Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 44

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 ......... Skólasnobb Kára Það eru að sjáljsögðu Harvardmenn- irnirsem eiga að setja kúrsinn, enda eru þeirgáfaðri en annað fólk þar eð þeir hafa gengið í Harvard. M enn sem hafa vit á kvikmyndum segja það til marks um mikil- vægi góðs hand- rits að það sé ekki hægt að búa til góða kvikmynd eftir vondu handriti - aftur á móti sé hægt að gera vonda mynd eftir góðu handriti. Skyldi þessi speki um kvikmyndaframleiðslu eiga við á öðrum sviðum mannlífsins? Nýlega var haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar, að gagnrýni sem bandarískur prófessor setti fram á starfshætti fyrirtækisins væri varla marktæk þar eð þessi mað- ur væri í „miðlungsskóla“. Þetta kom fram í bandaríska blaðinu Wall Street Joumal, líkt og Morgunblaðið greindi frá á þriðjudaginn var. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson Sennilega átti Kári við, að líkt og ekki er hægt að gera góða mynd eftir vondu handriti geti ekki komið neitt af viti frá mönnum sem ekki eru í merkum skóla. Sjálfur er Kári úr Harvard, frægasta skóla í heimi, og finnst þá kannski að sem Harvardmaður þurfi hann ekki að taka mark á einhverjum gæja úr Boston University (hann heitir George J. Annas). Það er auðvitað rétt að sú menntun sem menn sækja sér í Harvard getur verið besta menntun sem hægt er að finna í heiminum um þessar mundir. En það gildir um háskóla eins og kvikmyndahandrit að jafnvel besta undirstaða tryggir ekki góðan ávöxt. Það er ekki nóg að vera úr Harvard til að geta talið sig þar með mestan og bestan og í aðstöðu til að hrista af sér gagnrýni á þeim forsendum að hún komi úr alveg ófrægum skóla. Það gildir um Harvard og marga aðra bandaríska háskóla að þeir þurfa að afla sér tekna sjálfir og það er að mestu gert með fjárframlögum frá ríkum - stuðningsmönnum og líka frá þeim sem geta borgað há skóla- gjöld. Þess vegna eru nemendum tvær leiðir færar til þess að kom- ast inn í skóla á borð við Harv- ard: Að vera afburðanemandi og fá ekki bara inngöngu heldur líka námsstyrki frá skólanum. Eða að vera ríkur og að minnsta kosti slarkfær nemandi. Af þessu leiðir að í Harvard eru ekki bara afburðanemendur. Þar eru innan um og saman við venjuleg meðalmenni sem aftur á móti eru rík eða eiga ríka velvild- armenn sem borga skólagjöldin. Þetta er eitt af því sem leiðir til þess að það eru ekki gild mótrök hjá Kára Stefánssyni að þar eð gagnrýnandinn komi úr miðlung- sskóla sé hann ekki marktækur þegar gagnrýnin beinist að Harv- ardmanni. En hvernig er hægt að meta hæfileika manna í fræðunum? Það er fráleitt auðvelt og enn erfiðara er að bera saman fræð- inga og fá út hvor sé betri. Hvaða mælikvarða á maður að nota? Slíkur mælikvarði liggur alls ekki á lausu og þess vegna hefur reyndin orðið sú að í Bandaríkjunum eru „hæfileikar" fræðinga að hluta til metnir út frá því í hvaða skóla þeir gengu og þá er gott að hafa verið í Harvard. Hversu fráleit saman- burðaraðferð sem manni kann að þykja þetta vera er þetta einfald- lega hinn blákaldi raunveruleiki í Bandaríkjunum og Kári