Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 22.06.2000, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sendiherrar til viðtals í utanrrkisráðuneytinu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra íslands þegar þeir eru staddir hérlendis tU þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskipta- möguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. I fréttatUkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að viðtalstímar verða sem hér segir: Ólafur EgUsson, sendiherra ís- lands í Kína, verður til viðtals í utan- ríkisráðuneytinu föstudaginn 23. júní nk. kl. 10 tíl 12 eða eftir nánara sam- komulagi.JJmdæmi sendiráðsins nær einnig tíl Ástralíu, Indónesíu, Japans, Mongólíu, Norður-Kóreu, Nýja-Sjá- lands, Suður-Kóreu, TaDands og Víetnam. Þorsteinn Pálsson, sendiherra ís- lands í Bretlandi, verður tíl viðtals í utanríkisráðuneytinu sama dag, föstudaginn 23. júní nk. kl. 10 til 12 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Grikklands, Hollands, Indlands, Ir- lands, Maldíveyja, Nepal og Nígeríu. Þorsteinn Ingólfsson, fastafuUtrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, verður tíl viðtals í utanrík- isráðuneytinu þriðjudaginn 11. júH nk. kl. 10 tU 12 eða eftir nánara sam- komulagi. Umdæmi sendiskrifstof- unnar nær einnig tíl Bahamaeyja, Barbadoseyja, Grenada og Kúbu. Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, verð- ur tU viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 11. júlí nk. kl. 14 tíl 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig til Argentínu, Brasilíu, ChUe, Gvatem- ala, Kanada, Kostaríka, Kólumbíu, Mexíkó, Níkaragva, Perú, Úrúgvæ ogVenesúela. Kristinn F. Ámason, sendiherra íslands í Noregi, verður tU viðtals í utanrUdsráðuneytinu fostudaginn 28. júlí kl. 10-12 eða eftir nánara sam- komulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Egyptalands, Makedóníu (fyrrverandi sambandslýðveldis Júgóslavíu), PóUands, Slóvakíu og Tékklands. Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands í Danmörku, verður tU viðtals í utanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 8. ágúst nk. kl. 10 tU 12 eða eftir nánara samkomulagi. Umdæmi sendiráðsins nær einnig tU Israels, Litháen, Möltu, Rúmeníu og Tyrklands. Benedikt Jónsson, fastafulltrúi ís- lands hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), verður tU viðtals í utanríkisráðuneytinu miðvikudaginn 9. ágúst nk. frá kl. 10 tU 12 eða eftir nánara samkomulagi. Sendiskrifstof- an fer einnig með fyrirsvar íslands gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnun- inni (WTO), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf og öðrum alþjóða- stofnunum sem hafa aðsetur í Genf og Island er aðili að. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendi- herra Islands hjá Evrópusamband- inu (ESB), verður tíl viðtals í utanrík- isráðuneytinu sama dag, mið- vikudaginn 9. ágúst nk. frá kl. 14 til 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Belgíu, Lúxemborgar og Liechten- stein. Kornelíus Sigmundsson, sendi- herra íslands í Finnlandi, verður tU viðtals í utanrUdsráðuneytinu mánu- daginn 18. september nk. kl. 14 tíl 16 eða eftir nánara samkomulagi. Um- dæmi sendiráðsins nær einnig tU Eistlands, Lettlands og Úkraínu. Nánari upplýsingar og tímapant- anir eru veittar í utanríkisráðuneyt- inu. Komin úr Kínaför NÝLEGA kom Kínaklúbbur Unnar til baka úr þriggja vikna ferð víða um Kfna. Á meðfylgjandi mynd hafa allir ferðalangarnir, 22 að tölu, stillt sér upp fyrir myndatöku fyrir framan Gæsapagóðuna í borginni Xian, eftir að hafa gengið uppá topp pagóðunnar. Seinni ferð Kínaklúbbsins til Kína á þessu ári, ári drekans, verður farin dagana 22. ágúst til 12. september. Sérfræðingur veitir ráðgjöf um ofnæmi í dag í Lyfju Setbergi kl. 15-18. m Sértilboð á Histasín töflum 10 stk. I kr. 439,- Cb LYFJ A Lyf á lágmarksveröi Tveggja nátta Jdnsmessu- vaka í Dalvík- urbyggð JÓNSMESSU verður fagnað í tvær nætur á Dalvík og verður margt um að vera. Föstudaginn og laugardaginn, 23. og 24. júní, bjóða Sjóferðir upp á um klukkustundar siglingu, t.d. út að Múla til að njóta miðnætursólarinn- ar, kl. 24. Verð fyrir fullorðna er 1200 kr., en börn kr 600. Níels Jóns- son á Hauganesi býður sjóferð á 30 tonna eikarbát kl. 22. Afglaparnir standa fyrir veiði- keppni á Hrísatjöm frá kl. 22-2. Veiðileyfi verða seld í Esso og kosta kr. 500. Farið verður í Kvennareið frá Hrinsholti kl. 20 að Þinghúsinu Grund þar sem verður grillað. Hestaþjónustan Tvistur verður opin frameftir nóttu. Byggðasafnið verður opið frá kl. 20-24 og vorkoma verður á vegum Lionsmanna í íþróttahúsinu. Opið verður í Gallerí Iðju, Skíða- braut 4, fram eftir nóttu. Sundlaug Dalvíkur er opin til kl. 2. Minnt er á að gestum sem neytt hafa áfengis er ekki heimill aðgangur að sundstöðum. Jónsmessuganga á vegum Ferðafélags Svarfdæla verð- ur farin frá Hálsi upp að Lokagöm- um. Gangan hefst kl. 22. Fararstjóri er Gunnhildur Ottósdóttir. Golfvöll- urinn verður opinn til kl. 2. Sérleyf- ishafar bjóða sætaferðir út í Ólafs- fjarðarmúla. Farið verður frá Dallas (Esso/Shell) kl. 23. Jónsmessu- brenna verður á Böggvisstaðasandi og verður kveikt í henni á miðnætti. Laugardaginn 24. júní verður einnig héraðsmót UMSE á Dalvík- urvelli. Þar verður keppt í frjálsum íþróttum frá kl. 10. Leikir og skemmtun fyrir böm og fullorðna um kvöldið. Mótinu lýkur á sunnu- dag. Vefur opnaður á Netinu um fluguveiði STEFÁN Jón Hafstein hefur opnað nýja útgáfu á Netinu, flugur.is. Þetta er vefur sem er sérsniðinn að þörfum fluguveiðimanna. Þar era þegar nær eitt hundrað greinar flokkaðar í „sögur“, „heil- ræði“, „flugur“ og fleira í þeim dúr. í tengslum við vefinn er starfræktur netklúbbur sem gefur út vikulegt fréttabréf í tölvupósti og njóta félag- ar ráðgjafarþjónustu í tölvupósti. Þá era margs konar tilboð á vefnum, flugur og bækur. Vefurinn mun aukast jafnt og þétt að umfangi í sumar og starfa allt ár- ið, segir í fréttatilkynningu. Megnið af efni vefjarins er gjald- frjálst og kostar ekkert að skrá sig á hann. Til nýjunga telst að tilteknar greinar sem flokkast undir ítarefni era seldar á vefnum. Margir höfund- ar leggja þar til efni á sérsviðum. Geta notendur vefjarins valið að kaupa slíkar greinar beint í tölvu sína, á 99 kr. hverja, eða 299 kr. ef um ítarlegar greinar er að ræða. Ályktun frá Stprstúku Islands Á fundi sínum 13. júní sl. samþykkti framkvæmdanefnd Stórstúku ís- lands IOGT eftirfarandi ályktun: „Framkvæmdanefnd Stórstúku Islands vekur athygli á því að hvar- vetna hefur greiðara aðgengi að áfengi leitt til aukinnar neyslu þess með öllum þeim skelfilegu vanda- málum sem henni fylgja. Ekki síst kemur þetta fram í neyslu æ yngri aldurshópa svo sem við höfum skýr- ust dæmi um hér á landi í framhaldi af því að lögleidd var sala á bjór. Framkvæmdanefndin lýsir yfir sáiri hryggð og mikilli vanþóknun um leið á þeirri yfirgengilegu und- anlátssemi sem viðgengst nú í leyfisveitingum til áfengissölu af hvaða tilefni og við hvaða tækifæri sem er. Gleggstu dæmin um þetta hefur mátt sjá að undanförnu í leyfisveit- ingum til áfengissölu á tónleikahá- tíðum í höfuðborginni þar sem þó var vitað að mikill fjöldi tónleika- gesta var langt undir lögaldri til áfengiskaupa og markhópurinn jafnvel börn og unglingar. Framkvæmdanefndin heitir á alla þá opinbera aðila, sem að slíkum leyfisveitingum standa, að beita ákveðinni aðhaldsstefnu í þessum málum í einhverju samræmi við verkefnið ísland án eiturlyfja - og annað það starf sem lýtur að for- vamamálum." SUN MOUNTAIN / . • . } * m; :^iWs§m* /., ú.y \ y/ - - t i- Wf 'vMk m' M v ' . * i ■n VL- • / ' \ /. 1 1BJ _ mm'mF / V-Iv V' 'K • f/j Pl ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.