Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 22.06.2000, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 57 ------------------------ UMRÆÐAN Afrek Þorgeirs Lj ós vetningagoða Á LÍÐANDI ári minnast íslendingar tveggja 1000 ára gam- alla viðburða, kristni- töku á Þingvöllum og fundar lands (eða landa) í vestur og suð- vestur frá Eystribyggð á Grænlandi. Hér er óneitanlega um stórviðburði að ræða og full ástæða til að minnast þeirra með viðeigandi hætti, mynd- arlegu hátíðarhaldi og margs konar annarri viðhöfn eftir því sem sæma þykir. Kristnihá- tíð á Þingvöllum verður haldin fyrstu daga júlímánaðar. Sú hátíð er einlit að því leyti að kristnir söfnuðir utan þjóðkirkju eiga ekki virka aðild að meginhátíðinni. Kristnitaka og fundur Vínlands Nú er það að vísu svo að ofannefnd- ir 1000 ára viðburðir fara ekki saman að eðli og inntaki og minningarhátíðir um þá er ekki unnt að sameina, enda stendur það ekki til. Það sem líkt er með þessum stóratburðum íyrir 1000 árum er vitaskuld það að þeir snerta Island og íslendinga með beinum hætti. Þó er það nú svo að kristnitakan á Þingvöllum er sýnu „íslenskari" en fundur Vínlands. Þegar kristnitakan átti sér stað voru íslenskir land- stjómarmenn að fjálla um örlagaríkt pólitískt málefni í býsna víðtækum skilningi. Á Aiþingi stóðu vopnaðar fylkingar hvor gegn annarri og við- búið að til bardaga kæmi í þinghelginni. Menn óttuðust í alvöru „landauðn" fyrir innan- landsófrið (meiri en áð- ur hafði þekkst), eins konar byltingu eða stjómlagarof. Mál vom þannig vaxin að þau urðu landstjórnarmenn sjálfir að leysa. Erlend meðalganga var víðs fjarri og á engan hátt raunsæ. Og það lán fylgdi landstjómar- mönnum, þegar svo mikið lá við, að þeim tókst að leysa deilur friðsamlega. Innanlandsstyrjöld var afstýrt. Því má á það fallast, sem oft er sagt, að þetta sé stærsta og mikil- vægasta mál sem Alþingi íslendinga hefur nokkm sinni staðið frammi fyr- ir og leyst farsællega. Ekki efa ég að á þetta verður lögð mikil áhersla á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næsta mánuði. Fundur Vínlands snertir íslend- inga að sjálfsögðu fyrir þær sakir að sá maður sem stjórnaði skipi í það sinn — án þess að hann væri beinlínis f landaleit — var fæddur á íslandi, Leifur heppni Eiríksson. Hins vegar hafði hann flust ungur með fólki sínu til Grænlands þegar faðir hans stofn- aði þar til nýlendu. Eftir það koma þeir feðgar ekki við íslensk mál svo vitað sé, enda útlagar og nefndir Grænlendingar eftir það, að ætla má. En ekki þarf að kvarta undan því að íslendingar sýni Leifi ekki sóma. Að því er ég fæ best skynjað er hann á líðandi missimm næstum að segja hin eina sögupersóna sem allir Is- lendingar þekkja með nafni og tengja afreld sem hann er réttilega borinn fyrir. Örlagavaldur á alvörustund En víkjum aftur að viðburðum á Alþingi árið 1000. Þótt ófriðlega hafi horft tókst að firra stórvandræðum, ekki kom til innanlandsstyijaldar, stjómskipunin hélst og lögum var uppi haldið. Hér er ekki rúm til að rekja ítarlega fram- vindu mála á Þingvöllum. En á niður- stöðuna verður að minnast og þann mann er henni réði sem tillögumaður að lausn þingdeilna. Þessi maður var Þorgeir Þorkelsson lögsögumaður, norðlenskur höfðingi, búsettur á Ljósavatni á mótum Ljósavatns- skarðs og Bárðardals og fór með Ljósvetningagoðorð, enda nefndur Þorgeir Ljósvetningagoði. Þorgeir hafði verið lögsögumaður um 16 ára skeið þegar þetta var en átti eftir að bæta einu ári við þann frama. Munu fáir hafa gegnt lögsögumanns- embætti lengur en hann og sýnir það ^Merkingar föt og skó &ÖQt> Laugalækur 4 • S: 588-1980. Ingvar Gíslason Sagnfræði Hið eina stórmannlega sem nú er gert til minningar um Þorgeir goða, segir Ingvar Gfslason, er smíði nýrrar kirkju á Ljósa- vatni, höfuðbóli hans. að hann var virðingar og trausts verður. Þorgeir var heiðinn og án efa í fremstu röð heiðinna manna. Þrátt fyrir það gerði hann þá tillögu til þingsins (eða kvað upp þann úrskurð) að heiðni skyldi afnumin en kristni tekin í lög. Þetta samþykktu heiðnir menn. Kristnir menn hlutu að fagna úrskurðinum. Síðan hafa íslendingar talist til kristinna þjóða. Og því höld- um við í ár kristnihátíð með mikilli viðhöfn. Ekki er því að neita að úrskurður Þorgeirs er einstakur og kom vita- skuld flatt upp á þingheim. Síðari tíma menn hafa leitað skýringa á úrskurðarferli Þorgeirs og þykjast sjá ýmsa skýringarmöguleika. Ekki verður þess freistað hér að ræða skýringar þessar. Þær skipta að sjálf- sögðu máli í rökræðum um gang mála kringum kristnitöku en eiga ekki rúm í þessari blaðagrein. Beinum í staðinn sjónum að úrskurði Þorgeirs og manninum sjálfum. Hvernig sem á er •»- litið er Þorgeir örlagavaldur í málinu. Öll rök mæla með því að nafni hans sé myndarlega á loft haldið á minning- arári um kristnitöku. Fram að þessu hefur raunar verið hljótt um nafn hans, svo að telja verður til efs að það sé á hvers manns vörum. Ef það er rétt er slíkt fálæti ómaklegt. Smíði Ljósavatnskirkju Hið eina stórmannlega sem nú er gert til minningar um Þorgeir goða er smíði nýrrar kirkju á Ljósavatni, höfuðbóli hans. Þeir sem að þeirri framkvæmd standa eiga mikið lof skilið. Enda stendur Þingeyingum næst að halda uppi minningu hans. Að öðru leyti hafa Norðlendingar verið helsti tómlátir um minningu Þorgeirs. Ríkisstjóm og Alþingi hafa þó bjargað heiðri sínum að því marki sem nemur opinberum fjárveitingum til Ljósavatnskirkju. Þorgeir Ljós- vetningagoði var afreksmaður og all- ir Islendingar ættu að leggja sér nafn hans og minningu á hjarta. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. YAMAHA Mótórhjól KRINGLUKAST í DRESSMANN AIIAR SKYRTUR TAKTU 3 - BORGAflll 2 ODVRASn SRVRTAN ER f KAIIPBÆTI McfiORDON GALUODXUR 1 STK. 1. . / 2STK. 2.990 M: V § DRESS MANN LAUGAVEGI - KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.