virðist taka þetta mjög alvarlega og telja þetta miklu skipta. Enda kemur líka fram í viðtalinu við hann, sem birtist í Wall Street Journal, að hann er orðinn mikill pragmatisti og má ekki vera að því að hlusta á menn sem eru með draumóra. Eins gott að Al- bert Einstein þurfti aldrei að eiga neitt undir Harvardmannin- um Kára. Harvardmaðurinn sér auðvitað blasa við það sem menn úr minni skólum koma náttúrulega ekki auga á: að ekki kemur til greina að miðlungar fái að leggja línum- ar - það eru að sjálfsögðu Harv- ardmennimir sem eiga að setja kúrsinn enda em þeir gáfaðri en annað fólk þar eð þeir hafa geng- ið í Harvard (þetta er nú mikið fín rökfærsla. - Ætli þeir kenni ekki rökfræði í Harvard?). En ef nánar er að gáð er það ekki bara þessi ólukkans Banda- ríkjamaður úr Boston U. sem má sjá sína sæng upp reidda í ljósi orða Harvardmannsins. íslenskir fræðingar sem hafa gengið í am- eríska og evrópska miðlung- sskóla, þar á meðal - má ætla - margt starfsfólk Islenskrar erfðagreiningar, hljóta að skilja að þeim er tilgangslaust að segja annað en já og amen þegar Harvardmaðurinn hefur talað. Er þá engin leið til að meta fræðimenn á grundvelli starfa þeirra fremur en út frá því hvaða skóla þeir gengu i? Það sem líklegast kemst næst þvi að meta störf manna eru svo- nefndir „blindir" ritdómar á fag- tímaritum. Það er, fræðingar senda greinar um rannsóknir sín- ar til birtingar í fagritum og fag- systkin þeirra ákveða hvort - greinamar eru nógu góðar til að birtast. Þetta er líka stundum kallað jafningjaritdómar. Akvörðun um birtingu eða ekki er þannig tekin án þess að ritdómarinn viti hver er höfund- ur greinarinnar sem hann eða hún er að dæma og því á það ekki að geta haft áhrif hvort maður er úr Harvard eða Há- skóla íslands. Gagnrýnin á íslenska erfða- greiningu birtist einmitt í fagriti sem beitir svona blindri ritstjórn og er með virtari læknaritum, New England Journal of Med- icine. Það er fremur til marks um fræðamennsku Annas að greinar hans skuli birtar í þessu riti en að hann skuli sitja í því sem Harvardmaðurinn kallar miðl- ungsskóla. En í sama tölublaði tímaritsins birtist líka grein eftir Kára Stef- ánsson. Ef eitthvað er, þá bendir það til þess að Harvardmaðurinn og gagnrýnandi hans séu jafn- ingjar í fræðunum - að minnsta kosti að mati ritstjóra New Eng- land Joumal of Medicine, þótt Harvardmaðurinn sjálfur sé kannski annarrar skoðunar. _______MINNINGAR ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON + Þórhallur Björnsson fædd- ist á Víkingavatni í Kelduhverfi í N- Þing. 9. janúar 1910. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 16. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Björn Kristjánsson, fv. kaupfélagsstjóri og alþingismaður, f. 22.2. 1880, d. 10.7. 1973, og Gunnþór- unn Þorbergsdóttir, húsfreyja, f. 3.6. 1882, d. 19.3. 1911. Hálfsystkini Þórhalls, börn föður hans og seinni konu, Rann- veigar _ Gunnarsdóttur frá Skóg- um í Öxarfirði, f. 6.11. 1901, d. 29.1.1991, húsfreyju á Kópaskeri, eru: Gunnþórunn, f. 14.11. 1919, Kristveig f. 15.10. 1921, d. 30.7. 1924, Gunnar Kristján, f. 20.1. 1924, Guðmundur, f. 2.11.1925, d. 13.12. 