Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 62

Morgunblaðið - 22.06.2000, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sendiherrar til viðtals í utanrrkisráðuneytinu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra íslands þegar þeir eru staddir hérlendis tU þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskipta- möguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. I fréttatUkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðtalstímar verða sem hér segir: Ólafur EgUsson, sendiherra ís- lands í Kína, verður til viðtals í utan- ríkisráðuneytinu föstudaginn 23. júní nk. kl. 10 tíl 12 eða eftir nánara sam- komulagi.JJmdæmi sendiráðsins nær einnig tíl Ástralíu, Indónesíu, Japans, Mongólíu, Norður-Kóreu, Nýja-Sjá- lands, Suður-Kóreu, TaDands og Víetnam. Þorsteinn Pálsson, sendiherra ís- lands í Bretlandi, verður tíl viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, föstudaginn 23. júní nk. kl. 10 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Grikklands, Hollands, Indlands, Ir- lands, Maldíveyja, Nepal og Nígeríu. Þorsteinn Ingólfsson, fastafuUtrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður tíl viðtals í utanrík- isráðuneytinu þriðjudaginn 11. júH nk. kl. 10 tU 12 eða eftir nánara sam- komulagi. Umdæmi sendiskrifstof- unnar nær einnig tíl Bahamaeyja, Barbadoseyja, Grenada og Kúbu. Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, verð- ur tU viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 11. júlí nk. kl. 14 tíl 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig til Argentínu, Brasilíu, ChUe, Gvatem- ala, Kanada, Kostaríka, Kólumbíu, Mexíkó, Níkaragva, Perú, Úrúgvæ ogVenesúela. Kristinn F. Ámason, sendiherra íslands í Noregi, verður tU viðtals í utanrUdsráðuneytinu fostudaginn 28. júlí kl. 10-12 eða eftir nánara sam- komulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Egyptalands, Makedóníu (fyrrverandi sambandslýðveldis Júgóslavíu), PóUands, Slóvakíu og Tékklands. Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands í Danmörku, verður tU viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 8. ágúst nk. kl. 10 tU 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig tU Israels, Litháen, Möltu, Rúmeníu og Tyrklands. Benedikt Jónsson, fastafulltrúi ís- lands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), verður tU viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 9. ágúst nk. frá kl. 10 tU 12 eða eftir nánara samkomulagi. Sendiskrifstof- an fer einnig með fyrirsvar íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnun- inni (WTO), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóða- stofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Island er aðili að. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra Islands hjá Evrópusamband- inu (ESB), verður tíl viðtals í utanrík- isráðuneytinu sama dag, mið- vikudaginn 9. ágúst nk. frá kl. 14 til 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Belgíu, Lúxemborgar og Liechten- stein. Kornelíus Sigmundsson, sendi- herra íslands í Finnlandi, verður tU viðtals í utanrUdsráðuneytinu mánu- daginn 18. september nk. kl. 14 tíl 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Eistlands, Lettlands og Úkraínu. Nánari upplýsingar og tímapant- anir eru veittar í utanríkisráðuneyt- inu. Komin úr Kínaför NÝLEGA kom Kínaklúbbur Unnar til baka úr þriggja vikna ferð víða um Kfna. Á meðfylgjandi mynd hafa allir ferðalangarnir, 22 að tölu, stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir framan Gæsapagóðuna í borginni Xian, eftir að hafa gengið uppá topp pagóðunnar. Seinni ferð Kínaklúbbsins til Kína á þessu ári, ári drekans, verður farin dagana 22. ágúst til 12. september. Sérfræðingur veitir ráðgjöf um ofnæmi í dag í Lyfju Setbergi kl. 15-18. m Sértilboð á Histasín töflum 10 stk. I kr. 439,- Cb LYFJ A Lyf á lágmarksveröi