Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 36

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Listin er að- ferð til að lengja lífíð“ Japanski leikarínn Yosiho Oida sem þekktur er fyrir náið samstarf í aldarfjórðung við leikstjór- ann Peter Brook flytur eina af sínum merkustu sýningum í Iðnó annað kvöld og kennir síðan á tveggja daga námskeiði laugardag og sunnudag. Japanski leikarinn Yosiho Oida sem leikur í Iðnó annað kvöld. ÞAÐ ER Helga E. Jónsdóttir, leikari og leikstjóri, í sam- vinnu við Leikfélag íslands sem stendur að komu Oida hingað til lands en að sögn Helgu hef- ur lengi staðið til að fá hann hingað en ekki tekist fyrr en núna. „Oida er mjög eftirsóttur sem leik- stjóri og kennari og er núna að setja upp sýningu i Berlín á Vinnukonun- um eftir Genet. Ég frétti af því að hann væri í æfingafríi í nokkra daga og fékk hann til að koma en hann hafði mikinn áhuga á að koma til Is- lands þegar bjart er allan sólarhring- inn,“ segir Helga. Kynni þeirra Helgu og Oida ná aft- ur til ársins 1971 er Helga ásamt manni sínum Ömólfi Ámasyni og Amari Jónssyni og Þórhildi Þórleifs- dóttur fylgdust með æfingum í París hjá Leikhúsi þjóðanna sem Peter Brook, Oida o.fl. höfðu stofnað i París árið áður., J>ama var æft á allt annan hátt en við höfðum áður séð. Leikar- amir æfðu daginn út og inn og stöðug leit átti sér stað, leit að tjáningu sem gæti risið yfir landamæri þjóðemis og tungumáls. Airakstur þessarar vinnu sem við fylgdumst með varð að sýn- ingunni Iks sem var framsýnd 1975 og Brook og Oida fóra með til af- skekktustu hluta Afríku. Seinna sá ég Oida í sýningu á leiklistarhátíðinni í Avignon 1979 en ég hef einnig kynnst honum í gegnum sameiginlegan vin okkar sem er Bjöm Ólafsson arkitekt sem búsettur er í París. Þar hefur oft borist í tal að fá Oida til Islands en tækifærið hefur ekki gefist fyiT en núna.“ Oida er þjálfaður leikari að klass- ískum japönskum sið og var orðinn einn af þekktustu leikuram Japan í lok sjöunda áratugarins þegar leiðir þeirra Brook lágu saman í París. Hann hefur ritað tvær merkar bækur um list leikararans er heita An Actor Adrift (1992) og The Invisible Actor (1998), er heimspekingur að mennt og zenbúddisti. Allt þetta hefur áhrif á listsköpun hans og íslenskir áhuga- menn um leiklist ættu ekki að láta tækifærið ganga sér úr greipum að sjá sýningu hans í Iðnó á föstudags- kvöldið. „Þetta er sýning sem ber heitið Int- errogations, byggð á zentextum á ensku, en áhorfendur þurfa ekki að óttast að skilja ekki hvað fram fer því leiklist Oida er svo margbreytileg að tungumálið er þar einungis í einu hlutverki af mörgum. Hann byggir rannsókn sína á vinnu leikarams að miklu leyti á hugmyndum sínum um innri og ytri orku leikararans, hvern- ig leikarinn getur náð sambandi við Ijósið inm-a með sér og náð tengslum við áhorfendur með sem beinustum hætti,“ segii' Helga. Sjálfur hefur Oida sagt eftirfarandi um Interrogations: „Það má segja að hugmyndin sé japönsk. En ég er þeirrar skoðunar að í Japan (eins og á Vesturlöndum) séu til tvær tegundir leiklistar. Önnur byggð á sirkus: hið stórfenglega, eld- kíár dýr og fimleikafólk; og hitt byggt á helgisiðum: tali og söng. Hún er ekki einungis til skemmtunar. Þessi tegund leikhúss er eins konar farar- tæki því hún flytur áhorfandann á annan stað, í annað ríki. Áhorfendur eru ánægðir en skilja ekki hvemig farið er að þessu, hvaða brögðum er beitt. Ég hef enga löngun til að dansa, syngja eða sýna listir mínar og segja brandara. En með hreyfingum, rödd og hugmyndum vil ég fara með áhorfendur með mér á sérstakan stað.