1988, Kristveig f. 2.1. 1927, Jónína Ásta, f. 28.6. 1930. Hinn 14. júní 1931 kvæntist Þórhallur Margréti Friðriksdótt- ur frá Efri-Hólum, f. 11.6.1910, d. 9.10.1989. Foreldrar hennar voru Friðrik Sæmundsson, f. 12.5. 1872, d. 25.10. 1936, bóndi í Efri- Hólum, og Guðrún Halldórsdótt- ir, f. 12.7. 1882, d. 15.10. 1949, Ijósmóðir og húsfreyja í Efri-Hól- um. Börn Þórhalls og Margrétar eru: 1) Björn, viðskiptafræðingur, f. 7.10. 1930, kvæntur Guðnýju S. Sigurðardóttur, f. 10.11. 1933. Synir þeirra: a) Þórhallur, við- skiptafræðingur og löggiltur end- urskoðandi, f. 6.12. 1953. b) Karl, við- skiptafræðingur, bæj- arstjóri í Árborg, f. 27.4. 1957. 2) Friðrik, bifvélavirkjameistari, f. 16.4.1932, d. 13.10. 1992. Sonur hans og fv. eiginkonu, Auðar Helgadóttur, f. 14.5. 1930, a) Njörður F. Winnan, f. 8.6. 1952, lögfræðingur í Bandaríkjunum. Börn Friðriks og fv. eigin- konu Elínar Gísla- dóttur, f. 24.9. 1936: b) Margrét, bókagerðarmaður, f. 29.11. 1961. c) Gísli, málarameist- ari, f. 9.10. 1963. 3) Gunnar Þór, vélfræðingur, f. 18.1. 1935, kvæntur Guðríði Lillý Guðbjörns- dóttur, íslenskufræðingi, f. 25.2. 1940. Börn þeirra: a) Margrét, sjúkraliði, f. 28.1. 1960. b) Vil- borg, viðskiptafræðingur, f. 14.12. 1960. c) Þórhallur, leikari, f. 11.11. 1963. 4) Guðrún, dag- móðir, f. 7.3. 1940, gift Thomasi M. Ludwig, garðyrkjufræðingi og dagföður, f. 17.5. 1941. Börn þeirra: a) Margrét, nemi f. 9.1. 1968. b) Brandur Þór, viðskipta- fræðingur, f. 31.7. 1971. c) Klara Regína, póstafgreiðslumaður, f. 27.7. 1982. 5) Gunnþórunn Rann- veig, húsfreyja, f. 21.5. 1941, gift Stefáni Erni Stefánssyni, véla- verkfræðingi, f. 15.2. 1938. Börn þeirra: a) Stefán Geir, þjónustust- jóri hjá Pennanum, f. 15.10. 1960. b) Halla, stuðningsfulltrúi, f. 1.12. 1965. c) Finnur Reyr, hagfræð- ingur, f. 14.10. 1969. d) Rebekka, Tengdafaðir minn Þórhallur Bjömsson lést 16. júní sl. að hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi en þar dvaldi hann síðustu mánuði. Þegar ég kynntist Þórhalli og Margréti konu hans var hann kaup- félagsstjóri á Kópaskeri. Þau bjuggu ífallegu húsi sem þau höfðu reist sér og nefndu Sandhóla. Á Kópaskeri rak þá Kaupfélag Þingeyinga marg- háttaða þjónustu s.s. verslun, slátur- hús, frystihús og hótel svo það var í mörg hom að líta hjá kaupfélags- stjóranum. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum og mannkostum þeirra þegar við hjónin bjuggum á Kópaskeri um tíma í byrjun búskapar okkar. Ég dáðist að samheldni þeirra og at- orkusemi. Heimili þeirra var orðlagt fyrir myndarskap og jafnan gest- kvæmt þar. Þegar Flugfélag íslands hóf sam- göngur til Kópaskers gerðist Þór- hallur umboðsmaður félagsins, þótt ærinn starfa hefði hann fyrir. Af- greiðsla Flugfélagsins var á heimili þeirra hjóna og hjálpaðist fjölskyld- an að við að sinna störfum í tengslum við flugið. Mikil umsvif voru í kringum kaup- félagsstjórann og heimili hans og vinnudagurinn oft langur. Þegar sláturtíðin fór í hönd jókst álagið og hafði Þórhallur á hendi alla þræði starfseminnar. Þá sem endranær stóð heimili þeirra hjóna opið fyrir sveitungunum svo og öðrum vinum