Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 66

Morgunblaðið - 22.06.2000, Side 66
66 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Ljóska Smáfólk VOUR BROTHER 5PIKE 5AYS THAT THE 5UMMER OLYMPIC5 15 60IN6T0BE IN NEEPLE5.. THAT'5 RIPICUL0U5! UJHERE UJOULP HE HEARANYTHIN6 IIKE THAT? Skúli bróöir þinn segir aö Ólympíuleikarnir verði haldnir í Nálaborg.. Þaö er fáránlegt! Frá hveijum kemur svona þvæla? Ertu viss? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kristur, kirkjan og ríkið Frá Björgvini Brynjólfssyni: VÍÐA um lönd og álfur eru kristnir menn nú að minnast 2000 ára aímæl- is meistarans frá Nasaret. Ein er þó sú þjóð sem telur sig kristna sem lætur afmæli hans sig litlu skipta. - En heldur þess í stað á fornum þingstað þjóðarinnar risastóra ríkis- hátíð til að minnast 1000 ára afmælis AFNÁMS trúfrelsis í landi sínu. - Telur sig þó til lýðræðisþjóða og flestum þjóðum fremri á því sviði, að áliti sinna ráðherra, sem sumir virð- ast hafa áhyggjur af mismun á mannréttindum meðal annarra þjóða. Trúfrelsið var ekki afnumið vegna langvarandi átaka á milli trú- flokka, heldur fyrir hótanir og gísla- töku erlends konungs, sem þótti kristinn siður mýkri leppur í sínum skó. Hann barðist til valda í heima- landi sínu með hótunum, morðum og svikum sem skýrt kemur fram í sögu hans, sem flestum er kunn. Hann hét þeim syndafyrirgefningu Hvíta- Krists sem studdu völd hans og ein- ræði. Enn er kristur misnotaður til framdráttar spilltu ríkisvaldi sem leikur sér með skattfé þjóðarinnar. Ráðherrar gefa en þjóðin borgar. Á lokaári 20. aldar er þessi þjóð ekki lengra komin á lýðræðisbraut enað einn trúflokkur er sérvemdað- ur í stjómarskrá og með lögum. Hann einn nýtur náðar ríkisvaldsins, enda er hann ekki trúflokkur í venju- legum skilningi, heldur vernduð siðasamtök ríkisins. Ríkistrúarþjóð- in miklast oft af sjálfstæðisbaráttu sinni. Hún hefur lifað tvenn siða- skipti í landi sínu, sem framkvæmd vora fyrir framkvæði erlendra ein- valdskonunga, en virðist nú vera í sögulegri sátt við þá erlendu íhlutun og yfirgang sem birtist í trúar- og siðaskiptum. „Svo lítil era geð guma“. Þegar ríkiskirkjan þarf að styrkja sjálfsmynd sína í augum þjóðarinnar finnur hún oft upp vinsæl verkefni og eignar sér þau. Hjálparstörf af ýmsu tagi era vinsæl og vel fallin til að bæta ímynd hennar hjá alþjóð. En flest hennar hjálparstörf draga fé frá framlögum þjóðarinnar til annarra félaga sem era notuð til hjálpar- starfs en ekki til að auglýsa sinn mannkærleika. Ef ríkiskirkjan vildi í alvöra styrkja hjálparstörf án þess að draga úr framlögum þjóðarinnar til hjálparstarfs annarra á hún hæg heimatök til fjáröflunar. Ef ríkis- kirkjan hagræddi í sinu starfi líkt og aðrar ríkisstofnanir hafa þurft að gera fengi hún 100-200 milljónir á ári hverju til frjálsrar ráðstöfunar, þar sem framlög ríkisins til kirkjunnar era lögbundin. - Þar fengi hún fé til hjálparstarfs sem ekki drægi úr hjálparstarfi annarra féiaga. - Þá gæti hún í alvöru bætt ímynd sína og sýnt að græðgi er ekki hennar æðsta mál. Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki aðeins jafnréttis- og mannréttinda- mál, heldur einnig leið til alvöra trúfrelsis, þar sem lögboðin sérrétt- indi ríkiskirkjunnar væra felld niður og frjáls samkeppni um trú og siði yrði raunhæf. - Og þjóðin losnaði við trúarlegt einræðisskipulag og gæti talist alvöra lýðræðisþjóð. Það væri ánægjuleg þróun í byrjun nýrrar aldar. Þjóðin hefur tekið afstöðu í skoðanakönnunum í sjö ár. Yfir 60% styðja aðskilnað ríkis og kirkju, en afstaða Alþingis er enn óljós en mun skýrast fljótlega. Ríkiskirkjuhátíðin er fjörbrot deyjandi skipulags. BJÖRGVIN BRYNJÓLFSSON, Oddviti SARK, Samtaka um að- skilnað ríkis og kirkju. Góð verslun í Grafarvogi Frá Þórdísi S. Guðbjnrtsdóttur: ÉG VIL nota tækifærið og lýsa ánægju minni með Nóatúnsverslun- ina sem nýverið tók til starfa í versl- unarmiðstöðinni í Hverafold hér í Grafarvogi. Það er mikill munur að fá hér gott kjöt- og fiskborð og svo er verslunin björt og rúmgóð. Ein nýjung er þarna í kjöt- og fiskiborði sem er rétt að benda á. Hér er átt við nýjar umbúðir utan um kjötið og fiskinn. Ég hef tekið eftir því að þessar nýju umbúðir auka geymsluþol matvörannar vera- lega. Um daginn keyptum við til dæmis ný ýsuflök sem við matreidd- um ekki fyrr en 5 sólarhringum seinna og vora flökin ennþá fersk við opnun umbúðanna. Þetta er mikil framför frá frauðplastbökkunum sem taka mikið pláss og hljóta að safna ryki og óhreinindum í hillum verslananna. Það er rétt að benda á það sem vel er gert - líka í úthverf- unum. ÞÓRDÍS S. GUÐBJARTSDÓTTIR, Hverafold 96, Reykjavík AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Bylting ¥ Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf, VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint, Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Vlroc utanhússklæðnlng PÞ &co Leitlð upplýslnga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA29 S: 553 8640 & 568 6100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.