“ Helga segii- að Oida hafi lýst sjálf- um sér sem „vestrænum leikara í jap- önskum líkama“. Hann kveðst sjálfur starfa á Vesturlöndum til að koma á fót alþjóðlegu, framlegu leikhúsi. „Ég er að reyna að búa eitthvað til sem fólk í öllum löndum getur skilið," seg- ir Oida. Um hinn trúarlega þátt leiklistar- innar segir hann: „Ég hef áhuga á trúarbrögðum og heimspeki, en ég er leikari, ekki guð- fræðingur. Mig langar að læra heim- speki gegnum leikhúsið. Fyi'sta leiksýningin sem ég setti saman var byggð á „Tíbetsku dauðabókinni". Því næst notaði ég efnivið úr japönskum helgisögnum, shintóisma, með táknin þijú: sverðið, speglana og gimstein- ana. Trúin er hluti af vinnu minni. List er skilgreind svo vegna þess að hún færir öllu fólki hugarró, fyllir háa jafnt sem lága eldmóði og gæti mark- að upphaf langlífi oghamingju. Listin er aðferð til að lengja lífið.“ TÉKKNESKI ljósmynd- arinn Hana Jakrlova-Kirk- patrick opnar sýningu í Gerðubergi í dag kl. 17. Sýningin ber heitið Mannleg sam- skipti og sýnir Ijósmyndir frá menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Hana hefur verið að fást við ljós- myndun síðan árið 1992. Hún er upp- haflega menntuð sem arkitekt og er búsett í Prag. „Svo tók ég námskeið í ljósmyndun, þar sem ég hef alltaf haft gaman að henni og myndlist al- mennt. En í raun er ég mestmegnis sjálfmenntuð," segir Hana í viðtali við Morgunblaðið. „Ég hef alltaf haft mikla ferðadellu, svo að þessi sýning hentaði mér mjög vel.“ Hugmyndina að því að sýna sam- skipti í menningarborgunum níu fengu Hana og eiginmaður hennar þegar tilkynnt var um hverjar menn- ingarborgimar væru. „Ég þóttist viss um að það væri fjöldinn allur af Ijósmyndurum að gera nákvæmlega það sama og ég, en svo kom annað á daginn," heldur hún áfram. „Ég fékk móralskan stuðning frá menningar- borginni Prag, en engan fjárhagsleg- an stuðning. Núna hafa þeir þó gefið út bækling sem fylgir með sýning- unni. Þetta var dálítið glæfraspil sem ég fór út í og ég vona bara að það komi til með að ganga upp. Það er fyrst og fremst af því ég er svo þijósk." Hana ferðaðist til borganna í fyrra og dvaldi í tvær vikur á hverj- um stað. „Það var ansi stuttur tími og nóg að gera. Svo tekur úrvinnslan auðvitað tímann sinn, að velja þrjár myndir af kannski þrjú þúsund." Á sýningunni eru þijár myndir frá hverri borg, þar sem Hana vinnur með mannleg samskipti. Ljósmynd- imar sýna fólk og staði, sem eru langt frá hinum hefðbundnu póst- kortamyndum í framsetningu. „Ég vildi sýna borgirnar og bera þær saman, en ég vildi ekki gera það á hefðbundinn hátt með kirkjuturnum og styttum, það er víst til nóg af þeim. Á Ijósmyndatungumáli heitir þetta form sem ég nota listræn heim- Mannleg sam- skipti í menn- ingarborgum Morgunblaðið/Jim Smart Hana Jakrlova-Kirkpatrick opnar ljósmyndasýningu í Gerðubergi í dag. ildaljósmyndun,“ útskýrir Hana. „Ég leitast við að ná fram andrúms- lofti í hverri borg og reyni að draga svolitlar ályktanir. Áuðvitað er spuming hvernig til tekst en við- brögðin sem ég hef fengið hafa verið mjögjákvæð." Hana sýnir þemað samskipti á ólíkan hátt. Myndimar era engan veginn einsleitar eða líkar, en hafa samt svipaða áherslu. „Samskipti geta verið svo margvísleg og ég reyni að sýna fram á það. Fólk á ekki bara samskipti með því að tala saman, heldur líka með því að tala í símann, krota á veggi, horfa á hvert annað, eða jafnvel eiga ekki samskipti.