og vandamönnum. Matur og gisting til reiðu þótt sláturgerð sem og ann- ar vetrarundirbúningur stæði yfir á heimilinu og því vinnuálag mikið. Hvemig Margréti og Þórhalli tókst að reka heimili sitt með svo miklum glæsibrag er mér óskiljan- legt. En þar vó þyngst samheldni hjónanna og hagsýni. Bæði voru þau gestrisin og höfðu ánægju af að veita af rausn, gleðjast með samferða- mönnum sínum og sinna öllu því vel sem þeim var trúað fyrir. Börnum sínum vildu þau allt hið besta og að bamaskólanámi loknu vom þau send til mennta. Þegar ég lít til baka finnst mér Sandhólar hafi verið menningarmið- stöð í þjóðbraut. Árið 1966 fluttu þau hjón suður er Þórhallur réðist til starfa hjá SIS sem aðalféhirðir fyrir- tækisins. Því starfi sinnti hann þar til hann gerðist fulltrúi forstjóra fyr- irtækisins og gegndi því þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Margrét og Þórhallur settust að í Kópavogi og komu sér upp fallegu heimili, fyrst í Hrauntungu 51 og síð- ar í Hamraborg 14. Hjá þeim var jafnan gestkvæmt sem fyrr, enda ættingjar margir. Þau héldu fjöl- skyldunni saman og þar var hist á hátíða- og tyllidögum og einnig er sorgin knúði dyra. Barnabörnin eiga ljúfar minningar um ást og um- hyggju afa og ömmu svo og barna- bamabörnin. Þórhallur valdi sér starfsvettvang í þágu samvinnuhreyfingarinnar. Hann trúði á samtakamátt fólksins og hvikað aldrei frá þeirri stefnu. Samvinnuhugsjóninni helgaði hann alla krafta sína. Hann var athafna- og baráttumaður, nákvæmur og fylginn sér í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gerði ætíð mest- ar kröfur til sjálfs sín. Þórhallur var í eðli sínu afar hógvær og hlédrægur maður en einstaklega hlýr og traust- ur og gott til hans að leita. Þegar fór að hægjast um hjá Mar- gréti og Þórhalli tóku þau þátt í safn- aðarstarfí Digranessóknar í Kópa- vogi og létu margt gott af sér leiða þar sem annars staðar. Að lokum færi ég þér þakkir, Þór- hallur, fyrir vináttu þína og tryggð sem aldrei bar skugga á. Ég votta niðjum Þórhalls, öðrum ættingjum og tengdafólki mína dýpstu samúð. Guðríður Lillý Guðbjömsdúttir. Elsku afi, frá því við fluttum í Hamraborgina, fimm og sex ára gamlar, höfum við haft annan fótinn á heimili ykkar ömmu. Þegar mamma fór að vinna úti var fastur liður að við systur borðuðum hádeg- ismat hjá ykkur og þú sást um að við lærðum heima. Það var sko engin undankomuleið þegar þú spurðir okkur um heimalærdóminn, svarið var ávallt: „Ég er búin að læra.“ Þá mmdi í þér: „Hvemig getur staðið á því? Það er alltaf hægt að læra meira.“ Það er nú ekki að ástæðu- lausu að við emm sterkar í stærð- fræði, því þegar kom að því að læra margföldunartöfluna í skólanum lést viðskiptafræðinemi, f. 9.5. 1971. 6) Barði, sjómaður, f. 14.9. 1943, d. 26.11. 1980, kvæntur Önnu Helga- dóttur, kennara, f. 13.1. 1943. Börn þeirra: a) Helga, landfræðingur, f. 11.5. 1968. b) Þórný, matvælatækn- ifræðingur, f. 7.3. 1970. c) Þórhall- ur, söngnemi, f. 23.3.1973. 7) Krist- veig, forstöðukona barnaheimilis í Kaupmannahöfn, f. 13.2. 1946, gift Jens L. Eriksen, viðskiptafræðingi, f. 30.11. 1948. Dóttir þeirra er Nína Margrét, f. 15.10. 