Tveggja nátta Jdnsmessu- vaka í Dalvík- urbyggð JÓNSMESSU verður fagnað í tvær nætur á Dalvík og verður margt um að vera. Föstudaginn og laugardaginn, 23. og 24. júní, bjóða Sjóferðir upp á um klukkustundar siglingu, t.d. út að Múla til að njóta miðnætursólarinn- ar, kl. 24. Verð fyrir fullorðna er 1200 kr., en börn kr 600. Níels Jóns- son á Hauganesi býður sjóferð á 30 tonna eikarbát kl. 22. Afglaparnir standa fyrir veiði- keppni á Hrísatjöm frá kl. 22-2. Veiðileyfi verða seld í Esso og kosta kr. 500. Farið verður í Kvennareið frá Hrinsholti kl. 20 að Þinghúsinu Grund þar sem verður grillað. Hestaþjónustan Tvistur verður opin frameftir nóttu. Byggðasafnið verður opið frá kl. 20-24 og vorkoma verður á vegum Lionsmanna í íþróttahúsinu. Opið verður í Gallerí Iðju, Skíða- braut 4, fram eftir nóttu. Sundlaug Dalvíkur er opin til kl. 2. Minnt er á að gestum sem neytt hafa áfengis er ekki heimill aðgangur að sundstöðum. Jónsmessuganga á vegum Ferðafélags Svarfdæla verð- ur farin frá Hálsi upp að Lokagöm- um. Gangan hefst kl. 22. Fararstjóri er Gunnhildur Ottósdóttir. Golfvöll- urinn verður opinn til kl. 2. Sérleyf- ishafar bjóða sætaferðir út í Ólafs- fjarðarmúla. Farið verður frá Dallas (Esso/Shell) kl. 23. Jónsmessu- brenna verður á Böggvisstaðasandi og verður kveikt í henni á miðnætti. Laugardaginn 24. júní verður einnig héraðsmót UMSE á Dalvík- urvelli. Þar verður keppt í frjálsum íþróttum frá kl. 10. Leikir og skemmtun fyrir böm og fullorðna um kvöldið. Mótinu lýkur á sunnu- dag. Vefur opnaður á Netinu um fluguveiði STEFÁN Jón Hafstein hefur opnað nýja útgáfu á Netinu, flugur.is. Þetta er vefur sem er sérsniðinn að þörfum fluguveiðimanna. Þar era þegar nær eitt hundrað greinar flokkaðar í „sögur“, „heil- ræði“, „flugur“ og fleira í þeim dúr. í tengslum við vefinn er starfræktur netklúbbur sem gefur út vikulegt fréttabréf í tölvupósti og njóta félag- ar ráðgjafarþjónustu í tölvupósti. Þá era margs konar tilboð á vefnum, flugur og bækur. Vefurinn mun aukast jafnt og þétt að umfangi í sumar og starfa allt ár- ið, segir í fréttatilkynningu. Megnið af efni vefjarins er gjald- frjálst og kostar ekkert að skrá sig á hann. Til nýjunga telst að tilteknar greinar sem flokkast undir ítarefni era seldar á vefnum. Margir höfund- ar leggja þar til efni á sérsviðum. Geta notendur vefjarins valið að kaupa slíkar greinar beint í tölvu sína, á 99 kr. hverja, eða 299 kr. ef um ítarlegar greinar er að ræða. Ályktun frá Stprstúku Islands Á fundi sínum 13. júní sl. samþykkti framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands IOGT eftirfarandi ályktun: „Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands vekur athygli á því að hvar- vetna hefur greiðara aðgengi að áfengi leitt til aukinnar neyslu þess með öllum þeim skelfilegu vanda- málum sem henni fylgja. Ekki síst kemur þetta fram í neyslu æ yngri aldurshópa svo sem við höfum skýr- ust dæmi um hér á landi í framhaldi af því að lögleidd var sala á bjór. Framkvæmdanefndin lýsir yfir sáiri hryggð og mikilli vanþóknun um leið á þeirri yfirgengilegu und- anlátssemi sem viðgengst nú í leyfisveitingum til áfengissölu af hvaða tilefni og við hvaða tækifæri sem er. Gleggstu dæmin um þetta hefur mátt sjá að undanförnu í leyfisveit- ingum til áfengissölu á tónleikahá- tíðum í höfuðborginni þar sem þó var vitað að mikill fjöldi tónleika- gesta var langt undir lögaldri til áfengiskaupa og markhópurinn jafnvel börn og unglingar. Framkvæmdanefndin heitir á alla þá opinbera aðila, sem að slíkum leyfisveitingum standa, að beita ákveðinni aðhaldsstefnu í þessum málum í einhverju samræmi við verkefnið ísland án eiturlyfja - og annað það starf sem lýtur að for- vamamálum." SUN MOUNTAIN / . • . } * m; :^iWs§m* /., ú.y \ y/ - - t i- Wf 'vMk m' M v ' . * i ■n VL- • / ' \ /. 1 1BJ _ mm'mF / V-Iv V' 'K • f/j Pl ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.