Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.06.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Safaríkur Björn í há- deginu Hádegisleikhúsið frumsýnir í Iðnó í dag ein- þáttunginn Björninn eftir Tsjekhov í nýrri -----7---------------- þýðingu Arna Bergmanns. Eyrún Baldurs- dóttir ræddi við leikstjórann, Stefán Jóns- son, sem segir uppsetninguna bæði vera hefðbundna nálgun á verki Tsjekovs og að einnig sé brugðið verulega út af vananum. SKÖMMU eftir að viðstaddir hafa fengið hádegisverðinn borinn á borð í Iðnó hefst sýningin á Biminum. Áður en gestir taka til matar síns er lík- legra að þeir leggi frá sér skeiðina, svona fyrst um sinn, til að geta hver með sínu nefi dregið ályktanir um framvindu mála á sviðinu, enda ríkir þar engin lognmolla. Hádegisleikhúsið hefur boðið upp á sýningar yfir léttum hádegisverði í rúmt ár. Frumsýningin á Birnin- um í dag er sú fyrsta á vegum Leik- félags Islands eftir sameininguna. Þeir sem þekkja til höfundarins munu sumir álíta að hér sé um nýstárlega meðhöndlun á efninu að ræða, en að sögn Stefáns Jónssonar leikstjóra mætti einnig kalla hana fremur hefðbundna hvað sem það nú merkir. Stefán kveður verkið bjóða upp á vissa tvíræðni og segist nýta sér það í uppsetningunni. Björninn er einþáttungur sem Tsjekhov mun hafa skrifað mjög snemma á ferli sínum sem rithöfundur og segir frá ungri ekkju sem heitið hefur því að vera látnum eiginmanni sínum trú til dauðadags. Hún hefur lokað sig af frá umheiminum en þegar landeig- andi nokkur knýr dyra dregur margt til tíðinda og það sverfur til stáls í hafsjó ólgandi tilfinninga. í verkinu kemur fram á gamansaman hátt hve hárfínt bil er á milli ást- ríðu og losta annars vegar og hat- urs og heiftar hins vegan Einþáttunginn þýddi Árni Berg- mann úr rússnesku sérstaklega fyr- ir þessa sýningu og segir Stefán þýðinguna vissulega góða þar sem Árni sé toppforingi á sínu sviði. Björninn mun hafa verið settur upp áður hjá fáeinum áhugaleikhópum en í annarri þýðingu. Leikararnir sem _þátt taka í upp- færslunni er þau Olafur Darri 01- afsson, María Pálsdóttir og Júlíus Brjánsson. Rétta leiðin ... og þd Stefán segist ekki vita hver sé rétta leiðin í leikhúsi. „Líkt og í verkum annarra frábærra höfunda vakna margar spurningar í Tsjek- hov og hann því opinn fyrir túlkun. Hann vekur spumingar bæði hjá áhorfendum og þátttakendum, en það að spyrja spurninga og velta upp óvæntum flötum er eitt af því skemmtilegasta við leikhúsið að mínu mati.“ Stefán kveður enga leið beinlínis réttari en aðra til að vinna með verk Tsjekhovs. „Ég held samt sem áður að ég sé tiltölulega trúr því sem sumir kalla „réttu leiðina" því ég legg mikla áherslu á stóran leik- tækjaframleiðslu Nýjung frá Villeroy & Boch Ceramic + áferðin á handlaugum og salernum lágmarkar þrif. Alltaf eins og ný bónað. OPID ÖLL KVÖLD TIL Kl. 21 áá METRO Skeifan 7 • Simi 525 0800 . _ Morgunblí)ðið/Jim Smart I einþáttungnum kemur fram hversu hárfínt bil er á milli ástríðu og haturs. Hér má sjá Olaf Darra Ólafsson og Maríu Pálsdóttur í hlutverkum sínum. Július Brjánsson skimar hér inn á sviðið sem þjónn. En þangað er hann aftur kominn eftir 10 ára hlé. stíl sem á ættir að rekja til aldamótanna þegar þessi einþátt- ungur varð til.“ Stefán segir að út frá leikstílnum megi aukinheldur draga ál- yktanir um vísanir í samtímann. „Það getur einnig litið út fyrir að persónurnar séu í einhverjum aldamóta- leik til að svala sínum villtu draumum og fá útrás fyrir þrá í ýmiss konar formi. Með því er ég aðeins að krydda betur góðan brand- ara.“ Stefán vill ekki láta meira uppi um það hvernig nútíminn kemur fram í verkinu og bendir á að sjón sé sögu ríkari. Bók um sjö menningar- borgir BORGARSKJALASOFN sjö menningarborga Evrópu árið 2000 hafa gefið út bókina Sannan- ir! Evrópa spegluðískjalasöfnum. Borgimar sem standa að útgáf- unni eru Reykjavík, Bergen, Bol- ogna, Helsinki, Kraká, Prag og Santiago de Compostela. Bókin er unnin upp úr skjalasöfnum borg- anna og er henni ætlað að kynna hinn auðuga menningararf sem þar er að finna, bæði sameiginleg einkenni borganna og sérkenni þeirra. Ritstjóri af hálfu Reykja- víkurborgar er Svanhildur Boga- dóttir borgarskjalavörður. Sameiginleg einkenni Bókin kom út í mars í vor og var unnin með styrk frá Raphaél-sjóði Evrópusambandsins, styrkjum frá framkvæmdanefnd hverrar menningarborgar fyrir sig og stuðningi deildar borgarskjala- safna í Alþjóðasambandi skjala- safna. Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 studdi verkefnið og er það liður í dagskrá hennar. Svanhildur Bogadóttir borgar- skjalavörður var ritstjóri íslenska hlutans í bókinni. „Þegar fulltrúar skjalasafna menningarborganna sjö komu fyrst saman fyrir tveim- ur árum fannst okkur að borgirn- ar ættu lítið sameiginlegt nema að vera menningarborgir árið 2000. í fyrstu ætluðum við þess vegna að skipta bókinni í kafla eftir borg- um. En þegar við fórum að ræða um borgirnar okkar komumst við að því að þær áttu heilmargt sam- eiginlegt, til dæmis hlutverk þeirra innan ríkjanna,“ segir Svanhildur. „Þá ákváðum við að taka líka fyrir ákveðin þemu í öðr- um hluta bókarinnar og þar er sem sagt fjallað um sameiginleg efni.“ Bókinni er skipt í tvo megin- hluta. í fyrri hlutanum er fjallað um sérkenni hverrar borgar og er hægt lesa um söguna á bak við hæðirnar í Kraká, um hvernig eft- irlíking af dómkirkju er brennd í táknrænum tilgangi í Santiago, um timburhúsin í Reykjavík og margt fleira. Skjöl geyma merkilega sögu Svanhildur, ásamt þremur starfsmönnum á Borgarskjala- safni Reykjavíkur völdu íslensku umfjöllunarefnin. Sagnfræðingar safnsins skrifuðu svo skýringar- texta með skjölunum og eru text- arnir í bókinni annars vegar á tungu lands viðkomandi borgar og hins vegar á ensku. „Við höfðum það að markmiði við val á textun- um að segja ekki heildstæða sögu borgarinnar heldur velja áhuga- verð skjöl sem eru lítið þekkt og segja sögu í kring um skjölin. Mörg skjöl segja heilmikla sögu ein sér, en það er alltof algengur misskilningur að skjalasöfn ogþað sem þau geyma eigi ekkert erindi við fólk. Markmiðið með bókinni er því tvíþætt, að kynna borgirnar, sameiginleg og sérstök einkenni í sögu þeirra, en um leið að vekja at- hygli á skjalasöfnum borganna og vitneskjunni sem þau geyma.“ Auk bókaútgáfunnar standa skjalasöfnin að sýningu á sam- bærilegu efni á Netinu. Slóð sýn- ingarinnar er httpi/Avww.eusir- chives.org. Bókin er til sölu í Borgarskjalasafni Reykjavíkur og í helstu bókabúðum. Fyrsta leikstjórnarverkefni í atvinnuleikhúsi Björninn er fyrsta verkið sem Stefán leikstýi-ir í atvinnuleikhúsi en hann hefur áður leikstýrt áhuga- mannaleiksýningum. Hann kveðst hafa mikinn áhuga á að leikstýra atvinnufólki í framtíðinni og að þessi leiksýning hafi hvatt hann til frekari dáða. Rússneski höfundurinn Tsjekhov er mjög vinsæll í íslenskum leik- húsum og hafa verk hans verið sett upp í ýmsum áhugamanna- og at- vinnuleikhúsum hér á landi. Þekkt- ust era verk hans Mávurinn, Þrjár systur, Vanja frændi og Kirsju- berjagarðurinn. Sýningin Björninn verður í Iðnó út sumarið og lengur ef aðsókn leyfir. Sýningar hefjast kl.12. N^jar bækur • ÍSLAND í sjónmáli/Islande en vue - Franskir Ijósmyndarar á ís- landi 1845-1900/ Photographes frangais en Islande er rituð af Æsu Siguijónsdótt- ur, bæði á ís- lensku og frönsku. í bók- inni eru birtar elstu ljósmyndir sem varðveittar eru frá íslandi. Myndimar eru teknai’ af frönskum ljós- mynduram við erífiðar aðstæð- ur og takmarkaðan tækjakost. í kynningu segir m.a.: „Markmið þessai’ar bókar er að kynna ljós- myndir Frakka frá íslandi, setja myndm þeirra í samhengi við það sem var þá að gerast í ljósmyndun hverju sinni, og sýna fram á tengsl ljósmyndunar, vísindarannsókna og atvinnulífs. Tímabilið sem hér verð- ur fjallað um afmarkast af heimild- unum: annai's vegar sólmyndunum sem Des Cloizeaux tók sumarið 1845 pg eru fyrstu ljósmyndir teknar á Islandi og hins vegar ljósmynda- syrpu sem liðsforinginn A. Petitjean tók á Islandi sumarið 1893 en það er síðasta ljósmyndasyrpan sem varð- veist hefur frá Frökkum á 19. öld.“ Æsa lauk B.A.-prófi í sagnfræði frá Háskóla íslands árið 1983. Hún stundaði framhaldsnám í búninga- sögu við Courtauld Institute of Arts í London og í listasögu við Sorbeonne- háskóla í París þaðan sem hún lauk Dea-gráðu árið 1989. Undanfarin ár hefur hún sinnt rannsóknum á Ijós- myndasögu, unnið að gerð heimild- armynda og skipulagt sýningar. í bókinni era sex kaflar þar sem höfundur rekur tilefni ferðar Frakk- anna til íslands og sýnir fram á tengsl Ijósmyndanna og hræringa í frönsku samfélagi. Utgefandi er JPV forlag í sam- vinnu við Þjóðminjasafn Islands. Bókin er 136 bls. ogprentuðí prentsmiðjunni Odda. Kápuhönnun: Jón Asgeir í Aðaldal Verð: 4.980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.