Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 149. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. JULI2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Atta fórust í slysinu í Hróarskeldu Söngvarinn reyndiað afstýra slysi Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ÞETTA er óskiljanlegt," heyrðist úr öllum áttum í gær eftir að ljóst var að átta ungir menn höfðu látist í troðningi fyrir framan tónleikasvið á 30. Hróarskelduhátíðinni laust fyrir miðnætti á föstudagskvöldið. Ekkert benti til að troðningurinn hefði verið meiri á þessum tónleikum en á mörg- um öðrum, engin örvænting greip um sig og fæstir í þvögunni gerðu sér grein fyrir hvað um væri að vera. Engin merki eru heldur um að neitt óvenjulegt hafí gerst er valdið hafi slysinu. Síðdegis í gær höfðu verið borin kennsl á fjóra af hinum átta látnu, Dana, Þjóðverja, Svía og Hollending. Fjórir aðrir voru illa haldnir á sjúkrahúsi, þar af ein stúlka í lífs- hættu. Forráðamenn hátíðarinnar ákváðu að halda hátíðinni áfram, meðal annars vegna þess að það hefði stofnað öryggi margra í hættu ef allir streymdu á brott frá staðnum samtímis. „Þetta er ákvörðun sem við erum ekki 110% viss um að sé rétt og við vitum að fyrir þetta mun- um við hljóta gagnrýni," sagði stjómandi hátíðarinnar, Leif Skov, á blaðamannafundi í gærmorgun. „Við viljum með þessu minna á að lífið heldur áfram og er enn einhvers virði fyrir þá sem lifðu af þótt það sé erfitt á slfkri stundu.“ Hann sagði að ákvörðunin hefði verið tekin í sam- ráði við lögregluna. Slysið hafði held- ur ekki áhrif á vígslu Eyrarsunds- brúarinnar, en Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra bað viðstadda að minnast hinna látnu með þögn. Allt virtist með venjulegum hætti I fréttum í gær kom fram að ekk- ert hefði bent til þess sem gerst hafði. Tónleikar bandarísku sveitar- innar Pearl Jam löðuðu að sér um fimmtíu þúsund manns, sem ekki er óalgengt á hátíð, sem sótt er af hátt í hundrað þúsund manns. Allt fór rólega fram, fyrir utan hinn venjulega troðning, sem skap- ast þegar menn standa og hreyfa sig fram og aftur. Sumir leita að sviðinu, aðrir hörfa frá. í kringum svæðið er girðing, en aðeins um 120 sentimetrar á hæð. Við hana standa stöðugt öryggis- verðir hátíðarinnar og hjálpa fólki að losa sig úr þvögunni ef það vill. Rétt um það leyti sem slysið varð virtist ekkert benda til óróleika eða að troðningurinn væri markaður öðru en venjulegri tónleikastemmningu. Söngvari hljómsveitarinnar, Edd- ie Vedder, fékk þó boð um að eitt- hvað væri að og bað fólk að vera samtaka og stíga þrjú skref aftur á bak. Það var gert, hann bað þá fólk að gera þetta aftur, en fannst þá greinilega eins og ekki væri nóg að gert, dró sig til baka á sviðinu og settist á hækjur sér meðal félaga sinna og grét. Þá komu að sjúkrabíl- ar og fólk var borið úr þvögunni. Hljómsveitin sendi frá sér fréttatil- kynningu þar sem aðstandendum hinna látnu var vottuð samúð. „Líf okkar verður aldrei samt á ný en við vitum að það skiptir engu þegar hug- að er að sorg fjölskyldna og vina,“ sagði í tilkynningunni. ■ Martröð/6 ------*-M-------- Forsetakjör í Mexíkó í dag Jafnt í könnumim Mexíkóborg. AP. SAMKVÆMT síðustu skoðanakönn- unum eru keppinautarnir tveir í for- setakosningunum í Mexíkó nær jafn- ir en kosið verður í dag. Vicente Fox, frambjóðandi stjórn- arandstæðinga, var með ívið minna fylgi í könnununum en stjórnar- flokksmaðurinn Francisco Lam- bastida. Fráfarandi forseti, Emesto Zedillo, hefur heitið því að ekki verði beitt neinum brögðum við talning- una eins og stjórnarflokkurinn hefur verið sakaður um síðustu árin. Kaþólska kirkjan í Mexíkó hvatti trúaða til að biðja Guð um að fyrir- gefa sér kosningasvik sem þeir hefðu tekið þátt í og biðja um að kosning- arnar færu vel og lýðræðislega fram. „ÁN NÝRRA VERKA, ÁN NÚTÍMANS, HÆTTIR FORTÍÐIN AÐVEKJA ÁHUGA“ Uppskipting veikir kaupfélögin hratt |.'vVá;w S? '•V & WÉ WL \ \ ' .m \ .-\ \ \ ^ \ X M . ■ vv_ •,'v i H Wk * . ■ -TTW \ \ M ,7 1 ; Á MxM v-v. ~ ~ JM' 1 J i Glímukappar sýndu glímubrögð við Lögberg á laugardag. Morgunblaðið/Golli APÓTEK LJÓSMYNDARANS 30 VIÐSKIPnAIVINNULÍF ÁSUNNUDEOI Við upphaf Kristnihátíðar KRISTNIHÁTÍÐ hófst á Þingvöll- um í gærmorgun og stendur yfir alla helgina. Eitt af fyrstu atriðum hátíðarinnar var glímusýning Hér- aðssambandsins Skarphéðins við Lögberg í blíðskaparveðri. MORGUNBLAÐK) 2. JÚU 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.