1988. 8) Þorberg- ur, yfirvélstjóri, f. 3.4. 1949, kvænt- ur Sigurborgu Þórarinsdóttur, læknaritara, f. 16.6. 1951. Börn þeirra: a) Gunnþórunn, gjaldkeri, f. 22.1. 1974. b) Pálmi Þór, lækna- nemi, f. 25.9. 1978. c) Kristveig, nemi, f. 23.6. 1984. 9) Guðbjörg, sjúkraliði, f. 25.4. 1952. Sonur hennar og Sverris Friðbjörnssonar, f. 21.4. 1951: a) Þórhallur, nemi, f. 7.11. 1969. Dætur Guðbjargar og fv. eiginmanns, Guðvarðar Gísla- sonar, f. 8.11. 1953, eru: b) Maria, ferðafræðingur, f. 21.1. 1976, c) Margrét, nemi, f. 22.7. 1977. Þórhallur lauk gagnfræðaprófi frá Akureyri 1928 og stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík 1928-29. Þórhallur var starfsmað- ur Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri 1929-46 að undan- teknu rúmu ári hjá SIS í Kaup- mannahöfn og Reykjavík og tveim- ur árum sem sölustjóri verksmiðja SÍS og KEA á Akureyri. Hann var kaupfélagsstjóri á Kópaskeri 1947- 66, starfsmaður hjá SÍS frá 1966, aðalféhirðir SÍS 1968-77 og síðast fulltrúi forstjóra SÍS 1978-81 en lét þá af störfum fyrir aldurs sakir. Auk þessa gegndi hann fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum um æv- ina. Afkomendur Þórhalls og Mar- grétar eru nú 61. Útfór Þórhalls fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þú okkur alltaf vera einu skrefi á undan og það var ekki nóg að læra upp í lOx töfluna eins og okkur var sett fyrir heldur lést þú okkur læra upp í 12x töfluna. Það sem stendur mjög ofarlega í minningunni var að alltaf þegar við sváfum heima hjá þér og ömmu, lág- um við systur báðar á milli ykkar og kennduð þið okkur faðirvorið „okk- ar“ eins og við köllum það í dag. Tveimur versum var bætt aftan við faðirvorið og héldum við lengi vel að þau væru hluti af faðirvorinu. Okkur er það eftirminnilegt þegar við fór- um í sunnudagaskólann og prestur- inn sleppti endanum á faðirvorinu að við héldum. Þessar bænir voru: Drottinn, láttu mig dreyma vel sem dyggan Jakob ísrael, þegar á steini sætt hann svaf, sæta værð honum náðin gaf. (Höf.ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, " í frelsaransJesú nafrii, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr.Pét.) Við vorum mjög heppnar að fá að njóta þeirra forréttinda að fá að kynnast þér, þessum yndislega manni sem elskaðir okkur án skil- yrða. Nú hefur þú kvatt okkur en skilur svo ofboðslega mikið eftir fyr- ir okkur að lifa eftir. Afi, við viljum þakka þér fyrir all- ar góðu stundimar sem við áttum með þér og ömmu í Hrauntungunni og svo í Hamraborg 14. Megir þú hvíla í friði. Þínar sártsaknandi dótturdætur, María og Margrét. Elsku afi minn, mér þykir svo vænt um þig og ég vona að þér líði vel núna þar sem þú átt það svo sannarlega skilið. Þú varst alltaf svo góður við mig og það var svo gaman að sitja hjá þér og spjalla þó að ég gerði það ekki fyrr en ég varð eldri. Mér þykir svo vænt um minningarn- ar um stundirnar sem við áttum saman og ég geymi þær á góðum stað í hjarta mínu. Þú varst stór og mikilvægur hluti af lífi mínu og ert það enn. Þú varst alltaf svo geislandi og þú hafðir frábæran húmor. Þú

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.