferð á hendur í jötunheima í gervi Freyju til að endurheimta Mjölni undir leiðsögn hins fláráða Loka Laufeyjarsonar. í brúðkaupinu kemur Þór höndum yfir hamarinn og þá er ekki að spyrja að leikslokum. „Þetta leikverk varð upphaflega til sem kennsluverkefni í Leiklistarskól- anum í íyrra undir minni stjórn,“ seg- ir Gunnar Helgason leikstjóri sýn- ingarinnar. „Okkur datt síðan í hug að snúa þessu á ensku og leika fyrir ferðamenn í sumar hér í Hafnarfjarð- arleikhúsinu og tengja þetta Víkinga- hátíðinni sem nú stendur sem hæst. Við sömdum þetta í sameiningu og höfðum mikið gaman af og sérstak- lega hefur verið skemmtilegt að búa til útgáfu á ensku,“ segir Gunnar. Þór var greinilega ryðgaður í ensk- unni og sletti óspart fomíslensku en Freyja var hins vegar eins og nýstig- in af sporvagninum Girnd með Suð- urríkjahreiminn fljótandi á tungu. Þrymur var hins vegar af lands- byggðinni með sterkan skoskan Morgunblaðið/Þorkell Þör og Loki í sannfærandi dulargervi Freyju og þernu hennar. Þokkagyðjan Freyja heillar Þór. Gísli Pétur Hinriksson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Ólafur Egill Ólafsson. hreim en heimsmaðurinn Heimdallur gekk um flámæltur á yfirstéttar- ensku. A forsýningu á þriðjudagskvöld sat blaðamaður fyrir aftan fjölskipaðan bekk víkinga með alvæpni sem skemmtu sér konunglega og hlógu viðeigandi hrossahlátri þegar mest gekk á. Þeir voru þó spakir og brugð- ust vel við tilmælum leikstjórans um að slökkva á farsímum sínum áður en sýningin hófst. Þótti þeim vegur Þórs mikill í sýningunni og gátu vart kyrr- ir setið þegar hin kynþokkafulla Freyja heillaði þrumuguðinn upp úr skónum svo hann varð bljúgur sem lamb í höndum hennar. Bitu þeir síð- an fast í skjaldarrendur og voiu við öllu búnir þegar Þór ruddi borð og bekki í brullaupsveislu Þryms. „Við munum bjóða upp á sýningar hér í Hafnarfjarðarleikhúsinu í sum- ar bæði á ensku og íslensku eftir því sem óskað er,“ segir Gunnar og bætir því við að sýningin sé formlega sam- starfsverkefni milli Hafnarfjarðar- leikhússins og Leikhópsins Æsir sem leiklistamemamir fjórir standa að. Þú færð allar helstu f úavarnartegundir hjó Litaveri, Grensósvegi. Kjörvari 144 Itr. - gegnssr Okkarverðkr. 2.758* Woodex Ultra 2.5 Itr.- gegnsær Okkor verð kr. 2.133- Sólignunt 5 Itr.- þekjandi Okkarverðkr. 4.570* Texolin 4 Itr. - þekjandi Við reiknum efnisþörfina og veitum þér faglegar róðleggingar um vinnu ó viðnum Grensásvegl 18 s: 581 2444 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi.________ >£M-2000 Miðvikudagur 21. júní ÍSAFJÖRÐUR Menningarveisla Sunnukórinn flytur kóra úr óperum, óperettum, trúartega tónlist, klass- ísk kórlög oggömul dægurlög. Stjórnandi er Margrét Geirsdóttir. Tónleikarnir eru í ísafjarðarkirkju og hefjast kl. 20:30. Dagskráin erhluti af samstarfsverk- efni Menningarborgarinnar og sveit- arfélaga. vesturferdir@vesturferdir.is LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNARHÚSINU. KL. 20. Gleymdir stadir. Aö steypa form borgarinnar eryfir- skrift fyrirlesturs Halldórs Gíslason- ar, arkitekts og kennara viö háskól- ann í Portsmouth í Englandi, sem hann heldur í kvöld. Fyrirlesturinn er sá síðasti íröð fyrirlestra á vegum Norrænu akademíunnarí arkitektúr sem heldur vinnubúðir í Reykjavík þessa dagana. Halldór heldur fyrirlestur um borgar- formið og afgangsrými borgarinnar. Hann mun reyna að setja fram þær kenningar sem lúta að aðferðum nú- Golffélag Reykjavíkur býður upp á golfkennslu á sumaríþróttaviku ÍBR. Á myndinni er Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR. tímamannsins við að steypa lífsitt og þá sérstaklega borgarmenning- una í form. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis. AKUREYRI -L2000 ítilefni af50 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldin fimm daga alþjóðleg leiklistarhátíð undir yfirskrihinni L2000. www.tv.is/bil/L2000 N0RRÆNT UNGMENNAMÓT Ævintýravika á íslandi undiryfir- skriftinni,, Kultur & ungdom" þar sem haldið verðurmót fyrirhátt í 2000 ungmenni víðsvegar að af Norðurlöndunum. Lögð verður áhersla á menningu, umhverfi og íþróttir. Ungmennafélags íslands skipuleggur mótið sem stendur til 28. Júní. www.umfi.is/kultur. SUMARÍÞRÓTTAVIKA ÍBR Golffélag Reykjavíkur. Golfkvöld verð- urhaldið í samvinnu við Golffélag Reykjavíkur á knattspyrnuvelli þróttar v. Suðurlandsbraut, þarsem al- menningi verður boðið upp á kennslu ogsýningu kl. 18-21. Útivist býður til sumarsólstöðugöngu í Reykjavík. Sumaríþróttavikan erhaldin í sam- starfí við Íþróttahátíð ÍSÍog fjölmarga aðra skipuleggjendur og stendur til 24.júní. www.ibr.is. www.reykjavik2000.is. wap.olis.is. -------------é-f-é-------- Samsýning á Blönduósi NÚ stendur yfir samsýning lista- kvenna í grafíklistafélaginu Áfram veginn á kaffihúsinu Við árbakkann á Selfossi. Sýningin stendur til mánaðamóta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.