“ Ein af myndum Hönu frá Helsinki sýnir ljóshærða stúlku ganga yfir torg en á myndinni er engin önnur mannvera nema skuggi manns. „Þessi mynd gæti til dæmis verið lýsandi fyrir samskipti í Helsinki, þar sem fólk hefur lítil samskipti. Annars forðast ég nú að draga stórfelldar ályktanir, en þetta eru hugmyndir." Én hvernig koma Reykjavík og Reykvíkingai' út í þessari skráningu? „Það var mjög merkilegt að koma til Islands. Ég svaf lítið fyrstu nóttina vegna flugsins hingað og fór út um morguninn, frekar dösuð. Þegar ég fór að rölta um borgina fannst mér hún svo óraunveruleg, ég bý í borg þar sem sjórinn er víðs fjarri, og hérna er sjórinn alls staðar. Svo er himinninn hérna svo stór og skýin áberandi og mér fannst allt eins og í skrítnum draumi. Þegar ég sest svo niður sé ég hóp af fólki með skilti, sem ég veit ekki alveg hvað var að gera, og svo kom í ljós að þau vora að gera einhverja bíómynd og báðu mig að vera með og ég var allt í einu farin að taka þátt í þessu, þetta var allt mjög skrýtið. Af þessu sýni ég meðal annars mynd. Éftir nokkra daga komst þó ég aftur í samband við jörð- ina, þannig að Reykjavík kemur bara út eins og hinai' borgirnar. En borgin er ólík öllum öðrum borgum sem ég hef komið til,“ segir Hana Jakrlova- Kirkpatrick að lokum. Menning- ardag- skrá að Hólum MENNINGARDAGSKRÁ verður haldin að Hólum í sum- ar, sem hefst í dag, fimmtu- daginn 22. júní, og lýkur um miðjan ágúst. Dagskráin er fjölbreytt með fyrirlestram, tónleikum og kyrrðarstund- um. Hún hefst með fyrirlestri sr. Jónu Hrannar Bolladóttur sem nefnist „Kirkjan á 21. öld, nýjungar í helgihaldi". „Þetta er fyrsti fyrirlestur- inn af fjórum á dagskráinni í sumar á vegum Hólanefndar og félags sem kallast Ósýni- lega félagið, undir yfirskrift- inni Hvar er Guð?“ segir Bolli Pétur Bollason umsjónarmað- ur Hóladómkirkju, sem jafn- framt hefur verið einn af skipuleggjendum hátíðarinn- ar. „í júní verða auk þess tón- leikar sem kallast Sálmar lífs- ins, þar sem Gunnar Gunnarsson organisti og Sig- urður Flosason saxófónleikari era með sálmaspuna. Sömu tónleikar vora haldnir í Reykjavík fyrr á árinu og nutu mikilla vinsælda. Gunnar og Sigurður hafa jafnframt gefið úr geisladisk með þess- ari tónlist." Þetta er í fyrsta sinn sem slík menningardagskrá er haldin að Hólum. „Hólanefnd og ferðaþjónustan að Hólum ákváðu að gera kirkjuna mjög sýnilega í ár. Það var því skipulagt í sameiningu að hafa þessa menningardagskrá,“ segir Bolli. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum dagskrá af þessu tagi en það er alltaf mikið að gerast hér að Hólum og ýmsir fastii' liðir. Þar má meðal annars nefna Hólahátíð sem verður að þessu sinni skeytt inn í menn- ingardagskrána, en hún hefur verið haldin hér á hverju ári til langs tíma.“ Hólahátíð var haldin fyrst árið 1950 í tilefni af 400 ára dánarafmæli Jóns Arasonar Hólabiskups. „Há- tíðin er alltaf haldin um miðj- an ágúst. Dagskráin hefst með hátíðarguðsþjónustu en auk þess fáum við ræðumenn til að vera með framsögu. Fyrir tveimur áram kom forsetinn og flutti ræðu, í fyrra kom Davíð Oddsson og nú kemur Sólveig Pétursdóttir kirkju- málaráðherra. Svo verður tón- leikahald eftii' messuna, en skipulagning dagsins er ennþá óráðin að fullu.“ Hólahátíð verður að þessu sinnihaldin sunndaginn 13. ágúst. Á menningardagskránni í júlí eru tveir fyrirlestrar í fyr- irlestraröðinni Hvar er Guð? og er annar þeirra fluttur af Bolla Pétri Bollasyni guðfræð- ingi en erindið ber heitið „Kaj Munk“. „Ég mun einnig halda kyrrðarstundir með reglulegu millibili í sumar,“ segir Bolli Pétur. Tvennir tónleikar verða í júlí. Tónleikar Þórólfs Stef- ánssonar gítarleikara verða 9. júlí og tónleikar Kammerkórs Skagafjarðar þann 21. júlí. í ágúst verða tónleikar Laufeyj- ar Sigurðardóttur fiðluleikara og Páls Eyjólfssonar gítarleik- ara þann 11. ágúst en auk þess verður á dagskránni í ágúst síðasti fyrirlestui'inn í fyrirlestraröðinni. „Það er margt spennandi á dagskránni og við eigum von á að heima- menn jafnt sem ferðamenn taki þátt í dagskránni. Ég hvet alla til að koma og kynna sér málin,“ segir Bolli Pétur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.